Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 23. september 1986 177. tölublað Filman þm á skiliö þaö besta! FILMUHÚSIÐ f Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198 BKfa r/A/. rAfr////V////f/ifMW/A gæöaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á iaugardögum frá kl. 9-12. Lækkun á loðnuverði: „Gula spjaldið komið á loft Stjórn Sfldarverksmiðja Ríkisins ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka verð á loðnu um 50 kr. á tonnið. Frá því að veiðar hófust hefur því verðið sem verksmiðjurnar greiða lækkað úr 1900 kr. í 1700 kr. nema á Reyðarfirði þar sem greiddar eru 1800 kr. fyrir tonnið. A fundinum var einnig ákveðið að sýnataka skyldi fara fram úr löndunar- tækjum en ekki úr lest eins og áður var. „Það má segja að nú sé gula spjaldið komið á loft, nú er þetta spurning um það hvenær verk- - segir Sverrir Leósson smiðjurnar fá rauða spjaldið. Ef að þetta er staðreynd, að verk- smiðjurnar geta ekki greitt nema 1700 kr. og þar fyrir neðan fyrir tonnið, þá er þetta orðin spurning um það hvort þessar veiðar borga sig yfir höfuð. Pá á ég bæði við útgerð, sjómenn og þessar verk- smiðjur. Ef ekki, nú þá er þetta bara sjálfhætt" sagði Sverrir Leósson formaður Útvegs- mannafélags Norðlendinga þegar hann var spurður álits á þessu nýja verði. Sverrir sagðist hafa bundið vissar vonir við frjálsa verðlagningu og verið hlynntur henni frá upphafi. „Maður vildi láta reyna á það hvort hún væri af hinu góða og það er þá að koma í ljós. Menn vilja náttúrulega halda þessum veiðum áfram í lengstu lög vegna þess að loðnu- stofninn er sterkur og fiskurinn skammlífur og það er spurningin fyrir þjóðarbúið að nýta þennan stofn. Og ekki veitir nú af. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allir vilja uppávið en við höfum nú lækkað í launum um 30-35% frá því í fyrra“ sagði Sverrir. Hjá Geir Zöega í Krossanesi fengust þær upplýsingar að þeir myndu ákveða nýtt verð í dag og þeirra forsendur hefðu ekkert breyst og breyttust ekki þó að Síldarverksmiðjur Ríkisins ákvæðu lækkun. ET Menntaskólinn á Akureyri: Færri nemendur Það var margt um manninn þegar hið nýja skákhcimili Skákfélags Akureyrar var tekið í notkun sl. laugardag og auðvitað var strax tekið til við taflið. Mynd: rþb en í fyrra Umsóknir um skólavist í Menntaskólanum á Akureyri eru talsvert færri en í fyrra. Nú sóttu u.þ.b. 190 um á fyrsta ári ög verða 150 teknir inn. í fyrra voru umsóknirnar 250 og voru 200 teknir inn og hafa nýnemar í M.A. aldrei verið fleiri en þá. Nemendur í dagskóla verða um 500 í vetur. Ástæður fyrir þessari fækkun eru sennilega einkum tvær. Árgangurinn sem nú kemur inn er talsvert minni en sá síðasti og einnig hefur aukinn hlutur Verk- menntaskólans áhrif. Nemendur í öldungadeild verða 90 og er þar einnig um að ræða fækkun frá því í fyrra. Talsvert á annað þús- und nýir áskrifendur - „Virkilega ánægður með undirtektir,“ segir Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dags „Eins og gefur að skilja er ég virkilega ánægður með þessar undirtektir því við höfum nú á skömmum tíma fengið talsvert á annað þúsund áskrifendur í kynningaráskrift að blaöinu,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dags um áskrifendaherferð blaðsins sem staðið hefur yfir að undan- förnu. Dagur var í hópi þeirra fyrir- tækja sem tóku þátt í heimilissýn- ingunni „Heimilið ’86“ í Laugar- dalshöll á dögunum, en þar var boðið upp á kynningaráskrift að blaðinu sem 507 manns notfærðu sér. í síðustu viku var síðan farið að hringja í hús á Norðurlandi og bjóða kynningaráskrift að blað- inu og er óhætt að segja að undir- tektir hafi verið mjög góðar. Hringt var í hús á svæðinu frá Hólmavík að Vopnafirði og þáðu rúmlega 1000 manns kynningar- áskrift. Enn er þó eftir að ná til fjölda fólks, t.d. hefur enn ekkert verið hringt í hús á Akureyri og víða á eftir að ná til fólks. Kynn- ingarbæklingur hafði verið send- ur í hvert hús á þessu svæði, og var ljóst að fólk hafði lesið þann bækling og tekið afstöðu til þess hvort það vildi áskrift eða ekki. Á næstu dögum er stefnt að því að ná til þess fólks sem ekki hefur verið haft samband við nú þegar, og er stefnt að því að þessari kynningarherferð blaðsins ljúki um næstu helgi. gk-. Nokkuð erfiðlega gekk að ráða kennara við Menntaskólann og lengi vel vantaði stærðfræði- kennara. Að sögn Valdimars Gunnarssonar vinna flestir kenn- arar við skólann mikla yfirvinnu, meiri en þeir raunverulega mega nema með undánþágu. Mennta- skólinn verður settur sunnudag- inn 5. október. Skólameistari er Jóhann Sigurjónsson. ET Mjög harður arekstur Geysilega harður árekstur varð í fyrrinótt á Hrútafjarðar- hálsi í V.-Húnavatnssýslu á milli tveggja bifreiða sem mættust þar. Við áreksturinn fór önnur bif- reiðin hálf út af veginum og stöðvaðist þannig. Hin bifreiðin valt hins vegar eftir veginum áður en hún stöðvaðist á hjólunum utan vegar. Ókumennirnir sem voru einir í bifreiðunum voru báðir í öryggis- belti. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús og fékk annar að fara heim að lokinni skoðun en hinn er enn á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga og er ekki mikið slasaður. Báðar bifreiðarnar eru gjörónýt- ar. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.