Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. september 1986 Um daginn var sagt frá því að óskilamunir hjá lögreglunni væru boðnir upp eða þeim hent. Eitt slíkt uppboð var haldið við lögreglustöðina á laugardaginn, en einnig var um að ræða uppboð á eigum Skipaþjónustunnar hf. að Tryggvabraut 10. Blaðamaður slóst í hóp um 50-100 áhugasamra kaupenda og hófst atgangurinn í bflskúr lögreglunnar. Uppboð hjá lögreglu: Atgangurinn hófst í kjallara lög- reglustöðvarinnar og hér hefur Ólafur Ásgeirsson reiðhjólastell á loft. Reiðhjól á 100 krónur og sjónvarp á 14 þúsund! Þarna er stemmningin býsna rafmögnuð. Margir komu aðeins af forvitni en fóru skyndilega að bjóða í hlutina. Fyrst voru boðin upp ein átta reiðhjól og fóru þau á 100-1500 krónur, sem þykir ekki mikið. Næst á dagskrá voru tjald, vara- dekk, ísskápur og sjónvarp. Þó- nokkur slagur var um sjónvarpið sem fór loks á 14.000 krónur. Á planinu fyrir utan voru nokkrir bílar sem höfðu lifað sitt fegursta og fóru þeir á 3-6000 kr. Einn seldist þó á 60.000, enda árgerð 1978 af Audi. Því næst hélt hersingin niður í Skipaþjónustuna þar sem í boði voru 134 númer. Þar var aðallega um að ræða veiðarfæri, fatnað og annað tengt sjómennsku. Þessu var bróðurlega skipt niður í kassa og fóru þeir flestir á 1500-2500 krónur, allt eftir því hve girnilega lýsingin á innihaldi kassanna hljómaði. Þá var í boði ýmis skrifstofubúnaður, hreinlætisvör- ur o.fl. Stundum var innihald kassanna það sama, t.d. fóru 24 sjampóglös á 800 kr. í einum kassa og síðar á 1100 kr. í öðrum. Enda færðist fólk í aukana og ákafinn smitandi. Ekki leikur vafi á því að margir hafi gert góð kaup, en áhættan er nokkur, þvi hlutirnir voru seldir „í því ástandi sem þeir eru og engin ábyrgð tekin á hugsanleg- um göllum,“ eins og Sigurður Eiríksson uppboðshaldari orðaði það. En fólk virtist skemmta sér vel og sögðust margir hafa komið gagngert í þeim tilgangi. SS Sigurður Eiríksson mundar hamar- inn og horfír á sjónvarpið sem menn buðu óspart í. Ólafur Ásgeirsson og Broddi Broddason sýna fólki varadekk af lögreglu- bifreið. Leikar fóru svo að kollegi þeirra festi kaup á dekkinu. Það var þröng á þingi í kringum bflana sem boðnir voru upp. Enda sjálfsagt að sparka dulítið í dekkin áður en mað- ur fer að bjóða í bflinn. Óli Ásgeirs tekur fram að þessi dekk geta fylgt stellinu ef vill. Eins og sjá má ríkir mikil kátína á uppboðinu og margt var látið fjúka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.