Dagur - 23.09.1986, Side 12
DA6UR
Akureyri, þriðjudagur 23. september 1986
SANS
SOUCIS snyrtivörur
BADEN-BADEN • PARIS
SlMI
(96) 21400
Snyrtivörudeild
Sæplast á Dalvík:
Tvöföldun á
framleiðslu
- milli ára • Sala til Kanada og USA
fyrir 8 milij. króna
„Það lítur út fyrir tvöföldun á
framleiðslu milli áranna 1985
og ’86 og erum við að sjálf-
Fékk
troll í
skrúfuna
Rækjuveiðibátur frá Húsavík
fékk trollið í skrúfuna og var
dreginn til heimahafnar á
mánudag.
Er Björg Jónsdóttir ÞH 321 var
að rækjuveiðum við Grímsey
skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt mánudags, festist trollið í
skrúfu skipsins. Skipverjum tókst
ekki að losa trollið úr skrúfunni
og 6 tímum síðar kom Votaberg
SU 14 og dró skipið til Húsavík-
ur. Pangað var komið um hádegi
á mánudag og skar kafari trollið
frá skrúfunni. Björg Jónsdóttir
var búin að vera á veiðum síðan
á laugardag og hafði fengið 1300
kíló af rækju. IM
Ólafsfjörður
og Dalvík:
Akureyr-
ingar
malbika
Um þessar mundir er verið að
malbika götur í Ólafsfirði.
Hafa Ólafsfirðingar malbikað
götur bæjarins í áföngum og er
nú verið að malbika Hlíðar-
veg.
Einnig á að malbika göngu-
stíga um kirkjugarðinn, auk þess
sem heimkeyrslur og bílastæði
fyrir einstaklinga og fyrirtæki eru
á verkefnalistanum.
Ólafsfirðingar hafa keypt mal-
bik frá Akureyri undanfarin ár og
er eins í þetta sinn. Það er því
vinnuflokkur frá Akureyrarbæ
sem leggur malbikið á götur
Ólafsfjarðar. Heimamenn hafa
séð um allan undirbúning
verksins.
Frá Ólafsfirði fer vinnuflokk-
urinn til Dalvíkur og vinnur þar
við lagningu malbiks hjá nokkr-
um fyrirtækjum og einstakling-
um. Er það nokkuð mikið verk-
efni. Engar malbikunarfram-
kvæmdir verða á vegum Dalvík-
urbæjar að þessu sinni, enda
komið malbik á flestar helstu göt-
ur bæjarins. gej-
sögðu ánægðir með það,“
sagði Pétur Reimarsson fram-
kvæmdastjóri Sæplasts h/f á
Dalvík.
Mest af því sem flutt hefur ver-
ið út af framleiðslunni hefur farið
til Færeyja. Fó hefur átak í mark-
aðsöflun í Kanada og Bandaríkj-
unum borið góðan árangur. „Við
gætum farið illa út úr slíkum við-
skiptum eins og frystihúsin, þar
sem staða dollarans er ekki góð,“
sagði Pétur. Hann sagði að aðal
markaðssvæði væru í Nova Scot-
ia, Halifax og þar í kring.
Útflutningur til þessara svæða í
Kanada og Bandaríkjunum var
enginn í fyrra, en verður nú fyrir
u.þ.b. 200 þúsund dollara, eða
um 8 milljónir króna og sagði
Pétur að það væri góður árangur
á ekki lengri tíma. Aðal keppi-
nautar Sæplasts á mörkuðum í
Færeyjum eru norskir sem eru að
framleiða svipaða vöru, en í Kan-
ada og Bandaríkjunum eru það 2
þarlend fyrirtæki sem keppa við
Sæplast.
„Ég held að okkar framleiðsla
líki það vel að við þurfum ekki að
hræðast markaðinn," sagði
Pétur. gej-
Mjög haröur árekstur varð í Skagafirði í fyrradag. Þar var ekið aftan á nýja bifreið af Lancer-gerð og er hún talin
ónýt. Meiðsli urðu ekki á mönnum. Mynd: Páii
Innréttingaframleiðsla á Akureyri:
Nóg að gera og mikil
bjartsýni ríkjandi
Það kom fram um daginn að
senn gæti hafist nýtt uppgangs-
skeið í byggingariðnaði hér í
Það er margt að skoða í hinum stóra heimi.
Mynd: RÞB
bæ. Fólk er almennt bjartsýnt í
kjölfar nýju húsnæðislánanna.
Væntanlega haldast í hendur
auknar byggingaframkvæmdir
og aukin innréttingafram-
leiðsla, en hvernig er ástandið í
dag hjá þeim fyrirtækjum sem
sjá um tréverk og innréttingar?
Hjá Berki er framleiðsla á
hurðum og gluggum í fullum
gangi. Þeir setja vöruna á mark-
að í Reykjavík, Keflavík og hér á
Norðurlandi. Börkur er með
verslun í Reykjavík, sem þeir
eiga 40% eignaraðild að. Um
50% framleiðslunnar fer suður,
hitt er selt hér í byggðarlaginu þó
hlutfallslega minnst á Akureyri,
en eftirspurn ætti að aukast með
vorinu. Én það er nóg að gera hjá
Berki, að sögn viðmælanda
blaðsins.
„Hér er brjálað að gera,“ sagði
starfsmaður hjá Þór í samtali við
blaðið. Þeir eru eiginlega með
allar innréttingar og tréverk
nema bílskúrs- og útihurðir. Þeir
gera gjarnan tilboð í heilu húsin,
bjóða allar innréttingar. Stærstur
hluti framleiðslunnar fer út á
land, mest til Reykjavíkur. Þeir
eru með lítið á lager, þetta er
aðallega sérsmíði. Þó hefur bað-
innréttingum frá Þór verið stillt
upp í Húsasmiðjunni í Reykja-
vík, einni búð á ísafirði og hjá
Bynor á Akureyri.
Næst var ástandið kannað hjá
trésmiðjunni Vinkli sem er með
TV innréttingar. Þeir eru með
eldhús- og baðinnréttingar, fata-
skápa og ýmislegt fleira. Þar er
búið að vera geysilega mikið að
gera frá því fyrirtækið tók til
starfa. Þeir selja nánast út um allt
land og er í bígerð að fá verslanir
í Reykjavík og Keflavík til að sjá
um dreifingu að einhverju leyti.
Erlingur Þorsteinsson sagði að
vissulega væri reytingssala í
bænum, en salan að mestu dreifð
um landið. Fyrirtækið ráðgerir að
flytja í annað húsnæði í janúar og
jafnvel að auka framleiðsluna og
bæta við mönnum. SS
Sigurbjörg ÚF 1:
Vélaskipti undirbúin
- Verkið boðið út
„Það er á hreinu að það verður
sett ný vél í skipið og erum við
byrjaðir að rífa þá ónýtu úr,“
sagði Svavar Magnússon hjá
Magnúsi Gamalíelssyni í Ólafs-
firði er hann var spurður um
viðgerðina á Sigurbjörgu ÓF
1.
Nú liggur skipið vélarvana við
bryggju eftir að hlutar úr vélinni
brotnuðu er skipið var á veiðum
fyrir stuttu. Svavar sagði að það
tæki langan tíma að skoða þessi
mál. „Það þarf að ákveða hvernig
vél verður sett í skipið og panta
hana. Síðan þarf að bjóða út
verkið. Það er líklegt að þurfi að
skipta um gíra og fleira í tengsl-
um við þetta, svo það þarf að
hyggja að mörgu áður en útboðið
verður unnið,“ sagði Svavar.
Þau mistök urðu er sagt var frá
þessu óhappi í blaðinu á föstu-
daginn að Sigurbjörg ÓF 1 var
nefnd Sæbjörg. Éru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum. gej-