Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________________ Vilji fólksins Hver stórviðburðurinn rekur nú annan í íslensku knattspyrnulífi. Á dögunum léku hinir heimsfrægu leikmenn í landsliði Frakklands á Laugardalsvelli í Reykjavík og nú í vikunni mæta sovéskir snillingar þar til leiks. Leikir þessir eru í Evrópukeppni lands- liða og vekja athygli víða um heim. Má t.d. telja víst að jafntefli íslands gegn Frakklandi á dögun- um hafi vakið geysilega athygli erlendis, enda annars vegar um að ræða smáþjóð og hins vegar milljónaþjóð sem á Evrópumeistara í knattspyrnu og heimsfræga knattspyrnusnillinga innan sinna raða. Það sýnir sig líka að áhugi er fyrir þessum leikj- um. Þannig var landsleik íslands og Frakklands sjónvarpað beint til Frakklands þar sem milljónir manna gátu fylgst með atburðinum á þeim tíma er hann átti sér stað. Maður skyldi því ætla sem svo að áhugi væri fyrir því hjá íslenska sjónvarpinu að sýna slíkan viðburð í beinni útsendingu, en það er nú eitthvað annað. Þegar landsleikur íslands og Frakklands stóð yfir var m.a. viðtal í útvarpi við formann knatt- spyrnuhreyfingarinnar á íslandi. Hann sagði þá að nú væri hátíð, ekki bara hjá þeim sem væru á vell- inum, heldur hjá öllum knattspyrnuáhugamönnum á íslandi. En sjálfsagt er að vekja á því athygli hér að þau hátíðahöld fóru þannig fram úti á lands- byggðinni að menn hlustuðu á lýsingu af leiknum í útvarpi á sama tíma og knattspyrnuáhugamenn í Frakklandi sáu leikinn í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Hér er þó sennilega fyrst og fremst við for- ráðamenn Ríkisútvarpsins að sakast, og sennilega myndu þeir ekki láta atvik sem þetta endurtaka sig ef þeim væri ljós tónninn í fólki á landsbyggð- inni og vilji þess að fá tækifæri til að sjá þessa atburði í beinni útsendingu í sjónvarpi. Eftir því sem næst verður komist er ekki áhugi á því hjá forráðamönnum þessarar ríkisstofnunar að greiða það verð sem knattspyrnuforustan setur upp fyrir lýsingar af þessu tagi. Það sjónarmið knattspyrnu- sambandsins að greiða þurfi vel fyrir efni sem þetta er skiljanlegt, sennilega sætu einhverjir heima sem færu á völlinn ef leikurinn væri ekki í beinni sjónvarpsútsendingu og KSÍ yrði þar af leið- andi fyrir tekjutapi. Það sem þarf að gerast er að forráðamenn Ríkisútvarpsins geri sér grein fyrir þessari staðreynd ef stofnunin ætlar sér að standa undir nafni. Nú í vikunni verður stórviðburður á Laugardals- velli er ísland og Sovétríkin mætast í Evrópu- keppninni. Verður fróðlegt að sjá hvort farið verður að óskum þeirra fjölmörgu landsbyggðarmanna sem hafa tjáð sig um þetta mál, og leikurinn sýnd- ur landsmönnum í beinni útsendingu. gk-. _viðtal dagsins. Kristján Ármannsson oddviti á Kópaskeri: „Náttúrlega hættum við ekki tyrr en við fáum skip“ Kristján Ármannsson er oddviti á Kópaskeri og fram- kvæmdastjóri Sæbliks hf. Kristján er kvæntur hrepp- stjóranum á staðnum, Guð- björgu Vignisdóttur, en hún var fyrsta konan á landinu sem skipuð var hreppstjóri. Krist- ján og Guðbjörg eru frá Akur- eyri og fluttust þau til Kópa- skers fyrir 16 árum. Fyrst er oddviti beðinn að segja frá staðnum Kópaskeri: „Þegar ég flutti til Kópaskers 1970 voru hér 85 íbúar, en þeir eru tæplega 200 í dag. Þessi fjölg- un var á mjög skömmum tíma, frá 1970-1978. Síðan hefur íbúa- talan staðið nokkuð í stað. Það var einmitt ’78-’79 sem rækju- veiðarnar brugðust fyrst í Öxar- firði og samfara því byrjaði þessi samdráttur í Íandbúnaðinum. Það hefur orðið fækkun í sveitar- félaginu því Presthólahreppur nær yfir sveitina báðum megin Kópaskers. Kópasker var og er fyrst og fremst þjónustumiðstöð fyrir landbúnaðinn og það var ekki fyrr en ’75-’76 sem rækju- veiðar hófust í Öxarfirði, að sjáv- arútvegur náði að hafa gildi fyrir staðinn. Hér er allur þjónustu- iðnaður fyrir landbúnaðinn, trésmíðaverkstæði, vélaverk- stæði og kjötiðja kaupfélagsins fer vaxandi." - Atvinnuástand hefur verið slæmt hjá Sæbliki, en eru þau mál ekki að lagast? „Um miðjan ágúst var rækju- vinnslan búin að vera hráefnis- laus í ár. Þá fengum við á leigu skip Þróunarstofnunar, Feng og auk þess veiddi togarinn frá Raufarhöfn fyrir okkur í ágúst. Og svo eru komnir einir fjórir bátar til veiðanna frá Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði þannig að við erum sæmilega settir núna, en framtíðin er óljós ennþá.“ - Ertu bjartsýnn á framtíðina? „Já, ég er það, vegna þess að þessi staður hefur upp á ýmislegt að bjóða. Þó stöðnun hafi orðið núna þá held ég að margt sé já- kvætt framundan. Náttúrlega hættum við ekki fyrr en við fáum skip og getum tryggt nokkuð jafna hráefnisöflun. Við erum með ýmsa hluti í athugun í sam- bandi við smáiðnað, að ógleymdu háhitasvæðinu í Öxar- firði sem er ekki nema í 20 kíló- metra fjarlægð. Þar eru auðvitað miklir framtíðarmöguleikar í fiskeldi og öllu sem því tengist.“ - Þú ert stjómarmaður í Selja- laxi, er hafið tilraunaeldi á seiðum hjá fyrirtækinu? „Það er varla hægt að segja það, þó er aðeins byrjað. Orku- stofnun er orðin mjög áhugasöm um þetta svæði og þeir hafa gert áætlun til næstu tveggja ára um að klára rannsóknir og bomn á svæðinu, svo það er allt í gangi með þau mál. í sambandi við atvinnumálin á Kópaskeri má geta þess að hér var mjög léleg höfn þar til ’78-’80 að gerður var grjótvamargarður sem breytti aðstæðum algerlega. Síðastliðin 5-6 ár hefur ekkert fjármagn fengist til hafnarframkvæmda en það er mjög nauðsynlegt að dýpka höfnina. Hún er þröng fyr- ir strandferðaskip og brýnasta málið í dag er að fá hana rýmk- aða.“ - Er ekki samdráttur í land- búnaði í sveitunum hér í kring? „Jú, það má segja að hann hafi verið gífurlegur. Þetta er ein- göngu sauðfjárhérað og sam- drátturinn hefur verið 25-30% á síðustu 6-7 ámm. Svo bætist við niðurskurðurinn í Kelduhverfi núna. Loðdýrabú era tvö hér í hreppnum og 2-3 í Öxarfirði.“ - Flytur fólk úr sveitunum til Kópaskers? „Hér hefur lítil fjölgun orðið síðustu 2-3 árin, en ég hugsa að það fari að breytast aftur. Þetta stöðnunartímabil var afskaplega erfitt. Skóla- og heilbrigðismál eru sérstök á staðnum. Hér hefur verið rekinn skóli sem byggður var á ámnum ’78-’81 og þar mundi ég segja að færi fram merkilegt starf í svokölluðum opnum skóla þar sem ekki er skipt í bekkjardeildir. Að vfsu er aðeins kennt í fyrstu 6 bekkjum gmnnskóla, en síðan halda börn- in áfram námi í Lundsskóla í Öxarfirði. Fyrir nokkru fengum við lækni sem reyndar er heimamað- ur. Kona hans er sálfræðingur og er ráðin hér í hálft starf sem slíkur. Þetta er tilraun til að tengja sam- an þessa þætti heilbrigðisþjón- ustu og við heimamenn sjáum að þetta gengur mjög vel. Starf þeirra hjóna í sambandi við almenna heilsugæslu er mjög gott og hefur vakið athygli.“ - Hafa þau fitjað upp á nýjungum? „Það má nefna námskeið sem þau héldu til að hjálpa fólki til að hætta að reykja. Þau heimsækja skólana og starfa á Raufarhöfn, en þar er læknislaust núna. Einnig er læknirinn með móttöku í Kelduhverfi einu sinni í viku.“ - Er gott að búa á Kópaskeri? „Það er afskaplega gott og ég held að hér séu miklir möguleik- ar fyrir þá sem ekki hafa áhuga á stórborgum.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.