Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 23.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. september 1986 Miðvikudaginn 10. september sl. var blaðamaður Dags á Sauðárkróki óvenju snemma á fótum. Eftir að búið var að fá sér snarl var haldið út í haust- nóttina, hrímið skafið af bfl- rúðunum og ekið gegnum sof- andi Gamla bæinn á Króknum niður að höfninni. Þar lá Blá- tindur SK 88 við bryggju og með honum var farið í eina veiðiferð á skein.sk á Skaga- firði. Rétt fyrir klukkan sex hélt svo Blátindur á veiðar og undirritað- ur kom sér fyrir í brúnni hjá Hartmanni Halldórssyni skip- stjóra. Hann kvað okkur aldeilis vera heppna með veðrið. Hvort sjórinn gæti verið sléttari? „Já hann getur orðið alveg eins og spegill, svo sléttur að maður tímir varla að gára hann eins og þeir segja sumir," sagði Hartmann. Hann kvað svona tæpa kliikkustundarsiglingu á miðin, en þeir ætluðu fyrst að prófa við Ingveldarstaðahólm- ann. Blátindur sigldi norður með Reykjaströndinni innan við Innstalandsskerin svokölluðu. Aðspurður sagðist Hartmann vera búinn að vera alllengi á sjónum, alla vega stanslaust síð- an 1975 og fimm ár áður en hann fór á bílaverkstæði KS, en hann er lærður bifvélavirki og var í átta ár á verkstæðinu. Hann sagði að sér hefði hundleiðst í bílavið- gerðunum á sumrin, auðvitað sérstaklega í góðu veðri og þá langað alveg ógurlega á sjó. - En hvenær var byrjað að veiða skel á Skagafirði? „Það var reynt fyrst upp úr 1970 og var skelin handunnin, þvf engar vélar voru til hér þá. Það borgaði sig náttúrlega engan veginn þannig að veiðum var fljótlega hætt. Síðan byrjuðum við að veiða fyrir Blöndósinga '83 og svo í kjölfar þess að Skagaskel var stofnsett á Hofsósi fórum við að veiða fyrir þá '84." - Og hvernig hafa veiðarnar gengið? „Þær voru bestar fyrsta árið, þá vorum við stundum komnir að um hádegið. En þetta hefur farið minnkandi núna síðustu árin." Nú kom Agnar Sveinsson upp í brúna, hann var búinn að fá sér kaffisopa frammi í lúkar og sagði Hartmanni að fara og fá sér sopa. Agnar sagðist vera búinn að vera lengi á Blátindi, hefði verið með hann fyrir Fiskiðjuna sem átti bátinn áður en hann sjálfur, Mannsi og Stebbi Páls (Hart- mann Halldórsson og Stefán Pálsson) keyptu hann '78. Blá- tindur sem er 45 lesta eikarbátur og verður 40 ára á næsta ári var þá lagfærður ansi mikið m.a. skipt um vél. „Já hann fer að ná þreföldum aldri. Þeir segja það fyrir sunnan, því það má úrelda 15-20 ára gömul skip sem er auðvitað algjör della," sagði Agnar og seg- ir vera búið að úrelda mörg ágæt skip. En þetta skip eigi mörg ár eftir. - Var erfitt að kljúfa kaupin á Blátindi? „Nei ekki svo, þetta er orðið gamalt skip og við fengum það á góðu verði og keyptum á góðum tíma. En blessaður farðu nú fram í og fáðu þér kaffisopa," sagði Agnar svo. Hvort viltu sterkt eða dauft? Ég renndi mér fram í og kaffiilm- urinn kom á móti mér úr lúkarn- um. „Þú ert aldeilis heppinn með veðrið drengur, þú gefur ekki múkkanum mikið í dag," sagði Karl Hólm þegar í lúkarinn var komið. Karl er háseti á bátnum og skipar áhöfnina ásamt eigend- unum þrem. „Fáðu þér kaffisopa vinur," sagði Stebbi Páls sem er kokkur um borð. „Hvort viltu heldur sterkt eða dauft? Agnar drekkur það nefnilega helmingi sterkara en við hinir. Fáðu þér svo að borða og éttu drengur," sagði Stebbi og ýtti að mér stærð- ar fati með smurðu brauði. „Svo fáum við okkur reykta trippa- pylsu í dag," sagði hann og sýndi tvær stærðar hangipylsur sem biðu þess að verða soðnar í potti. „Fáðu þér svo nóg að borða og drekka, við erum nefnilega þekktir hérna á Blátindi fyrir góðan viðurgjörning," bætti hann við. Þeir félagar voru sammála því að eitt aðalatriðið til sjós væri að hafa nóg að éta og Stebbi sagðist álíta að menn yrðu geð- vondir og ómögulegir ef þeir fengju ekki nóg að borða. Kalli kvaðst einu sinni hafa verið á bát þar sem var skrínukostur, það hefði verið agalegt og mikill ókostur við slíkt, að þá sé ekki hægt að ná í kokkinn og henda honum fyrir borð ef maturinn er vondur. En fljótlega var tími til kominn fyrir þá félaga að koma sér í sjóklæðin, við vorum komnir á miðin. Þeir sögðust kalla þetta að fara í kjólana þegar þeir íklædd- ust sjóstökkunum. Það væri til- komið vegna þess að þegar krakkarnir þeirra fóru með þeim á sjó hefðu þau talað um að þeir væru eins klæddir og prestar. „Nei, kemur sá gamli," sagði Agnar Sveinsson þegar hann kom upp á dekkið og sá Tý hinn Sauðárkróksskelbátinn ekki langt undan á leið á miðin. Fyrsta halið er ekki gott, mjög lítið á plógnum. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina held- ur siglt áfram norður fyrir Drang- ey. „Kannski við finnum skel við Drangey," sagði Agnar. Svo var talað um að ef til vill yrði farið upp að Málmey ef Drangeyjar- miðin klikkuðu. Stebbi kvað þar geta verið stóra og fallega skel. Plóginn, veiðarfærið sem skelin er veidd í, sögðu þeir vera hálf- gert landbúnaðarverkfæri. Neð- an á honum er stálmotta úr járn- hyrningum ekki ósvipuð slóða- herfinu sem bændur nota við að mylja skítinn ofan í túnin. Það var eins og Blátindur væri að taka þátt í morgunleikfiminni sem var einmitt í útvarpinu er hann tók smá kipp þegar komið var að því að taka inn fyrsta halið við Drangey. „Ertu að fá hana Mannsi," heyrðist í talstöðinni en Mannsi gat ekki svarað þar sem hann var niðri á dekki að aðstoða við að taka plóginn. Þetta var heldur skárra en það fyrra og því ákveðið að halda áfram á þessum slóðum. Haldið í róður. Dagur \ið skelv< á Skagafirði Hartmann skipstjóri að spá í næstu aðgerðir. Verið að landa á Hofsósi. tfl!ÍS*(9 Eitthvað óklárt. Kalli á spilinu. Drange;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.