Dagur - 23.09.1986, Síða 6

Dagur - 23.09.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 23. september 1986 23. september 1986 - DAGUR - 7 Miðvikudaginn 10. september sl. var blaðamaður Dags á Sauðárkróki óvenju snemma á fótum. Eftir að búið var að fá sér snarl var haldið út í haust- nóttina, hrímið skafið af bfl- rúðunum og ekið gegnum sof- andi Gamla bæinn á Króknum niður að höfninni. Þar lá Blá- tindur SK 88 við bryggju og með honum var farið í eina veiðiferð á skelfisk á Skaga- firði. Rétt fyrir klukkan sex hélt svo Blátindur á veiðar og undirritað- ur kom sér fyrir í brúnni hjá Hartmanni Halldórssyni skip- stjóra. Hann kvað okkur aldeilis vera heppna með veðrið. Hvort sjórinn gæti verið sléttari? „Já hann getur orðið alveg eins og spegill, svo sléttur að maður tímir varla að gára hann eins og þeir segja sumir,“ sagði Hartmann. Hann kvað svona tæpa klukkustundarsiglingu á miðin, en þeir ætluðu fyrst að prófa við Ingveldarstaðahólm- ann. Blátindur sigldi norður með Reykjaströndinni innan við Innstalandsskerin svokölluðu. Aðspurður sagðist Hartmann vera búinn að vera alllengi á sjónum, alla vega stanslaust síð- an 1975 og fimm ár áður en hann fór á bílaverkstæði KS, en hann er lærður bifvélavirki og var í átta ár á verkstæðinu. Hann sagði að sér hefði hundleiðst í bílavið- gerðunum á sumrin, auðvitað sérstaklega í góðu veðri og þá langað alveg ógurlega á sjó. - En hvenær var byrjað að veiða skel á Skagafirði? „Það var reynt fyrst upp úr 1970 og var skelin handunnin, því engar vélar voru til hér þá. Það borgaði sig náttúrlega engan veginn þannig að veiðum var fljótlega hætt. Síðan byrjuðum við að veiða fyrir Blöndósinga ’83 og svo í kjölfar þess að Skagaskel var stofnsett á Hofsósi fórum við að veiða fyrir þá ’84.“ - Og hvernig hafa veiðarnar gengið? „Þær voru bestar fyrsta árið, þá vorum við stundum komnir að um hádegið. En þetta hefur farið minnkandi núna síðustu árin.“ Nú kom Agnar Sveinsson upp í brúna, hann var búinn að fá sér kaffisopa frammi í lúkar og sagði Hartmanni að fara og fá sér sopa. Agnar sagðist vera búinn að vera lengi á Blátindi, hefði verið með hann fyrir Fiskiðjuna sem átti bátinn áður en hann sjálfur, Mannsi og Stebbi Páls (Hart- mann Halldórsson og Stefán Pálsson) keyptu hann ’78. Blá- tindur sem er 45 lesta eikarbátur og verður 40 ára á næsta ári var þá lagfærður ansi mikið m.a. skipt um vél. „Já hann fer að ná þreföldum aldri. Þeir segja það fyrir sunnan, því það má úrelda 15-20 ára gömul skip sem er auðvitað algjör della,“ sagði Agnar og seg- ir vera búið að úrelda mörg ágæt skip. En þetta skip eigi mörg ár eftir. - Var erfitt að kljúfa kaupin á Blátindi? „Nei ekki svo, þetta er orðið gamalt skip og við fengum það á góðu verði og keyptum á góðum tíma. En blessaður farðu nú fram í og fáðu þér kaffisopa,“ sagði Agnar svo. Hvort viltu sterkt eða dauft? Ég renndi mér fram í og kaffiilm- urinn kom á móti mér úr lúkarn- um. „Þú ert aldeilis heppinn með veðrið drengur, þú gefur ekki múkkanum mikið í dag,“ sagði Karl Hólm þegar í lúkarinn var komið. Karl er háseti á bátnum og skipar áhöfnina ásamt eigend- unum þrem. „Fáðu þér kaffisopa vinur,“ sagði Stebbi Páls sem er kokkur um borð. „Hvort viltu heldur sterkt eða dauft? Agnar drekkur það nefnilega helmingi sterkara en við hinir. Fáðu þér svo að borða og éttu drengur,“ sagði Stebbi og ýtti að mér stærð- ar fati með smurðu brauði. „Svo fáum við okkur reykta trippa- pylsu í dag,“ sagði hann og sýndi tvær stærðar hangipylsur sem biðu þess að verða soðnar í potti. „Fáðu þér svo nóg að borða og drekka, við erum nefnilega þekktir hérna á Blátindi fyrir góðan viðurgjörning," bætti hann við. Þeir félagar voru sammála því að eitt aðalatriðið til sjós væri að hafa nóg að éta og Stebbi sagðist álíta að menn yrðu geð- vondir og ómögulegir ef þeir fengju ekki nóg að borða. Kalli kvaðst einu sinni hafa verið á bát þar sem var skrínukostur, það hefði verið agalegt og mikill ókostur við slíkt, að þá sé ekki hægt að ná í kokkinn og henda honum fyrir borð ef maturinn er vondur. verið að tvínóna við hlutina held- ur siglt áfram norður fyrir Drang- ey. „Kannski við finnum skel við Drangey,“ sagði Agnar. Svo var talað um að ef til vill yrði farið upp að Málmey ef Drangeyjar- miðin klikkuðu. Stebbi kvað þar geta verið stóra og fallega skel. Plóginn, veiðarfærið sem skelin er veidd í, sögðu þeir vera hálf- gert landbúnaðarverkfæri. Neð- an á honum er stálmotta úr jám- hyrningum ekki ósvipuð slóða- herfinu sem bændur nota við að mylja skítinn ofan í túnin. Það var eins og Blátindur væri að taka þátt í morgunleikfiminni sem var einmitt í útvarpinu er hann tók smá kipp þegar komið var að því að taka inn fyrsta halið við Drangey. „Ertu að fá hana Mannsi," heyrðist í talstöðinni en Mannsi gat ekki svarað þar sem hann var niðri á dekki að aðstoða við að taka plóginn. Þetta var heldur skárra en það fyrra og því ákveðið að halda áfram á þessum slóðum. ATfNíDUR Plógurinn látinn fara í upphafi veiðiferðarinnar. Haldið í róður. En fljótlega var tími til kominn fyrir þá félaga að koma sér í sjóklæðin, við vorum komnir á miðin. Þeir sögðust kalla þetta að fara í kjólana þegar þeir íklædd- ust sjóstökkunum. Það væri til- komið vegna þess að þegar krakkarnir þeirra fóru með þeim á sjó hefðu þau talað um að þeir væru eins klæddir og prestar. „Nei, kemur sá gamli,“ sagði Agnar Sveinsson þegar hann kom upp á dekkið og sá Tý hinn Sauðárkróksskelbátinn ekki langt undan á leið á miðin. Fyrsta halið er ekki gott, mjög lítið á plógnum. Það er ekkert Hartmann skipstjóri að spá í næstu aðgerðir. Verið að landa á Hofsósi. Hugsa sér að úr þessum haug komi góðgæti. Trippapylsa gegn sjóveiki „Þetta er ekki eins og venjuleg- ar fiskveiðar. Mér finnst þetta hálfgerð steypuvinna," sagði Mannsi þegar hann var kominn upp í stýrishúsið: Það er kannski von að honum finnist það því sjófangið er mest líkt malarhaug og er mokað í skilvinduna með steypuskóflu. Þegar ég kom niður á dekkið hélt Agnar á kolamola í hend- inni. „Sérðu það eru örugglega kolanámur hérna á firðinum," sagði hann. Stebbi var ekkert á því að vera að spila með blaða- mann og sagði kolamola sem þeir fengju oft í plóginn vera frá þeim tíma sem kolum var skipað upp í flutningapramma við Hofsós og því sem niður fór síðan skolað út í fjörðinn. „Sérðu svörtu rákina þarna í Drangeynni, þetta er kolabelti, þeir hafa bara ekki komist að því ennþá að rannsaka þetta,“ sagði Agnar og var ekki af baki dottinn. En það var hald- ið áfram að toga við Drangey og gekk bara bærilega. í eitt skiptið kom óvenjumikið grjót með og sagði Agnar svona afla vera kall- aðan háls- og beinbrot. Undirritaður hafði séð fram á langan dag ef ekki yrði aðeins tekið til hendi og fór að moka skelinni í skilvinduna. Óróleiki í maganum hafði fljótlega um Kaffiþamb og kveðskapur En til að gera langa sögu stutta þá gengu veiðarnar vel um dag- inn og síðustu hölin eftir að 25 föðmum af vír var slakað út til viðbótar voru sérstaklega góð. Oft gafst samt tími til að skreppa í kaffisopa, en mikið kaffi er drukkið um borð 10-12 lítrar á dag að sögn kokksins eða 2,5-3 á mann sem sagt. Rétt fyrir klukkan sex um dag- inn var síðan lagst að bryggju á Hofsósi og aflanum, liðlega þrem tonnum, landað. Tý, sem kom stuttu seinna til löndunar, hafði einnig gengið vel þótt enginn blaðamaður væri þar um borð. Á heimleiðinni gafst góður tími til skrafs við skipverja. Að sjálfsögðu bárust kvótamálin í tal og fannst þeim bolfiskkvótinn sem þeir fengu úthlutað lítill og ástæðan fyrir því væri sú að árin sem hann hefði verið miðaður við voru ísaár og köld hér fyrir norð- an og veiði því með minnsta móti. En það var líka slegið á létta strengi og enn vildu menn meina að veiðin þennan dag hefði mikið verið nærveru blaðamanns Dags að þakka. Kalli Hólm hafði meira að segja sett saman lof- kvæði af þessu tilefni sem er svo- hljóðandi: (Tekið skal fram að orðið buðlingur í annarri línu þýðir bjargvættur.) morguninn gert vart við sig og óx heldur er á leið, þannig að lyktin af aflanum var orðin svolítið pirr- andi undir hádegið. Þrátt fyrir að reykta trippapylsan yrði líklega ekki til góðs undir þessum kring- umstæðum var samt ein væn sneið innbyrt og jarðarberja- grautur og rjómi á eftir. Annað kom á daginn og maginn komst í betra lag. „Nú fáum við gott í þessu hali, ég hef tekið eftir að það fyrsta eftir matinn er oft gott,“ sagði Stebbi, sem greinilega sá fleira gott við matinn en að borða hann. Það reyndist rétt fyrsta hollið eftir matinn var gott og fleiri fylgdu í kjölfarið svo að þeir Blátindsmenn fóru að sjá fram á eina bestu veiðiferð á vertíðinni og vildu þakka það viðurvist blaðamanns. „Já það hefur líka oft verið sagt að gott sé að hafa mann með sem hefur aldrei kom- ið nálægt þessu,“ sagði Kalli Hólm. Veðrið var hið fegursta, sjórinn var búinn að vera spegil- sléttur síðan um morguninn en Mannsi þurfi samt að láta sig hafa það að gára hann. Frostspýja sem þeir sjóarar kalla var aðeins fyrst um morguninn varla nema leið- ina á miðin, en tveggja stiga frost var um nóttina. Við höfum leitað lengi lags hvar lægi skel um ála þegar buðlingur frá blaði Dags breytti gangi mála. En Karl er ekki sá eini um borð sem á létt með að yrkja, Agnar Sveinsson er einnig snjall hagyrðingur og er hann var beð- inn um vísu fannst honum réttast að fara með vísu sem varð til um svipað leyti í fyrra þegar Dagur varð dagblað og auglýsti í útvarp- inu Dagur daglega. Vísan er svona: Ég heyrði frétt á förnum vegi frétt sem ekki þykir smá að nýjan Dag á hverjum degi daglega sé hægt að fá. Margt var skrafað á heimleið- inni og tíminn leið fljótt. „Bless- aður þú kemur bara með annan túr, við borgum þér daginn,“ sögðu þeir og rifjuðu upp í því sambandi þegar einn góður var að biðja Ágnar að drekka með sér daginn eftir og Agnar afsak- aði sig með því að hann þyrfti að vinna. „Hvað er þetta maður heldurðu að ég borgi þér ekki daginn,“ sagði vinurinn. En fyrr en varði var Blátindur kominn að bryggju á Sauðár- króki og skemmtilegur dagur við skelveiðar á Skagafirði var á enda. -þá

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.