Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 5
„ Erum stoltir af þessum nýju tækjum“ - segir Gunnar Gunnarsson, sölustjóri hjá Japis, sem nú kynnir nýja kynslóð af Panasonic myndsegulböndum „Japis er alhliða hljómtækja- verslun. Það má segja að við séum með hljómtæki í ölluin verðflokkum og af öUum gerðum. Einnig erum við með Með lögum nr. 102 31. des- ember 1985, um heimUd fyrir ríkisstjórnina tU að selja Kröfluvirkjun í Suður-Þingeyj- arsýslu, var ríkisstjórninni ennfremur heimUað að selja Landsvirkjun eignir Jarð- varmaveitna ríkisins í Bjarn- arflagi í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Samningar hafa nú tekist milli ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á eignum þessum og var samningur þar að lútandi undir- ritaður í Reykjavík miðvikudag- inn 17. september 1986. Samn- inginn undirrituðu Albert Guð- mundsson, iðnaðarráðherra og Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra f.h. ríkisstjórnar íslands og dr. Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður og Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar f.h. fyrirtækisins. Akureyri: Iðntækni- stofnun kynnir starfsemi sína Á morgun klukkan 17.00 verð- ur haldinn fundur á vegum Iðntæknistofnunar Islands og Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar I Alþýðuhúsinu við Skipagötu 14 á Akureyri. Er þetta liður í „Hringferðaráætlun Iðntækni- stofnunar íslands 1986“. Markmið þessarar áætlunar Iðntæknistofnunar er að heim- sækja um 140 fyrirtæki á landinu og halda fundi um iðnaðarmál. Með þessu vill stofnunin kynnast þörfum iðnfyrirtækja og kynna þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða. Á fundinum í Alþýðuhúsinu munu aðilar frá Iðntæknistofnun kynna starfsemi hennar og halda erindi um iðnað í landinu. Einnig verður rætt um stöðu iðnaðar og framtíðarmöguleika. Þeir sem halda erindi eru, Páll Kr. Pálsson forstjóri, Örn D. Jónsson verk- efnastjóri og Haukur Alfreðsson frá rekstrartæknideild. í tengslum við þennan fund verða nokkur iðnfyrirtæki á Akureyri heimsótt. gej- breiða línu í myndböndum og sjónvörpum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, sölustjóri hjá Japis. Japis var með bás á heimilissýningunni í Laugar- Samkvæmt samningnum kaupir Landsvirkjun eignir Jarðvarma- veitna ríkisins í Bjarnarflagi ásamt tilteknum rétti til hagnýt- ingar jarðhitaorku á þvf svæði. Landsvirkjun tekur við gufu- veitunni í Bjamarflagi til eignar og rekstrar ásamt skuldbinding- um um afhendingu á gufu til kís- ilgúrverksmiðjunnar við Mývatn skv. lögum nr. 80 15. ágúst 1966, svo og skuldbindingum um gufu- afhendingu vegna Hitaveitu Skútustaðahrepps og Léttsteyp- unnar h.f. skv. samningum við eigendur jarðanna Reykjahlíðar og Voga í Skútustaðahreppi. Kaupverð eignanna er 120 millj. kr. sem greiðist með skuldabréfi til 15 ára verðtryggt og eru vextir 3% p.a. Samningurinn um kaupin tek- ur gildi hinn 1. janúar 1987, enda> hafi þá verið gerður gufuöflunar- samningur milli Landsvirkjunar og Kísiliðjunnar h.f. til að taka gildi sama dag. dalshöll og þar hitti blaðamað- ur Gunnar að máli. „Á sýningunni erum við að kynna nýja kynslóð af mynd- segulböndum frá Panasonic. Þetta eru tæki sem kölluð eru VHS HQ. Sem þýðir „high quality.“ Við köllum það full- komið myndgæðakerfi." - Hver er helsti munurinn á þessum tækjum og þeim gömlu? „Munurinn liggur í því að búið er að endurnýja mikið af rásum, auk þess er mikið af nýjum rásum. Þetta gerir það að verkum að myndgæðin hafa aukist mikið. Allt gangverkið er orðið vand- aðra og vinnur betur. Tækin eru mun minni en gengur og gerist. Þau eru ekki nema 9,9 cm á hæð og 38 cm á breidd. Þyngdin er aðeins 6,7 kg en algengt er að myndsegulbönd vegi 12-14 kg. Á þessu sést að mikil framför hefur átt sér stað í allri uppbyggingu tækisins.“ Panasonic er með tvær gerðir af þessari nýju línu í myndsegul- böndum. Er það NV-G7, sem kostar 39.850 kr. og NV-G10, sem kostar 44.950. Dýrari gerðin er með hreinni kristaltærri kyrrmynd, hreinni mynd fyrir mynd og hreina og truflunarlausa hægmynd. Eru þetta miklir möguleikar fyrir þá sem þurfa að „stúdera“ myndina. „Við erum ákaflega stoltir af þessum nýju tækjum, enda eru Panasonic bæði stærstu og fremstu mynd- bandaframleiðendur heims. Við höfum því ástæðu til að vera hamingjusamir þessa dagana,“ sagði Gunnar. -HJS Flugfiskur 22 fet til sölu. Báturinn er útbúinn öllum tækjum þ.á.m. t.d. lóran. Uppl. í síma 21977 og 26428 á kvöldin. Bifreiðaeigendur - Bifreiðastjórar Snjóhjólbarðarnir eru komnir, nýir og sólaðir í miklu úrvali. Jafnvægisstillum öll dekk. Athugið okkar frábæru aðstöðu. Opið á laugardögum fyrir hádegi. hjólbarðaverkstæði Óseyri 2, sími 23084 og 21400. Landsviriqun keypti Kröfluvirkjun 24. september 1986 - DAGUR - 5 Herragallabuxur. Stærðir 30-40. Verð kr. 695.- Dömugallabuxur. Stærðir 29-34. Verð 798 kr. Herraflauelsbuxur. Stæröir 31-40. Verð kr. 600.- Kuldaúlpur í mörgum gerðum. Verð frá kr. 1.498.- Athugið! Lokað í hádeginu. Opið laugardaga 10-12. m Eyfjörð Hjaltayrargötu 4 simi 22275 jgk, Styrkir til náms í Sambands- íllf lýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi á námsárinu 1987-88: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumar- ið 1987. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. 17. september 1986. Menntamáiaráðuneytið. |& Styrkir til náms 1® í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend- um námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1987-88. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjárhæðin er 3.755 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðu- blöð fram til 1. desember nk., en frestur til að skila umsóknum ertil 15. janúar 1987. 17. september 1986. Menntamálaráðuneytið. INH tUTTTPrfrtnrrtg Styrkir til sérfræði- þjálfunar í Bretlandi Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, veita árlega nokkra styrki til þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bretlandi. íslendingum gefst kostur á að sækja um slíka styrki fyrir tímabilið 1987-88, en ekki er vit- að fyrirfram hvort styrkur kemur í hlut (slands að þessu sinni. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í verk- fræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1-4 ár að loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bretlandi. Eru þeir styrkir veittir til 1-1 Vz árs og eiga að nægja fyrir eðlilegum dvalar- kostnaði einstaklings, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálf- unar á sérgreindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir til 4-12 mánaða og er ætlað að nægja fyrir dvalarkostnaði ein- staklings en ferðakostnaður er ekki greiddur. - Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum, fást í ráðuneytinu. 17. september 1986. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.