Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 24.09.1986, Blaðsíða 7
24. september 1986 - DAGUR - 7 Ný aðferð tíl fítumælinga Jónas Þorgrímsson vinnur við að fitumæla kjötið og til þess notar hann sérstakan fitumæli sem hann segir að Andrés kjötmatsformaður hafi hannað og þessi mælir hafi verið tek- inn í notkun í öllum sláturhús- um í haust. Á þessum nýja mæli eru tveir armar, öðrum þeirra er stungið á tólfta rif á síðunni á skrokknum, hinn armurinn stingst í gegnum síðuna og þá er hægt að lesa þykkt hennar á millimetra- kvarða. Þykktin má vera 12 mm annars fer kjötið í O-flokkinn, fituflokkinn. Þessi nýi mælir auð- veldar mjög flokkun kjötsins. Jónas lítur út fyrir að vera þaul- vanur störfum á sláturhúsi og er því spurður hvað hann hafi unnið við slátrun í mörg haust og hvernig honum líki. Ekki vill Jónas gefa upp fjölda þeirra hausta sem hann hefur unnið á sláturhúsinu en segist hafa byrjað fjórtán ára. „Maður er leiður á þessum fjandans færibanda- hávaða, sérstaklega þegar hann blandast saman við Rás 2. Ég þarf að hafa athyglina við mæl- inguna og þá verður hávaðinn þreytandi." - Hefur vinnan við slátrunina ekki breyst mikið síðan þú byrj- aðir? „Ég byrjaði á því að vinna í frostinu, mesta breytingin varð þegar færibandakerfið var tekið upp, þá var farið að vigta kjötið strax en áður var það vigtað morguninn eftir.“ - Er ekki alltaf heilmikið líf og fjör í sambandi við sláturhúss- vinnuna? „Flestir sem vinna hérna fara heim á föstudagskvöldum svo að á fimmtudagskvöldum er höfð nokkurs konar aukahelgi.“ IM Ingibjörg Jóhannesdóttir, skoðar og snyrtir skrokkana og líkar það alveg Ijómandi vel. Guðfinna, Málfríður og Hlaðgerður skilja inn- yflin sundur. Starfsfólkið í eldhúsinu, Gunnþóra Jónsdótt- ir, Þóra Jónsdóttir, Karólína Jónsdóttir og Hulda Karlsdóttir. Fláning. Myndir: IM Jónas Þorgrímsson fitumælir. Bragi Jónsson klippir hornin af hausunum. likar best í þvottahúsinu Á neðrí hæðinni á sláturhúsinu á Kópaskeri var Hjördís VU- hjálmsdóttir frá Hrauntúni í Núpasveit við að pakka lifur. Hjördís hefur unnið á slátur- húsinu síðan 1973 og mUli slát- urtíða vinnur hún í kjötiðj- unni. Þar var hún verkstjóri í fjögur ár, þar til kjötiðnaðar- maður hóf störf í fyrra. Fyrst er Hjördís spurð hvernig henni líki sláturhússvinnan. „Mér líkar hún sæmilega, þetta er svolítið erfitt en mismunandi eftir því í hvaða verki maður er. Núna vinn ég aðallega í þvotta- húsinu og held að mér líki það best.“ - Segðu mér frá kjötiðjunni, hvað er framleitt og fyrir hve stórt markaðssvæði? „Við búum til pylsur, sperðla, kæfu og hangikjöt og erum að- eins að byrja að framleiða álegg. Markaðssvæðið er frá Þórshöfn til Ásbyrgis nema að mikið af hangikjötinu hefur farið til Reykjavíkur.“ - Kjötiðjan á Kópaskeri hefur fengið á sig gott orð fyrir slátur- gerð, hver fann upp svona góða uppskrift? „Ég held að sá sem stjórnaði fyrst, Kristján Benjamínsson, hafi unnið að þróun uppskriftar- innar og það gengur ágætlega að selja slátrið." IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.