Dagur - 24.09.1986, Side 9

Dagur - 24.09.1986, Side 9
24. september 1986 - DAGUR - 9 íþ róttiL Lið KA í 5. flokki A, Akureyrarmeistari 1986. Lið KA í 5. flokki B. Akureyrarmeistari 1986. Þjálfari íiðanna er Gunnar Gunnarsson. Lið Þórs í 5. flokki C. Akureyrarmeistari 1986, ásamt þjálfara sínum Árna Stefánssyni. Myndir: KK Knattspyrna: Jafnir og skemmti- legir leikir - í Akureyrar- og haustmóti 5. flokks Leikirnir í Akureyrar- og haustmótinu hjá 5. flokki voru sennilega jöfnustu og skenimti- legustu viðureignimar í þess- um mótum í sumar. KA varð Akureyrarmeistari í 5. flokki A og B en Þór varð meistari í 5. flokki C. Fyrri leikir liðanna í Akureyr- KAfær styrk f tilefni þess að Knattspyrnufélag Akureyrar hefur unnið sér sæti í 1. deild á ný að ári hefur bæjar- ráð samþykkt að heiðra félagið með styrk úr bæjarsjóði að upp- hæð kr. 100.000. armótinu fóru þannig, að KA vann Þór 4:1 í leik A-liðanna en Þór snéri dæminu við í leik B-lið- anna og sigraði 2:1. Þór sigraði einnig í leik C-liðanna, 1:0. í seinni leikjum liðanna, fóru leikar þannig að jafntefli varð í leik A-liðanna, 2:2 og dugði það KA til að verða meistari. I leik B- liðanna náði KA fram hefndum frá fyrri leiknum og sigraði 2:1. Því réðust úrslitin hjá þessum lið- um ekki fyrr en í leiknum í haust- mótinu. í leik C-liðanna vann Þór örugglega 5:1 og því í báðum leikjunum. í haustmótinu fóru leikir þess- ara liða þannig, að Þór sigraði 4:1 í A-liðanna, KA sigraði Þór í leik B-liðanna, 7:6 eftir víta- spyrnukeppni og dugði það KA til sigurs á Akureyrarmótinu einnig. Jafntefli 2:2 varð í leik C-liðanna. Umsjón: Kristján Kristjánsson Ísland-Sovétríkin í kvöld: Tekst íslenska iiðinu að standa í Itinum sókndiörfu Sovétmönnum? í kvöld leika landslið íslands og Sovétríkjanna landslcik í knattspyrnu. Leikurinn er ann- ar leikur íslands, í B-riðli Evrópumótsins og fer fram á Laugardalsveliinum og hefst kl. 17.30. í fyrsta leik Islands, gegn Frökkum um daginn varð jafntefli 0:0, sem verður að teljast mjög góður árangur hjá íslenska liðinu. Lið íslands í kvöld er skipað sömu leikmönnum og léku leik- inn gegn Frökkum á dögunum og eru 9 atvinnumenn í íslenska hópnum. Þó hefur Sigi Held landsliðsþjálfari íslands ákveðið að bæta Viðari Þorkelssyni úr Fram í hópinn, sem 16. manni. Er það gert þar sem þeir Gunnar Gíslason og Sigurður Jónsson, eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Annars er liðið skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Stefán Jóhannsson KR Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson KR Arnór Guðjohnsen Anderlecht Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart Atli Eðvaldsson Uerdingen Guðm. Þorbjörnsson Baden Guðni Bergsson Val Ólafur Þórðarson í A Gunnar Gíslason KR Ómar Torfason Luzern Pétur Pétursson ÍA Ragnar Margeirsson Waterschei Sigurður Jónsson Sheff.Wed. Sævar Jónsson Brann Viðar Þorkelsson Fram í sovéska liðinu sem kemur til landsins eru engir aukvisar og flestir þeirra sem koma, voru með liðinu í Mexíkó í sumar. Má þar nefna menn eins markvörð- inn Dasaev og Oleg Bolkhin. Það er þó ljóst að Igor Belanov aðal- markaskorari liðsins kemur ekki, vegna meiðsla. Engu að síður eru í liðinu margir snillingar, sem gaman verður að fylgjst með. Ekki eru margir á því að ísland nái að sigra hina sókndjörfu Sovétmenn en vonandi nær íslenska liðið góðum leik og um leið hagstæðum úrslitum. Hvað beinar útsendingar af leiknum varðar, þá er það ljóst að leikurinn verður ekki sýndur beint í íslenska sjónvarpinu en verður þó sýndur þar. Áð sögn Ellerts B. Schram formanns KSÍ myndi það kosta sjónvarpið ein- hverjar milljónir að fá að sýna leikinn beint. „Það tíðkast hvergi í heimin- um að leikir séu sýndir beint innanlands nema uppselt sé á þá fyrirfram. Og ísland verður ekki fyrst landa til að taka upp á því. Hér á landi er allra veðra von og KSÍ þarf mikinn fjölda áhorfenda á völlinn til þess m.a. að ná end- um saman við rekstur sambands- ins,“ sagði Ellert B. Schram. Knattspyrnuáhugamenn á landsbyggðinni verða því að láta sér nægja að hlusta á lýsingu af leiknum í útvarpi. Knattspyrna: Lið UMSS keppir á landsmótinu á Húsavík Keppni í einum af fjórum riðl- um í undankeppni í knatt- spyrnu fyrir Landsmót UMFÍ sem fram fer á Húsavík næsta sumar fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Þar tryggði lið Ungmennasambands Skagafjarðar ásamt liði frá Ungmennasambandi Kjalar- nesþings sér þátttökurétt í úr- slitakeppninni á Húsavtk. Lið UMSS skipað blöndu úr Tindastóli og Höfðstrendingi og þar af einungis fjórum af fastamönnum Tindastólsliðsins í sumar tók nokkra áhættu með því að leika báða sína leiki í keppninni sama daginn. Keppni í þessum riðli undan- keppninnar átti upphaflega að fara fram á Hvammstanga í ágúst sl. á vegum USVH. En að ósk hinna þátttökuliðanna sem þá voru á kafi í deildakeppni íslandsmótsins var keppninni frestað. Við frestunina dró USVH sig út úr keppninni og var þá UMSB falin framkvæmd hennar. Fyrsti leikurinn fór fram á föstudagskvöld er UMSB, skipað leikmönnum úr Skallagrími og HV og UMSK, sem tefldi fram liði ÍK, leiddu saman hesta sína. Leiknum lauk með jafntefli 1:1 og þóttu Borgfirðingar heppnir. Lið UMSS mætti síðan til keppni á laugardag með tólf útileikmenn og þrjá markverði. Fyrri leikur- inn var gegn UMSK og var hon- um flýtt eins og kostur var að beiðni Guðjóns Guðmundssonar þjálfara ÍK, en kona hans lá á fæðingardeildinni. Leikurinn var fremur jafn allan tímann þó ÍK væri heldur meira með boltann. Það voru samt Skagfirðingar sem náðu fljótlega forystunni með marki Þórhalls Ásmundssonar, en undir lok fyrri hálfleiks náðu sunnanmenn að jafna úr víta- spyrnu. Það var svo 5 mínútum fyrir leikslok sem UMSK skoraði sigurmarkið og vann leikinn 2:1. Þrem klukkustundum síðar var svo UMSS mætt til leiks á ný og nú gegn Borgfirðingum. Skag- firðingarnir náðu að leika sama leikinn og fyrr um daginn er Magnús Jóhannesson skoraði um miðbik fyrri hálfleiks af stuttu færi. Eyjólfur Sverrisson bætti við marki í upphafi seinni hálf- leiks úr þröngu færi rétt innan vítateigs. Borgfirðingar náðu skömmu síðar að minnka muninn og virtust ákveðnir í að jafna Þorsteinn Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar iiðs Magna í knattspyrnu næsta keppnistímabii. Þorsteinn er ekki ókunnugur í herbúðum Magna, því hann þjálfaði liðið í fyrra og var liðið þá mjög nálægt því að vinna sér sæti í 2. deild. Liðinu gekk ekki eins vel í sumar undir stjórn júgóslavneska leikinn sem hefði dugað þeim til að komast á landsmótið á Húsa- vík næsta sumar. En Páll Brynj- arsson gerði vonir þeirra að engu er hann 15 mínútum fyrir leikslok tók boltann viðstöðulaust á lofti af liðlega 30 metra færi og þrum- aði í markið. Þar með var allur vindur úr Borgfirðingum og urðu þeir að sætta sig við 3:1 sigur UMSS. Þar með höfðu Skagfirð- ingarnir náð takmarkinu, þátt- tökuréttinum í knattspyrnu- keppni Landsmóts UMFÍ á Húsavík næsta sumar. En það voru þreyttir menn sem komu í Skagafjörðinn seint á laugardags- kvöld eftir að hafa leikið knatt- spyrnu í þrjá tíma fyrr um daginn. -þá þjálfarans Mile Krsta Stanojev og hafnaði í 6. sæti í B-riðli. Þorsteinn var aðstoðarþjálfari Björns Árnasonar hjá Þór í sum- ar og þjálfaði einnig 2. flokk félagsins. Magnamenn eru mjög ánægðir með að hafa fengið Þorstein til starfa á ný og horfa björtum aug- um til framtíðarinnar. Þjálfaramál Magna: Þorsteinn ráðinn þjálfari Magna - í knattspyrnu næsta keppnistímabil

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.