Dagur - 01.10.1986, Side 7
1. október 1986 - DAGUR - 7
Börnin fóru líka að tína fallin
laufblöð í poka og átti að pressa
þau og þurrka og vinna síðan
verkefni í sambandi við haustið
þegar þau kæmu aftur á
Pálmholt. Ekki var mikið um
laufblöð í Kjamaskógi en ein-
hver sýnishorn fundust þó. Einn-
ig var meiningin að fara í ýmsa
hringleiki, ein ég sit og sauma og
þess háttar, en ekki var ljóst
hvort það ætti við börnin á svona
stóru svæði að safnast saman í
hring. Galsinn var svo mikill,
margt að sjá og gera.
Stelpuhnáta kom til mín og
bað mig að lyfta sér upp á stóran
kassa. Eg varð fúslega við beiðni
hennar og uppi á kassanum hafði
hún útsýni um víðan völl. Húr.
kom sér þægilega fyrir og við hóf-
um samræður:
- Hvað heitir þú?
„Jónína. Og amma mín heitir
líka Jónína.“
Beðið eftir svifbrautinni. Nokkrir
eldri strákar vildu líka komast að.
Jón Þorri var mjög duglegur að klifra í
holti að eigin sögn.
þegar ég var lítill og það var mjög
gaman. Heyrðu, þú ert ofsalega
duglegur að klifra er það ekki?
„Jú, og sjáðu bara,“ sagði Jón
Þorri og lét sig gossa niður. „Ha,
ha, ég meiddi mig ekkert."
Börnin höfðu mjög gaman af
því að klifra í netinu og komast
upp fyrir okkur. Þá voru þau
stærri en við og heimtuðu mynd
af sér þannig að Rúnar var ekki í
vandræðum með myndefni.
Svifbrautin var geysilega vinsæl. Sumir geystust niður hana, en aðrir þáðu stuðning hjá fóstrunum.
„Ég heiti Jónína. Og amma mín heitir líka Jónína,“ sagði þessi hnáta og leit
yfir svæðið.
lin klifruðu upp netiö uns þau gnæfðu yfir blaðamann og Ijósmyndara.
r þctta mjög spennandi leikur.
Eins og sjá
Börnin fengu brauð og svaladrykk
í góða veðrinu og söfnuðu kröftum
fyrir næsta leik.
- Já, en gaman. Nú ætlar
ljósmyndarinn að taka mynd af
þér og þá verður amma þín glöð
að sjá mynd af þér í blaðinu. Ha,
viltu koma niður?
„Já, viltu hjálpa mér?“ Það var
meira en sjálfsagt og Jónína
hljóp ánægð að kaffiborðinu. Þar
var boðið upp á brauð og ónefnd-
an svaladrykk og senn átti kaffi-
samsætið að hefjast.
Við hittum stelpu sem var að
koma úr skóginum með alls kon-
ar blöð í poka. Þrátt fyrir frómar
óskir okkar vildi hún ekki gefa
okkur að borða úr pokanum og
benti skynsamlega á það að ekki
ætti að borða laufblöðin. Seinna
gaf hún mér þó að smakka og
komst ég þá að því að hún hafði á
réttu að standa. „Ég þarf að
pissa,“ gall í einni stelpunni og
fóstran ætlaði að teyma hana bak
við tré. En stelpan benti á opið
svæði þar sem strákur hafði piss-
að skömmu áður og vildi líka
pissa þar.
Nú fóru allir að drekka og
börnin söfnuðu kröftum fyrir
næstu lotu. „Sjáðu stórasta
bílinn,“ hrópaði einn og benti á
dráttarvél sem teygði skófluna
upp eftir staur. Þar var verið að
koma fyrir rólu og vöktu tilburðir
mannanna mikla athygli, enda
stóð einn uppi á stauragrindinni
og annar í skóflu traktorsins. Við
fórum að síga af stað en það féll
ekki í góðan jarðveg hjá
krökkunum sem sögðu að við
mættum ekki fara. Við kvöddum
þau samt og þau sneru sér fljót-
lega að nestinu aftur, enda hið
girnilegasta.
Þetta var greinilega mjög
ánægjuleg ferð og maður sá það
vel að Kjarnaskógur er geysilega
skemmtilegt útivistarsvæði. Leik-
tæki fyrir börnin, göngustígar,
trimmbrautir og æfingaaðstaða
fyrir fólk sem hyggst bæta heils-
una. Stöðugt er unnið að viðhaldi
og endurbótum þannig að
umhverfið helst alltaf jafn aðlað-
andi. Fyrir utan börnin og starfs-
fólkið á Pálmholti voru þarna
nokkrir drengir sem höfðu komið
hjólandi á svæðið til þess að fara
í leiktækin. Einnig voru nokkrir
skokkarar á íerli og virtust allir
njóta staðarins og blíðunnar og
umgengni virtist góð. Að sögn
starfsmanns verður sag borið á
brautir í haust, til þess að snjó
festi betur, en þetta er tilvalið
svæði fyrir skíðagöngumenn og
víst er að margir bíða eftir
snjónum.
Svona útivistarferðir eru fastir
liðir á dagheimilum. Tína lauf-
blöð, fjöruferðir, réttarferðir og
alls kyns skoðunarleiðangrar eru
snar þáttur í því uppeldi sem
börnin fá og bæði skemmtilegt og
nauðsynlegt fyrir þau að kynnast
sem flestu. Og börnin í Kjarna-
skógi kunnu svo sannarlega að
meta lífið og tilveruna eins og
myndirnar sýna glöggt. SS