Dagur - 20.10.1986, Side 3

Dagur - 20.10.1986, Side 3
20. október 1986 - DAGUR - 3 Eins og mörg undanfarin ár mun Ferðaskrifstofa Akureyr- ar bjóða upp á svokallaðar helgar- og viðskiptaferðir til Reykjavíkur. Boðið er upp á ferðir þessar allt árið en þær hafa einkum notið mikilla vin- sælda yflr vetrarmánuðina. Fyrirkomulag þessara ferða er með ýmsu móti. FA býður upp á þá í samvinnu við Flugleiðir, öll stærstu hótelin í borginni og bíla- leigur Flugleiða og Akureyrar. Einnig fylgir þessum „pökkum" gjarnan einhver skemmtun svo sem leikhúsferðir og þessar vik- urnar er til dæmis boðið upp á miða á óperuna Tosca þar sem Kristján Jóhannsson er í aðal- hlutverki. Að sögn Gísla Jónssonar eru möguleikar í samsetningu „pakk- anna“ nánast óendanlegir. „Fólk getur ráðið lengd ferðarinnar og við reynum að sinna óskum hvers og eins með því að panta mat, bílaleigubíl, leikhúsmiða og ann- að sem fólk óskar eftir,“ sagði Gísli í samtali við blaðið. ET Iðnaður á Akureyri: 12% yfir landsmeðal- tali -og byggingariðnaður í meðallagi Nýlega var fundað á Akureyri þar sem Ingi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, kynnti fyrirtæki staðarins fyrir mönn- um frá Iðntæknistofnun og Þróunarfélagi íslands. Þetta er liður í 18 mánaða verkefni sem Iðntæknistofnun hefur verið með í gangi með stjórnendum fyrirtækja og staðið hefur í 10 mánuði. Fram kom í máli Inga að skv. hlutfallslegri skiptingu ársverka 1984 þá nam iðnaður 28% á Akureyri, eða 12% yfir lands- meðaltali. Þannig virðist rétt að kalla Akureyri iðnaðarbæ. Byggingar námu 11% ársverka og voru einu prósentustigi yfir landsmeðaltali þrátt fyrir hrun byggingariðnaðar hér upp úr 1980. Flest ársverk voru hins veg- ar í málaflokki sem kallast þjón- usta, bankar og annað, alls 32%. Ingi benti á að iðnaður á Akur- eyri væri óhjákvæmilega tengdur stórfyrirtækjum á borð við Iðn- aðardeild SÍS, Matvælaiðnað KEA, Sjöfn, Slippstöðina, Niðursuðu KJ, Útgerðarfélagið, Plasteinangrun, Kaffibrennsluna og Lindu. Á þessum fundi var fjallað vítt og breitt um iðnað á Ákureyri, en þrjú fyrirtæki kynnt sérstaklega. Þau eru Iðnþróunar- félagið, Istess og DNG. Guð- mundur Stefánsson kynnti ístess og Níls Gíslason DNG, en bæði fyrirtækin falla vel undir yfir- skriftina iðnaður og útflutningur á Akureyri. Að sögn Inga er þetta tveggja daga vinnufundur, liður í stóru verkefni og engar áþreifanlegar niðurstöður væntanlegar fyrr en í fyrsta lagi eftir átta mánuði þegar verkefninu er lokið. SS Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra: Kjördæmisþing haldið í lok mánaðaríns 30. kjördæmisþing framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið á Hótel Húsavík dagana 31. okt- óber og 1. nóvember n.k. Fyrirhugað er að þingið hefjist kíukkan 20.00 á föstudags- kvöld og Ijúki á laugardags- kvöld. Aukakjördæmisþing verður haldið á sama stað sunnudag- inn 2. nóvember klukkan 10.00 f.h. Þar fer fram prófkjör um 7 efstu sætin á Iista flokksins, en eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu í dag verða þar í kjöri þeir sem flestar tilnefn- ingar hafa hlotið í skoðana- könnun meðal flokksbundinna framsóknarmanna í kjördæm- inu. Á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar þann 5. október s.l. voru eftirtaldir kosnir sem aðal- fulltrúar á kjördæmisþingið (17 alls): Þórarinn E. Sveinsson, Jóhann Karl Sigurðsson, Árni V. Friðr- iksson, Hermann Sveinbjörns- son, Páll H. Jónsson, Björn Snæ- björnsson, Kolbrún Þormóðs- dóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Þóra Hjaltadóttir, Aðalgeir Pálsson, Haraldur M. Sigurðs- son, B. Hafþór Helgason, Dóró- thea Bergs, Áskell Þórisson, Þór- oddur Jóhannsson, Baldur Hall- dórsson og Unnur Pétursdóttir. Á aukakjördæmisþingið voru kosnir (34 alls): Ársæll Magnússon, Ingimar Eydal, Sólveig Gunnarsdóttir, Jónas Karlesson, Ólafur Ásgeirs- son, Gísli Kr. Lórenzson, Jón Arnþórsson, Steinunn Sigurðar- dóttir, Sigrún Höskuldsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Ingvi Rafn Jóhannsson, Jóhannes Sigvalda- son, Bragi V. Bergmann, Guð- mundur Gunnarsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Svavar Ottesen, Valur Arnþórsson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Fjóla Gunnars- dóttir, Hallgrímur Indriðason, Helgi Bergs, Sigfús Karlsson, Örn Gústafsson, Páll Magnús- son, Pétur Valdimarsson, Þor- steinn Sigurðsson, Ásgeir Arn- grímsson, Hallgrímur Skaptason, Jón Aspar, Guðmundur Stefáns- son, Jóhann Sigurðsson, Tryggvi Sveinbjörnsson, Stefán Jónsson. Til vara: Hallur Sigurbjörns- son, Heiðdís Norðfjörð, Björg- vin Jónsson, Magnús Orri Har- aldsson, Stefán Reykjalín, Höskuldur Höskuldsson, Marta E. Jóhannsdóttir, Ásta Sigurðar- dóttir, Þorsteinn Pétursson, Ársæll Ellertsson, Sigurður Har- aldsson, Anna K. Stefánsdóttir, Eggert Jónsson. Á almennum fundi hjá Félagi ungra framsóknarmanna á Akur- eyri og nágrenni, sem haldinn var sunnudaginn 12. október s.l. voru eftirtaldir kosnir sem aðal- fulltrúar félagsins á kjördæmis- þing (5 alls): Bragi V. Bergmann, Finnur Sigurgeirsson, Sigfús Karlsson, Benedikt Hjaltason, Tryggvi Sveinbjörnsson. Til vara: Ásgeir Arngrímsson, Klængur Stefáns- son, Valdimar Sigurgeirsson, Sævar Einarsson, Birna Dúadótt- ir. Eftirtaldir voru kosnir á auka- kjördæmisþing (10 alls): Ásgeir Arngrímsson, Valdi- mar Sigurgeirsson, Egill Braga- son, Klængur Stefánsson, Valgeir Anton Þórisson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Þorsteinn Sigurðs- son, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, Jósep Hallsson og Brynja Agnarsdóttir. Til vara: Leó V. Leósson, Þorsteinn Þ. Jósepsson, Halldór Aðalsteinsson, Vilborg Aðalsteinsdóttir, Sævar Einars- son, Kristinn Snæbjörnsson, Svanhildur Bragadóttir, Bjarni Tómasson, Ingvi Guðmundsson, Eva Pétursdóttir. Bátur - Kvóti 80-150 tonna bátur óskast til að veiða kvóta. Nánari upplýsingar í síma 95-6440 eða 95-6380. Helgarsími 95-6389. Bændur Skagafirði Þeir sem vilja fá kögglað hey nú í haust hafi sam- band sem fyrst við Jón Hlyn Sigurðsson í síma 95- 5224 eða undirritaðan. Stefán Þórðarson, Teigi. Sími 96-31126. Húsbyggjendur Húsbyggjendur svo og aðrir þeir sem hafa hug á að fá lagðar heimtaugar/æðar í hús sín eru vinsamlega minntir á að sækja um nú þegar, til þess að forðast þann aukakostnað sem kemur eftir að frost er komið í jörð. Rafveita Akureyrar, Hitaveita Akureyrar, Vatnsveita Akureyrar, Póstur og sími Akureyri. fe^NRARIK ÚtbOð RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK: 86016. Innlend stálsmíði. Háspennulín- ur. Opnunardagur: Föstudagur 7. nóvember 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík frá og með mánudegi 20. október 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 16. október 1986 Rafmagnsveitur ríkisins. VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Svín- vetningabraut og Kjalveg 1986. Helstu magntölur: Lengd .............................. 14,6 km Fylling og burðarlag ............ 170.000 m3 Verkinu skal lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegageröar ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík og Vegagerð ríkisins, Borgarsíðu 8, 550 Sauðár- króki frá og með mánudeginum 20. október 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 3. nóvemb- er 1986. Vegamálastjóri. m EIGNAMIÐSTÖÐIN ■jii Ím mt ■ ■■■■ B RFFH-l ib Wjs IH fm m nmnu Skipagötu 14 3. hæð (Alþýðuhúsinu) Síminn er 2460Ö. Bændur athugið! Hef kaupanda að góðri bújörð á Norðurlandi. Þarf að vera kúabú eða blandað bú. Nánari upplýsingar á Eignamiöstööinni. Simi: 2-46-06. Sölustjóri: Björn Kristjánsson, heimasími 21776.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.