Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 9
20. október 1986 - DAGUR - 9 Höfum Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri skrifar: við gengið til góðs? Uppbygging Hitaveita Akureyrar hefur starf- að í tæp 10 ár. Uppbyggingin fór fram fyrstu 5 árin. Tvö þau næstu fóru í að draga saman seglin og síðastliðin 3 ár hafa verið hrein rekstrarár. Fjárhagslega séð má segja, að hitaveitan hafi byrjað með tvær hendur tómar. Skulda- söfnun hófst strax árið 1977. Árið 1980 er svo komið í rekstri veit- unnar, að heildartekjur hennar hrökkva ekki fyrir vöxtum af lánum. Versnar það hlutfall árin 1981 og 1982 vegna mjög óhag- stæðrar þróunar vaxta á erlend- um lánum og óðaverðbólgu innanlands. Á þessum tíma lætur nærri að Akureyringar hafi verið að borga jafnvirði á milli 30% og 40% af olíu til upphitunar húsa sinna. Skuldaferill Á mynd má sjá hvernig skuldir hitaveitunnar hlóðust upp frá ári til árs, eða allt fram til ársins 1985. Á því ári er sölufyrirkomu- lagi veitunnar breytt og skulda- aukning ársins óveruleg. Árið 1986 er síðan fyrsta árið í sögu veitunnar sem tekst að grynnka örlítið á skuldunum. Myndin talar sínu máli, um hvernig skuldir hlóðust upp. Með markvissum aðgerðum tókst að snúa þróuninni við. Þar verður að telja að sölufyrirkomulags- breytingin hafi haft veruleg áhrif, ásamt hagstæðari þróun vaxta og gengis þeirra gjaldmiðla sem Hitaveitan var orðin háð. Árangur Þennan árangur verður að telja mjög góðan, miðað við hvert stefndi í rekstri veitunnar árin þar á undan. Þessi árangur einn og sér er aðeins skref þótt stórt sé, í átt að takmarkinu, sem er að gera orkuverð á Akureyri viðun- andi hagkvæmt fyrir alla aðila bæjarfélagsins. Ákureyringar hafa tryggt fjár- hagsafkomu Hitaveitu Akureyrar til lengri tíma litið með því grunnorkuverði sem er í dag. Ef ekkert verður frekar að gert er ljóst að orkuverð mun haldast hlutfallslega hátt um nokkuð langan tíma þótt stöðugt takist að saxa á skuldirnar, samanber feril A. Framtíðarmöguleikar Þær leiðir sem bent hefur verið á þannig að ennþá jákvæðari þróun á niðurgreiðslum skulda náist, eru þrenns konar. 1. Breyta þarf núverandi lánum Hitaveitunnar yfir i hagstæðari lán. Óhætt virðist vera að reikna með 8,5% meðaltals- vöxtum miðað við núverandi horfur á erlendum lána- mörkuðum. 2. Hitaveitan yfirtaki rafhitun- armarkaðinn á Akureyri. Óhætt virðist vera að reikna með yfirtekt a.m.k. 70% þessa markaðar. Fyrsta for- senda þess er, að raforkuverð til húshitunar verði fært til samræmis orkuverði hita- veitu, sem er 1,48 kr./kWh. 3. Til komi millifærslur innan bæjarsjóðs til handa Hitaveitu. Hér er áætluð millifærsla 2x10 milljónir á ári. Hér umræddar millifærslur, gætu verið sem beinar millifærslur á milli fyrirtækja Akureyrarbæjar, hlut álagðs útsvars, eða frest- un óarðbærra fjárfestinga o.fl. Ef þær þrjár leiðir yrðu farnar sem hér að framan eru nefndar og allar ættu að vera vel færar fyrir Hitaveitu Akureyrar og Ákureyrarbæ myndi niður- greiðslugetu Hitaveitunnar verða sú er fram kemur á ferli B. Samkvæmt mynd yrðu allar skuldir veitunnar uppgreiddar að 18 árum liðnum miðað við að halda sama grunnorkuverði. Hvert stefnir? Endingartími hitaveitukerfa er oft metin 40 ár, enda fari fram nauðsynlegt viðhald á kerfinu all- an tímann. Ekki væri því óeðli- legt að greiða skuldir veitunnar upp á lengri tíma en að framan greinir, t.d. 25-30 árum héðan í frá. Er þetta hægt með því að halda núverandi grunnorkuverði óbreyttu í nokkur ár og byrja þá að lækka það þannig að augljóst þyki á hverjum tíma að niður- greiðslugeta veitunnar tryggi skuldastöðuna núll að 25-30 árum liðnum. Allur skynsamleg- ur viðbótarmarkaður og hagstæð- ari þróun rekstrarþátta gæti síðan lækkað verðið hraðar. Aldrei má dotta á verðinum hvað varðar möguleika á óhag- stæðari þróun mála og við þeim verður að bregðast strax. Niðurlag Enginn vafi leikur lengur á, að Akureyringar hafa snúið vörn í sókn hvað varðar fjárhagslegan rekstur sinnar hitaveitu. Hér má ekki staldra við, á sig hefur of mikið verið lagt. Hið endanlega takmark er skammt undan, þ.e. að hægt verði að gera orkuverð á Akureyri hagstæðara en það er í dag, án þess að ógna sjálfstæði Hitaveitu Akureyrar og Akur- eyringa allra. Ý Aðalbjörg G. Jónsdóttir Fædd 11. mars 1915 - Dáin 11. október 1986. Fyrsta minning lífs míns er bund- in nafni hennar. í hinu fátækasta af fátækum hús- um Ljósavatnsskarðs í heims- kreppunni miðri vakna ég af svefni á jólakvöld 1932, og þetta hús er orðið að bjartri höll. Á borði ljómar jólatré með meira ljósi og fegurra skrauti en ég hef síðan séð, og þarna er hún með heit- manni sínum Páli Bjarnasyni frá Kambsstöðum - voru þau að opinbera trúlofun sína? - og þau gáfu mér gylltan lúður. Aldrei blés Heimdallur horn sitt að meiri lyst en ég gerði þetta kvöld. Aðalbjörg Guðrún, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Akureyri 11. mars 1915 og degi síðar léSt móðir hennar. Foreldrar hennar voru Aðal- björg Hallgrímsdóttir frá Rifkels- stöðum í Eyjafirði og Jón Jónas- son, sonarsonur Jóns Helgasonar frá Skútustöðum. Þannig voru þær amma mín, Kristjana Sigfús- dóttir frá Halldórsstöðum, þre- menningar, og tók hún þessa litlu frænku sína í fóstur þegar hún var tveggja ára. Er foreldrar mínir fluttust suð- ur í Borgarfjörð vorið 1933 fóru þær fósturmæðgur til Akureyrar og bollokuðu þar fyrst saman, en þegar þau Palli og Bogga - eins og þau ætíð kölluðust meðal vina - hófu húshald sitt fóru gömlu hjónin, afi og amma, til þeirra í skjól og sambýli, fyrst á Sigur- hæðum, en síðan á Oddagötu 7. Þar var Aðalbjörg húsfreyja til hinsta dags. Ég sté fyrst inn í þetta hús hennar bjartan maídag vorið 1944. Það var logn og sólskin, ægihvítar fannir í fjöllum og Poll- urinn óbrotinn spegill eilífðarinn- ar. Hún lá á sæng að fjórða og yngsta barni þeirra hjóna, en þau eru Aðalgeir rafmagnsverk- fræðingur á Akureyri, Guðný Þórhalla húsfreyja í Reykjavík, Hallgrímur Jónas rafvirki við Kröflu og Einar Kristján gler- augnasmiður á Akureyri. Fáum dögum síðar kom hún á fætur, ung móðir. Kannski var hún ekki fríð kona, en mér fannst hún ávallt einhver fallegasta kona sem ég sá. Næstu tvo vetur átti ég heima undir þaki hennar og sat við borð hennar. Stundum síðar á ævi hef ég spurt sjálfan mig: Var þetta hús til? Voru þessi ár draumur? Heimili þeirra Páls og Aðal- bjargar þessi ár var í senn hlýtt hreiður börnum þeirra og opið gistiherbergi hverjum manni. Hvernig lifði þetta fólk? Bóndi hennar, ljúflingurinn og listhaginn Páll Bjarnason, var símaverkstjóri, og varla sótti hann gilda sjóði í launakassa ríkisins. Afi gamli önglaði inn aura með blaðburði og rukkun- um og amma nældi í einhverjar krónur með því að taka þvott af heldrimönnum og piparsveinum Akureyrar. Þarna var stöðugur straumur gesta. Haust og vor á mótum færðar og ófærðar á heiðarvegum flykktust þangað frændur og vinir úr Þingeyjarþingi. Næturgestum var drepið niður hér og þar um íbúðina. Sumir stóðu stutt við, aðrir vikum saman. Þarna birtist gjörvallur þjóðlífsskalinn frá landsfrægum gáfumönnum og höfðingjum til síðustu fulltrúa förumanna á íslandi. Aldrei vissi ég farið í mann- greinarálit, heldur sat þessi skari, börn og öldungar, í einhvers kon- ar stéttlausu aðalsmannasam- kvæmi við allsnægtaborð Aðal- bjargar. Nú er mér ljóst að það var hún sem stýrði þessu húsi, en svo milt var vald hennar að ég skynjaði aldrei að neinu væri stjórnað. Má ég þá líka skjóta því inn í umræðuna um alræmda kvenna- kúgun að á þeim þremur heimil- um, þar sem ég ólst upp til tví- tugsaldurs, stýrðu konur öllu, sem máli skipti, ekki einungis innan húss heldur líka viðskipt- um þessara heimila við veröld- ina, og allar svo mjúklega að eng- inn fann til stjórnar. í hálfa öld hefur Aðalbjörg stýrt húsi sínu á Oddagötu 7. Það ber henni vitni og er það heimili á íslandi sem ég þekki komast næst þvi að hver munur, sem þar finnst, sé listaverk. Páll bóndi hennar var sjálflærður meistari margrar iðnar, nt.a. rennismíði, silfursmíði og útskurðar. Sjálf var hún hög hannyrðakona og varð- veitti listasmi'ðar Páls af stolti og kærleik. Fagrir munir vöktu henni ætíð yndi, en þó var tónlist sú grein lista sem mestan unað mun hafa veitt henni. Hún hafði ágæta söngrödd og starfaði mikið með kórum á Akureyri og fór söngfar- ir til útlanda. Aðalbjörg var svo gæfusöm að finna gleði og hamingju í þeim góðum gripum sem luktu um hana. Þó var umhyggja hennar fyrir dauðum hlutum lítils verð hjá þeim hug er hún sýndi öllu lífi sem var henni nákomið. Hún var móðurumhyggjan holdi klædd. Ég hef enga konu þekkt sem af tilætlunarlausari ást bar hag barna sinna og barna- barna fyrir brjósti. Og ekki að- eins þeirra hag. Betri dóttir gat engin verið fósturföður sínum, Einari afa mínum, er hann lifði síðasta tug ævi sinnar gamall maður á h<?imili hennar. Hún var trygglynd og traustur vinur vina sinna. Við hjónin eigum henni þökk að gjalda fyrir áratuga vináttu og umhyggju. Við sáum hana síðast í fyrra og sátum hjá henni stund- arkorn meðan húmblá ágústnótt seytlaði inn Eyjafjörð milli þeirra traustu fjalla er umvöfðu Akur- eyri og líf hennar. Henni var brugðið - merkt af þeim sjúkdómi er dró hana til dauða. Af háttu'sri ástúð bauð hún okkur sess í listmunasafni stofu sinnar og hellti góðu sérríi á kristal. „llmar af gullnu glasi/ gamalla blóma angan.“ Hún hafði engin orð um þann sem bak við hana beið með „hyldjúpan næturhimin/helltan fullan af myrkri." Hugsun hennar snerist öll urn líf þeirra sem hún unni. í dag verður hún lögð til hvíld- ar á Brekkunni við Pollinn. Þegar við Vigdís göngum síðar í björtu veðri við þann skyggnda spegil munum við hugsa um hana, því að sá, sem hverfur, lifir áfram í hug þess, sem eftir verður. Þar rís mynd Boggu: Góð kona - flekklaus vinur. Við sendum börnum hennar og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðju. Sveinn Skorri Höskuldsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.