Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 20.10.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson 20. október 1986 - DAGUR - 7 Körfubolti 1. deild: igur Þórs á ku liði ÍS iraðí ÍS með 29 stiga mun, 87:58 með UBK. Þór náði strax öruggri forystu í leiknum. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 29:15 og í hálfleik var staðan 41:26. Pórsarar bættu við muninn í síðari hálfleik og um tíma var 30 stiga munur á liðunum. Eftir miðjan seinni hálfleikinn datt leikur Þórsliðsins niður en liðið náði að rífa sig upp í lokin og sigra með 29 stiga mun, 87:58. Eins og í leiknum gegn UBK var varnarleikur Þórsliðsins góð- ur og þá var sóknarleikur mun skárri en gegn UBK. Liðið átti allt góðan dag en að öðrum ólöstuðum var Konráð Óskars- son bestur. Konráð var svolítið villtur í vörninni og var kominn með 3 villur, eftir aðeins 8 mín. en slapp þó við að fá nema 4 vill- ur í leiknum. í liði ÍS var Helgi Gústafsson langbestur og sýndi hann oft ágæta takta. Stig Þórs: Konráð 23, Webster 21, Hólmar 13, Eiríkur 10, Ólaf- ur 9, Jóhann 6 og Bjarni 5. Stig ÍS: Helgi 18, Ágúst 15, Jón 11, Lárus 5, Kristján 3, Árni Freyr 2, Sólmundur 2 og Gestur 2. Birna Petersen og Guðbjörg Guðlaugsdóttir, hjá TBR, einbeittar keppni í tvíliðaleik. M Opið mót í badminton: TBR vann til flestra verðlauna knattspymu- jr Akureyrar gill Gíslason markakóngur KRA skoraði 13 mörk í 6 leikjum á vegum KRA í sumar. Jónas Róbertsson er vel að titl- inum kominn, hann var besti maður Þórsliðsins í sumar og var um daginn valirm besti leikmaður Þórs í kjöri sem leikmenn sjálfir stóðu að. Tryggvi Gunnarsson Kristján Jónsson TBA sigraði í einliðaleik karla á opna A og B flokks mót- inu í badminton um helgina. Mynd: ri>b Jónas Róbertsson, knattspyrnu- maður Akureyrar 1986. Mynd: rí>b Gíslasyni markakóngsverðla unin. Mynd: RI>B irasym, tormanni unglingaraos telags- Mynd: RÞB KA-maður fékk næst flest atkvæði en hann eins og Jónas átti mjög gott sumar með liði sínu. Jón Egill Gíslason skoraði flest mörk í leikjum á vegum KRA, eða 13 í 6 leikjum. Næst flest mörk skoraði Ellen Óskarsdóttir eða 8 mörk í 4 leikjum. Ellen leikur með 2. flokki Þórs. Er skemmtilegt til þess að vita að stelpurnar skuli vera farnar að ógna strákunum á þessu sviði. Einnig voru veitt verðlaun fyrir sigra í mótum KRA í hverjum flokki og nú fengu allir sigurveg- ararnir verðlaunapeninga. Þá voru í fyrsta skipti afhentir nýju bikararnir sem liðin fá fyrir sigur í Akureyrarmóti hvers flokks. En bikarar þessir sem eru hinir glæsi- legustu voru gefnir af fyrirtækj- um hér í bæ. Þór hlaut Sporthúsbikarinn en sá bikar er veittur því liði nær betri samanlögðum árangri úr mótum sumarsins. Alls voru veittir 15 bikarar á hátíðinni, auk þess styttur og á þriðja hundrað verðlaunapening- ar. Um helgina fór fram opið A og B flokks mót í badminton í íþróttahöllinni á Akureyri, á vegum TBA. Þátttakendur voru 36 alls frá þremur félög- um, TBA, TBR og UMSB. Keppt var í A flokki karla og kvenna, B flokki karla og kvenna bæði í einliða- og tví- liðaleik og einnig var keppt í tvenndarleik í hvorum flokki. Alls var keppt í 10 greinum og voru leiknir yfír 50 leikir á mótinu. Urslitin urðu þessi: Tvenndarleikur: Jón Ziemsen og Elín Agnarsdótt- ir TBR/Gunnar Bollason og Sig- ríður M. Jónsdóttir TBR 15/s-15/7 B-flokkur: Karlar einliðaleikur: Einar Karlsson TBA/Þórarinn Árnason TBA 15/s-15/7 Karlar tvíliðaleikur: Einar K. og Karl Karlsson TBA/ Skúli Þórðarson og Gunnar Pet- ersen TBR 15/i-15/i Konur einliðaleikur: Guðbjörg Guðlaugsdóttir TBR/ Heidi Johansen UMSB n/i-nAi Konur tvíliðaleikur: Heidi Johansen UMSB og Mar- grét Eyfells TBA/Svanhildur Guðmundsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir TBA 15/io-15/n Tvenndarleikur: Skúli Þórðarson og Guðbjörg Guðlaugsdóttir TBR/Sigurður Sveinmarsson og Guðrún Sigurð- ardóttir TBA 15/s-15/3 TBR fékk því 10 gullverðlaun og 10 silfurverðlaun. TBA fékk 5 gullverðlaun og 5 silfurverðlaun. UMSB fékk 1 gullverðlaun og 1 A-flokkur: Karlar einliðaleikur: Kristinn Jónsson TBA/ Guðmundur Bjarnason TBR 15/l2-15/6 Karlar tvíliðaleikur: Guðmundur Bjarnason og Gunn- ar Bollason TBR/Jón Ziemsen og Óli Ziemsen TBR 'yis-Wio Konur einliðaleikur: Birna Petersen TBR/Sigríður M. Jónsdóttir TBR n/s-nA Konur tvíliðaleikur: Elín Agnarsdóttir og Sigríður M. Jónsdóttir TBR/Birna Petersen og Guðbjörg Guðlaugsdóttir í, V Knattspyrna: Halldór og Axel til A.-Þýskalands Ekki eru allir knattspyrnumenn koninir í vetrarfrí. Þeir féiagar Halldór Kristinsson úr KA og Axel Vatnsdal úr Þór æfa um þessar mundir með landsliði íslands skipað leik- mönnum 14-16 ára og koma til með að fara með liðinu til A.-Þýskalands. En liö íslands og A.-Þvskalands eiga að leika seÍRn; 'ciklnr; á Evrópumótinu í knattspyrnu þann 28. október. Fyrri leikurinn fór fram á Laugar- dalsvellinum fyrir skömmu en þá sigraði A.- Þýska liðið 2:1. Halldór spilaði þann leik all- an en Axel var á varamannabekknum. Þeir félagar hafa flogið suður á æfingar nánast um hverja helgi að undanförnu í undirbúningi fyrir seinni leikinn. Eins áður sagði er leikurinn þann 28. en daginn eftir leika A-landslið þessara þjóða í Evrópu- keppninni og munu leikmenn unglingalands- liðsins sjá þann leik sem einnig fer fram ytra. Axel Vatnsdal og Halldór Kristinsson. Uppskeruhátíð Völsungs Uppskcruhátíð unglingaráðs knattspyrnu- deildar Völsungs fór fram fyrir sköinmu. Þar voru aflient verðlaun fyrir árangur á héraðs- mótum HSÞ og auk þess var lýst kjöri leik- manns ársins og efnilegasta leikmanns ársins í hverjum flokki. I kvennaflokki var Erla Gunnarsdóttir val- inn leikmaður ársins og Anna Sigurðardóttir sú efnilegasta. í 3. flokki var Pétur Gísli Jónsson valinn sá besti en Jón Höskuldsson sá efnilegasti. í 4. flokki var Baldvin Viðars- son valinn sá besti en Ásmundur Arnarsson sá efnilegasti. í 5. flokki var Róbert Skarp- héðinsson valinn sá besti en Sigþór Júlíusson sá efnilegasti í þeim flokki. I 6. flokki var Sigþór Jónsson valinn sá besti en Jónas Ein- arsson sá efnilegasti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.