Dagur - 24.10.1986, Page 3

Dagur - 24.10.1986, Page 3
24. október 1986 - DAGUR - 3 Landshlutasamtökin funda: Samræming símakostn- aðar meðal mála Sundlaug í Glerárhverfi: Verður norðan Glerárskóla Nýlega var haldinn á Akureyri fundur formanna og fram- kvæmdastjóra landshluta- samtaka í landinu. Samtökin eru 7 talsins og mættu fulitrúar frá öllum samtökunum. Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðurlands sagði að slíkir fundir væru haldnir með reglu- legu millibili. „Þessir fundir eru til þess að vinna að þeim málum sem landshlutasamtökin hafa efst á baugi hverju sinni. Á þessum fundum skipta menn með sér verkum og ákveða hvernig á að haga vinnubrögðum. Par eru ákveðnir menn settir í ákveðin verk. Þessir hópar vinna síðan að sínum ákveðnu málum og fylgja þeim eftir,“ sagði Áskell Einars- son. Meðal mála sem mikið hafa verið rædd og skoðuð eru síma- málin. Áskell sagði að þau mál væru í miklum ólestri og þyrfti að taka þau upp aftur. Guðjón Ingi Stefánsson hefur m.a. fjallað mikið um þau mál og sagði frá þeim. í máli hans kom fram að símagjöld væru ekki í neinu sam- ræmi við tilkostnað Pósts og síma. Þess vegna hefði verið ákveðið að skoða þessi mál og vinna að þeim í samráði við Póst og síma. Miðast þetta að því að samræma símakostnað í landinu. Sæver h/f Ólafsfirði Kavíar- veitemiðjan að verða tilbúin „Þetta er allt að ganga saman hjá okkur, en um dagsetningar á byrjun framleiðslu er ómögu- legt að segja. Ætli það verði ekki öðru hvoru megin við manaðamótin næstu. Það á eftir að leggja hluta af kynd- ingu í húsið og ekki hægt að byrja fyrr en það er komið í lag,“ sagði Garðar Guðmunds- son hjá Sæveri á Ólafsfirði. Fyrirtækið Sæver ætlar að fara út í kavíarframleiðslu og er nán- ast allt tilbúið til að hefjast handa. Öll tæki eru komin í hús og verið að setja upp það sfðasta af þeim. Tækjabúnaður er tiltölu- lega lítill miðað við stórar verk- smiðjur. Traust h.f. hefur hann- að vinnslulínuna sem notuð verður, en önnur tæki eru keypt erlendis frá. Umbúðir eru af sömu tegund og notaðar eru í öðrum kavíarverksmiðjum, en það eru 2 stærðir af glerkrukk- um. Þessar umbúðir eru frá Sölu- stofnun lagmetis, en það fyrir- tæki mun sjá um sölu framleiðsl- unnar á erlenda markaði. Hráefni hefur Sæver fengið hjá ýmsum aðilum. „Við höfum nóg til að byrja með, en þurfum að útvega meira þegar framleiðslan er komin verulega í gang,“ sagði Garðar. Hann sagði ennfremur að framleiðslan færi að mestu Ieiti til útflutnings, „en við skoð- um þann möguleika að koma krukkum á innlendan markað. En það á eftir að skoða hvað gengur á íslenskum markaði,“ sagði Garðar. gej- Guðjón taldi að þetta mál tengd- ist jafnrétti milli landsmanna og menn væru að borga fyrir þjón- ustu, hvar sem þeir væru á land- inu. Hann tók sem dæmi að það væri 1050% dýrara að hringja til Dalvíkur frá Akureyri en innan- bæjar. „Stefnan er að auka þjón- ustuna og jafna tilkostnaðinn," sagði Guðjón. Umræður um skipulagsmál voru líka miklar á fundinum og talaði Gestur Ólafsson arkitekt úr Reykjavík um þau mál. Meðal atriða sem þar komu fram er að vilji er fyrir því að sveitarstjómum sé gefið meira vald til ákvörðunar um eigin skipulagsmál upp að vissu marki. Skipulagsmál skipt- ast í 4 aðalflokka. Landsskipu- lag, svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag. Á fundinum kom fram að eðlilegt væri að sveitarstjórnir hefðu ákvörðunar- vald í eigin skipulagsmálum upp að landsskipulagi. Er niðurstaða þess hóps sem um skipulagsmál fjallaði sú, að mun hagkvæmara væri að láta heimamönnum eftir ákvörðunarvald í þessum málum. Áskell sagði að þessir fundir væru einnig til þess að mönnum gæfist kostur á að hittast og bera saman bækur sínar. Auk þess að skipuleggja og nýta þekkingu starfsmanna landshlutasamtak- anna. gej- Bæjarráö fól mér í sumar að gera tillögu um staðsetningu væntanlegrar sundlaugar í Glérárhverfi fyrir arkitekta að byggja á,“ sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akur- eyri. Sigfús mætti á fund hjá íþróttaráði Akureyrar og kynnti þessar tillögur. Gert er ráð fyrir þvi að sundlaugin verði staðsett á milli Glerárskóla og íþróttásvæðis Þórs. Nokkuð hefur gengið í brös- um að staðsetja sundlaugina og voru síðustu tillögur þær, að sundlaugina ætti að byggja á hólnum vestan skólans. „Ég fór á fund íþróttaráðs til að kynna þeim þessar hug- myndir. Þetta verður fyrst og fremst kennslulaug í tengslum við skólann. Að sjálfsögðu verður opið fyrir almenning og íþróttafélög þegar mögulegt er. Það er sjálfsagt að kynna þessar hugmyndir fyrir mönnum sem fjalla um fþróttamál, í stað þess að þeir lesi um það í blöðunum að verið sé að byggja íþróitta- mannvirki," sagði Sigfús. gej- Húsasmiðjan um allt land Það er sama hvort þú býrð á Akureyri, Kópaskeri eða annarsstaðar á landsbyggðinni þú færð allt til viðhalds og nýbygginga hjá Húsasmiðjunni. Tveir starfsmenn sinna landsbyggðinni og taka við pöntunum og ieiðbeina um vai efna. Flutningabílar renna í hlað hjá okkur og flytja vöruna til þín. Handhægara getur það varla verið. Hafðu samband við Karl Lilliendahl eða Júlíus Guðjónsson í síma 91-687700. HLISA SMIOJAIM SunARVOQ 3-S 104 REYKJAVIK S 687700 Húsasmiðjan — Heimur fyrir handlagið fólk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.