Dagur


Dagur - 24.10.1986, Qupperneq 8

Dagur - 24.10.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 24. október 1986 Snorri Kristjánsson bakari: Snorri Kristjánsson eöa Snorri bakari, eins og hann er venjulega nefndur í daglegu tali, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Faöir hans, Kristján Jónsson, stofnaöi Kristjánsbakarí á Ákureyri. Snorri tók viö eftir fööur sinn og rekur Kristjánsbakarí nútímans, sem er stórt og vel þekkt fyrirtæki. Blaöamaöur ræddi viö Snorra á heimili hans aö Strandgötu 37 sólríkan sunnudagseftirmiödag þegar sólin speglaöist í Pollinum í blankalogni. Snorri segir, aö þetta útsýni hafi hann alltaf haft frá heimili sínu. Hann hefur alla tíö átt heima viö Strandgötu og kærir sig ekki um aö breyta því. Æska og uppruni - Hverjir voru foreldrar þínir, Snorri? „Foreldrar mínir voru Elísa Ragúelsdóttir, ættuð frá ísafjarð- ardjúpi, og Kristján Jónsson bak- ari, ættaður frá Kraunastöðum í Aðaldai. Faðir minn flutti til Akureyrar misserisgamall og hann var síðar elsti borgari á Akureyri í þeim skilningi að hann hafði lengsta búsetu í bæn- um af öllum sem bjuggu hér.“ - Hvernig vildi það til að faðir þinn varð bakari? „Hann byrjaði hjá Havsteen hérna í næsta húsi, þ.e. Strand- götu 35 eða „Havsteenshúsinu“ eins og það er nefnt. Havsteen gamli var faðir Júljusar Havsteen, en Júlíus og pabbi voru jafnaldr- ar; fæddir á sama árinu, 1886 og því eru 100 ár liðin frá fæðingu hans 7. nóv. nk. Faðir minn byrj- aði hjá Havsteen með Olgeiri Júlíussyni, föður Einars Olgeirs- sonar. Olgeir keypti á sínum tíma húsið Strandgötu 41, sem var bakarí, og rak það í nokkur ár. Árið 1912 kaupir pabbi svo bakaríið af Olgeiri. Síðan hefur verið bakað hér á okkar vegum, allt frá 1912. Nú má segja að þriðji ættliður sé tekinn við fyrir- tækinu. Ég vil skjóta því hér inn til gamans að mér er sagt að við Einar Olgeirsson séum fæddir í sama húsinu.“ - Hvenær manstu fyrst eftir þér? „Ég er fæddur í Strandgötu 41 2. des. 1922. Seinna flutti ég í Strandgötu 37 þar sem ég bý núna. Ég hef aðeins átt heima á þessum tveimur stöðum um ævina. Ég hef alltaf haft þetta sama útsýni hérna suður Pollinn. Ég fer fyrst að muna eftir mér í gamla bakaríjnu hjá pabba. Þá var það í kjallara hússins. Þetta var nú ekkert líkt því sem er í dag, engar vélar í líkingu við það sem nú þekkist. Bökunarofnarnir voru kynntir með kolum. Eld- stæðin voru báðum megin við ofnana. Byrjað var að kynda þessa ofna eldsnemma á morgn- ana. Þá voru ekki neinir hefskáp- ar til að láta brauðin hefast í heldur voru hillur eða rekkar fyr- ir ofan borðin þannig að gufa lék um plöturnar sem brauðin voru á. Þessar plötur voru í um það bil augnhæð við mannskapinn sem vann þarna.“ Bruggað í bakaríinu - Var ekki fleira frábrugðið því sem við þekkjum í dag? „Jú, ég get nefnt sem dæmi að í gamla daga var ekki flutt inn neitt ger. Þá var bruggað í hverju bakaríi til að fá ölger. Þá var selt öl í öllum bakaríum og það var stundum sterkara en lög gera ráð fyrir. Ég er hræddur um að White top bjórinn hafi verið hálfgert piss hjá því!“ - Hvernig var vinnudagurinn? „Það hefur alltaf fylgt bökun að byrja snemma. Þá var byrjað kl. fimm á morgnana nema á laugardögum, þá var byrjað kl. fjögur. Maður varð að byrja snemma svo brauðin yrðu til. Eftirspurnin var stundum mikil t.d. þegar síldin var hér. Svo voru þessir stóru dagar þegar herskipin komu hér inn, sérstak- lega frönsku herskipin. Frakk- arnir borðuðu nær eingöngu franskbrauð og það var unnið dag og nótt þegar þeir komu. í næsta húsi hérna neðan við, no. 39, bjó Karl O. Nikulásson sem var franskur konsúll hér. Ég man eftir því að einu sinni kom franskt herskip sem lá hér framan við. Við bökuðum fleiri hundruð franskbrauð handa því, og sjó- mennirnir komu á bátum upp í fjöruna til að sækja brauðin. Ég fékk einu sinni að fara með þeim um borð. Þeir voru með stóra strigasekki sem þeir létu brauðin í. Ég man að sjómennirnir stálu brauðum og settu inn undir þess- ar rauðröndóttu peysur sem þeir voru í. Borðsalurinn í skipinu var stór og út um allt lágu franskbrauðsskorpur og tómar rauðvínsflöskur. Sjómennirnir sváfu í hengikojum í öðrum sal. Þetta var ekki vistlegt en það voru haldnar fínar veislur þegar þessi herskip komu og fyrir- mönnum á Akureyri var boðið í þær. Ég man líka eftir Fyllu og Islands falk, en það voru dönsk herskip eða gæsluskip sem komu hér oft. Ég mátti náttúrlega ekki fara um borð í þau, en aristókrat- inu eða aðlinum hér í bænum var boðið, t.d. bæjarfógetanum og konsúlunum. Ég minnist í því sambandi Einars Gunnarssonar sem bjó hér rétt hjá. Hann var konsúll og hafði auk þess skipaaf- greiðslu fyrir Bergenska skipafé- lagið. Hann var verslunarstjóri í Gránu og var giftur Marenu Vig- fúsdóttur Vigfúsar vefs sem kall- aður var sem byggði gamla Hótel Akureyri hér inni í bænum. Hin- ar svokölluðu hótelsystur voru systur Marenar. Maren var mjög fín frú og hún hafði þann sið að senda börnum skeyti þegar þau voru fermd. Eftir það þéraði hún okkur alltaf en áður hafði hún bara sagt þú við okkur krakkana. Þá vorum við orðin fullorðin. Þetta var ósköp indælt fólk allt saman.“ - Var þessi fjölskylda kennd við Gránu? „Já, við kölluðum hana Gránu- fjölskylduna. Einar Malmquist var t.d. tengdasonur Einars konsúls, frekar lágvaxinn maður. Það var farin að dala verslunin í Gránu þegar ég var að alast upp. Þó man ég að alltaf á „Brauðgerðin fer aldrei úr huga mér.“ Snorri vinnur hvern dag í bakstrinum. masb: Strandgata 41. Myndin er tekin 1932 eða 1 brauðgerð árið 1912. Á myndinni sést A-101, árgerð 1932. ' . . .. ^ „Ég er fæddur og uppalinn í þessu fagi.“ Snorri með deigið. vorin þá kom Nova frá Berg- enska félaginu. Hún var með litl- ar norskar skektur úr furu, afskaplega fallega báta. Þetta voru mjög léttir bátar. Stefán Jónasson, sem var hér í næsta húsi, keypti svona báta og á þeim sigldum við synir Stefáns hérna á sjónum, drógum fyrir og skutluð- um rauðmaga. Þá var mikill þari hér í fjörunni og rauðmaginn leyndist í honum. Nú er allur þari dauður hér í fjörunni fyrir löngu.“ Sveitadvöl - Varst þú allt árið hér á Akureyri á þessum tíma? Brauðgerð Kristjáns Jónssonar í dag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.