Dagur - 24.10.1986, Síða 15
24. október 1986 - DAGUR - 15
Enska knattspyrnan:
Áhuga-
menn
- hittast í KA-húsinu
Áhugamenn um ensku knatt-
spyrnuna og tipparar hér á
Akureyri ætla að fara að hitt-
ast í KA-húsinu á laugardags-
morgnum kl. 10.30 og ræða
þar um ensku knattspyrnuna
og fara yfir getraunakerfi.
Þarna geta menn hist í vetur og
rætt um þessa hluti yfir kaffi-
bolla. Allir áhugamenn um get-
raunir og ensku knattspyrnuna
eru velkomnir og þá skiptir ekki
máli með hvaða liði menn halda,
hvorki hér heima né í Englandi.
Kaffi-
hlaðborð
Foreldrafélag KA verður með
kaffihlaðborð á sunnudaginn kl.
14-16.30 í nýja KA-heimilinu.
Allir eru velkomnir.
Barnastúkan Sakleysið no. 3:
Afmælisrit komið út
Barnastúkan Sakleysið á aldar-
afmæli í ár en hún var stofnuð
þann 10. júlí 1886 í Friðbjarnar-
húsi á Akureyri. í tilefni afmælis-
ins hefur verið gefið út veglegt
afmælisrit.
í ritinu senda fjölmargir val-
inkunnir menn afmælisbarninu
árnaðaróskir. Má þar nefna herra
Pétur Sigurgeirsson biskup,
Hilmar Jónsson stórtemplar,
Kristin Vilhjálmsson, Björn
Jónsson, Hjálmar Jónsson, Ingi-
mar Eydal, Karl Helgason,
Eðvarð Ingólfsson, Arnfinn V.
Arnfinnsson þingtemplar, Ólaf
Hauk Árnason áfengisvarnar-
ráðunaut, Ara Gíslason og Svein
Kristjánsson.
I afmælisritinu er einnig að
finna stutt ágrip af sögu Barna-
stúkunnar Sakleysisins í saman-
tekt Guðmundar Magnússonar.
Þá eru birtar myndir úr starfinu
o.fl.
Hlíðarendi í Bárðardal:
Gistiþjónusta fyrir
rjúpnaveiðimenn
„Okkur datt þetta reyndar
ekki í hug, það var spurt eftir
þessu,“ sagði Aníta Þórarins-
dóttir á Hlíðarenda í Bárðar-
dal, er hún var spurð hvernig
sú hugmynd hefði komið upp
að hýsa rjúpnaveiðimenn, en
þar er nú rekin gistiþjónusta
fyrir þá. Á sumrin er rekin
ferðaþjónusta á Hlíðarenda.
Sagði Aníta að núna væri pant-
að_ fram í tímann og það hefði
verið fullt um helgar síðan
rjúpnaveiðitíminn hófst. „Þetta
eru Reykvíkingar, það voru fjórir
um síðustu helgi og búið að panta
fyrir fimm um næstu helgi. Það
hefur líka verið spurst fyrir um
gistingu fyrir Englendinga.“
Koma útlendingar til íslands
að veiða rjúpur?
„Já, það virðist vera. Ferða-
skrifstofan á Akureyri hefur
spurst fyrir um gistingu fyrir sex í
einu.“
Rjúpnaveiðitíminn stendur til
22. desember og sagði Aníta að
með þessu yrði mun betri nýting
á húsnæðinu. Við Hlíðarenda er
nokkurt rjúpnaland og Aníta
sagði að þau fengju leyfi á næstu
bæjum fyrir veiðimenn. „En
landið hér er mjög gott, það er
mikið kjarr og skógur, en það
vantar snjó og rjúpurnar eru því
mjög ofarlega enn sem komið
er.“ -HJS
í tilefni afmælisins hefur einnig
verið gefinn út sérstakur afmælis-
peningur úr bronsi. Á framhlið er
afmælismerki barnastúkunnar en
á bakhlið er merki I.O.G.T. Ein-
ungis 60 peningar voru gefnir út
og enn eru nokkrir eftir. Þeir eru
til sölu hjá Sveini Kristjánssyni í
síma 24360.
Borgarbíó:
la í
ofi
Ste
or
- frumsýnd á sunnudag
Þá er komið að því að Akur-
eyringar og aðrir Norðlending-
ar fái að sjá Stellu í orlofi, því
þessi nýja kvikmynd verður
frumsýnd á Akureyri á sunnu-
daginn klukkan 17:00.
Það er Kvikmyndafélagið
Umbi sem stendur að gerð mynd-
arinnar, sem tekin vár í Reykja-
vík, Keflavík og Kjós sl. sumar.
Stella í orlofi er kvikmynd í
léttari kantinum og segir frá
ungri húsmóður sem fer í orlof
upp í sveit. Með henni er sænsk-
ur maður sem hún álítur vera
mann sem er í viðskiptasam-
böndum við eiginmann sinn, sem
er ungur maður á uppleið og
stundar ullarvöruviðskipti.
Raunin er sú að sá sænski er
kominn til landsins til að fara í
meðferð hjá SÁÁ. Margt drífur á
daga Stellu í orlofinu og margt
spaugilegt gerist á hvíta tjaldinu.
Stella í orlofi var frumsýnd um
síðustu helgi í Reykjavík við
geysilega góðar viðtökur. Er því
ekki að efa að Norðlendingar
hafa gaman af að sjá Stellu í
orlofi.
Með helstu hlutverk í mynd-
inni fara Edda Björgvinsdóttir,
sem leikur Stellu, Gestur Einar
Jónasson sem leikur Georg mann
hennar og Þórhallur Laddi Sig-
urðsson sem leikur Salómon
Svía.
i n
h*ri ý rffl i i n nh
ffl I LlHJHt
ffjjTÍ ff LÍJ Lil 1113 jm
ffl f ■n n nn
ALGJÖR SERSTADA
í HÚSBYGGINGUMÁNORÐURLANDI
Þessi fjölbýlishús verða byggð við Hjallalund Akureyri
Fyrstu 22 Ibúðirnar verða afhentar 1. desember 1987.
Helstu nýjungar eru:
• HÚSVABÐARlBÚÐ
• BltAREYMSLA [ kjallara, eitl bílastæði á hverja ibúð
• LYFTUR verða úr bflageymslu upp á hæðirnar.
Komið og kynnið ykkur verð og teikningar á skrifstofu okkar
Sunnuhlíð 10, allavirkadagamilli kl. 13og 17, sfmi 26277.
Eða hringið f sfma 26172 (vinna), 24719 (Sigurður-heima),
23956 (Heimir, heima).
’byggir sf. ODbyggir sf. ODbyggir sf. ODbyggir sf. t
Gullbrúðkaup eiga í dag heiðurshjónin Sigríður Pálína Jónsdóttir og Har-
aldur Sigurgeirsson. Þau fá bestu óskir í tilefni dagsins heim í Spítalaveg 15
á Akureyri.
Konur
Við minnumst kvennafrídagsins í Húsi aldraðra
á Akureyri 24. okt. kl. 20.30.
Dagskrá:
Hugmyndafræði kvenna .. María Jóhanna Lárusdóttir.
Launamál kvenna ............. Guðrún Óskarsdóttir.
Brjótum múrana ........... Valgerður Bjarnadóttir.
Gamanmál ...................... Elín og Jóhanna.
Kristín Halldórsdóttir svarar fyrirspurnum.
Fundarstjóri: Hilda Torfadóttir.
Kaffi og vöfflur.
Hittumst hressar. KVENNALISTINN
Auglýsing
Frá fjárveitinganefnd Alþingis
Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtðlum
vegna afgreiðslu fjárlaga 1987 frá 27. okt.-14. nóv.
nk. Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að koma á
framfæri við starfsmann nefndarinnar, Runólf Birgi
Leifsson, í síma 11560 eftir hádegi eða skriflega eigi
síðar en 7. nóvember nk.
Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum
1987 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 14.
nóvember nk. elia er óvíst að hægt verði að sinna
þeim.
Fjárveitinganefnd Alþingis.
Óskum eftir
góðum starfsmanni
á lager og við útkeyrslustörf.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist á
afgreiðslu Dags merkt: „Lagerstarf“ fyrir 1.
nóvember.
Rafmagnsiðnfræðingur
Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnsiðn-
fræðing til starfa við rafmagnseftiriit.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um umsækj-
anda, skal skila eigi síðar en 15. nóv. nk. til raf-
veitustjóra, sem einnig veitir nánari upplýsingar
um starfið.
Upplýsingar varðandi laun fást hjá starfsmanna-
stjóra Akureyrarbæjar.