Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 2
fXI *£> A*ri -1, 2 - DAGUR - 3. nóvember 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Offramboð á læknum Nýlega var sagt frá því í fréttum að offramboð væri að verða á tölvunarfræðingum. Mikill áhugi hafi strax verið fyrir hendi þegar hægt var að læra þetta fag í Háskóla íslands. Nú getur hins vegar svo farið að þeir sem af bjartsýni fóru í þetta nám geti ekki gengið að störfum sem henta þekkingu þeirra. Sama vandamál er komið upp á varðandi lækna og hefur það raunar verið til staðar í allmörg ár án þess að nokkuð væri að gert. í grein sem ungur læknir skrifar í Morgunblað- ið bendir hann á þetta mikla vandamál. Stað- reyndin er sú að búið er að útskrifa allt of marga lækna miðað við þörfina hér á landi. Það hefur verið offramleiðsla á læknum. í þessari grein kemur fram að næstu 10-15 árin verði ekki beinlínis þörf á að útskrifa lækna frá læknadeild Háskóla íslands til að fullnægja vöntun á læknum. Þá er bent á það að nú eru um 300 læknar og fjölskyldur þeirra starfandi eða við sérnám erlendis og munu verða enn fleiri á næstu árum. Á sama tíma eru nú um 700 starfandi læknar hér á landi. Það er þegar orðið erfiðleikum bundið fyrir læknakandidata að ljúka kandidatsárinu því stöður fyrir þá eru ekki fyrir hendi. Þetta unga fólk, sem gengið hefur í gegn um langt og strangt nám með ærnum tilkostnaði, má reikna með því að búa við atvinnuóvissu næstu árin, jafnvel áratugina ef áfram verður haldið að viðhalda offramboði frá læknadeild. Fjöldi lækna með sérfræðinám að baki býr nánast í útlegð erlendis, þar sem þeir fá ekki störf við hæfi hér heima. í áðurnefndri grein er bent á það að þeir sem hagsmuna hafa að gæta, bæði lækna- samtök, læknadeild, menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti, hafa látið reka á reiðanum, þjóðfélaginu öllu til tjóns og ekki síst því unga fólki sem nú sér fram á óöryggi í atvinnumálum sínum. Bent hefur verið á þá leið að draga stórlega úr fjölda nýnema í læknadeild en efla þess í stað möguleika til sérnáms og þar með rannsókna í læknisfræði. íslenskir læknar eru vel menntaðir og unnt ætti að vera að efla sér- nám þeirra hér á landi. Koma verður í veg fyr- ir útflutning á menntafólki, en hugsa þess í stað um að flytja inn þá sem þurfa á þekkingu þeirra og þjónustu að halda. HS ^viðtal dagsins. „Akureyringar sérstaklega skemmtilegir kúnnar“ - „Þeir gera miklar kröfur og vilja fjölbreytni," segir Sigurkarl Aðalsteinsson, hárskeri „Ég var ákveðinn í að fara að íæra eitthvað, mamma talaði við rakarann á Húsavík og spurði hann hvort hann vildi ekki taka nema, hann var til í það og þar byrjaði ég. En það var bara stuttur tími og ég fór fljótlega til Reykjavíkur og lærði á Rakarastofunni á Klapparstíg,“ sagði Sigurkarl Aðalsteinsson, hárskeri á Rakarastofu Hafsteins í Brekkugötu. Sigurkarl, sem er Húsvíkingur, er nýkominn frá Noregi, þar sem hann dvaldi í 2 Vz ár við hárskurð og keppni á því sviði og ætlar að opna eigin stofu í Glerárgötu um miðjan nóvember. - Hvernig er nám hárskera uppbyggt? „Það er bæði verklegt og bóklegt, en það er alltaf verið að breyta þessu og ég er ekki alveg viss um hvernig þetta er núna, ætli það séu ekki 2 vetur í bók- legu og og 2 ár verklegt." - Hvernig kom það til að þú fórst til Noregs? „Ég tók þátt í íslandsmóti fyrir nokkrum árum og lenti þar í öðru sæti fyrir klippingu og í fjórða sæti samanlagt. Það varð til þess að ég fékk áhuga á að keppa og læra eitthvað virkilega mikið. Ég þekkti mann í Noregi sem er stendur mjög framarlega í keppnum, hann hefur orðið Nor- egsmeistari 6 sinnum, Norður- landameistari, Evrópumeistari og verið framarlega í heimsmeist- arakeppnum. Ég lærði geysilega mikið af honum. Ég lærði líka af núverandi Norðurlandameistara. Hann er búinn að vera Noregs- meistari síðast liðin 3 ár og hann kenndi mér nokkur kvöld. Ég fór líka yfir til Danmerkur og vann þar í 6 mánuði hjá mjög færum manni. Hann reddaði mér æfing- um með danska landsliðinu eina helgi, en þeir eru einmitt núver- andi heimsmeistarar." - Er það mjög ólíkt sem þú gerir í keppni og því sem þú gerir fyrir viðskiptavini þína á stofu? „Það sem er gert í keppni er í rauninni list. En þú lærir að vinna með hár eins og þú gerir daglega f vinnunni. Þeir sem eru góðir í keppni eru líka góðir á stofu.“ - Er mikil undirbúningsvinna fyrir keppni? „Já, alveg rosaleg vinna og erfið. Maður er einn á kvöldin, ásamt módeli langan tíma fyrir keppni að æfa.“ - Er mikið atriði að vera fljótur? „Já, það er mikilvægt atriði og hraðinn kemur með æfingu. En þetta er mest tækni og þú lærir að bjarga þér út úr hvaða vandræð- um sem er.“ - Geturðu sagt eitthvað frá þessum keppnum sem þú tókst þátt í? „1984 tók ég þátt í keppni sem heitir Kanmesterskapet og varð þá í 2. sæti. Það er keppni sem þessi maður er með sem ég vann hjá í Noregi. Hann er með á milli 40 og 50 starfsmenn og 3 stofur. 1985 tók ég þátt í mörgum keppnum hjá þessum manni og vann þær allar. Það ár fékk ég líka sérstakan heiðursbikar frá honum fyrir að vera besti starfs- maður stofanna." Sigurkarl hefur hendur í hári viðskiptavinar. ■— Eru Norðmenn góðir hár- skerar? „Já, þeir standa mjög framar- lega. Þeir standa sérstaklega framarlega í dömufaginu og ég lagði mikla áherslu á að læra það.“ - Eru Norðmenn fremri íslendingum á þessu sviði? „í keppnum standa þeir framar, já, en ekki að öðru leyti. íslenskir kúnnar eru miklu kröfu- harðari og skemmtilegri en þeir norsku. Akureyringar eru sér- staklega skemmtilegir. Þeir gera miklar kröfur, vilja fjölbreytni og vilja breyta miklu. Ég kem beint frá Noregi og finn því mikinn mun, en ég býst við að Reykvík- ingar séu svipaðir og Akureyring- ar. En mér finnst geysilega gam- an að vinna hérna.“ - En hvers vegna komstu tii Akureyrar. Eru ekki meiri mögu- leikar fyrir þig í Reykjavík? „Það er mikil samkeppni þar og reyndar hér líka. Mig langaði til að komast sem næst heima- stöðvunum, en mér finnst Húsa- vík heldur lítill staður. Ef ég færi í svo lítinn bæ myndi ég alveg staðna, þess vegna valdi ég Akur- eyri.“ - Ekkert hræddur við að staðna hér? „Nei, ég ætla mér að fylgjast vel með. Ég þekki orðið mjög marga erlendis í gegnum þessar keppnir sem ég hef tekið þátt í, ekki bara í Noregi og Danmörku heldur úti um allan heim. Ég ætla að fara með reglulegu millibili út og kynna mér það nýjasta.“ - Hefur verið nóg að gera síð- an þú komst? „Já, meira en nóg. Ég hef alltaf heyrt að Akureyringar væru seinir að taka við sér en ég hef alveg þveröfuga reynslu, það hafa allir tekið mér mjög vel hvert sem ég hef þurft að leita." - Að lokum, hefurðu ein- hverjar nýjungar í huga varðandi stofuna þína? „Já, mig langar til þess. Mig Iangar til að geta sinnt þeim sem koma inn af götunni, ekki vera með langan biðtíma, sem er svo algengt hér.“ -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.