Dagur - 28.11.1986, Page 3

Dagur - 28.11.1986, Page 3
28. nóvember 1986 - DAGUR - 3 Yfir 100 Ijóð bárust - í Ijóðasamkeppni RUVAK og MENOR AIIs bárust 102 Ijóð í Ijóðasam- keppni Ríkisútvarpsins á Akureyri og Menningarsam- taka Norðlendinga sem nú er nýlokið. Höfundar ljóðanna skiluðu þeim inn undir dulnefni og alls stóðu 56 dulnefni fyrir þeim ljóð- um sem bárust inn. Nú vinnur þriggja manna dómnefnd að því að yfirfara ljóðin en dómnefnd- ina skipa Hólmfríður Jónsdóttir bókavörður, Jón Már Héðinsson kennari og Einar Kristjánsson rithöfundur. Fimm ljóð verða valin til birt- ingar, og eitt þeirra verður verð- launað sérstaklega. Nema þau verðlaun 5 þúsund krónum. Á sunnudagskvöld verður aðventu- hátíð í Glerárskóla á Akureyri og hefst klukkan 20.30. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Ræðumaður verður sr. Cesil Har- aldsson forstöðumaður Öldrunar- ráðs Akureyrar. Blokkflautukvart- ett leikur undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Þá mun Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar syngja undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Einsöngvari á aðventuhátíðinni verður Margrét Bóasdóttir en hljóð- færaleik annast nemendur og kenn- arar úr Tónlistarskólanum. í lokin verða ljósin tendruð þar sem hver og einn gefur þeim sem næst stendur logandi ljós. Með aðventukveðju. Pálmi Matthíasson. Dalvíkurlæknishérað: Opið hÚS í Svarfaðardal Undanfarna vetur hafa félaga- samtök í Dalvíkurlæknishéraöi undir forustu öldrunarnefndar Rauða kross deildar sameinast um að hafa opið hús einu sinni í mánuði fyrir lífeyrisþega og maka þeirra. Hafa þessar sam- komur notið mikilla vinsælda þess fólks sem þær hefur sótt. Nú hefur verið ákveðið að halda þessari starfsemi áfram með svipuðu sniði og áður og verða samkomurnar auglýstar hverju sinni með dreifibréfi. Fyrsta opna hús vetrarins verður í þinghúsinu Grund í Svarfaðar- dal n.k. sunnudag og hefst kl. 14. Næst verður síðan opið hús í janúar og síðan einu sinni í mán- uði fram í maí. Þeir aðilar sem að þessu standa eru: Kvenfélagið Tilraun, Ung- mennafélagið Þorsteinn Svörfuð- ur, Kvenfélagið Vaka, Lions- klúbbur Dalvíkur, Slysavarna- deild kvenna Dalvík, Hesta- mannafélagið Hringur, Kiwanis- klúbburinn Hrólfur, Rauða kross deild Dalvikur, Kvenfélagið Hvöt, Lionsklúbburinn Hrærek- ur, Leikfélagið Krafla, Kvenfélag Hríseyjar, Lionsklúbbur Hríseyj- ar og Verkalýðsfélagið Eining. Það er von þessara félaga að sem flestir lífeyrisþegar og aðstand- endur þeirra sjái sér fært að vera með í vetur. (Frcttatilkynning). Bryndís Schram, húsmóðir meö meiru: Geiðu húðinni ííott. Fáðu þérmjóllí!” Fæða hefur bein áhrif á útlit okkar og vellíðan. Húöin þarf t.d. stööuga næringu eins og aðrir hlutar likamans - og sú næring þarf að koma innan frá. Engin smyrsl geta bjargað málinu ef réttrar fæðu er ekki neytt. Bryndís Schram, húsmóðir, móðir, fyrrverandi fegurðardrottning íslands og fjölmiðlamaður með meiru, vandar valið fyrir sig og sína þegar fæðan er annars vegar - og hún veit að í þeim efnum skiptir mjólkin miklu máli. Tengsl mataræðis og útlits eru svo margslungin að næstum öll næringarefni fæðunnar, yfir 40 talsins, komaþarvið sögu. Mjólkerótrúlegaauðugaffjölbreyttumbætiefnum. Úrhennifáumviðm.a. kalk og magníum fyrir tennur og bein, A-vítamín fyrir húðina og einnig mikið af B-vítamínum sem gera húðinni gott og ekki síður hári og nöglum. Síðast en ekki síst er engum sykri blandað í mjólk og hver og einn getur ráðið fituinnihaldinu með því að velja um nýmjólk, léttmjólk eða undanrennu. MJÓLKURDAGSNEFND Kolfinna Jónsdóttir hefur ásamt systkinum sínum neytt mjólkurmatar ríkum mæli. Þannig leggur hún grunn að heilbrigðu útliti, fallegri beinabyggingu, góðum tönnum og sterkum taugum. Mjolk fyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Börn og unglingar ættu aö nota allan mjólkurmat eftír því sem smekkur þeírra býöur. Fullorðnirættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni mjólkurmat, raunarviðmagrafæðu yfirleitt. 2 mjólkurglðs á dag eru hæfilegur lágmarksskammturævilangt. Mundu að hugtakið mjólk nær yfir léttmjólk, undanrennu og nýmjólk.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.