Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 28. nóvember 1986 Helgarseðill Smiðjunnar Rjómalöguð skelfisksúpa bragðbætt með koníaki. Hvítlauksristaðir sniglar með hvítlauksbrauði. Sjávarréttasalat með brauðteningum. Piparsteik að hætti Smiðjunnar með fylltri kartöflu. Hreindýrakótilettur Baden-Baden með lyngsósu og rifsberjahlaupi. Vanilluís á súkkulaðiwisky Mousse. Kjarni - Vaglir Jóla- trén eru tilbúin - sala hefst 14. des. „Við erum að verða búnir að höggva þau tré sem seld verða fyrir jólin,“ sagði Tryggvi Mar- inósson starfsmaður í Gróðrar- stöðinni Kjarna við Akureyri. Eins og undanfarin ár verður' Kjarni með sölu á jólatrjám í miðbæ Akureyrar fyrir jólin. „Það verða 11-1200 tré sem við seljum og höfðum reyndar gert árlega. Við kaupum mikið úr Vaglaskógi og af bændum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Helstu tegundir eru fura, rauðgreni, þynur og blágreni,“ sagði Tryggvi Sala á trjám byrjar í Miðbæn- um og í Kjarna föstudaginn 14. desember. Ekki var búið að ákveða verð á trjánum, en í fyrra var verð frá 280 krónum til 1200 króna. Fór þetta verð eftir teg- undum Að Vöglum í Vaglaskógi er búið að höggva það sem höggva á fyrir þessi jól og eru það um 1200 tré. Mest af þessum trjám er selt í heildsölu til aðila víða á Norðurlandi. Einnig er hægt að kaupa tré að Vöglum. Sömu sögu er að segja af verðinu þar og í Kjarna. Það er ekki búið að fá verðið á trjánum, en það er ákveðið af Skógrækt ríkisins. gej- Alþýðubankinn opnaði í gær útibú á Blönduósi, en það er til húsa að Húnabraut 13. Við opnun útibúsins afhenti Stefán Gunnarsson, bankastjóri, ungum Blöndósingi, Jóni Kristófer Sigmarssyni að gjöf sparisjóðsbók með inni- stæðu frá bankanum. - Starfsmenn Alþýðubankans á Blönduósi eru fjórir. Útibússtjóri er Örn Bjarnason en auk hans starfa þar Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, Birna Sverrisdóttir og Heiðrún Bjarkadóttir. Mynd: G.Kr. - Biðnduösi. Sæver hf. í Ólafsfirði: Kavíarframleióslan hefst fljótlega Fyrir helgina var sagt frá því að heyrst hefði að Magnús Gamalíelsson hf. á Ólafsfirði sæktist eftir rækjuvinnsluleyfi sem legið hefur nokkurn tíma ónotað hjá Sæveri hf. Sigur- geir Magnússon framkvæmda- stjóri fyrirtækisins staðlesti þetta í samtali við blaðið og sagði að þeir biðu nú eftir svari við umsókn, frá ráðuneyti. Fyrir um tveimur árum sótti fyrirtækið ásamt tveimur öðrum aðilum um þetta leyfi en fékk Borgarbíó: Nýr salur fyrir jól „Ég vonast til þess að við get- um hafið sýningar í nýja saln- um fyrir jól og mér sýnist það ætla að ganga. Nú er verið að klæða loft og veggi, sýningar- klefinn er nær tilbúinn og í byrjun næsta mánaðar verður farið að innrétta. Þannig að þetta er allt að smella,“ sagði Sigurður Arnfinnsson fram- kvæmdastjóri Borgarbíós. Búið er að kaupa mjög full- komin tæki í nýja salinn en auk þess verður hátalarakerfi í gamla salnum endurbætt. Sigurður sagðist reikna með að um leið og nýi salurinn yrði opn- aður yrði byrjað að snúa gamla salnum við. Þar verður sætum fækkað úr tæplega 300 í um 250 en í nýja salnum verða 120 sæti. Búið er að kaupa ný sæti og að sögn Sigurðar vérður allt gert til að sem best fari urn áhorféndur. Á efri hæð tengibyggingarinnar verður fundarsalur stúkunnar og þar verður möguleiki á að opna þriðja salinn fyrir um 40 manns. Að sögn Sigurðar verður ekki nein sérstök jólamynd í Borgar- bíói í ár en þess í stað verður reynt að frumsýna eina eða fleiri myndir þegar báðir salirnir verða opnaðir í janúar. Þessar endur- bætur og stækkun á bíóinu munu að sögn Sigurðar kosta um 15 milljónir og er það um 2 milljón- um meira en áætlað var. ET ekki. Nú er unnið að því að skipuleggja fyrirhugaða vinnslu og sagði Sigurgeir að hafist yrði handa við framkvæmdir um leið og jákvætt svar fengist. „Við reiknum með jákvæðu svari og höfum verið að undirbúa okkur undir þetta,“ sagði Sigurgeir. Vinnslunni er ætlað húsnæði í frystihúsi fyrirtækisins og sagðist Sigurgeir reikna með að kostnað- ur við uppsetninguna yrði á bil- inu 25-30 milljónir. Sótt var um leyfi fyrir tveimur rækjupillunar- vélum hvorri með afkastagetu upp á um 400 kíló á klukkustund og hafa þegar borist nokkur til- boð í vélarnar. Áætlað er að 12- 14 manns komi til með að vinna við móttöku og vinnslu. „Við vonum að þetta fari í gegn því þetta er það eina sem við sjáum núna til þess að bæta ástandið í landi. Það sem við- kemur sjómönnum er að komast í gott lag en að öllu óbreyttu stefnir í samdrátt í vinnslu ef ekkert verður að gert,“ sagði Sig- urgeir að lokum. ET Bæjarstjórn Sauðárkróks og Útgerðarfélag Skagfirðinga: Ekki ákvörðun um hlutafjáraukningu Málefni Útgerðarfélags Skag- firðinga voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks fyrr í vikunni. Hörmuðu bæjarfulltrúar að ekki hefðu komið fram þau gögn á hlut- hafafundi á dögunum sem bæjarstjórn hafði óskað eftir. Allmiklar umræður urðu einnig um fyrirsjáanlega hluta- fjáraukningu í Útgerðarfélag- inu. Jón Friðriksson (F) greindi frá því að ákveðið hefði vcrið að hlutafjáraukning sveitarfélag- anna austan Vatna færi að þessu sinni eingöngu fram í gegnum Hraðfrystihúsið á Hofsósi. Taldi hann rétt að leiða hugann að því hvort svipað ætti ekki að vera upp á teningnum hér, þar sem frystihúsin eru stærstu hagsmuna- aðilarnir í félaginu. Knútur Aadnegard (S) sagðist álíta að staða frystihúsanna á Sauðár- króki væri þannig að þau væru ekki í stakk búin að taka á sig hlut bæjarins í hlutafjáraukningu í félaginu. Óttaðist hann að ef hlutafé félagsins yrði ekki aukið nægjanlega nú þyrfti af þeim sök- um fljótlega aftur að auka það og þá mun meira. Magnús Sigur- jónsson (F) sagði það skoðun sína að á næstu árum ætti Sauðár- króksbær að draga úr eignarhlut sínum í ÚS að því tilskildu að aðrir eignaraðilar gætu aukið sína hlutdeild í félaginu. En besti kosturinn væri sá að útgerðin og fiskvinnslan sameinuðust í eitt öflugt fyrirtæki. Hörður Ingi- marsson bæjarfulltrúi K-listans sagði að Útgerðarfélaginu hefði í langan tíma verið stjórnað af frystihúsunum enda væru þau mestu hagsmunaaðilarnir, en Sauðárkróksbær, stærsti hluthaf- inn, hefði lengi verið minnihluta- aðili. Snorri Björn bæjarstjóri tók til máls og tók fram að þrátt fyrir þá umræðu sem þarna hefði átt sér stað væri ekki um það að ræða að bæjarstjórn Sauðárkróks myndi skjóta sér undan í þessu máli, eins mikilvægt og útgerðar- félagið væri bæjarfélaginu. Bæjar- fulltrúum kom saman urn að ekki yrði hægt að taka hlutafjáraukn- ingu í ÚS til gagngerrar umfjöllunar fyrr en umbeðin gögn lægju fyrir. í franihaldi af þessu má geta þess að framhalds- hluthafafundar í ÚS er áforntað- ur 8. desember nk. -þá Útvegsmenn á Noröurlandi: Skoða fisk- martaði í Englandi „Ég fékk þessa hugmynd í tengslum við þær umræður sem fram hafa farið um vænt- anlega fiskmarkaði hér á landi. Þess vegna fékk ég kostnaðar- áætlun fyrir ferðina og hafði síðan samband við aðila á Ólafsfirði og Húsavík um að fara og skoða það sem gerist á slíkum mörkuðum erlendis,“ sagði Hilmar Daníelsson sem hefur séð um gámaútflutning á fiski fyrir útgerðarmenn á Dalvík. Það verða 14 manns sem fara til Englands á laugardaginn til að kynna sér fiskmarkaði í Grimsby og Hull. Þar munu þessir aðilar fylgjast með löndun úr íslenskum skipum og fylgjast með fiskinum frá uppskipun í gegnum allt kerfið, þar til uppboði er lokið. „Það er nauðsynlegt að þeir aðilar sem að útflutningi standa viti hvernig svona vinnubrögð fara fram. Þetta á ekki síst við um Dalvíkinga sem eru einu fiskimennirnir við Eyjafjörð sem hafa stundað fiskútflutning í gámum að undanförnu," sagði Hilmar. Hann sagði ennfremur að markaður færi vaxandi fyrir aðrar fisktegundir en þorsk í öðrum löndum og benti sérstaklega á Frakkland og Þýskaland. Hyggst Hilmar efna til ferðar þangað fljótlega, til að kanna fiskmark- aði þar. Hópurinn kemur væntanlega heim næsta miðvikudag. • gej- Fundu væng- brotinn fálka „A mánudaginn fengum við tilkynningu um fálka úti á Sléttu. Það hringdi í okkur maður sem sagðist hafa fundið fálka sem var eitthvað las- burða,“ sagði Davíð G. Gunn- arsson lögreglumaður á Rauf- arhöfn. Lögreglan sótti fálkann og hlúði að honum eftir bestu getu. Haft var samband við Ævar Pet- ersen hjá Náttúrufræðistofnun Háskólans og bað hann um að fálkinn yrði sendur suður. Farið var með fuglinn til Húsa- víkur þar sem hann þurfti að bíða eitthvað eftir flugi, því ekki gat hann flogið sjálfur. Nú mun hinn vængbrotni fálki vera kominn í hendurnar á mönnum sent vanir eru umönnun slíkra dýra og er meiningin að koma fuglinum til fullrar heilsu að nýju. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.