Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 7
2#.önóVéffib^r'1,98é' - ÖÁé'Úfl: - 7 „í mörgum hjónaböndum hindrar fólk þroska hvors annars. Til er það fólk sém finnst það vera kúgað eða afmáir sinn eigin persónuleika til þess að hlýða maka sínum og vera honum sífellt til geðs. Það trúir því kannski ekki til að byrja með, en ef þetta fólk kemst í gegnum breytingarnar eða skilnaðinn, hef- ur það þroskandi áhrif. Kona nokkur var t.d. í mörg ár heima og þjónustaði manninn sinn. Eft- ir skilnaðinn varð hún að fara út í atvinnulífið og fékk fljótlega starf sem nú orðið hefur svo mikla þýðingu fyrir hana að hún sér það sjálf að skilnaðurinn hef- ur verið þroskandi hvað hana varðar. Við höfum séð mörg slík dæmi. Okkur finnst líka margt fólk finna nýjar og jákvæðar lausnir á því að geta bæði búið með börnum sínum - og nýjum maka. Það minnkar við sig vinnu, flytur á milli staða eftir þörfum o.s.frv. Pað er ekki lengur um að ræða eina sjálfgefna lausn, það er að segja að börnin verði hjá mömmu og hitti pabbann ákveðnar helgar. Nú finnur fólk nýjar lausnir." - Hvað með þau 15-20% sem ekki komast klakklaúst í gegnum kreppuna? „Hjá þeim er enn sjálfur grundvallarvandinn óleystur, þau eru bitur yfir að hafa verið svikin og blekkt." - En ef fólk í mikilli kreppu þarfnast hjálpar og meðbræðurn- ir og systurnar eru ekki til staðar eða duga ekki til, hvert á fólk þá að snúa sér? „Því miður er sú aðstoð sem veitt er í slíkum tilvikum fremur léleg eins og er í okkar samfé- lagi,“ segja Bente og Gunnar. „Geðdeildirnar senda þig heim með svefntöflur í bréfpoka og setja þig á biðlista. Þegar þú kemur til baka eftir tvær, þrjár vikur er kreppan þegar lokuð innra með þér og þú hefur ekki þrek til að róta í því öllu saman á nýjan leik. Margir hika við að leita til félagsmálastofnana og fjölskylduráðgjöfin getur ekki tekið við öllum. Á þessum stöð- um finnst karlmanninum hann oft vera í erfiðri aðstöðu vegna þess að meirihlutinn af starfsfólk- inu er kvenkyns. Karlmaðurinn verður líklega að vera mjög seigur ef hann á að hafa krafta til að fást við reiða eiginkonu og tvo kvenráðgjafa í einu,“ álítur Gunnar. Fyrir fólk sem á börn geta sál- fræðideildir verið lausnin. „Þau sem halda því fram að þetta fari illa með börnin, ættu að fá aðstoð,“ segir hann. „Fólk fær að beita börnunum eins og snjó- plógi. Það er svo annað mál að aðstoðinni er fyrst og fremst beint að foreldrunum." Bæði Bente og Gunnar binda vonir við göngudeildir fyrir geð- vernd sem opnaðar hafa verið víðs vegar um landið. „Það er raunverulega hlutverk þeirra að leita uppi erfiðleikana,“ finnst þeim. „Þetta er mikilvægt þegar það er haft í huga að ekki er um að ræða neinn bata á meðan grund- vallarvandinn er fyrir hendi. Það er því miður ekki þannig, eins og margir virðast álíta, að tíminn lækni öll ?ár. í raun og veru þjáumst við allt of mörg af sálrænum áverkum sem ekkert hefur verið gert við. Við þrauk- um fram að næstu kreppu, en þá brýst allur þessi innibyrgði sárs- auki upp á yfirborðið, jafnvel af enn meira krafti en í fyrra skiptið. Þannig ætti þetta ekki að þurfa að vera ef hjálpin kæmi þegar hennar er þörf.“ (Kvinna nú 2/S5. Þýð: G.H.) Fiat eigendur athugið! Alls konar aukahlutir fyrir Uno og fleiri gerðir Fiat foíla. Möldursf. Varahlutaversiun Draupnisgötu 1 sími 21715. Kotárgerði og Stekkjargerði Efri hluta Oddeyrar. Hluta af Oerða- hverfi II frá næstu mánaðamótum. Leikfélag AÁureyrar í fyrsta sinn í 13 ár á Norðurlandi íslenski Dansflokkurinn föstud. 28. og laugard. 29. nóv. Aðeins þessar 2 sýningar Marblettir Sunnud. 30. nóv. kl. 20.30. Síðasta sýning fyrir jól Dreifar af dagsláttu Sunnud. kl. 15.00 í Alþýðuhúsinu Síðasta sinn Miöasala i Anni, Skipagötu er opin frá kl. 14.00-18.00, simi 24073. Símsvari allan sólarhringinn. Opnaður á ný ^ með hinni stórkostlegu Elvis-sýningu Liberty |jyiountain 27., 28. og 29. nóvember nk. Nú má enginn sannur EIvis- aðdáandi láta sig vanta á EIvis Presjeykvöld í Sjallanum því þetta verður ógleymanlegt kvöld. Kvöldverður og skemmtun kr. 1.950.- Miða- og borðapantanir í Sjallanum. ÍHljómsveit Ingimars ÍEydal leikur fyrir dansi. Það er milljón í fyrsta vinning Þetta er minni vandi en margir halda! Fimm einföld ráð: 1. Fáðu þér Lottómiða á viðurkenndum sölustað. 2. Fylltu út samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið. 3. Skilaðu inn á næsta sölustað og fáðu kvittun um leið og þú borgar. 4. Berðu saman kvittunina og valtölurnar. 5. Fylgstu með beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu næsta laugardag. Happatölurnar eru komnar á kreik. Láttu þær ekki framhjá þér fara!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.