Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 10
'10 - ÐAGUR --Í2Ö!!ríóVémber' 1986 Til sölu Suzuki Fox árgerö 1981, skemmdur eftir umferöar- óhapp. Bifreiöin er til sýnis hjá Brunabót, Glerárgötu 24. Tilboðum sé skilaö fyrir miövikud. 3. desember. Brunabótafélag íslands. Sönn jólabók - Ung-skáld skrifaði fyrir skömi til móður sinnar: . í fyrrínótt las ég Betu heimsmeistara. Ég verð að segja eins og er - að sjaldan hefi ég lesið betri bók fyrir börn og fullorðna. Hún er einlæg - góð og glettnislega skrifuð. Jafnvel svo að ég táraðist nokkrum sinnum af gleði. í allri sinni fegurð er hún nefnilega laus við alla væmni. - Hún er einfaldlega svo tilfinningarík. “ Kornið - Heimilisútgáfa. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. Skarðshlíð: 6 herb. íbúð e.h. í tvíbýlis- húsi. Hafnarstræti: Eldri húseign 3 hæðir og ris. Geta verið 2-3 íbúðir. Aðalstræti: 2ja herb íbúð ca. 40 fm, ódýr, laus strax. Austurbyggð: Einbýlishús 2 hæðir og kjallari. Alfabyggð: Einbýlishús á 2 hæðum. Innbyggður bílskúr. 228 fm. Eiðsvallagata: 3ja herb. íbúð á 2. hæð ca. 60 fm. Gránufélagsgata: 5 herb. ca. 150 fm. Allt sér. Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð á 4. hæð ca. 75 fm. Hólabraut: 4ra herb. risíbúð ca. 77 fm. Hólabraut: 4ra herb. íbúð á 2. hæð ca. 114 fm. Norðurgata: Efri hæð í tvíbýlishúsi, 150 fm + bílskúr. Skipti á raðhúsi á Brekkunni. Verkstæðishús: 250 fm. Selst í einu lagi eða hlutum. Steinahlíð: Raðhús, 6 herbergi + bílskúr. Skipti á minna. Vantar: Okkur vantar í raun og veru allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá. Hvenær byrjaðir þú ||U^FEROAR MENOR: Kabarett á Blönduósi Menningarsamtök Norðlend- inga gangast á laugardagskvöld fyrir kabarettsýningu á Hótel Blönduósi og hefst samkoman kl. 21. Ýmislegt verður á dagskránni. Má nefna að þarna leikur jass- hljómsveit sem skipuð er Norð- lendingum, sýndur verður steppdans. Samkórinn Björk syngur, Jónas og Þorvaldur Skaptasynir syngja tvísöng, leikarar Leikfélags Blönduóss skemmta. Listmálararnir Örn Ingi Gísla- son og Guðráður Jóhannsson sýna málverk. Aðgöngumiðaverð er kr. 400 og boðið verður upp á léttar veitingar. Jasstónleikar í Jassklúbbur Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri efna til litríkra jasstónleika í Alþýðuhúsinu n.k. sunnudag 30. nóv. kl. 20.30 Jassleikarinn víðkunni Paul Weeden, sem leiðbeint hefur á viku jassnámskeiði við Tónlistar- skólann leikur þar ásamt heima- mönnum og ágætum gestum frá Reykjavík, þeim Edward J. Frederiksen básúnu- og hljóm- borðsleikara, Tómasi Einarssyni bassaleikara og Alfreð Alfreðs- syni trommuleikara. Átján manna Big Band Tónlistarskól- ans tekur kröftuga sveiflu undir stjórn Paul, einnig koma fram jasshljómsveitir, sem æft hafa af lífi og sál að undanförnu. Paul Weeden er jassunnendum að góðu kunnur og hefur hann blásið lífi í jassstarfsemi á ýmsum stöðum og vakið áhuga nemenda og áheyranda, sem frábær hljóð- færaleikari og leiðbeinandi. Tón- leikar þessir eiga erindi bæði við jassáhugafólk og alla sem unna góðri tónlist. „Ljónynjur^ — selja aðventukransa Lionessuklúbburinn Ösp á Akuréyri gengst í dag fyrir sölu á aðventukrönsum í göngugöt- unni. „Ljónynjurnar" verða á ferð- inni í göngugötunni frá kl. 13-18 með aðventukransana, en þær hafa sjálfar útbúið kransana. Rósa sýnir í Vín Rósa Eggertsdóttir opnar sýn- ingu á handofnum ullarteppum og mottum sunnudaginn 30. nóv. í Vín Eyjafirði. Rósa hefur tekið þátt í þremur samsýningum á Akureyri á veg- um Nytjalistar. Sýningin stendur til 7. des. og verður opin daglega kl. 12.00- 23.30. íþróttir helgarinnar Karlalið KA í blaki leikur gegn HSK í 1. deildinni á laugardag. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsi Glerárskóla og hefst kl. 14.30. Körfuboltalið USAH leikur sinn fyrsta heimaleik í 2. deild- inni um helgina. Lið HSK sækir liðið heim að Húnavöllum á laug- ardag og hefst leikurinn kl. 14. Tindastóll heldur suður um helgina og leikur þrjá leiki í körfubolta, tvo í 1. deildinni og einn í bikarkeppni KKÍ. I kvöld leika Tindastóll og UBK í Digra- nesi kl. 20, á morgun leikur liðið gegn ÍS í Hagaskóla kl. 14 og á sunnudag leika ÍS og Tindastóll aftur en þá í bikarnum. Leikið verður í Hagaskóla kl. 14.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.