Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 28. nóvember 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SfMI 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fræðsl la um sk að-
semi fíl Sti <niefna \ óraukin /erði
leiðarL________________
Meðal ýmissa þjóða á Vest-
urlöndum, sem íslendingar
hafa mikil samskipti við,
hefur notkun fíkniefna vax-
ið uggvænlega hröðum
skrefum og samhliða hefur
ýmiss konar glæpastarf-
semi þrifist. Vandamálið
virðist einnig breiðast út
hér á landi og þótt ýmislegt
hafi verið gert til að fyrir-
byggja þessa þróun hér á
landi er ljóst að betur má ef
ducja skal.
A vegum dómsmálaráðu-
neytisins hefur fíkniefna-
lögreglan verið efld og
tækjakostur hennar stór-
bættur, einnig tækjakostur
tollgæslunnar svo henni sé
kleift að takast á við þenn-
an vanda. Forsætisráðherra
hefur skipað nefnd, sem
hefur það hlutverk að sam-
ræma opinberar aðgerðir til
varnar gegn þessari vá, auk
þess sem henni er falið að
taka upp samstarf við
áhugamannasamtök, sem
vilja leggja þeirri baráttu
lið.
Á flokksþingi Framsókn-
arflokksins nýlega var lögð
áhersla á að öllum tiltækum
ráðum verði beitt til þess að
koma í veg fyrir útbreiðslu
og notkun ávana- og fíkni-
efna hér á landi. Lögð verði
áhersla á að búa börnum
sem öruggust uppvaxtar-
skilyrði, enda sé vænlegast
til árangurs að forvarnir
hefjist á heimilunum.
Lagt er til að fræðsla um
skaðsemi ávana- og fíkni-
efna verði stóraukin og m.a.
verði þegar í stað samið
námsefni sem hentar til
fræðslu í grunn- og fram-
haldsskólum. Þá beri að
leggja aukna áherslu á
fræðslu á þessu sviði í
menntun og endurmennt-
un kennara.
Tekin verði upp skipuleg
fræðsla fyrir foreldra, þar
sem þeim verði kynnt ein-
kenni, sem fylgja misnotk-
un fíkniefna og þeir búnir
undir að takast á við þetta
vandamál.
Stofnað verði til sam-
starfs ríkis og sveitarfélaga
á félagsmálasviðinu til að
takast á við vandann og
samræmd félagsmálalög-
gjöf verði undirbúin.
Áhersla verði lögð á að
samhæfa krafta lögreglu-
manna, skólamanna, fé-
lagshjálparaðila og þeirra
sem vinna við heilbrigðis-
störf á þessu sviði.
Einnig segir í ályktun
flokksþings framsóknar-
manna um ávana- og fíkni-
efnamál, að vænlegt sé til
árangurs að hlúa sérstak-
lega að íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Þá verði að
sjá þeim sem orðið hafa
fórnarlömb fíkniefnaneyslu
fyrir réttri meðferð og einn-
ig verði að efla löggæslu og
tollgæslu enn frekar til að
takast á við mál af þessu
tagi. HS
úr hugskotinu.
Bóndi er bústólpi
Reynir
Antonsson
skrifar
„Bóndi er bústólpi, bú er land-
stólpi.“ Þannig kvað listaskáldið
okkar góða úr Öxnadalnum fyrir
nærfellt hálfri annarri öld, hugs-
anlega inni á Hvids Vinstue, eða
einhverjum ámóta stað í gömlu,
góðu höfuðborginni okkar, sjálf-
sagt yfir vænni kollu af þessum
gulbrúna vökva sem er svo
óskaplega spennandi af því að
hann er bannaður. Ekki voru það
þó landbúnaðarmálin sem
Hraundrangaskáldið okkar var
að fjalla um í hinu ágæta kvæði
sínu, heldur staðsetning og
form Alþingis. En það átti hann
sameiginlegt með Maó sáluga
formanni síðar, að gera sér ljósa
þýðingu bændastéttarinnar. Ja,
skyldu þeir nú hafa verið sam-
mála þessu á dögunum Denni og
Deng?
F ramleiðslukeppni
Það eru ekkert ýkja mörg ár síð-
an ein ágætiskýr hér í Eyjafirðin-
um varð mikil fjölmiðlastjarna,
vegna þess hversu mikið og vel
hún mjólkaði. Næstum mátti
halda að sjálf Auðhumla gamla
væri allt í einu lifnuð við. Á sama
tíma var mikill metingur milli
sláturhúsanna út af því hvert
mestan hefði nú meðalfallþung-
ann, og gamla góða gufan birti
meira að segja nöfn bændanna
sem í hverri sveit voru með mest-
an fyrrnefndan fallþunga. Þeir
sem eitthvað voru að tuða um
offramleiðsluhættu voru kallaðir
kratar, og var til skamms tíma
vart til verra skammaryrði í sveit-
um þessa lands.
Agentar
Nú er svo sannarlega öldin
önnur. Að undanförnu hafa riðið
um sveitir náungar, dulítið í stí)
„Vesturfaraagentanna“ sællai
minningar, sem buðu mönnum
gull og græna skóga ef þeir los-
uðu sig við kotin sín hérna á sker-
inu og gerðust kúrekar eða
eitthvað svoleiðis í Ameríkunni.
Mönnum er nú boðið að selja,
eða þá leigja eitthvað sem kallast
„fullvirðisréttur“, og enginn veit
eiginlega hvað er, nema hvað
afleiðingin er sú að menn hætta
búskap um stundarsakir eða þá
alveg. Best er auðvitað ef þeir
koma sér bara í Borgina þar sem
allar tölvurnar, Óperan og stór-
markaðirnir eru. Ástæðan er ein-
föld. Það er allt of mikið fram-
leitt af þessum landbúnaðarvör-
um. Nú er sá bóndinn ekki mesta
hetjan sem mestan hefur fall-
þungann, heldur sá sem framleið-
ir magrasta kjötið, ekki sá sem á
bestu mjólkurkúna, heldur sá
sem slátrar yngstu kálfunum.
Allra bestu bændurnir eru þó
þeir sem alveg hætta að fram-
leiða. Gerast „óvirkir bændur“.
Allt hefur þetta verið út reiknað
af hinni mestu nákvæmni í tölv-
unum sem eru helstu tækin á
kostajörð þeirri sem Saga heitir,
þar sem búið er með túrhesta, en
jörð þessi hefur þá sérstöðu með-
al jarða, að þar er hvorki á reikn-
að búmark, né heldur fullvirðis-
réttur, og talar þó enginn um
offramleiðsluvandamál á þeim
bæ. Mikil kostajörð þetta.
Búnaðarvandamálið
Með tilkomu nýrra viðhorfa til
landbúnaðar sem rutt hafa sér til
rúms hin síðustu misseri, hafa
augu manna opnast fyrir tilvist
nýs þjóðfélagshóps. Hér er um
að ræða þá sem við getum kallað
„óvirka bændur“. Með óvirkum
bændum er hér vitaskuld átt við
bændur sem hætt hafa búskap um
lengri eða skemmri tíma, en eru
þó bændur eftir sem áður,
samanber óvirka alkóhólista sem
kváðu víst ávallt vera alkóhólist-
ar, þó svo þeir hafi ekki bragðað
neitt sterkara en mjólk síðast-
liðna hálfa öld. Að vísu er ekki
almennt farið að líta á búskap
sem sjúkdóm ennþá, svo þróuð
er þjóðin ekki orðin, og ekki hafa
neinir óvirkir bændur fengið
geislabaug ennþá, þar sem ekkert
forlag hefur uppgötvað þá sölu-
vöru, sem minningabækur um
baráttu manna við hið geigvæn-
lega landbúnaðarböl hlýtur að
vera. Skýringin á þessu kann að
vera sú að enginn óvirkur bóndi
er enn sem komið er að minnsta
kosti, búinn að setja svo sem eitt
eða tvö Hafskip á hausinn. Ann-
ars hlýtur að vera stutt í það að
einhverjir framtakssamir ein-
staklingar beiti sér fyrir stofnun
Samtaka áhugamanna um bún-
aðarvandamálið, skammstafað
SÁB, að sjálfsögðu í beinni
útsendingu Sjónvarps að við-
staddri stjörnu, t.d. úr Dynasty.
Útlent hangikjöt?
Og þá er aðventan að bresta á,
einhver skemmtilegasti hluti
ársins, undanfari sjálfra jólanna.
Og einmitt um jólin nær neysla
landbúnaðarafurða hámarki.
Margir vilja ekki sjá annað á
jólaborði sínu en hrygginn af því
kykvendi sem farið er að kalla
fjallalamb, enda þótt sumir vilji
auðvitað blessaða rjúpuna, skap-
andi atvinnu fyrir hinar fjöl-
mörgu björgunarsveitir þessa
lands. Og þá stendur nú blessað
hangikjötið okkar nú alltaf fyrir
sínu. Þeir eru þó til sem fengið
hafa það út úr tölvum sínum að
miklu hagkvæmara sé fyrir okkur
að notast við danska skinku í stað
jólahangikjötsins. Það er nú þeg-
ar búið að ganga að brennivíns-
rómantíkinni svokölluðu dauðfi,
og sveitarómantíkin er á góðri
leið með að fara sömu leið fyrir
tilstuðlan tölvuvæddra vanda-
málapostula, þó svo að stöku rit-
höfundar séu að reyna að hressa
hana við. Og spyrja má hvort
drjúgur slatti af rómantík jólanna
muni ekki fara forgörðum ef við
förum að flytja inn sjálft jóla-
hangikjötið. Og spyrja megum
við enn, hvort lífið verði ekki allt
fátækara eftir að hafa misst alla
þessa rómantík.