Dagur - 28.11.1986, Side 5

Dagur - 28.11.1986, Side 5
28. nóvember 1986 - DAGUR - 5 „Langaði að vera lengur í London" - Gígja Birgisdóttir, fegurðardrottning íslands - Er það Gígja Birgisdóttir,. fegurðardrottning íslands? - Jú, það er hún. - Sæl vertu, ég heiti Helga og er blaðamaður á Degi. - Já, komdu blessuð. - Nú ert þú búin að keppa fyrir Islands hönd í keppnunum Ungfrú heimur og Ungfrú Skandinavía. Geturðu ekki sagt mér af þessum keppnum? - Jú, ég get það. Þetta var auðvitað ofsalega gaman, sér- staklega í London þar sem Miss World fór fram. Þetta eru mjög ólíkar keppnir. Við vorum pass- #aðar mjög vel í London. Ef það komu blaðamenn og ljósmynd- arar máttum við ekki setjast niður, þá var hætta á að þeir sæju eitthvað sem þeim var ekki ætíað. Það voru öryggisverðir út um allt, við máttum ekkert fara nema í fylgd öryggisvarða. Blaðamenn þarna úti eru hálf brjálaðir. Þeir dulbjuggu sig sem þjóna til að komast upp á ganginn til okkar á hótelinu. Þeir voru gripnir á hlaupum. Okkur var líka bannað að taka myndir í búningsherbergjunum því við hefðum getað selt þær fyrir mikinn pening. En þetta var alveg æðislega gaman og ekkert erfitt. Við fengum alltaf nógan tíma til að sofa, hvíla okkur og spjalla saman. Það var aðeins einn galli á þessu öllu saman og hann var sá að mig langaði ekkert heim aftur. - Kynntistu mörgum afkepp- endunum? - Já, já. Sumum kynntist ég að vísu ekki neitt, aðallega þess- a linunm um spænskumælandi. Það voru 15-20 keppendur sem töluðu bara spænsku. Svo voru aftur á móti aðrar sem ég kynntist mjög vel. - Kynntistu eitthvað þeirri sem sigraði? - Já, já, hún er mjög fín og mér fannst hún eiga sigurinn fyllilega skilið. - Hvernig gengur svona keppni fyrir sig? - Það fór ekki nema einn dagur í keppnina sjálfa, en það voru æfingar í Albert Hall 2 daga fyrir keppnina. En það fór um mánuður í heildina hjá mér í þessa keppni. Fyrir keppnina fórum við til Macau í Kína í myndatökur, það er rétt hjá Hong Kong og þar vorum við í viku. Það var alveg meiriháttar, en ég hefði viljað sjá miklu meira, veðrið var svo gott. - Pú hefur ekkert getað skoð- að þig um í Kína? - Það var allt of lítið. Við fór- um að vísu að skoða kirkju og íþróttahöll, en ég hefði viljað sjá meira. Það er gífurleg stétta- skipting þarna, fátæka fólkið bjó í pappahúsum en ríka fólkið í hálfgerðum höllum. - Pú hefur ekki vakið athygli fyrir að vera frá íslandi, þaðan sem Hófí er? - Nei, ekkert sérstaka. Jú, það vissu auðvitað margir hvað Island var af því að Hófí sigraði í fyrra. - Pú hefur ekki fengið tilboð um fyrirsætustörf í framhaldi af þessum keppnum erlendis? - Nei, ég held að það hafi enginn af þátttakendunum feng- ið nein tilboð. En ég er að fara til Hollands í janúar. Ég veit nú reyndar mjög lítið um þetta, en það er einhver hótel- og veitingakeðja búin að bjóða mér að koma. Þeir eru með einhvers konar ískeppni, það á að krýna ísdrottningu og þeir vildu fá feg- urðardrottningu frá íslandi til að krýna. - Hefurðu einhverjum skyld- um að gegna sem fegurðar- drottning íslands? - Nei, það er ekki hægt að segja það, en það kemur auðvit- að ýmislegt upp á sem ég þarf að gera vegna þess að ég ber þenn- an titil. En það er ekkert skipu- lagt fyrirfram. - I hvað fer tími þinn þegar þú ert ekki að vinna? - Ég hef nóg að gera. Ég er í Módelsamtökunum og það fer mikill tími í æfingar og sýningar. Það eru stundum 3 sýningar á dag og það er bæði virka daga og um helgar. Ég hef það mikið að gera að ég er aldrei heima hjá mér, ég hef t.d. aldrei notað eldavélina. - Ertu orðin Reykvíkingur, búin að gleyma gamla heima bænum? - Nei, nei, mig langar að koma norður um helgina og fara í Sjallann. Það er ekki víst að ég komist en ég vona það. - Jæja, Gígja ég tef þig þá ekki lengur frá vinnunni. Ég þakka þérkærlega fyrirspjallið. - Þakka þér sömuleiðis. Bless, bless. - Vertu blessuð. -HJS *--------A SHARP örbylgjuofnar ARCTIC CAT NÝIR SLEÐAR El Tigre árg '87, ca 94 ho...............kr. 418 500. • Panthera árg. '87, ca 72 hö., verö meó rafstarti............ kr. 362 000,- Cougar árg '87. ca56 hö.............kr. 319.000,- Cheetah F/C árg '87, ca56 hö...............kr. 349 000,- Cheetah L/C árg '87. ca 94 hö............kr. 436 000,- Q Ef þú hættir . . . að reykja C?L\ bætir þú k/ \J heilsu þina og lifshorfur. uu LANDLÆKNIR Allir ofangreindir sleóar eru með jafnvægis- stöng Veró til björgunarsveita Cheetah F/C árg '87. ca56 hö.....................kr. 184.800,- Cheetah L/C árg. '87, ca94 hö.....................kr 220.600,- Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. VERIÐ VELKOMIN v/ Hvannavelli Símar: 24119/24170 Takið eftir Ytuvinna ★ Jarðvegsskipti ★ Fyllingarefni Sparið tíma fé og fyrirhöfn. Til leigu 26 tonna jarðýta í flest verk. Útvegum einnig önn- urtæki t.d. traktorsgröfu, beltagröfu, dráttarbíla, einnig allt fyllingarefni. Tökum að okkur stór sem smá verkefni. Vanir menn, góðar og afkastamiklar vélar. Hringdu og fáðu upplýsingar. Friðrik Bjarnason, heimasími 26380, bílasími 985-21536. Guðmundur Kristjánsson, heimasími 23349, vinnuéími 22333. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. Laugardagskvöld 29. nóv. Dansleikur Hljomsveitin Helena fagra leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 22.30. Snyrtilegur klæðnaður áskilinn. Verið velkomin. HÓTEL KEA ^ AKUREYRI Ætlar þú ao kitta bragðlaukana um helgina Verið velkomin Restaurant Laut sími22525

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.