Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 28.11.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. nóvember 1986 Hjónaskilnaður - Hjónaskilnaður: Versta plága sem fólk gengur í gegnum? Hjónaskilnaður getur haft í för með sér geysilega einmana- leikakennd og það er nauðsynlegt að mæta honum með sömu virðingu og skilningi eins og sorginni vegna dauðsfalls. Petta er álit Bente og Gunnars Öberg í Svíþjóð. f mörg ár hafa þau starfað með og hjálpað fólki í erfiðleikum þess í kringum skilnað. Pau hafa líka séð marga komast í gegnum sorgina og verða frjálsari og glaðari manneskjur með mikla lífslöngun. Hjónaskilnaður hefur oft í för næð sér kreppu sem getur verið mjög þroskandi að fara í gegnum. Við höfum séð mörg dæmi um það. Þessi huggunar- ríku orð mæla þau tvö sem vita meira um hjónaskilnaði en flestir aðrir, Bente og Gunnar Öberg. Hún er félagsráðgjafi, hann sálfræðingur og þau voru bæði skilin þegar þau byrjuðu að vinna og búa saman fyrir rúmlega 15 árum. Öberg hjónin hafa hjálpað hundruðum fjölskyldna í erfið- leikum þeirra og sameiginleg doktorsritgerð þeirra 1979 hét einmitt Skilnaður, sorg og missir. Sameiginlega hafa þau líka skrif- að. „Nú fer ég“, sem er bók um skilnað og umráðarétt og þar skýra þau frá aðferðum sínum við að hjálpa hjónum að komast í gegnum skilnaðarkreppu. Þau álíta að þetta sé alveg nauðsyn- legt ef viðkomandi á að geta haldið áfram sem foreldri eftir skilnaðinn og forðast baráttuna um umráðaréttinn sem er svo1 slítandi fyrir alla. „Fólk sem hefur ekki sjálft gengið í gegnum skilnaðarkreppu á sennilega erfitt með að skilja vandann," segja Bente og Gunnar. „Að reyna það á sjálf- um sér“ er orðatiltæki sem þau nota oft og þau fara ekki dult með að eigin reynsla hefur verið þeim sá kraftur sem til þarf í þessu starfi. Gunnar sem var frá- skilinn, fékk Bente til að yfirgefa mann og börn í Noregi. Það hafði í för með sér þriggja ára baráttu um umráðarétt. „Það er engin tilviljun að við erum í þessu starfi,“ segir Bente. Gunnar segir frá því að í mörg ár hafi hann hugleitt skilnað, en hann fékk samt sem áður mikið áfall þegar konan hans tók fyrsta skrefið og fór sína leið. „Þá fann ég í fyrsta skipti á ævinni að ég var hræddur. Ég varð eins og lítið barn sem móð- irin hefur yfirgefið.“ Rólegu, yfirveguðu hjóna- skilnaðirnir heyra til undantekn- ingar, heldur Gunnar. „Þar er um að ræða lítinn hluta hjóna, þar sem bæði eru sammála. Þau eru kannski orðin leið hvort á öðru eða hafa fundið einhvern annan. Slíkur skilnaður verður kannski léttir fyrir bæði. Að minnsta kosti vekur hann enga örvæntingu, hugsanlega ein- hverja tilfinningu um að hafa mistekist, þau eru vonsvikin yfir því að lífið varð ekki eins og þau höfðu hugsað sér það. Það er þó sjaldgæft að slíkt jafnvægi ríki í sambandi fólks. Venjulegast er annar aðilinn yfir- gefinn og hinn yfirgefur hann. Og það er meðal þeirra sem finnst þau vera yfirgefin sem maður rekst stundum á fólk sem bregst við með slíkri botnlausri örvænt- ingu að það missir alveg fótanna í lífinu." Bente segir að stundum geti verið um að ræða það sem sál- fræðingar kalla „endurtekin kreppa". Þar með er átt við að örvæntingin skapast ekki einung- is af því að standa uppi ein og yfirgefin, heldur veki atburður- inn upp minninguna um eitthvað svipað sem viðkomandi hefur upplifað áður, kannski í bernsku, þegar mamma hótaði að skilja viðkomandi eftir ef hún væri ekki góð. Þær tilfinningar sem ekki fengu útrás þá, koma nú upp á yfirborðið þegar skilnaður er yfirvofandi. En jafnvel þótt maður útiloki verstu tilfellin, hefur skilnaður nær alltaf í för með sér alvarlega kreppu, það vita Bente og Gunn- ar Öberg, bæði af eigin reynslu og af langvarandi starfi með skilnaði. Þá hafa þau sérstaklega í huga þau 60 hjón sem þau hafa rætt við um sameiginlegan umráðarétt sem er liður í könnun sem þau hafa nýlega fengið sem verkefni frá félagsmálaráðuneyt- inu. „Mörg þeirra segja að skilnað- urinn sé sú versta plága sem þau hafi gengið í gegnum. Bæði þau sjálf og umhverfi þeirra undrast það, hvernig fólk sem að því er virðist er sterkt og duglegt, getur skyndilega fallið saman og tapað öllum sönsum. Þau geta ekki sofið, ekki unnið, ganga fyrir róandi meðulum. Það er mikil- vægt að taka þessi einkenni fólks- ins alvarlega,“ segja Bente og Gunnar og benda á tölfræðilegar athuganir sem benda til aukinnar sjúkdóms- og sjálfsmorðstíðni í tengslum við skilnaði. „Þetta fólk upplifir óskaplega sorg og það eina sem getur hjálp- að þeim er að geta talað um hana, en mæti ekki slagorðum eins og „taktu þig nú á“ eða „missir þú einn eru þúsund eftir“... Það er nauðsynlegt að mæta af erlendum vettvangi. sorg vegna skilnaðar með sömu virðingu og skilnaði eins og sorg vegna dauðsfalls. Yfirgefin kona verður að fá útrás fyrir sorg sína, nákvæmlega eins og ekkjan," segir Bente. „Oft,“ bætir hún við „eru aðstæðurnar léttari fyrir konu á sextugsaldri sem missir manninn sinn vegna þess að hann deyr heldur en fyrir þá sem missir hann til annarrar konu. Sjálfsálit yfirgefinnar konu hefur beðið mikinn hnekki og hún getur ekki búist við því að umhverfi hennar styðji hana á sama hátt og ekkjuna. Sú sem er yfirgefin vegna þess að maðurinn hennar hefur dáið, fær ekki bara huggun, hún fær líka lífeyri, heldur íbúð- inni og kannski sumarbústaðnum líka. Einkum konur á sextugsaldri geta farið illa við skilnað,“ segir Bente. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, hún hefur kannski enga vinnu. Henni finnst hún ekki lengur eftirsótt sem kona og gráturinn gerir hana ekki fallegri. Það er mjög mikil hætta á því að hún festist í erfiðleikum sínum og umhverfið hafni henni, af því að fólk hreinlega þolir ekki allt þetta kvein og biturleika. Við slíkar aðstæður," segja Bente og Gunnar, „þarf sérfræði- aðstoð til þess að fá hana til að þora að líta yfir líf sitt og upp- götva þá innri orku sem hún þrátt fyrir allt hefur, jafnvel þótt allt virðist vonlaust hið ytra. Það er ekki ósjaldan að kona á þessum aldri álasi eiginmannin- um fyrir að hafa ekki yfirgefið hana fyrr. „Þegar ég var um þrí- tugt hafði ég enn tækifæri“. í það skiptið fékk hann hana kannski til að eignast eitt barn í viðbót á meðan hann sjálfur hélt áfram að vera henni ótrúr en þorði ekki að taka skrefið til fulls. Kona í þess- ari aðstöðu getur með réttu litið svo á að leikið hafi verið á hana, hún hafi verið blekkt þangað til hún hafði engin tækifæri lengur.“ Bente og Gunnar telja það afar mikilvægt að hjón umgangist gamla vini sína en stofni ekki ein- ungis til kunningsskapar við önn- ur hjón, þar sem sá er útilokaður sem ekki passar inn í hópinn. „Ég verð að sætta mig við það að konunni minni líki ekki við besta vin minn eða að ég fái ekk- ert út úr því að umgangast kon- una hans. Það má þó ekki hindra mig í að hitta besta vin minn. Við verðum að halda áfram að fara út saman og borða, spila póker, fara í fjallgöngu eða hvað sem það nú er. Hjónaband er allt of þröngur vettvangur, það uppgötvum við fljótlega eða a.m.k. ekki síðar en þann dag þegar við stöndum uppi án baktryggingar. Það er þrátt fyr- ir allt þannig að hjónaband getur horfið en vinátta viðhelst," segir Gunnar. Og Bente bætir við. „Fráskilin kona á sextugsaldri uppgötvar kannski að það er til fullt af skemmtilegum konum á hennar aldri og að þær geta verið alveg eins aðlaðandi manneskjur og sá karl sem hún hefur búið með í misgóðu hjónabandi. Mörgum finnst skilnaður svona- ógnandi af því að fólk er hrætt við einveruna. Það áttar sig ekki á því að margt fólk býr eitt og hefur sína kunningja. Eftir skilnaðinn á konan venjulega sín- ar vinkonur sem hún getur talað við og úthellt sorgum sínum yfir. Karlmaðurinn á aftur á móti sjaldnar nána vini sem hann get- ur rætt um tilfinningamál við. Það er ekki ósjaldan að hann leit- ar til vina af kvenkyni og þá er stutt í kynferðislegt samband. Og allt í einu er hann kominn í nýja sambúð án þess að hafa losað sig úr þeirri fyrri.“ Bente og Gunnar segja að karlmaðurinn sé oft í erfiðari aðstöðu eftir skilnað. „Konan verður ekki eins ein- mana þar sem venjulega er það hún sem býr áfram með börnun- um og heldur þjóðfélagsstöðu sinni. Konur hika við að gifta sig aftur en fráskildir karlmenn hafna mjög fljótt í nýju hjóna- bandi. Við höídum að þetta geti breyst þegar karlmenn eru farnir að taka þátt í umönnun barnanna í meira mæli. Nýleg rannsókn sem við höfum gert bendir til þess. Við höfum líka komist að því að nú orðið er það oftar karl- maðurinn sem er yfirgefinn,“ segir Gunnar. „Ennfremur virð- ist það vera svo að karlmaðurinn vilji fremur en konan bæði éta kökuna og eiga hana - það er að segja bæði eiga eiginkonu og ást- konu - en eiginkonan hallast fremur að því að yfirgefa lélegt hjónaband þegar hún hefur fund- ið einhvern annan til að búa með. Þetta er mikið áfall fyrir karl- manninn, þar sem honum finnst hafa verið gerð aðför að karl- mannlegri virðingu sinni. Það er iðulega skopast að sviknum eig- inmönnum. Hann hugsar ekki út í það að tilfinningalega hefur hann kannski yfirgefið eiginkonuna fyrir mörgum árum, heldur finnst honum illa með sig farið, hann búinn að vera.“ Hvernig er hægt að hjálpa fólki í kreppu? Ekki geta allir farið til ráðgjafa - sérstaklega þar sem menntaðir ráðgjafar með mikla reynslu eru fáir (Bente og Gunn- ar verða að neita 95% af þeim sem hringja og þau þurfa að láta loka símanum í hvert skipti sem þau hafa komið fram í fjölmiðl- um). „Við höldum að það sem fólk í kreppu þurfi mest á að halda sé félagsskapur annarrar manneskju - eins konar „geymir“ sem getur tekið við sorginni og reiðinni. Einhver sem veit að það er eðli- legt að manni líði hörmulega og að í augnablikinu virðist lífið aldrei verða normalt aftur. Sérfræðingar geta aldrei komið í stað meðbræðra og meðsystra, þeir geta aldrei verið til taks allan sólarhringinn sem getur verið nauðsynlegt í slíkum tilfellum. En sá sem tekur þetta að sér þarf að vita það að alvarlegasta kreppan gengur venjulega yfir á 1-2 mánuðum og þegar henni er lokið er orðinn til annar kreppu- ráðgjafi sem getur sinnt öðrum sem eru í sömu aðstöðu og þessi vinur manns eða ættingi. „Geymirinn“,“ segja Öberg hjónin „getur verið ættingi, vinur, vinnufélagi.. og einhver sem grípur inn í og hjálpar til með börnin erfiðasta tímabilið. Við eigum að leita hvert til ; annars í stað þess að vísa fólki til sérfræðings um leið og einhver á í erfiðleikum," segir Bente, sem er á móti stofnunum, sérfræðimeð- ferð á þessu sviði. „Mér finnst að við ættum að hugsa út í það, hvað það er fárán- legt að búa í landi þar sem þarf að hafa meðbræður og systur á bakvakt. Við ættum öll að vera meðbræður og systur... Það er ekki fyrr en versta áfall- ið er liðið hjá sem fólk getur þurft á sérfræðiaðstoð að halda til að geta haldið áfram. Ef fólk er eitt, gerist það auðveldlega að það fer að velta fyrir sér sömu vandamálunum aftur og aftur án þess að finna nokkurn tíma svar við þeim, ellegar það finnur sjálft það svar sem hentar hverju sinni. Það getur verið nauðsynlegt að fá aðstoð til að þora að horfast í augu við makann og rifja upp sambúðina með honum. Til þess að losna við sorgina og illskuna og skilja hvað það var sem mistókst...“ Flest venjulegt fólk kemst þó í gegnum skilnaðinn án sérfræði- aðstoðar, það sýna þær kannanir sem Öberg hjónin hafa staðið fyrir. Það finnst þeint aðdáunar- vert. Um leið og þau undirstrika að 15-20% af þessurn hjónum takist EKKl að afgreiða skilnað- inn á þann hátt að þau séu fær um að sinna foreldrahlutverki sínu á fullnægjandi hátt, skýra þau einnig frá því að margir haldi því fram að líf þeirra sé mun betra eftir skilnaðinn. Jafnvel það fólk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.