Dagur - 28.11.1986, Side 8

Dagur - 28.11.1986, Side 8
8 - DAGUR - 28. nóvember 1986 fHí: -m ' 'A: *> ' Sigurður Karlsson er fœddur og uppalinn á Knútsstöðum í Aðaldal, sonur hjónanna Karls Sigurðssonar og Sigríðar Kristjánsdóttur. Um 1960 fluttihann sigyfir Laxá, í Núpa og hefur búið þar síðan með konu sinni Sig- ríði Sigurðardóttur, fyrstu árin ífélagsbúi með foreldrum hennar. Sigríð- ur og Sigurður eiga tvo syni, 22ja og 14 ára. Sigurður hefur starfað á Húsavíkurflugvelli í Aðaldal í þrjátíu ár, eða alvegfrá því að völlurinn var tekinn í notkun. „Við höfum stundum kallað Sigurð „flugmarskálk- inn“,“ sagði einn ná- granni hans í samtali við Dag. „Hann hefur unnið einstakt brautryðjenda- starf á flugvellinum og hugsað um völlinn eins og bóndi um bú sitt. Hann er sérstakur greiðamaður og hefur greitt götu margra um dagana. Fyrir okkur hérna í sveitinni var ein- staklega þægilegt að geta hringt á flugvöllinn eða í Núpa, áður en sjálfvirki síminn kom, til aðfá upp- lýsingar um ferðir vél- anna. Bœði Sigurður og Sigríður hafa verið afskaplega hjálpsöm.“ Fleiri hafa teícið í sama streng og hrósað Sigurði fyrir vel unnin störf á flugvellinum og þangað mœtti baðamaður Dags sem hafði beðið Sigurð um viðtal. Sigurður er einn þeirra manna sem helst vill stunda sitt starf í ró og nœði á bak við tjöldin og er ekkert spenntur fyrir að komast í sviðsljósið en á þó erfitt með að neita bón nokkurs manns og féllstþví á við- talsbeiðnina. ,íg hef ehkert verið að hleypa mer i neinn yfir hlutunum" — segir Sigurður Karlsson „flugmarskálkur" á Húsavíkurflugvelli Ihverju er starf þitt á flugvell- inum fólgið? „Umsjón með flugvellin- um, snjóhreinsun, völtun, radio- viðskiptum við flugvélar, ég fylg- ist með veðri og brautarskilyrð- um og kem þeim upplýsingum áleiðis.“ - Það hafa orðið miklar breyt- ingar á vellinum á þessum þrjátíu árum, viltu segja mér helstu þætti úr sögu hans og frá þínu starfi? „Völlurinn var tekinn í notkun 12. des. 1957, þá hóf ég strax störf hér og hef hangið í þessu síðan. Áður vann ég á ýtu við gerð vallarins, 1956 var gerður hér sjúkraflugvöllur, 300 metrar á lengd og 20 metrar á breidd en árið eftir var hann lengdur í 1000 metra og gerður 50 metra breið- ur. Nokkrum árum síðar var hann lengdur um 200 metra og við síðustu framkvæmdir var hann gerður 1500 metra langur.“ - Er völlurinn vel búinn tækjum, miðað við flugvelli á landsbyggðinni? „Það má segja það, hér eru þessi helstu tæki, brautarljós, aðflugshallaljós, strókljós, tveir radiovitar, tveir markvitar, að- flugsgeisli og fjarlægðarmælir fyr- ir vélarnar, þetta er svona það helsta og svo er hér slökkvibíll.“ - Eruð þið vel búnir tækjum til snjóhreinsunar? „Við getum sagt sæmilega, við erum með snjóblásara og snjó- plóg.“ - Það hafa orðið talsverðar breytingar á áætlunarfluginu á þessum þrjátíu árum. „Ég held að það hafi verið ein ferð í viku til að byrja með, þá voru notaðar vélar af gerðinni Douglas DC3, þar til Fokkerarn- ir voru keyptir. Stöðug þróun og aukning hefur verið í fluginu, og þegar verið var að byggja Kröfluvirkjun var mik- ill uppgangur í fluginu hérna. Nú eru áætlunarferðir til Húsavíkur sjö sinnum í viku á sumrin og sex sinnum í viku á veturna og tals- vert oft þarf að bæta við auka- ferðum.“ - í vor var tekin í notkun ný flugstöð við völlinn, hver er stærðarmunurinn á nýju og gömlu fugstöðinni? „Gamla flugstöðin er 36 fm en sú nýja er 580 fm og þetta var geysileg breyting, í raun alveg ólýsanleg.“ - Við vígslu flugstöðvarinnar í vor hélt Pétur Einarsson flug- málastjóri ræðu, þá hældi hann þér á hvert reipi fyrir þín störf og sagði nokkrar skemmtilegar sög- ur til marks um æðruleysi þitt, skemmtileg tilsvör og hvernig þú hefðir bjargað málunum við ómögulegar aðstæður. Eigum við ekki að rifja upp einhverja svona sögu? „Ég held að þetta sé ekkert frásagnarvert en ég hef ekkert verið að hleypa mér í neinn æsing yfir hlutunum. Ég hef hugsað eins vel um völlinn og ég hef get- að með þeim tækjum sem ég hef haft og fengið litlar skammir fyrir.“ - Hvað hefur þetta kostað þig? Hefurðu fylgst með ástandi vallarins dag og nótt, öll þessi ár? „Hér áður fyrr, þegar við höfð- um aðeins ýtur til snjómoksturs- ins, var unnið sólarhringana út, kannski tvo þrjá í einu við að moka völlinn. Stórhríðarnar hafa verið margar og oft svo að maður sá ekki brautina. En ég hef aldrei lent í neinum svaðilförum, þetta hefur allt gengið snurðulaust. Ég hafði líka hjálparmenn við snjómoksturinn og ég fékk aðstoðarmann fyrir hálfu öðru ári, Guðmund Jóhannesson sem starfað hefur við afleysingar hérna síðan 1980.“ Umsjón og viðhald á tækjum og búnaði. Hef- ur aldrei vafist fyrir þér að halda þessu gangandi og að finna lausnir á málunum? „Ég hef ekkert íhugað það að láta þetta vefjast eitthvað fyrir mér, en ég hef fengið viðgerðar- menn til að gera við tækin. í fyrstu komu þeir frá Reykjavík en á seinni árum frá Akureyri.“ - Flugmálastjóri sagði hér í vor að þú hefðir árum saman not- að snjóplóg með biluðu vökva- stýri, hvað er til í þessu? „Þetta voru einhverjar skrítlur sem ég kannaðist ekki við. Jú, ég var með snjóplóg og í 2-3 ár var bilun í vökvastýrinu á honum sem síðan var gert við. Hann var eins og venjulegur bíll í stýrinu, dálítið þungur, en þetta var ekk- ert til að æðrast yfir, það vantaði stykki í stýrið og ekkert við því að gera. Það var mikill munur þegar snjóplógurinn komst í lag en síðan hef ég lítið keyrt hann sjálfur.“ - Ein sagan var um klóaklögn að gömlu flugstöðinni. Hún var eitthvað á þá leið að hlý gola hefði komið upp um lögnina að dömusnyrtingunni og þegar þú hefðir verið spurður um orsökina hefðir þú sagt að flugfreyjurnar vildu hafa þetta svona. „Þetta er allt tilbúningur. Þarna var allt mjög frumstætt til að byrja með, húsið var óupphit- að og kalt og áður en snyrtingar Sigurður er eins og kóngur í ríki sínu uppi í flugturninum, með allar upplýsinga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.