Dagur - 14.01.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 14. janúar 1987
Undanfarið hálft annað ár hefur Sólveig Jónsdóttir ásamt
þrem sonum sínum komið fram á skemmtunum á Húsavík
og í nærsveitum. Þau mæðginin hafa sungið, leikið á gítar
og orgel og drengirnir herma eftir skemmtikröftum við
mikinn fögnuð áhorfenda. Solla er fædd og uppalin á
Stöðvarfirði en hefur búið á Húsavík síðan 1968, þá stund-
aði hún nám við Húsmæðraskólann á Laugum og kynntist
eiginmanni sínum Pétri Skarphéðinssyni. Þau eiga fjóra
syni, Víðir er 17 ára, Hrannar 13 ára, Pétur Veigar 6 ára og
sá yngsti heitir Pálmar og er 2 ára. Það eru þrír eldri synirn-
ir sem komið hafa fram á skemmtunum með Sollu en sá
yngsti hefur greinilega fullan hug á að fá að syngja með og
varla líða mörg ár þar til hann verður kominn á sviðið.
- Hefur þú alltaf haft mikinn
áhuga á söng Solla?
„Alveg ofsalega, ég átti plast-
gítar þegar ég var pínulítil, þegar
veður var gott sat ég með þennan
gítar úti á tröppum og söng og
söng ásamt vinkonum mínum.
Þegar ég var átta ára gáfu
mamma og pabbi mér gítar í
afmælisgjöf en ég kunni engin
grip, það var engar bækur hægt
að fá og enginn kenndi á gítar.
Mágkona mömmu bjó á neðri
hæðinni, hún spilaði mikið á gítar
og söng, ég fylgdist mikið með
henni og lærði að spila þannig að
ég fylgdist með á hvaða strengi
hún studdi, heyrði hljóminn,
hljóp síðan út og inn uppi söngl-
andi tóninn sem ég hafði heyrt
og hætti ekki fyrr en ég hafði náð
honum á minn gítar. Sum gripin
sem ég nota held ég að séu ekki
til hjá öðrum því ég bjó þau til,
en hljómurinn er sá sami.“
- Hefurðu aldrei farið í tón-
listarskóla?
„Ég ætlaði einu sinni að læra á
orgel og fór part úr vetri í skól-
ann hérna en ég held að það sé
vont að kenna þeim sem hafa
spilað eftir eyranu, þegar ég var
búin að læra æfingarnar hætti ég
að horfa á nóturnar og spilaði
bara eftir eyranu. Núna langar
mig ofsalega í harmoníku, það var
aldrei til orgel heima svo ég hafði
aldrei tök á að spila á orgel þar.“
- Var mikill tónlistaráhugi
heima hjá þér?
„Ég á tvo bræður og sá eldri
hafði ekki áhuga á tónlist, ég fór
alveg óskaplega í taugarnar á
honum þegar ég var að spila og
syngja."
- En þú hefur ekki hætt fyrir
hans orð, hefurðu alltaf spilað og
sungið jafn mikið?
„Já og alltaf með gítarinn,
bæði meðan ég var heima og í
skólanum, ég var á Eiðum og
maður var alltaf spilandi og
syngjandi. Á sjómannadaginn
þegar ég var átta ára komum við
þrjár vinkonur fram á samkomu,
mömmur okkar saumuðu rósótta
kjóla og við vorum æðislega
fínar, ég spilaði á gítarinn og
þetta vakti heilmikla kátínu. Ég
gat strax spilað auðveld lög og
þarna sungum við texta eins og
Rasmus og Komdu niður t.d.
Þegar ég var krakki fórum við
alltaf á sundnámskeið í Eiða og
síðar var ég þar á héraðsskólan-
um og að Iokum á Laugum en
mér leiddist aldrei. Það voru ekki
helgarfrí eins og núna, við fórum
heim um jólin, það var eina
skiptið yfir veturinn. Ef ég fór að
hugsa heim eða að langa til að
fara heim settist ég bara með
minn gítar og fór að syngja, þá
komu alltaf einhverjir og voru
með og heimþráin gleymdist.
Ég held að þeim sem geta
dundað við eitthvað svona leiðist
aldrei. Pétur er oft að vinna um
helgar og þá sit ég við orgelið
fram á nótt. Fyrst eftir að ég kom
hingað þekkti ég fáa en svo gekk
ég f kvenfélagið. Við kvenfélags-
konurnar spiluðum og sungum á
fundum og á samkomum og ég
man t.d. eftir að við komum fram
á kvennafrídaginn. Ég fór einnig
mikið með eldri strákana í sunnu-
dagaskólann.“
- Þú hefur verið mjög virk í
starfinu þar.
„Já, þar til í vetur að ég tók
mér frí, fór aðeins þrjá sunnu-
daga á meðan önnur var lasin.
Mér fannst það orðið svolítið
Pétur Veigar, Hrannar og Víðir.
Solla og synir troða upp í Féiagsheimili Húsavíkur.