Dagur - 14.01.1987, Side 12
Rafrnagnsverkstœði
Rafvélaverkstæði okkar er opið alla
virka daga frá kl.7.30-17.15
Önnumst viðgerðir á störturum, dínamóum
og öðrum rafmagnshlutum í bílum
Beðið eftir
grænu Ijósi
„Við erum að láta ísa Arnar
núna, svo að hvort sem það
verður í kvöld eða eitthvað
aðeins seinna þá fer hann á
veiðar eins fljótt og hægt er
eftir að gefið verður grænt Ijós
á það,“ sagði Magnús Sigurðs-
son hjá Skagstrendingi á Skaga-
strönd.
Dagur hafði samband við
nokkra aðila á Norðurlandi
vestra til að afla frétta af ástand-
inu vegna sjómannaverkfallsins.
í ljós kom að alls staðar er þess
aðeins beðið að lögin verði
samþykkt, þá halda bátar og
togarar til veiða um leið. Lárus
Ægir Guðmundsson hjá Hólanesi
á Skagaströnd sagði að þar hefði
verið klárað að vinna fiskinn á
Þorláksmessu og síðan hefði tím-
inn verið notaður til að vinna að
ýmsum lagfæringum á húsinu.
Lárus Ægir var spurður álits á því
að sett yrðu lög til að leysa verk-
fallið.
„Mér finnst þetta hárrétt og
finnst samningamennirnir sýna
alveg gífurlegt ábyrgðarleysi þeg-
ar þeir lama allt landið út af ein-
um togara sem er að veiðum, og
að talast ekki við svo dögum
skiptir út af slíku, það finnst mér
vera algjört ábyrgðarleysi. Pað
má eflaust deila um það hvort
það er réttmætt að hann sé að
veiðum eða ekki, en deilu um
slíkt á bara að setja fyrir ein-
hvern dómstól sem sker úr um
það, en snúa sér að því að tala
um það sem þeir eru ráðnir og
kjörnir til að tala um. Þannig að
þetta eru alveg fráleit vinnubrögð
sem þeir hafa viðhaft og algjört
ábyrgðarleysi," sagði Lárus Ægir
Guðmundsson. G.Kr.
Varmahlíð:
Nálægö kosninga
setti svip á
bændafundinn
Rafvirki leggur sitt af mörkum við nýbyggingu Borgarbíós. Þar fara sýningar
senn að hefjast. Mynd: rpb
ístess hf.:
Framleiðsla
hefst um
mánaðamót
„Viö eigum eftir dálitla raf-
magnsvinnu í sambandi við
stýribúnað en afhending hans
dróst á langinn. Þegar stýri-
búnaðurinn kemur frá Noregi
mun verksmiðjan taka til
starfa á því sem næst fullum
afköstum,“ sagði Pétur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Istess hf. á Akureyri, en fyrir-
tækið hefur nú nánast lokið við
að setja upp fóðurverksmiðju í
Krossanesi sem mun framleiða
fóður til fiskeldis.
Að sögn Péturs verður verk-
smiðjan ekki starfrækt á vöktum
til að byrja með. Framleiðsla á
fóðri verður mun meiri en upp-
haflega var gert ráð fyrir því
markaðurinn hefur stækkað mun
hraðar en menn áttu von á.
„Við getum varla sagt annað
en að afkoman fyrir síðasta.ár sé
góð. Við seldum á fjórða þúsund
tonn í fyrra fyrir utan tækjabún-
að og annað. Þetta er góður
árangur miðað við fyrsta starfsár
og fyrri spár. Á þessu ári er áætl-
að að framleiða á sjöunda þús-
und tonn af fóðri í Krossanesi og
verður heildarsalan á árinu á átt-
unda þúsund tonn. Seiðafóður
verður áfram flutt inn og verður
það gert meðan ódýrara verður
að útvega það þannig en að fram-
leiða það innanlands." EHB
Bændafundurinn sem haldinn
var í Miðgarði sl. sunnudags-
kvöld var mjög fjölmennur, á
5. hundrað manns þegar mest
var. Fundurinn stóð fram undir
morgun, í 8 tíma og haldnar
voru hvorki fleiri né færri en
35 ræður. Gegnumgangandi í
máli bænda og margra annarra
ræðumanna á fundinum var
það álit, að aðlögunaratími
nýju búvörulaganna væri allt
of stuttur og þau þyrftu í heild
sinni endurskoðunar við. Þá
skoruðu fundargestir á alþing-
ismenn kjördæmisins og land-
búnaðarráðherra að standa
vörð um graskögglaverksmiðj-
una í Vallhólma svo hún megi
starfa áfram.
Á fundinn voru mættir allir
þingmenn kjördæmisins, land-
búnaðarráðherra og formaður
Stéttarsambands bænda. Bar
fundurinn mikinn keim þess að
stutt er til kosninga. Ekki bætti
úr skák að mættir voru alþýðu-
flokksmenn með Jón Baldvin í
broddi fylkingar, en kratar voru
á fundaferðalagi um kjördæmið
um helgina og var þetta að sjálf-
sögðu langfjölmennasti fundur-
inn sem þeir komu á. Fór nokkur
tími bænda í að svara krötunum
og láta í ljós álit sitt á kunnáttu-
leysi krata í landbúnaðarmálum
og að þeir yrðu að kynna sér þau
mál betur. Varð það til þess að
ekki vannst eins mikill tími fyrir
þá að ræða um sjálfan vandann
og hugsanlega lausn hans. í sam-
tölum við fundargesti kom fram
að raddir bænda hefðu mátt heyr-
ast meira á fundinum á kostnað
ræðutíma stjórnmálamannanna,
en fundurinn hefði samt verið
gagnlegur. Ályktanir fundarins
verða birtar í blaðinu einhvern
næstu daga. -þá
Hlutur Jökuls hf. í afla Stakfellsins:
„Eigum rétt á 25%
samkvæmt samningi“
- segir framkvæmdastjórinn. Ekki búið að semja um verð
Eins og fram hefur komið hef-
ur breytingum á togaranum
Stakfelli frá Þórshöfn verið
frestað um 3 mánuði. Togarinn
mun að afloknu verkfalli fara
til veiða og er stefnt að því að
hann landi 800 tonnum af ís-
fiski gegn því að vinnslan
greiði umfram venjulegt verð.
I einu dagblaðanna var sagt frá
því að frystihúsinu Jökli hf. á
Raufarhöfn yrði gefinn kostur
á því að fá 25% aflans eða 200
tonn gegn því að frystihúsið
greiddi um 1,2 milljónir af yfir-
borguninni sem þá væri sam-
tals rúmlega 6,5 milljónir.
Kópasker:
Fengur kemur ekki aftur
„Þeirra er valdið,“ segir Kristján Armannsson
„Hann fer ekki til Kópaskers.
Hann fer í þróunarverkefni en
það er ekki endanlega ákveðið
hvenær eða hvert, en það er
verið að vinna í þessu. Eins og
staðan er í dag má bóka það að
Fengur fer ekki aftur til Kópa-
skers,“ sagði Þór Guðmunds-
son hjá Þróunarsamvinnu-
stofnun. Þetta mun lama
útgerð og fisvinnslu á Kópa-
skeri, en Sæblik hf. hefur haft
Feng á leigu og vonaðist til að
fá skipið áfram.
Kristján Ármannsson fram-
kvæmdastjóri Sæbliks hafði
ekkert heyrt frá Þróunarsam-
vinnustofnun og komu þessi tíð-
indi honum í opna skjöldu.
„Peirra er valdið,“ sagði
Kristján. „Auðvitað er þetta
hlutverk skipsins en maður var
búinn að heyra að það tæki svo
langan tíma að ákveða hvenær
Fengur færi til þróunaraðstoðar
að maður bjóst við að fá skipið
þangað til. Pess í stað liggur það
ónotað á meðan,“ hélt Kristján
áfram.
Hann sagði þessa ákvörðun
leiða til þess að fiskvinnslan yrði
hráefnislaus fram í mars. Nýi
togarinn, Dreki, verður í slipp út
febrúar. Þeir höfðu vonast til að
geta leigt Feng þangað til og jafn-
vel lengur. Þeim hefði ekkert
veitt af því við hráefnisöflunina.
Það verður því hráefnisskortur
og atvinnuleysi á Kópaskeri á
næstunni. Það mun ekki vera
nýlunda. „Við erum ýmsu vanir í
þeim efnum,“ sagði Kristján
Ármannsson, en ljóst var að
þessar fregnir komu illa við hann
sem von er. SS
Þegar þetta var borið undir
Hólmstein Björnsson fram-
kvæmdastjóra Jökuls hf. sagðist
hann ekki kannast við þessar töl-
ur enda hefði ekki verið gengið
frá neinum nýjum samningum
við sig. Hólmsteinn sagðist hins
vegar líta svo á að sem fyrr ætti
Jökull hf. rétt á 25% aflans úr
Stakfellinu samkvæmt samningi.
„Við erum alls ekki skuldbundnir
af þessari tölu en auðvitað reyn-
um við að vera sanngjarnir. Hins
vegar veit ég ekki hvaðan þessi
tala, 1,2 milljónir, er komin,“
sagði Hólmsteinn. Hann sagðist
eiga von á að gengið yrði til við-
ræðna um málið á næstunni enda
hefðu þeir fullan hug á að fá sinn
hluta.aflans.
Togari Jökuls hf. Rauðinúpur,
var í slipp í Reykjavík fram að
verkfalli og þar er skipið nú stopp
eins og önnur.
Jökull fékk 2. janúar hráefni til
vinnslu úr síðustu veiðiferð Stak-
fellsins. Þetta dugði til tveggja
daga vinnslu en síðan hefur öll
vinna legið niðri þó ekki komi til
uppsagna hjá fastráðnu starfs-
fólki. ET