Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 1
Filman þín á skiliö þaö besta! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106- Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. „Algjöriega andsnúinn svona vinnuháttum“ - segir forsætisráðherra um fræðsiustjóramálið „Eg á eftir að sjá hvernig hann stendur við stóru orðin, ég skil þetta ekki og eins og ég sagði í ræðu minni áðan þá verður fjallað um þetta í ríkisstjórn- inni á þriðjudag.“ Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þegar blaðamaður náði tali af honum rétt áður en hann fór af kjördæmisþingi framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra. í ræðu sem forsætisráðherra hélt um stjórnmálaástandið fjall- aði hann meðal annars um brott- rekstur Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra Norðurlands eystra. „Mín reynsla er sú að það hef- ur oftast tekist að leysa svona deilumál, og ef ekki annað þá hefur tekist að ná samkomulagi um það að maðurinn sé fluttur í annað starf, og ég gæti nefnt dæmi um það. Mér varð mikið hugsað um það eftir að framkvæmdastjóra Lána- sjóðsins var vikið úr starfi, að það er vandfarið með þetta vald. Að mínu mati má ráðherra alls ekki nota þetta vald nema hann sé reiðubúinn til þess að leggja á borðið þau rök sem hann hefur fyrir sinni ákvörðun. Þótt ég ætli ekki að gerast dómari í þessu máli, verð ég að segja að ég er algjörlega andsnúinn svona vinnuháttum. Sérframboð framsóknarmanna? „Erum miög óhress með natngifUna “ - segir Snorri Finnlaugsson „Stjórn kjördæmissambands- ins er mjög óhress með að þeir sem standa að sérframboði Stefáns Yalgeirssonar, skuli kalla listann „sérframboð framsóknarmanna“ eins og haft var eftir þeim í útvarpinu í gærmorgun,“ sagði Snorri Finnlaugsson formaður stjórn- ar Kjördæmissambands fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra í samtali við Dag. Stjórnin hélt fund í gær þar sem lítillega var rætt um afstöðu manna til þess hvort veita ætti sérframboði Stefáns listabókstaf- ina BB. Engin ákvörðun var tek- in í málinu enda liggur engin beiðni þess efnis fyrir. í þessu kjördæmi er aðeins einn Framsóknarflokkur og yfir- stjórn hans er í höndum þeirra sem skipa stjórn kjördæmissam- bandsins. Stefán og hans menn hafa ekki leitað til þeirrar stjórn- ar um leyfi til að kenna framboð sitt við Framsóknarflokkinn og mér finnst það ósmekklegt af þeim að nota þetta nafn án þess að leita eftir samþykki kjördæm- isstjórnarinnar fyrst,“ sagði Snorri ennfremur. Að sögn Snorra mun stjórn kjördæmissambandsins taka það til afgreiðslu á fundi sínum n.k. fimmtudag hvort heimiluð verða fleiri en eitt framboð framsókn- armanna í kjördæminu. Þar verð- ur framboðslisti Framsóknar- flokksins í kjördæminu jafnframt samþykktur og birtur að fundi loknum. „Við höfum verið að skipa í nefndir og starfshópa að úndan- förnu og kosningabaráttan er því hafin af fullum krafti hjá okkur," sagði Snorri að lokum. BB. Stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga hélt fund á föstu- daginn þar sem fjallað var um brottrekstur fræðslustjórans. í ályktun sem samþykkt var á fundinum var „gerræði ráðherra“ vítt og lýst yfir fyllsta trausti á aðgerðir fræðsluráðs. Fjórðungs- stjórn telur ákvörðun mennta- málaráðuneytisins, um að taka yfir stjórnun fræðsluskrifstofunn- ar, ganga þvert á lög. Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hélt fund á laugar- daginn, þar sem m.a. var fjallað um þetta mál. í ályktun fundarins segir m.a. að Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra hafi sýnt fádæma valdníðslu í málefn- um Lánsjóðs íslenskra náms- manna og fræðslustjóramálinu á Norðurlandi eystra. Hann víli ekki fyrir sér að víkja mönnum fyrirvaralaust úr starfi án skýr- inga og sniðgangi með öllu sjón- armið íslenskra námsmanna. „í ljósi þessa lýsir stjórn S.U.F. yfir vantrausti á Sverri Hermannsson menntamálaráðherra,“ segir í ályktuninni. G.Kr./BB. Nökkvi HU 15 sjósettur í Slippstöðinni á Akureyri á laugardag. Mynd: ehb Nýtt skip til Blönduóss Á laugardaginn var sjósett nýtt skip hjá Slippstöðinni á Akur- eyri og er það í eigu fyrirtækis- ins Særúnar hf. á Blönduósi. Skipið er að öllu leyti eins og Oddeyrin EA, nema hvað varðar fyrirkomulag á vinnslu- þiifari. Skipið hlaut nafnið Nökkvi HU-15 og gaf Kolbrún Ingjaldsdóttir því nafn. Akureyri: Ökuferðin endaði með ósköpum 7 árekstrar urðu á Akureyri um helgina og hlaust af talsvert eignatjón en engin meiðsl urðu Svellalög á túnum: „Astandið er skuggalegt" - segir Bjarni Guðleifsson ráðunautur „Ástandið er skuggalegt hérna því grösin þola ekki nema tvo til þrjá mánuði í svellum. Eftir þrjá mánuði má segja að þau séu dauðadæmd,“ sagði Bjarni Guðleifsson, ráðunautur hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, þegar hann var spurður um þau miklu svellalög sem liggja nú víða á túnum í Eyjafirði og nálægum byggðum. Svell hafa ekki farið af túnum frá í byrjun nóvember þannig að nú er tals- vert liðið á þriðja mánuðinn. Að sögn Bjarna, sem hefur rannsakað þessi mál undanfarin ár, bættist við svellalögin í hlák- um seint í nóvember og desem- ber. Ástandið er verst við Eyja- fjörðinn vestanverðan og í Svarf- aðardal en frammi í Eyjafirði eru tún víðast komin undan svellum, þó ekki á jörðum sem standa hátt. Eftir því sem austar og vest- ar dregur frá Eyjafirði er ástand- ið betra, þó það sé sums staðar ekki gott. „Það er langt síðan svellalög voru svona víðfeðm hérna í Eyja- firði. Flöt tún og framræstar mýr- ar eru í mestri hættu. Hallandi tún sleppa frekar þó það sé ekki algilt. Þegar vatnið rennur niður hallann og frýs skyndilega mynd- ast svell og þetta hefur einmitt gerst núna. Ef þetta lagast ekki í þessum mánuði verður ástandið líklega víða svart í vor. Þegar svell leysti af túnum í Skagafirði og fremri byggðum Eyjafjarðar fundu menn svonefnda kallykt af túnunum. Þetta er rotnunarlykt sem bendir til að skemmdir hafi þegar orðið einhverjar,“ sagði Bjarni að lokum. EHB á fólki. Að sögn lögreglu var mikið um ölvun og þurftu nokkrir að gista fangageymslur af þeim sökum. Þrír ökumenn voru teknir vegna meints ölvunaraksturs, þar af einn eftir að hafa ekið bíl sín- um á talsverðri ferð á tröppur íbúðarhúss í Þorpinu. Ekki er vitað hvort maðurinn ætlaði alla leið inn í hús á bílnum, en ferð- inni lauk sem sagt á tröppunum. Bíllinn skemmdist geysimikið. Slökkvilið Akureyrar var tví- vegis kallað út á laugardaginn. Eldur kviknaði í skúrbyggingu skammt frá Lónsbrú og skömmu síðar var tilkynnt um eld í rusla- geymslu við Hafnarstræti 88. I báðum tilfellum gekk slökkvi- starf greiðlega og skemmdir urðu litlar. í gærmorgun var svo brotist inn í Knattborðsstofuna í Kaup- angsstræti og þaðan stolið skipti- mynt. Þjófurinn komst inn um glugga á suðurhlið hússins með því að sparka út spónaplötu sem þar var. BB. „Það er ánægjulegt að fá skipið afhent, við erum búnir að bíða síðan í nóvember eftir þessu,“ sagði Kári Snorrason, fram- kvæmdastjóri Særúnar hf., en nokkur dráttur varð á að skipið væri afhent. Skipstjóri Nökkva er Hrólfur Ólafsson en fyrsti vélstjóri er Þorleifur Ragnarsson. Nökkvi HU-15 er 300 tonna skip, sérút- búið til rækjuveiða. Rækjan verður flutt út heilfryst til Japan. EHB Norðurland vestra: B-listinn samþykktur Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, var samþykktur samhljóða á kjördæmisþingi framsóknarmanna sem haldið var á Blönduósi um helgina. Listann skipa: 1. Páll Péturs- son alþingismaður, 2. Stefán Guðmundsson alþingismaður, 3. Elín R. Líndal hreppstjóri Þor- kelshólshreppi A.-Hún., 4. Sverr- ír Sveinsson veitustjóri Siglufirði, 5. Guðrún Hjörleifsdóttir versl- unarmaður Siglufirði, 6. Halldór Steingrímsson bóndi Skagafirði, 7. Magnús Jónsson kennari Skagaströnd, 8. Dóra Eðvalds- dóttir húsmóðir Hvammstanga, 9., Elín Sigurðardóttir kennari Skagafirði, 10. Grímur Gíslason Blönduósi. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.