Dagur - 19.01.1987, Page 9

Dagur - 19.01.1987, Page 9
19: janúar t987 - DAGUFT- 9 Einar Sveinn Ólafsson: Hvert er hlutverk bæjarfulltrúa? Til hvers eru bæjarfulltrúar kosnir? Til hvers ætlast kjósendur af þeim? Spurningar sem þessar koma upp í huga fólks nú þegar bæjar- stjórn Akureyrar hefur ákveðið að hækka hitaveitugjöldin um 14%. Bæjarstjórnin rak fyrrver- andi hitaveitustjóra vegna þess að hann vildi ekki skríða með þeim fyrir ríkisstjórn til þess að fá hjálp, hann viídi frekar reyna aðrar leiðir. Bæjarstjórnin hefur verið að berjast í því að fá endur- greiddar þær 200 milljónir sem raforkukaupendur á Akureyri greiddu í formi verðjöfnunar- gjalds til að greiða niður rafmagn annars staðar á landinu þar sem þar var dýrara. En hvað vega þessar 200 milljónir upp í 2,1 milljarðs króna skuldir Hitaveitu Akureyrar? Þær vega um 9,5%. Skuldir veitunnar væru eftir sem áður henni ofviða. En enginn hefur minnst á að bærinn seldi ríkinu hlut sinn í Landsvirkjun en hann er um 5% af fyrirtækinu. Nú segja menn kannski að 5% sé ekki mikið, en Landsvirkjun er nú einu sinni stærsta fyrirtæki landsins og eftir því sem undirrit- aður kemst næst, þá voru þessi 5% um áramótin ’85-’86 um 1.000.000.000, skrifað einn millj- Þórsarar selja bókina um Betu „Þetta er samvinna okkar við höfund bókarinnar, í beggja þágu,“ sagði Smári Garðars- son formaður handknattleiks- deildar Þórs, en deildin hefur tekið að sér að dreifa barna- bókinni „Beta heimsmeistar- inn“ eftir Vigfús Björnsson á Akureyri. Bókin kom út fyrir jólin en hefur ekki verið seld í verslun- um. Krakkar á vegum Þórs munu ganga í hús á Akureyri og bjóða bókina til sölu. Hún fjallar um Betu, fimm ára stúlku sem varð að fara á hæli, fárveik af berklum. Hún þráði heim - og greip til sinna ráða. Árangurinn varð stórkostlegur. Þegar hún yfirgaf berklahælið veitti yfir- læknirinn henni sæmdarheitið „heimsmeistari í bata“. Hugleiðingar um bæjarmal arður, eða 47% af skuldum Hita- veitunnar. Það munar um minna. Með þessu ætti að vera hægt að lækka gjöldin eitthvað! Nú hvers vegna að selja hlut bæjarins í Landsvirkjun? Hver er hagur bæjarins af þess- um 5%? Fyrir árið 1985 fékk Akureyrarbær í arð um 3.000.000 kr. þrjár miiljónir sem er ekki stórt þegar hægt er að ávaxta fé með 14% vöxtum umfram verð- bólgu og með þeim hætti hefði þessi milljarður gefið af sér um 140 milljónir. Telja húseigendur að bæjar- stjórnin standi rétt að hitaveitu- málinu? Undirritaður er nýflutt- ur í bæinn og þekkir því ekki sögu Laxárvirkjunar, hvað þá að hann skilji hvers vegna virkjunin var seld Landsvirkjun. Ekki er heldur auðvelt að skilja hvers vegna stjórnendur bæjarfélagsins draga fram hina og þessa sökudóiga í hitaveitu- ævintýrinu. Þetta sorglega ævin- týri er engum öðrum að kenna en þeim sem stjórnuðu bæjarfélag- inu á þeim tíma þegar farið var út í framkvæmdir við hitaveituna. Því miður er allt of oft farið út í framkvæmdir á vegum sveitarfé- laga og ríkisins meira af kappi en forsjá. Hægt er að benda á, því miður allt of mörg dæmi því til sönnunar t.d. Saltverksmiðjuna, Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, Hitaveitu Akureyrar, Steinullarverksmiðjuna og vænt- anlega Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Við getum tekið dæmi svipaðs eðlis um húsbyggjendur sem byggðu fyrst eítir að lán urðu verðtryggð og fjárfestu fyrir verðtryggt lánsfé. Þeir hafa margir tapað öllu því sem þeir áttu. Það eina sem þeir eiga eftir er skuld upp á nokkur hundruð þúsund. Þetta fólk gat ekki labb- að inn til atvinnurekanda síns og sagt: „Því miður verð ég að fá hærra kaup til að greiða af vísi- tölu lánunum sem ég tók til að byggja.“ Þetta fólk bar ábyrgð á því sem það gerði. Með því að kjósa fólk í bæjar- stjórn ætlumst við til að það stjórni af skynsemi og ábyrgð með hagsmuni bæjarfélagsins og íbúanna að leiðarljósi. Bæjarfé- lag er eins og hvert annað fyrir- tæki og eigendur þess eru íbúarn- ir. Eitt stærsta verkefni núverandi bæjarstjórnar Akureyrar hlýtur að vera að leysa vanda hitaveit- unnar skjótt og vel, því kyndi- kostnaðurinn dregur ekki að fólk, heldur öfugt, og er örugg- lega engin hvatning til unga fólksins að setjast hér að. Einhverjir segja kannski: „Til hvers að fá fleira fólk?“ Með nýju ungu fólki koma nýjar hug- myndir að atvinnufyrirtækjum og jafnframt fjölgar íbúum. Því fjöl- mennari sem bærinn verður því hagkvæmari rekstrareining verð- ur hann og því stærri bær því fjöl- breyttara atvinnu- og menningar- h'f. Einar Sveinn Olafsson. Ibúðir til sölu: Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlishúsi við Melasíðu 6. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsrettur. íbúðirnar seljast tilbunar undir tréverk, sameign frágengin. Verð þ. 11. jan 1987. 2ja herb. kr. 1.534.000,- 3ja herb. kr. 2.082.000,-, 4ra herb. kr. 2.321.000,- 96-23248 Draupnisgötu 7m Pósthólf 535 - 602 Akureyri. Byggingamenn Námskeið í steypuskemmdum Ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræðing- um í byggingargreinum, verður haldið dagana 26. til 30. jan. á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þátttöku- gjald er 12.000.- Innifalin eru ítarleg námsgögn og fæði. Námskeið í útveggjaklæðningum Ætlað húsasmiðum, meisturum og sveinum, verður haldið dagana 26. til 31. jan. á Iðntæknistofnun íslands. Þátttöku- gjald er 12.000.- Námsgögn og fæði eru innifalin. Upplýsingar og innritun i símum 91-687440 og 91- 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI NÝ NÁMSKEIÐ Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 5. febrúar til 20. maí Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. Auglýsingateiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-17.00. Skólastjóri. Verkamaður með meirapróf óskast til starfa. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu fjármála- deildar Hafnarstræti 91. Útfylltum umsóknum ber að skila á sama stað. Kaupfélag Eyfirðinga. Fiskvinnsla í Grímsey Óskum eftir að- ráða starfsfólk í saltfiskverkun sem fyrst. Allar upplýsingar gefa verkstjórar í síma 96- 73105 og heimasími 96-73118. Fiskvinnslustöð KEA Grímsey.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.