Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 12
mmm, Akureyri, mánudagur 19. janúar 1987 Réttingarverkstœði Varahlutir í flestar gerðir bifreiða Skipulagsnefnd: Norður- götu verði lokað Á fundi skipulagsnefndar síð- astliðinn föstudag var tekið fyrir erindi Hagkaups þar sem farið var fram á leyfi til að byggja við núverandi húsnæði, vestur á Norðurgötuna. Nefndin bókaði tillögu um það að aðalskipulagi bæjarins verði breytt og Norðurgötu lokað við Hagkaup. Að sögn hinns Birgissonar skipulagsstjóra hefur stækkun á lóð Hagkaups í för með sér sams konar stækkun á lóð íspan, vest- an Norðurgötunnar. í báðum til- fellum er þarna urn að ræða leigulóðir og konta mörkin þá til með að liggja gftir miðju núver- andi götustæði. Ef bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar verð- ur gerður uppdráttur af breyting- unni og þarf hann að liggja frantmi í a.m.k. sex vikur almenningi til sýnis. Á þessum sex vikum og tveimur þar á eftir getur almenningur gert athuga- semdir við tillögurnar. Þessi aug- lýsing á breytingum er háð sam- þykki skipulagsstjórnar ríkisins. Þegar frestur til athugasemda er liðinn er málið tekið að nýju fyrir hjá bænum og loks til endanlegr- ar afgreiðslu hjá skipulagsstjórn ríkisins. Þessi langa ferð tekur að minnsta kosti 4 mánuði að sögn Finns. Lokun Norðurgötunnar mun hafa í för með sér talsverðar breytingar á umferð svæðisins. Að sögn Finns Birgissonar er þó ekki gert ráð fyrir því að aðrar breytingar á gatnakerfinu komi til með að fylgja. Búast má við að umferð um Grenivelli korni til með að aukast nokkuð við breyt- ingarnar. ET .. Eftirleit úr Bárðardal: Náðu átta kindum Tryggvi Höskuldsson, bóndi í Mýri í Bárðardal, fór í eftirleit ásamt Páli Kjartanssyni í Víði- keri og Tryggva Harðarsyni í Svartárkoti á mánudaginn. Þeir fóru á vélsleðum suður á Hraunárdal og lá leiðin um Áfangatorfur og Kiðagils- hnjúk. Veðrið var gott og náð- ust átta kindur, 4 úr Bárðardal og 4 úr Mývatnssveit. Ein kind varð þó eftir í Krossárgili. „Þessi rolla er afar stygg og ólm. Hún sást í fyrstu göngum í haust og þá voru lömbin tekin undan henni. Hún náðist ekki þá en við sáum hana þegar við fór- um á mánudaginn. Þá skellti hún sér niður kletta ofan í Krossárgil og þar misstum við af henni. Eg fer aftur í eftirleit þegar meiri snjór kemur en nú er talsvert harðfenni á fjöllunum og mikil svellalög víða. Þá náum við henni vonandi,“ sagði Tryggvi að lokum. EHB Aflabrögð 86: Siglufjörður efstur yfir landið Á Norðurlandi barst mun meiri afli á land í desember í fyrra miðað við sama mánuð árið ’85, 53.868 tonn á móti 39.342. Munurinn er 37% og er hann einvörðungu fólginn í meiri afla hjá bátunum, 48.884 tonn á móti 33.953 í des. ’85. Togararnir veiddu 4.984 tonn (5.389). Tegundir veiddust í eftirfar- andi magni, tölur frá des. ’85 í sviga: Þorskur 4.695 (3.707), annar botnfiskur 1.019 (2.702), loðna 47.786 (32.173), rækja 234 (508). Þannig sést að mun meiri loðnuafli veldur þessum mismun á umræddum desembermánuð- um. Til Siglufjarðar bárust 22.267 tonn af loðnu (11.909), Akureyrar 7.097 (5.250), Raufar- hafnar 12.307 (12.612) og Þórs- hafnar 5.180 (1.225). Á landinu öllu barst mest af loðnu til Siglufjarðar á síðasta ári, 145.802 tonn (122.608). Þangað barst líka mestur heildar- aflinn, 161.552 tonn, en árið áður var Siglufjörður í þriðja sæti með Blönduós: Pappírspokaverksmiðja tekur í vor tekur til starfa á Blöndu- ósi verksmiöja sem framleiða mun pappírspoka. Nýlega var gengið frá kaupum á húsnæði fyrir reksturinn og vélar til framleiðslunnar komu til Blönduóss fyrir nokkru. Áætl- aður stofnkostnaður við verk- smiðjuna er á milli 30 og 40 milljónir og hlutaféð tíu millj- ónir. Fyrirtækið mun framleiða 25 til 50 kílóa poka og er hægt að fram- leiða þá einfalda og allt upp í sex- falda eftir þörfum. Stærsti not- andi poka af þeirri gerð sem fyrirtækið mun framleiða er Kísiliðjan, næst er Sementsverk- smiðjan, þá má nefna fóður- blöndunarverksmiðjur og fiskimjölsverksmiðjur, Þörunga- vinnsluna og hugsanlega þá aðila sem framleiða laxeldisfóður. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem gefið hefur verið nafnið Serkir hf, hafa um það góð orð framangreindra aðila að þeir muni kaupa af þeim poka svo framarlega sem þeir verði sam- keppnisfærir í verði og gæðum. Að sögn Péturs Arnars Péturs- sonar eins af eigendum hins nýja fyrirtækis, telja þeir að miðað við verð á sams konar pokum í dag geti þeir verið fullkomlega sam- keppnisfærir. Pétur sagði að svo væri á það að líta að kaupendur pokanna gætu með viðskiptum við Serki keypt mun minna magn í einu en þeir þurfa að gera ef þeir kaupa þá erlendis, eða nán- ast eftir hendinni. Aðspurður sagði Pétur að til starfa í vor þeim hefði gengið nokkuð vel í viðskiptum sínum við opinbera aðila og sjóði sem þeir hefðu þurft að hafa samvinnu við en þó væri það svo að enn væru þeir ekki farnir að fá neina peninga frá slíkum aðilum, en lánsloforð lægju fyrir. Vinna við húsnæði fyrirtækisins er hafin og reiknað er með að byrjað verði að koma fyrir vélum um miðjan næsta mánuð. Starfsmenn við framleiðsluna verða fimm til sex og mun Einar Hjartarson verða verksmiðju- stjóri, en hann er upphafsmaður- inn að stofnun fyrirtækisins og sá eini þeirra sem ekki er frá Blönduósi, en auk hans og Péturs Arnars Péturssonar eru hluthafar Jóhannes Pétursson, Bjarni Jónsson, Kristín Þorgeirsdóttir, kona Einars, og Pípulagnir og Verktakar hf. Framleiðslugeta fyrirtækisins er mikil og gæti það hæglega annað allri eftirspurn á þessum markaði innanlands. Búist er við að framleiðslan hefj- ist í apríl eða maí í vor. G.Kr. Hús pappírspokaverksmiðjunnar á Blönduósi. Mynd: G.Kr. Hestar á beit í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Mynd: ehb 137.135 tonn. Aflinn á Siglufirði hefur því aukist um 17,8% á milli ára sem er mjög gott en þó aðeins minni prósentuaukning en á ísa- firðj og í Grindavík. Aukningin er svipuð á Dalvík. Hins vegar sker Þórshöfn sig úr. Þar er aukn- ingin á milli ára 225%, 20.150 tonn á móti 6.192. SS Sérframboð Stefáns Valgeirssonar: Listinn ákveðinn Sérframboð Stefáns Valgeirs- sonar í Norðurlandi eystra hélt fund í Blómaskálanum Vín á laugardag þar sem framboðs- listi Sérframboðsins var kynntur. Á fundinn mættu á þriðja hundrað manns. Listinn var samþykktur einróma og eru eftirtaldir frambjóðendur á honum: 1. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, Auðbrekku. 2. Pétur Þórarinsson, prestur, Möðruvöll- um. 3. Auður Eiríksdóttir, oddviti, Hleiðargarði Eyjaf. 4. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Þórshöfn. 5. Jón ívar Halldórsson, skipstjóri, Akureyri. 6. Sigurður V. Olgeirs- son, skipstjóri, Húsavík. 7. Dag- bjartur B. Ingimundarson, bóndi Brekku, Núpasveit. 8. Gunnhild- ur Þórhallsdóttir, húsmóðir Akureyri. 9. Friðjón Guðmunds- son, bóndi, Sandi. 10. Gunnlaug- ur Konráðsson, útgerðarmaður og skipstjóri, Árbæ, Árskógs- strönd. 11. Lilja Björnsdóttir, húsmóðir, Raufarhöfn. 12. Bjarni E. Guðleifsson, ráðunaut- ur, Möðruvöllum, Hörgárdai. 13. Ágúst Guðröðarson, bóndi, Sauðanesi, Sauðaneshreþpi. 14. Jón Samúelsson, bátasmiður, Akureyri. EHB Sólbergið seldi í Hull - Verðið að skána Eitt norðlenskt skip seldi afla erlendis fyrir helgina. Sólberg- ið frá Ólafsfirði seldi 177,1 tonn í Hull og var aflanum landað á fimmtudag og föstu- dag. Heildarverð aflans úr Sólberg- inu var 8,5 milljónir eða 47,79 kr á kíló. Aflinn var að langmestu Ieyti þorskur, 165 tonn, en einnig voru tæplega 6 tonn af ýsu og um 5 tonn af karfa. Verð á fiski fer nú heldur hækkandi í Bretlandi enda hafa samgöngur lagast eitthvað. Enn er þetta þó lágt verð sem fæst í Bretlandi og að sögn viðmæl- anda Dags hjá LÍÚ er verðið heldur lægra í Grimsby en í Hull. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.