Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 3
19. janúar 1987 - DAGUR - 3 Húnavatnssýslur: Fjömgt leiklistarlíf Nokkur gróska virðist ætla að verða í starfi áhugmannaleik- félaganna í Húnavatnssýslun- um í vevur. Leikfélögin hafa öll ráðið leikstjóra sem þegar eru teknir til starfa og æfingar eru um það bil að hefjast. Leikklúbbur Skagastrandar hefur ráðið Þröst Guðbjartsson til að leikstýra en þegar spurst var fyrir um hvað ætti að sýna var ekki endanlega búið að velja á milli tveggja verka sem til greina komu, en þó er ljóst að um létt- an gamanleik verður að ræða. Þröstur er um þessar mundir með leiklistarnámskeið á Skagaströnd og taka um 16 manns þátt í því. Ætlunin er að sýningar hefjist snemma í mars. Leikfélag Blönduóss ætlar að vera með heimagert efni sem samið verður af leikhópnum og leikstjóranum Erni Inga Gísla- syni og ef til vill fleirum. Örn Ingi er tekinn til starfa og æfingar munu hefjast fljótlega. Á Hvammstanga eru urn það bil að hefjast æfingar á gaman- leiknum Aldrei friður eftir Andr- és Indriðason undir leikstjórn Magnúsar Guðmundssonar, en Magnús er Hvammstangabúum að góðu kunnur þar sem hann hefur oft leikstýrt þar áður. Nokkur gróska hefur verið í starfsemi leikfélagsins á Hvammstanga það sem af er vetri, í haust var haldið leiklist- arnámskeið sem Sigrún Björns- dóttir stýrði, að því loknu voru æfðir upp kaflar úr verkum eftir Kjartan Ragnarsson sem sýndir voru á skemmtun sem MENOR stóð fyrir. Þá voru félagar úr leikfélaginu með stutt atriði á jólatrésskemmtuninni. Það er greinilegt af framan- sögðu að Húnvetningar geta átt von á líflegu vetrarstarfi leikfélaga sinna í vetur, og öll virðast þau verða með verkefni af léttara tag- inu, sem kannski veitir ekki af í skammdeginu og á þeim tímum þegar vænta má að mikill tími og Haukur Snorrason á Akureyri rekur hreingerningaþjónust- una Hreinkó og sérhæfir sig í hreinsun á hreinlætistækjum s.s. handlaugum, flísum og sturtubotnum. Haukur hefur einkaumboð fyrir þau efni sem notuð eru við hreinsunina. Blaðamaður fór með Hauki einn morguninn á bílaverkstæði Þórshamars á Akureyri þar sem valin var ákveðin handlaug til hreinsunar. Ekki er hægt að segja annað en að árangurinn hafi ver- ið ótrúlegur. Helmingur hand- laugar var hreinsaður og tók það u.þ.b. 15 mínútur. Blaðamaður pláss hjá fjölmiðlunum fari í kosningamas af ýmsu tagi. G.Kr. hafði aldrei séð óhreinni hand- laug því óhreinindin voru nánast innbrennd í glerunginn. Sagði Haukur að oft kæmi það fyrir að fólk henti óhreinum hreinlætis- tækjum sem vel væri hægt að endurnýja með hreinsun sem kostaði ekki nema 2-6% af inn- kaupsverði nýrra tækja. Hand- laugin sem var hreinsuð í þetta skipti er hvít en ekki er síöur þörf á að hreinsa lituð hreinlætistæki þó ekki sjáist mikið á þeim því glansinn endurnýjast við hreins- unina. Þeir sem vilja ná sam- bandi við Hauk geta hringt í síma 22645. EHB Svona leit vaskurinn út þegar Haukur hafði hreinsað helming hans. Mynd: EHB Hreinkó á Akureyri: Nýjung í hreingerningum fyrir Akureyri 1987 Að gefnu tilefni tilkynnist, að Símaskrá fyrir Akureyri 1987 kemur út í maílok með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Útgáfan er samkvæmt heimild, sem viðskiptaráðherra hefur gefið útgefanda til útgáfunnar. Upplag símaskrárinnar verður 7000 eintök og dreift til allra símnotenda. F.h. Símaskrár fyrir Akureyri Gunnar Berg - Sími 21503. ZANUSSI KÆLI- SKÁPUR Gerð Z—5250 H 200 lítra kælir. Mál H x B x D = 142x53x60 cm. 50 lítra 4ra stjörnu sér frystihólf. Sjálfvirk afhríming í kæli- skáp. Frystigeta 5 kg/24 klst. Val á hurðaropnun (hægri-vinstri). Fæst í 5 litum. Hagstætt verð. AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 SfMI 84445 HAFNARFIRÐI LÆKJARGÖTU 22 SÍMI: 50022 n 20-09 Sýningin, V*" sem haldin er í ^ Hlíðarbergi, Hótel KEA, er opin mánud. og þriðjud. frá kl. 10 til kl. 21, og miðvikud. frá kl. 10 til 17. ■ Kynning á BIRKI bókhaldshugbúnaði frá Þróun hf. ■ Kynning á skrifstofukerfi frá DIGITAL og Skagfjörð. M.a.: áætlanagerð, ritvinnsla, dagbók tölvupóstur, tölvusími o.fl. ■ Kynning á AGNESI, forriti fyrir útgerð- arfyrirtæki, frá Hugtaki hf. ■ Kynning á STARRA, forrit fyrir lækna og sjúkrahús, frá Hugtaki hf. Við þessa kynningu verða notuð; MicroVAX II, Micro PDP 11/23, Ericsson PC, Micro PDP 11/53, Tektronix grafiskur skjár, NEC prentarar, Ericsson Alfaskop. Me^ ve rOKRISTJAN O tl J SK AGFJÖRD HF Hólmaslóð4,101 Reykjavík, s. 24120

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.