Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 4
 4J- líMÚS'- 19?]fam£r T987 á Ijósvakanum. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 19. janúar 18.00 Úr myndabókinni. Endursýndur þáttur frá 14. janúar. 18.50 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.25 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.30 Steinaldarmennirnir. (The Flintstones). Sextándi þáttur. Teiknimyndaflokkur með gömlum og góðum kunn- ingjum frá fyrstu árum Sjónvarpsins. Þýðandi: Ólafur Bjarni Guðnason. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Stiklur 26. Eyjabyggðin eina. Ekki er langt síðan einna best þótti að búa á eyjum við ísland en nú eru sárafáar þeirra byggðar. í þessum þætti er stiklað um Knarrarnes á Mýrum, sem er eina byggða eyjan við Faxaflóa, og komið í Hjörsey og Straumfjörð þar sem búið er að sumar- lagi. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.10 Gullæðið. ' (The Gold Rush) s/h Bandarísk bíómynd frá árinu 1925. Leikstjórn og aðalhlut- verk: Charlie Chaplin. Ein þekktasta skopmynd Chaplins um flakkarann sem gerist gullgrafari á norðurhjara. 22.35 Aron frá Kangeq. Dönsk heimildamynd um myndir sem grænlenskur alþýðu-listamaður málaði á öldinni sem leið. Þær sýna einkum þjóðlíf, þjóðtrú og sögu Grænlend- inga og fylgja þeim skýringar málarans. Þýðandi og þulur Sigurgeir Steingrímsson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 19.janúar 20.30 Teiknimyndir. Furðubúar, Glæframúsin og Gúmmíbirnir. 21.35 Myndrokk. 21.55 í eldlínunni. 22.40 Magnum PI. 23.20 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 19. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. Séra Jón Ragnarsson flytur. (a.v v.) 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guðmundur Benedikts- son. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. Flosi Ólafsson flytur mánudagshugvekju kl. 8.30. 9.00 Fróttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Hanna Dóra", eft- ir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir les (11). 9.20 Morguntrimm. - Jónína Benediktsdóttir. (a.v.d.v.) Tilkynningar • Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri talar um landgræðslumál. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr söguskjóðunni - Landeigendur og tóm hús við sjó. Umsjón: Árni Helgason. Lesari: Árni Daníel Júlíusson. 11.00 Fróttir. 11.03 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar ■ Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Þak yfir höfuðið. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir" eft- ir Fritz Leiter. Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (12). 14.30 íslenskir einsöngvar- ar og kórar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Akur- eyrar og nágrennis. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Píanókonsertar Mozarts. Kynnir: Anna Ingólfsdótt- ir. 17.40 Torgið - Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sigtryggs- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sig- urðarson flytur. 19.40 Um daginn og veginn. Haraldur Blöndal bústjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Úr íslenskri tón- menntasögu. 21.30 Útvarpssagan: „í tún- inu heima" eftir Halldór Laxness. Höfundur les (8). 22.00 Fróttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í reynd - Þáttur um málefni fatlaðra. Umsjón: Einar Hjörleifs- son og Inga Sigurðardóttir. 23.00 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 19. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigur- jónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Breiðskífa vikunnar, sakamálaþrautir og pistill frá Jóni Ólafssyni í Amsterdam og frá kl. 10.00 til 10.30 verða leikin óskalög yngstu hlustend- anna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tón- list í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Við förum bara fetið. Stjórnandi: Rafn Jónsson. 15.00 Á sveitaveginum. Bjarni Dagur Jónsson kynnir bandarísk kúreka- og sveitalög. 16.00 Allt og sumt. Helgi Már Barðason stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum áttum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9, 10, 11, 12.20, 15, 16 og 17. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 19. janúar 18.00-19.00 Gott og vel. Pálmi Matthíasson fjallar um íþróttir og það sem er efst á baugi á Akureyri og í nærsveitum. MÁNUDAGUR 19. janúar 07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgun- kaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar og spjallar til hádeg- is. Tapað fundið, afmælis- kveðjur og matarupp- skriftir. Síminn hjá PaUa er 611111. Fróttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjaUa við fólk og segja frá. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spUar síðdegispopp- ið og spjallar við hlustend- ur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Hallgrímur leikur tónUst, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögil. Fréttir kl. 18.00 19.00-21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson í kvöld. Þorsteinn leUcur létta tón- list og kannar hvað er á boðstólum í kvikmynda- húsum, leikhúsum og víðar. 21.00-23.30 Ásgeir Tómas- son á mánudagskvöldi. Ásgeir kemur víða við í rokkheiminum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá í umsjá fréttamanna Bylgjunnar. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður. eru og verða alltaf vinsælustu gæludýrin. Eða hvað? Hvernig væri til dæmis að gefa henni Siggu litlu fallega kyrki- slöngu eða jafnvel flóðhest. Sum- ir krakkar vilja jú gjarnan fá eitthvað meira spennandi en aðrir. Er þetta þá ekki ágæt lausn? Litlu dömurnar hér til hliðar virðast kunna ágætlega við sig í félagsskap þessara óarga- dýra. Það er engu lfkara en að sumir ætli sér að stökkva niðrí maga á öðrum. Nánustu ættingjar geta líka verið bráðskemmtilegur og ef þú trúir því ekki þá skaltu bara fá þér simpansa til að prófa. Oðruvísi gæludýr Hvert er heppilegasta gæludýrið fyrir litla krakka? Kanínur og hamstrar hafa verið býsna vinsæl gæludýr gegnum tíðina og sama má segja um hina sívinsælu skrautfiska. Það er þó öruggt að ekkert af þessu kemur til með að breyta því að hundar og kettir 5 L' X J Eitt stykki varaflug- völlur, takk Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum, keppnin milli staða hér fyrir norðan og austan um að hljóta hið eftir- sótta hnoss, varaflugvöll fyrir millilandaflug. Sauðárkrókur hefur verið mikið inni í mynd- inni varðandi hugsanlega staðsetningu vallarins á síðustu misserum og þá gjarnan nafn Nato tengt þeirri staðsetningu. t bæjarstjórn Sauðárkróks sem öll að full- trúa Alþýðubandalagsins undanskildum er hlynnt staðsetningu vallarins á Sauð- árkróki, hefur í umræðum um málið komið fram undrun á því að nafn Nato sé nefnt þegar talað er um völl á Króknum, en ekki þegar rætt er um staðsetningu hans á Akureyri, Húsavík eða Egils- stöðum. Bæjarfulltrúar að allaballanum undanskildum voru ekki par hrifnir þegar álitsgerð Náttúruverndarráðs birtist á dögunum. Einn tók svo djúpt í árinni að segja, að það lægi við að leggja ætti Náttúruverndarráð niður það væri alltaf á móti öllu, bara til að vera á móti. # Vargur í véum Annar efaðist stórlega um náttúrulega gagnsemi friðun- ar hettumávs, en Skóga- svæðið sem um ræðir er talið eitt mikilvæaasta varpsvæði hettumávs á Islandi og einnig að þar verpi og haldi sig sjaldgæfar andategundir. Einn bæjarfulltrúa sagðist í vor hafa hitt einn þeirra fjöl- mörgu eggjaþjófa sem færu á Skógana. Sá hafði úr ferð- inni, tæplega 100 gæsaegg, slatta af kríu- og hettumáva- eggjum, en ekki eitt einasta andaegg. Töldu bæjarfulltrú- ar sig hafa vissu fyrir að Skógarnir hefðu beðið mikið afhroð á undanförnum árum vegna ágangs minks, sem hefði verið í miklum upp- gangi svo og veiðibjöllu. Einnig að Náttúruverndarráð hefði ekki kynnt sér þetta svæði nægjanlega og mátti merkja gremju jjeirra er það álit var látið í ijós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.