Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. janúar 1987 V' * ♦ /t 19. janúar 1987 - DAGUR - 7 íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Kári Marísson og strákarnir hans í kðrfuboltaliði Tindastóls töpuðu báðum leikjum sínum fyrir sunnan um helgina. Mynd: Róbert Körfubolti 1. deild: Stórsigur ÍR á Tindastóli Leikmenn Tindastóls sóttu ekki gull í greipar IR-inga þegar liðin mættust í Seljaskóla í gær. Leikur- inn var liður í 1. deild Islandsmóts- ins í körfuknattleik og lauk honum með stórsigri ÍR-inga 104:56. Það var Ijóst strax í upphafi hvert stefndi. Feikifrískir ÍR-ingar náðu strax forystunni og juku hana jafnt og þétt. í hálfleik var staðan orðin 46:22 og í seinni hálfleik var nánast um einstefnu að ræða. Lið ÍR-inga er i geysigóðu formi um þessar mundir og það kæmi ekki á óvart þó þeir stæðujjppi sem sigurveg- arar deildarinnar í lok tímabilsins. Lið Tindastóls virðist vera í einhverri lægð þessa dagana. Ekki stóð steinn yfir steini í leik liðsins, hvorki í sókn né vörn. Langbesiur þeirra í þessum leik var hinn ungi Sverrir Sverrisson sem var mjög frískur. Sverrir hefur mikinn hraða og góða boltameðferð en gerir hins vegar of lítið af því að skjóta á körfuna. Þá átti Björn Sigtryggsson sæmilega spretti. Hjá ÍR var Jóhannes Sveinsson langbesti maður en hann átti stórleik. Einnig voru Ragnar Torfason og Jón Örn Guðmundsson góðir. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 35, Ragnar Torfason 18, Jón Örn Guð- mundsson 16, Karl Guðlaugsson 14, Kristinn Jörundsson 6, Björn Steffen- sen 5, Sigurður Einarsson 4, Björn Leósson 4 og Guðbrandur Þórðarson 2. Stig Tindastóls: Sverrir Sverrisson 12, Björn Sigtryggsson 12, Kári Marís- son 10, Eyjólfur Sverrisson 10, Gunn- ar Sigurðsson 6, Ómar Bjarnason 4 og Karl Jónsson 2. Körfubolti: UMFG sigraði Tindastól Tindastóll tapaði illa fyrir UMFG í 1. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik á laugardag. Úrslit urðu 93:53 Grindvíkingum í hag, eftir að staðan hafði verið 43:32 í leikhléi. Nokkurt jafnræði var með liðunum framan af og skiptust þau á um að hafa forystu. Undir lok fyrri hálfleiks kom slæmur kafli hjá Tindastóli sem olli því að í leikhléi var 11 stiga munur. I síð- ari hálfleik gekk ekkert upp hjá Skag- firðingunum en grimmir Grindvtking- ar juku sífellt forskotið og sigruðu örugglega 93:53 eins og fyrr segir. Björn Sigtryggsson var atkvæða- mestur Skagfirðinga í þessum leik og skoraði 19 stig. Eyjólfur Sverrisson skoraði 12, Kári Marísson 8, Sverrir Sverrisson og aðrir skoruðu minna. -JHB Haraldur liaraldsson lék mjög vel með liði Völsungs gegn UMFN á laugardag. Mynd: KK b-liði UMFN Á laugardaginn var dregið í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands íslands. Leiknir verða tveir leikir og eru þeir nokkurs konar undanúrslit fyr- ir 8 liða úrslitin en í 8 liða úr- slitum mæta úrvalsdeildarliðin 6 til leiks. Þau fjögur lið sem leika í næstu umferð keppninnar eru Þór Ak., ÍR, UMFG og b-lið UMFN. Þórsarar dróust á móti b-liði UMFN og fer leikurinn fram í Njarðvíkum og Grindvíkingar þurfa að sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla í Reykjavík. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hvenær leikirnir fara fram en það verður annað hvort í þessari viku eða þeirri næstu. Leikirnir í 8 liða úrslitum verða sennilega leiknir fyrstu tvær helgarnar í febrúar og leikirnir í 4 liða úrslitum í lok febrúar og byrjun mars en úr- slitaleikurinn í bikarkeppninni fer fram þann 10. apríl næstkom- andi. í 8 og 4 liða úrslitum er leikið bæði heinta og heiman. Ólafur Hilmarsson, leikmaður Þórs, reynir markskot í leiknum gegn Fylki, en ekki varð mark í þetta skiptið. Mynd: EHB 2. deild Úrslit leikja um helgina og staðan í 2. deild Islands- mótsins í handknattleik er þessi: ÍBK-UMFA 19:19 ÍR-Grótta 21:18 HK-ÍA fr. Reynir-ÍBV 21:22 Þór-Fylkir 21:12 ÍR 10 8-2-0 244:186 18 UMFA 10 7-2-1 234:201 16 Þór 9 5-2-2 188:183 12 ÍBV 10 5-0-5 225:200 10 ÍBK 10 4-2-4 210:201 10 HK 9 4-0-5 213:190 8 Reynir 9 2-4-3 200:222 8 Grótta 10 3-1-6 216:257 7 Fylkir 10 1-1-8 185:235 3 ÍA 7 1-0-6 145:184 2 Staðan 1. deild Staðan í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik er þessi: ÍR 14 12- 2 1316: 946 24 Þór 11 8- 3 946: 865 16 UMFG 10 7- 3 800: 698 14 UBK 12 4- 8 714: 928 8 ÍS 11 2- 9 663: 809 4 UMFT 12 2-10 884:1078 4 Handbolti 3. deild: Hafstcinn Jakobsson, leikmaður Leifturs, skorar eitt marka sinna á Islands- mótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór um helgina. Mynd: Róbert „Þetta var mun betra en um daginn og það var svekkjandi að ná ekki öðru stiginu. Dóm- gæslan í þessum leik var mjög slök og sáust margir skrýtnir dómar,“ sagði Sigmundur Hreiðarsson leikmaður Völs- ungs í handbolta en á laugar- daginn töpuðu Völsungar naumlega fyrir UMFN í 3. deildinni. Þegar um 5 sek. voru eftir af leiknum var stað- an 21:20 fyrir UMFN en þá fengu Völsungar dæmt víta- kast og gátu jafnað leikinn. En markvörður UMFN gerði sér iítið fyrir og varði skot Sig- mundar og Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Völsungar náðu þriggja marka forystu í upphafi leiksins en Njarðvíkingar náðu fljótlega að jafna leikinn. Síðan var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. í hálfleik var staðan jöfn 11:11. í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og en það voru Njarðvík- ingar sem fögnuðu sigri eftir dramatískar lokasekúndur eins og áður er getið. Völsungar léku þennan leik ágætlega og mun bet- ur en gegn Selfossi á mánudags- kvöld. Bestir voru þeir Haraldur Haraldsson og Gunnar Jóhanns- son. Hjá Njarðvíkingum voru þeir Heimir Karlsson og Ólafur Harðarson bestir. Mörk Völsungs: Haraldur Haraldsson 8, Gunnar Jóhanns- son 5, Pálmi Pálmason 3, Birgir Skúlason 1, Helgi Helgason 1, Pétur Pétursson 1 og Sigmundur Hreiðarsson 1. Mörk UMFN: Heimir Karls- son 7, Ólafur Harðarson 7, Pétur Arnarsson 3, Snorri Jóhannesson 2, Guðbjörn Jóhannesson 1 og Pétur Arnarson 1. Leikinn dæmdu þeir Guð- mundur Lárusson og Guðmund- ur Stefánsson. Bikarkeppni KKÍ: Þór mætir Handbolti 2. deild: kalítill sigur Þórs á slöku liði Fylkis „Það er lítið um þennan leik að segja. Mér fannst mark- varslan þó í góðu lagi. Fyrri hálfleikur var í lagi hjá mínum mönnum en seinni hálfleikur var langt frá að vera sannfær- andi,“ sagði Erlendur Her- mannsson þjálfari Þórs, eftir að lið hans hafði unnið næsta átakalítinn sigur á slöku liði Fylkis í 2. deild Islandsmótsins í handknattleik á laugardag- inn. Þórsarar unnu leikinn sem fram fór á Akureyri 21:12 eftir að hafa haft yfir 12:5 í hálfleik. Það var ljóst hvert stefndi strax í upphafi. Þórsarar skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það voru liðnar 10 mínútur áður en Fylkismenn komust á blað. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 6:3 fyrir Þór og þá tóku þeir góðan kipp, skor- uðu 6 mörk í röð og breyttu stöð- unni í 12:3. Fylkismenn skoruðu tvö síðustu mörkin í hálfleiknum og staðan í leikhléi 12:5. Mun meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, sem var vægast sagt hörmulega leikinn af báðum liðum. Þórsarar höfðu þó alltaf yfirhöndina og spurningin var aðeins hversu stór sigur þeirra yrði. Þegar flautað var til leiks- loka höfðu Þórsarar skorað 21 mark á móti 12 mörkum Fylkis- manna. Lið Fylkis er sennilega það lé- legasta sem leikið hefur á Akur- eyri í vetur og ekki var heil brú í leik liðsins. Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega en duttu síðan niður á plan Fylkismanna þegar á leikinn leið. Bestur Þórsara var Hermann Karlsson markvörður en ekki er hægt að hæla neinum í Fylkisliðinu. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6(1), Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 6(2), Kristinn Hreinsson 3, Ingólfur Samúelsson 2, Baldvin Heiðarsson 2, Jóhann Samúels- son 1 og Gunnar Gunnarsson 1. Mörk Fylkis: Einar Einarsson 5, Magnús Sigurðsson 3(2), Jón Leví Hilmarsson 2, Elís Þór Sig- urðsson 1 og Jón Oddur Davíðs- son 1. Leikinn dæmdu þeir Stefán Arnaldsson og Aðalsteinn Sig- urgeirsson og gerðu það ágæt- lega. Islandsmótið í innanhússknattspyrnu: Leiftur og KA unnu sér sæti í 1. deild - og Svarfdælir unnu sér sæti í 3. deild íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hófst um helgina en þá fór fram keppni í 2. og 3. deild og hluta 4. deildar. I hverri deild er keppt í fjórum riðlum og komast efstu liðin í hverjum riðli beint upp um deild en neðstu liðin í hverjum riðli falla um deild. Norðlendingar áttu tvo fulltrúa í 2. deild, Leiftur sem lék í A-riðli og KA sem lék í B-riðli. Bæði liðin stóðu sig mjög vel, sigruðu í sínum riðlum og unnu sér sæti í 1. deild að ári. Leiftur var í riðli með ÍBK, Stjörnunni og Þrótti Neskaup- stað og urðu úrslit leikja Leifturs þessi: Leiftur-ÍBK 5:4 Leiftur-Stjarnan 8:6 Leiftur-Þróttur N 6:6 Nokkur spenna var í riðli KA- manna. KÁ-menn voru í riðli með Ármanni, Austra og Ein- herja og fóru leikir liðsins þannig: KA-Armann 7:7 KA-Austri 7:4 KA-Einherji 9:5 Síðasti leikur riðlisins var viðureign Ármanns og Austra og með sigri í þeim leik komst Ár- mann upp að hlið KA með 5 stig en KA-menn sigruðu í riðlinum á hagstæðara markahlutfalli og unnu sér sæti í 1. deild að ári. Völsungur lék í A-riðli 3. Staðan deildar og fóru leikir liðsins fram í gær. Völsungum tókst ekki að vinna sér sæti í 2. deild. Liðið vann Létti 5:3 og Árvakur 6:5 en tapaði fyrir Víkverja 6:9 og það var Víkverji sem sigraði í riðlin- um og komst upp. Ungmennafélag Svarfdæla tók í fyrsta skipti þátt í mótinu og lék liðið í C-riðli 4. deildar ásamt lið- um Tindastóls, HSS, Höfrungs, Aspar og Þórsmerkur. Liðið hóf keppni með glæsibrag, sigraði í sínum riðli og vann sér sæti í 3. deild að ári. Svarfdælir unnu langstærsta sigur mótsins, er þeir unnu lið Aspar 32:0 á laugardag. Úrslit í leikjum liðsins urðu þessi: Svarfdælir-Tindastóll 7:2 Svarfdælir-Þórsmörk 6:2 Svarfdælir-Ösp 32:0 Svarfdælir-Höfrungur 7:4 Svarfdælir-HSS 9:9 Svarfdælir gerðu jafntefli við HSS en liðið sigraði í riðlinum þar sem Tindstælingar sigruðu lið HSS 6:5. Eina tap Skagfirðinga var gegn Svarfdælingum. í D-riðli léku tvö norðanlið, Árroðinn og Hvöt og náðu þau ekki að vinna sig upp um deild að þessu sinni. -JHB/KK HSI og Flugleiðir: Endumýja auglýs- ingasamninginn í síöustu viku var endurnýjað- ur auglýsingasamningur á milli Handknattleikssambands ís- lands og Flugleiða. Flugleiðir hyggjast með þessu styðja undirbúning íslenska hand- knattleiksliðsins fyrir ólympíu- leikana í Seoul 1988. Flugleiðir verða með þessu aðalstuðn- ingsfyrirtæki HSÍ vegna ólympíuleikanna í Seoul. Öll landslið íslands í hand- knattleik, karla, kvenna, pilta og stúlkna munu leika með merki Flugleiða í búningum sínum og þá mun HSÍ leitast við að kynna þjónustustarfsemi Flugleiða hér heima og erlendis. Flugleiðir styðja veglega við bakið á lands- liðinu með sérstökum afslætti á flugleiðum félagsins. Þá munu Flugleiðir bjóða heimsmeisturum Júgóslava hingað til lands til tveggja landsleikja við ísland. Nemur stuðningur Flugleiða við HSÍ um tæpum 5 milljónum króna á þessu keppnistímabili. Er þetta stærsti auglýsingasamn- ingur sem íslenskt fyrirtæki gerir við sérsamband innan íþrótta- hreyfingarinnar. -JHB Völsungur misnotaði víti í lokin og tapaði Knatt- spymu úrslit Flestöllum leikjuni í ensku knattspyrnunni varð að fresta um helgina vegna veðurs og slæmra vallarskilyrða. Aðeins fóru fram þrír leikir í 1. deild og tveir í 2. deild. Af þeim 12 leikjum sem voru á íslcnska getraunaseðlinum fóru aðeins tveir fram og var teningi kastað upp á það hvaða merki ættu að vera á hinum 10. En úrslit leikja í 1. og 2. deild og get- raunaröðin eru þessi: 1. deild: Arsenal-Coventry 0:0 Aston Villa-Wimhledon fr. 1 Charlton-Nottm.Forcst fr. 2 Chelsea-Oxford fr. x Everton-Sheff.Wed. 2:0 1 Leicester-Norwich fr. x Man.City-Liverpool 0:1 2 Newcastíe-Tottenham fr. 2 Southampton-Luton fr. 1 Watford-Q.P.R. fr. 1 West Ham-Man.United fr. 1 2. deild: Blackburn-Grimsby 2:2 Bradford-Millwall 4:0 Derby-Portsmouth fr. 2 Stoke-Oldham fr. 1 Staðan 1. deild: Staðan í 1. og 2. deild ensku knatt- spyrnunnar er þessi: Arsenal 25 15- 7- 3 41:13 52 Everton 25 15- 5- 5 49:20 50 Liverpool 25 13- 6- 6 43:24 45 Nottm.Forest 24 11- 6- 7 46:32 39 Luton 24 11- 6- 7 26:23 39 Norwich 24 10- 9- 5 33:33 39 Tottenham 24 11- 5- 8 38:29 38 Coventry 24 10- 7- 7 26:24 37 Wimbledon 24 11- 1-11 33:32 35 West Ham 24 9- 7- 8 37:41 34 Watford 24 9- 6- 9 40:31 33 Sheff.Wed. 25 8- 9- 8 38:40 33 Man.United 24 7- 8- 9 31:28 29 Oxford 24 7- 8- 9 28:38 29 Q.P.R. 24 7- 6-11 24:31 27 Man.City 25 6- 8-11 24:35 26 Southampt. 23 7- 4-12 37:46 25 Chelsea 24 6- 7-11 28:43 25 Charlton 24 6- 6-12 25:35 24 Leicester 24 6- 6-12 31:43 24 Aston Villa 24 6- 6-12 30:50 24 Newcastle 24 5- 6-13 25:42 21 Staðan 2. deild: Portsmouth 24 14- 6- 4 32:16 48 Oldliam 23 13- 6- 4 39:22 45 Derby 23 13- 4- 6 33:21 43 Ipswich 24 11- 7- 6 41:27 40 Plymouth 24 10- 8- 6 38:31 38 Stoke 24 11- 4- 9 38:26 37 C.Palace 24 12- 1-11 34:38 37 Leeds 24 10- 5- 9 30:31 35 W.B.A. 24 9- 6- 9 31:26 33 Millwall 24 9- 6- 9 28:26 33 Birmingham 24 8- 9- 7 33:32 33 Sheff.Utd. 24 8- 8- 8 33:34 32 Grimsby 25 7-11- 7 25:28 32 Shrewsburv 24 9- 3-12 22:31 30 Brighton 24 7- 7-10 25:29 28 Sunderland 22 6- 9- 7 26:28 27 Hull 23 7- 4-12 24:44 25 Reading 22 6- 6-10 31:37 24 Huddersf. 22 6- 5-11 27:37 23 Bradford 23 6- 5-12 33:41 23 Blackburn 22 5- 6-11 20:29 21 Barnsley 23 4- 8-11 22:31 20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.