Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 19.01.1987, Blaðsíða 11
19. janúar 1987 - DAGUR - 11 Opið bréf - til Sigtryggs Símonarsonar Heill og sæll Sigtryggur! Mikið dæmalaust hafði ég nú gaman af að lesa bréfið þitt til mín í Degi á dögunum - þótt það væri líklega að einhverju leyti ávítunarbréf í minn garð. Petta var ólíkt smekklegra en bréfið frá Sverri til Sturlu - það var nú líka lokað. En í þessu bréfi fórst þú á kostum með hvössum áminningum, blíðlegum hrósyrðum og jafnvel nokkuð ísmeygilegu háði. Það er ekki hversdags sem slík bréf sjást enda verð ég að játa að það hvarflaði snöggvast að mér að svara engu og bíða hins þriðja bréfsins, sem var til vonar að hefði orðið miklu snjallast að öll- um stíl og búningi. En svo varð mér hugsað til þess að það væri tæplega kurteis- legt að láta þögnina þrúga þig lengur, varna þér svefns og ekki síst vildi ég létta af þér svar- skyldu þeirri sem hinn þögli meirihluti hefir lagt þér á herðar. En ég vona samt sem áður að þú finnir þér bráðum eitthvert tilefni til að skrifa einhverjum opið bréf með ekki minni tilþrif- um en í þetta skipti. Án gamans er mér það auðvit- að fullljóst að það var ókurteis- legt af mér að svara ekki bréfi þínu sem birtist í Degi þann 5. mars sl. Ég vil gjarnan biðja þig afsökunar en ég hefi enga afsök- un fram að færa, aðeins þá skýr- ingu að ég vissi svo sem ekki hversu ég skyldi svara. Um þessar mundir voru mál svo vaxin að hvorki ég né neinn annar vissi hvort SÚLUR mundu lifa eða deyja. Allnokkrar vonir stóðu þó til þess að takast mundi að koma út einu hefti á haustdög- um en ýmis atvik komu þó í veg fyrir það. Að mörgu leyti var þetta sök mín; aðrar orsakir hirði ég ekki að telja hér. Leikfanga^ útsala Útsala Útsala Útsala Útsala 10% 20% 30% 40% 50% HAFNARSTRÆTl 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Þegar þessi málsatvik urðu ljós - í sláturtíð - þótti mér svar verða líkt því að gegna þeim gæs- um sem í gær flugu. Enn eru málavextir þeir að ekki veit ég fyrir víst hvort SÚLUR eru dauðar eða lifandi, hitt veit ég eitt að þær sofa. Nokkurt efni er til í svo sem eitt hefti en sumum - þ.á m. mér - þykir vænlegra að hefja ekki upp merkið á nýjan leik nema til þess að láta það ekki falla jafnharðan. Nú er frá því að segja að ég ætla ekki að vera ritstjóri SÚLNA lengur og ber þá jafnan við svonefndu annríki mínu. Sumir kalla þetta líklega fram- taksleysi, áhugaleysi eða jafnvel leti. Sama er mér. En nú kemur mér allt í einu í hug skrítin saga af Jónasi heitnum á Guðrúnar- stöðum. Hann fór fyrir löngu í vörubíl með fleiri mönnum austur í Þing- eyjarsýslu, ég held fram í Bárð- ardal. Þegar kom í áfangastað steig bílstjórinn út, teygði sig og sagði sem svo að hann væri nú bara orðinn lúinn af þessum akstri. Þá hnaut í Jónasi: „Hérna, það er þá til að vera lúinn af, bara að sitja og halda um hjólið.“ Ég veit svo sem ekki af hverju mér kom þessi saga í hug (ég er alveg glaðvakandi), en ég læt hana nú fljóta hér að gamni mínu. Eins og ég nefndi ætla ég ekki að standa fyrir margnefndu tíma- riti lengur og hefi satt að segja - með öðrum - reynt nokkuð til að finna þann mann eða þá rnenn sem hefðu til þess vilja, getu og aðstæður að taka við. Vegna þess er það nú sem þú og fleiri fá um þessar mundir bréf (lokað), þar sem boðað er til umræðu um framtíð SÚLNA og Sögufélags- ins. Jæja, Sigtryggur, ætli ekki þetta sé að verða nóg? Aðeins eitt á ég ósagt út af bréfi þínu í Degi 13. janúar. Þú getur þess réttilega að Þingeying- ar hafi lagt SÚLUM gott lið og nefnir Þórhall Bragason sem dæmi um það. Ég er hjartanlega sammála þessu og hefi stundum hugsað til þess að við Eyfirðingar mættum taka okkur Þingeyinga til fyrirmyndar í þessum efnum og jafnvel fleirum. Mér finnst því ekki smekklegt að blanda inn í mál þitt vísu sem illar vættir hafa kveðið í eyru þér - jafnvel þótt visan sé hringhend. Mér finnst Þórhallur, sem þú segir að hafi séð um tólfta og þrettánda árgang SÚLNA, ekki eiga það skilið að hann sé kallað- ur hafa slátrað SÚLUM þótt hann færi til annarra starfa. Má hann ekki líka hljóta „...umbun áhuga síns og athafnasemi, eftir verðleikum"? Að svo mæltu vona ég að þú sofir vel, kunningjarnir hætti að nudda í þér út af SÚLUM og yfirhöfuð að öll skrítilegheit víki frá þér sem fyrst. Vertu svo ævinlega blessaður, Valdimar Gunnarsson, kennari. Lancer station Fjórhjóladrifinn Lancer station er óskabíllinn. Fulit af nýjungum sem gerir aðra bíla gamaldags. Þessi bíll hefur verið aðlagaður íslenskum aðstæðum með því að setja í hann sítengt aldrif, styrkja undirvagninn og auka veghæðina til að gera hann hæfari til að þjóna sínu hlut- verki fullkomlega. Kostir þessa drifbúnaðar eru þeir, að stöðug spyrna er bæði á fram- og aftur- hjólum og þarf því ökumaður engar áhyggjur að hafa af því að velja milli aldrifs og eindrifs, þegar færð breytist snögg- lega. Aflinu er dreift út á fram- og afturhjól í gegnum mis- munadrif, sem er innbyggt i gírkassann og er hægt að læsa því ef þörf krefur. Þessi sídrifsbúnaður er þrautreyndur í bil- um eins og Range Rover og hefur gefist frábærlega vel við skilyrði sem algeng eru á íslenskum vegum. Komið og ræðið við sölumann Möldursf. Tryggvabraut 12. Box 51 Telex 2337.600 Akureyri. TÓM5TUNDA Alþýðuhúsinu III. hæð sími 2-71-44 NY NAMSKEIÐ A VORONN Ljósmyndun og framköllun 20 stundir. Páll A. Pálsson. Videotaka og myndbandagerð 20 stundir. Steindór G. Steindórsson. Framsögn og upplestur 20 stundir. Þráinn Karlsson. Leðurvinna 20 stundir. Svanhildur Sverrisdóttir. Málun 20 stundir. Gunnar Dúi Júlíussorj. Bandvefnaður 16 stundir. Rósa Eggertsdóttir. Myndvefnaður 20 stundir. Ragnheiöur Þórsdóttir. Fatasaumur fyrir byrjendur 20 stundir. Kristín Jónasdóttir. Bótasaumur og „Applicering“ 20 stundir. Svava Jóhannsdóttir. Tauþrykk 24 stundir. Ragnheiður Þórsdóttir. ítölsk skrift 16 stundir. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Almenn skrifstofustörf 12 stundir. Jakob Kristinsson. Bókhald smærri fyrirtækja 20 stundir. Jakob Kristinsson. Bókfærsla 24 stundir. Jakob Kristinsson. Skapandi skrif 20 stundir. Guðlaugur Arason. Sögurölt á sunnudegi 6 stundir. Lárus Zophoníasson. Tekið á móti gestum 20 stundir. Haukur Tryggvason, Gunnar P. Gunnarsson. Að vera foreldri unglings 15 stundir. Karolína Stefánsdóttir. Skartgripagerð 15 stundir. Kristín Guðmundsdóttir. Fluguhnýtingar 15 stundir. Sigurður Þórhallsson. Ræktun limgerðis- plantna og skrautrunna 20 stundir. Tryggvi Marinósson. Gróðurhús og sáning sumarplantna 20 stundir. Björgvin Steindórsson. Smíði smáhluta 20 stundir. Gústaf Njálsson. Bakkasmíði úr áli og kopar. 20 stundir. Árni Ólason. Föndrað með eigið efni 9 stundir. Svanhvít Jósepsdóttir. Er heimilisbíllinn í lagi? 12 stundir. Sigurður E. Ragnarsson. Innritun fer fram til 1. febrúar alla virka daga kl. 14-19 og laugardaga kl. 10-12 í síma 27144 og á skrifstofunni, Alþýðuhúsinu 3. hæð, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Félagar í Einingu, Félagi verslunar- og skrifstofufólks, Iðju, Trésmiða- félagi Akureyrar fá 10% afslátt af námskeiðsgjöldum. Námskeiðin hefjast 2. febrúar. Hvert námskeið er einu sinni í viku, 2-3 stundir í senn. TÖM5IUNDA Alþýðuhúsinu 3. hæð SKOLINN sími 27144.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.