Dagur - 20.01.1987, Page 1
Skipulagsnefnd:
KEA veitt leyfi
fyrir byggingu
stórhýsis
- 2500 fermetra verslun við Glerárgötu
Það lóðaði um allan sjó sagði trillukarlinn á ívari EA 179 og maður fær í soðið handa fjölskyldunni og kcttinum.
Mynd: RÞB
Akureyri:
Utsvar hækkar
úr 10,2 í 10,6%
- Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar
tekið til fyrri umræðu í dag
Á fundi skipulagsnefndar síð-
astliðinn föstudag var tekin
fyrir fyrirspurn KEA varðandi
byggingu verslunarhúss á lóð-
inni Glerárgata 36. Skipulags-
nefnd samþykkti hugmyndir
KEA um bygginguna en gerði
þó athugasemdir um tvö atriði.
Að sögn Vals Arnþórssonar
kaupfélagsstjóra hefur bygging
stórhýsis á þessum stað verið
Skagafjörður:
Bílvelta
og ekið
á dreng
Um hádegisbilið í gær var
ekið á 13 ára dreng á Skag-
firðingabraut á Sauðárkróki,
gegnt sundlauginni. Drengur-
inn sem hljóp út á götuna milli
tveggja bíla slapp furðanlega
vel, án beinbrots og meiðsli
óveruleg að sögn lögreglu.
Eftir hádegi á sunnudag var til-
kynnt um bílveltu á Sauðár-
króksbraut skammt frá Syðra-
Skörðugili. Ekki urðu nein slys á
fólki en mikið eignatjón. Kenndi
ökumaður hvassviðri um slysið,
sem hann kvað hafa átt sér stað
um sexleytið um morguninn.
-þá
lengi til athugunar innan
félagsins. Með þetta í huga
fóru einmitt fram athuganir og
síðan kaup á aðstöðu BTB á
Lónsbakka á síðasta ári.
Að sögn Vals er fyrirhugað að
byggja þarna alhliða verslunar-
húsnæði við húsnæði bygginga-
vörudeildarinnar. Um er að ræða
alhliða verslun með allt sem við-
kemur þörfum heimilisins. Að
sögn Vals er fyrirmyndin að
þessu verslunarformi svokallaðar
„home centers“ sem þekkjast
víða erlendis. Meðal þess sem
gert er ráð fyrir að þarna fáist eru
smærri byggingavörur, matvörur
og fatnaður.
Verslunarhúsnæðið verður alls
um 2500 fermetrar byggt á þeim
stað þar sem nú er meðal annars
raflagnadeild. Sú bygging verður
öll rifin, enda er hún mjög
léleg orðin. Skömmu áður en
flutt var inn í húsið upphaflega
kviknaði þar í og fór húsnæðið
mjög illa í þeim bruna.
Nýja húsið verður að mestu á
einni hæð og öll aðkoma verður
frá Hvannavöllum að austan.
Fyrirhugað er að um 200 bíla-
stæði verði þar sem nú er timb-
urportið svokallaða. Þær bygg-
ingar sem standa í portinu og
margar hverjar eru komnar til
ára sinna verða rifnar.
Þær athugasemdir sem skipu-
lagsnefnd gerði við hugmyndir
kaupfélagsins voru annars vegar
að byggingunni yrði hagað þann-
ig að möguleiki verði á akrein
fyrir hægribeygju úr Glerárgötu í
Tryggvabraut. Hitt atriðið er að
inn- og útakstur verði frá
Hvannavöllum á móts við
Grenivelli. ET
Samkvæmt frumvarpi að fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs Akur-
eyrar, sem tekið verður til fyrri
umræðu á bæjarstjórnarfundi í
dag, hækka útsvör um 0,4
prósentustig, úr 10,2% í
10,6%. Svo dæmi sé tekið þýð-
ir þetta að Akureyringar verða
í ár að greiða 1600 krónum
meira í útsvar af 400.000 króna
tekjum en þeir gerðu í fyrra. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir
að aðstöðugjaldaálagning
verði óbreytt frá því sem nú er.
Niðurstöðutölur á rekstrar-
áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar eru
samkvæmt þessu frumvarpi 711,2
milljónir króna. Heildarrekstrar-
gjöld bæjarsjóðs eru 562,7 millj-
ónir króna og gjaldfærður stofn-
kostnaður 63,3 milljónir. Rekstr-
arafgangur nemur því 85,1 millj-
ón króna. Áætlað er að taka ný
lán að upphæð 88 milljónir króna
og ríkisframlag vegna byggingar
skóla og dagvista er áætlað 28,6
milljónir. Ráðstöfunarfé bæjar-
sjóðs er því samtals 201,7 millj-
ónir króna.
Við gerð fjárhagsáætlunarinn-
ar voru lagðar til grundvallar
verðlagsforsendur þær sem sam-
þykktar voru í bæjarráði þann 9.
október sl. en launaliður þeirra
var síðan lækkaður um 5%.
Þannig hefur verið reiknað með
17% álagi á gildandi launataxta
1. september sl. og urn 20% álagi
á vöru- og þjónustuliði miðað við
áætlun 1986.
Fjallað verður um einstaka liði
fjárhagsáætlunarinnar og af-
greiðslu bæjarstjórnar í blaðinu á
morgun. BB.
Dýpkun hafnarinnar í Ólafsfirði:
Áætlun Hafnamálastofnunar
helmingi hærri en tilboð Björgunar
„Þessi mál eru í athugun núna
og það þarf að vinda bráðan
bug að því að taka ákvarðanir
svo hægt verði að hefja fram-
kvæmdir og Ijúka þeim fyrir
vorið,“ sagði Valtýr Sigurbjam-
arson bæjarstjóri í Ólafsfírði er
við spurðum hann hvað liði
undirbúningi að dýpkun hafn-
arinnar þar.
Það hefur komið fram að
Hafnamálastofnun gerði ráð fyr-
ir að dýpkun hafnarinnar myndi
kosta um 8 milljónir króna. Þó
gæti þessi tala lækkað eftir að
horfið var frá því að selja dýpkun-
arskipið Hák, og því líklegt að
hægt væri að vinna verkið með
skipinu. Hins vegar vekur athygli
að Björgun hf. í Reykjavík gerði
tilboð í verkið og hljóðaði það
upp á 3,8 milljónir króna.
„Þessar tölur eru ekki að fullu
sambærilegar,“ sagði Valtýr. „í til-
boði Björgunar er gert ráð fyrir
að losa efnið sem upp kæmi út á
sjó, en Hafnamálastofnun gerir
ráð fyrir að dæla efninu upp á
land allt að 1 km og yrði það þá
notað í væntanlegan grasvöll fyrir
knattspyrnumenn. Reyndar hafa
þeir hjá Björgun hf. sagt að þeir
gætu dælt efninu um 150 metra
upp á land og tilboð þeirra miðað
við það er um 4,5 milljónir
króna.“
Valtýr sagði að allar þessar töl-
ur yrði að skoða vel og meta
hvort tilboðið væri hagstæðara.
Verulegur skriður kom á þetta
mál þegar frystitogarinn Merkúr
var keyptur til bæjarins, en hann
ristir það djúpt að erfitt væri að
koma honum að bryggju í Ólafs-
firði án þess að höfnin væri
dýpkuð. „Við myndum auðvitað
tapa verulega á því ef togarinn
þyrfti að landa annars staðar. Þá
er auðvitað ekki hægt að það sé
verið að tefla á tæpasta vað með
þessi atvinnutæki, til þess eru þau
allt of dýr og mikilvæg fyrir
okkur,“ sagði Valtýr að lokum.
gk--