Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 5
20. janúar 1987 - DAGUR - 5 Vandamál kæliskápsins Hann feitur? Nei er það? William „Kæliskápur" Perry neitar því algjörlega að aukakíló finnist á skrokknum hans. „Ég get ekki fallist á það að ég sé feitur," sagði hann nýlega í við- tali við Dag. William er atvinnumaður í ameríska fótboltanum, leikur með Chicago Bears. Forráða- menn félagsins eru honum ekki sammála. Þeir vigta hinn þybbna leikmann tvisvar á dag og halda því fram að hann sé 342 pund eða um 170 kíló. Það er um 11 kíló- um meira en hámarksþyngdin sem getið er um í samningi kappans. í yfirstandandi megrun- arstríði hefur William Perry þurft að sætta sig við að verða af 40.000 punda bónusgreiðslum á mánuði. Þjálfarinn hans, Mike Ditka, hefur hótað að skipta á honum og einhverjum léttari manni. En William er enn í miklu uppáhaldi hjá Hasbro en það er fyrirtæki sem framleiðir brúður. Framleiðsla á svokölluðum „Kælir“ brúðum hefur gengið vel. Hver brúða vegur örfá grömm. Margur er knár þó hann sé smár. Hafiði heyrt þetta áður. Hér er þetta ágæta máltæki mynd- skreytt á skemmtilegan hátt. Golíat var alveg að koma að körfunni þegar hinn stórkostlegi leikmaður Davíð úr Boston Celtics stal af honum boltanum, ruddist upp völlinn og tróð boltanum í körfuna, áður en aðrir áttuðu sig hvað var að gerast. Eða kannski bara faðir og sonur að leik. Hugur og nönd Arsrit Heimilisiðnaðarfélags íslands, Hugur og Hönd 1986, kom út skömmu fyrir síðustu jól. Þetta er 21. tölublað Hug- ar og handar, það er 56 blað- síður prentað að mestu í litum á góðan pappír. I ritinu eru fjölmargar greinar um ýmislegt efni tengt heimilis- og listiðnaði, af þeim má nefna grein um þrjá gullsmiði, Jens Guðjónsson, Hansínu Jensdóttur og Jón Snorra Sigurðsson, eftir Rúnu Gísladóttur, grein um íslenska sauðféð og sérkenni þess eftir dr. Stefán Aðalsteinsson og Elsa E. Guðjónsson safnvörður á Þjóðminjasafni skrifar um nokk- ur sérstæð krossspor sem varð- veist hafa á gömlu íslensku útsaumsverki og hvergi annars staðar svo vitað sé. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur skrifar fróðleiksmola úr gróðurríkinu og Þórir Sigurðsson um tóvinnu- kennslu Margrétar Líndal í Laugarnesskólanum. Framan á kápu er mynd Krist- jáns Péturs Guðnasonar af Bjarg- fugli Jens Guðjónssonar, silfur á íslenskum steini. Auk þess að vera félagsrit er Hugur og hönd selt til áskrif- enda. Einnig fæst það í lausasölu hjá íslenskum heimilisiðnaði og í nokkrum bókaverslunum. Afgreiðsla Hugar og handar er að Laufásvegi 2, 101 Reykjavík. Jesendahornið___________________ Góð þjónusta fyrir ferðalanga FeröalaAgur skrifar: Mig langar til að vekja athygli á skemmtilegri nýjung fyrir þá sem búa úti á landi og ætla til útlanda á næstunni. Ég þarf oft að fara utan starfs míns vegna. Kunningi minn að vestan benti mér á nýjan mögu- leika í gistingu á höfuðborgar- Sjallagestur skrifar: Nú er ég svo sár og reið að ég verð bara að fá útrás! Ég tilheyri þeim hópi Norð- lendinga sem glöddust ákaflega þegar fréttir bárust af því að Fats Do'mino væri á leið til landsins öðru sinni og myndi halda þrenna tónleika í Sjallanum á Akureyri. Ég hugsaði með mér: „Loksins, loksins. Þar kom að því. Nú þarf maður ekki lengur að fara í helg- arpakka til Reykjavíkur til að sjá þessa gömlu garpa, sem alltaf eru að heimsækja Íandann. Þökk sé Ólafi Laufdal!“ Á fimmtudaginn hringdi ég svo í Sjallann, ég ætlaði nefnilega að tryggja mér miða í tíma. Én ég varð fyrir miklum og sárum von- brigðum. Mér var nefnilega tjáð að Fats Domino kæmi til með að halda 9 tónleika á landinu að þessu sinni - og haldið ykkur nú: Gamli garpurinn spilar í Broad- way á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldi; í Sjallanum á mánudags-, þríðjudags- og mið- vikudagskvöldi og síðan aftur í Broadway á fimmtudags-, föstu- Af hverju frí? Faðir í Innbænum hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna aðgerða kennara og skólastjóra þegar þeir felldu niður kennslu á föstudag til fundahalda og til að mótmæla brottrekstri Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra. Ég hef ýmislegt við þetta að athuga. í fyrsta lagi þetta: Er þetta fordæmið sem þið viljið hafa fyrir börnunum og unglingunum, nemendum ykkar? Að hlaupast sífellt undan skylduverkunum? Við borgum skatta í þessu landi til að halda uppi skólakerfi - ekki ólöglegum fríum. í öðru lagi vil ég nefna það að varla hefur Sverrir Hermannsson rekið þennan mann að ástæðu- lausu. Ég hef verið ríkisstarfs- maður lengi og ég veit hvað ég er að tala um - það er enginn starfs- maður ríkisins rekinn án gildra ástæðna. Sturla var starfsmaður ráðuneytisins hér fyrir norðan og honum bar að halda sig við þau fyrirmæli sem honum eru gefin af sínum yfirboðara. Fyrst hann gat ekki hlýtt þeim var ekki um ann- að að ræða en að láta manninn fara. Ég veit að ég tala fyrir hönd þúsunda foreldra hér þegar ég segi: Kennarar áttu ekki að taka sér frí þennan dag og stéttin hef- ur ekki vaxið í áliti við þetta frumhlaup. svæðinu. Ég hef venjulega farið til Reykjavíkur og gist þar á ein- hverju hótelanna. Síðan hef ég vaknað fyrir allar aldir og mætt á Hótel Loftleiðir til að taka rút- una til Keflavíkur. Þessi kunningi minn benti mér á að hótelin hefðu sprottið upp eins og gor- kúiur um land allt á undanförn- dags- og laugardagskvöldi. Já takk, kærlega. Það á sem sagt að bjóða Akureyringum og nágrönnum upp á tónleika á virk- um kvöldum en Reykvíkingar sitja einir að helgartónleikunum. Ég lýsi hér með vanþóknun minni á þessu fyrirkomulagi. Svo mikið er víst að ég læt ekki bjóða mér þetta og hef ákveðið að sitja heima. Það er vinnudagur daginn eftir alla tónleikana hér hjá þorra fólks og auk þess skilst mér að aðgöngumiðinn sé jafndýr á tón- leikana í Sjallanum og Broad- way. Ég ætla bara að vona að fleiri fylgi fordæmi mínu og láti ekki bjóða sér þetta. um misserum og nú væri t.d. komið hótel í Keflavík. Og ég ákvað að prófa. Ég verð að segja það, að ég var mjög ánægður með þá þjónustu sem þarna var veitt. Hótel Kefla- vík er eingöngu með tveggja manna herbergi, nýtískuleg, með síma og sjónvarpi og svoleiðis. Að fenginni þessari reynslu finnst mér miklu þægilegra að fara til Keflavíkur sama dag og ég kem suður og gista þar. Starfsmenn hótelsins sjá svo um að vekja mann og skutla manni upp á flugvöll, án þess að taka krónu fyrir það aukalega. Starfsmaðurinn í móttökunni sagði mér að þeir myndu fylgjast með fluginu og ef seinkun yrði gætu þeir fylgst með því og vakið mann seinna sem henni næmi. Þetta kalla ég góða þjónustu og vil vekja athygli á henni. Það er allt of oft kvartað yfir því sem miður fer en færri sögum fer af hinu. Fats Domino Kona hringdi og sagðist óánægð með þá ákvörðun forráðamanna Sjallans að láta Fats Domino spila á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Betra væri að fá kappann yfir helgi eins og þeim fyrir sunnan er boðið upp á. Svona stórviðburðir ættu að eiga sér stað um helgi og því er spurt: Af hverju mun Fats Domino spila í Sjallanum á virkum dögum? Námskeið Raddstyrking, raddbeiting, slökun, djúpöndun, framsögn, tjáskipti, samskipti, sjálfsþekking. Þetta eru þeir þættir sem við leggjum aðaláherslu á í námskeiðum okkar. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Þórey Eyþórsdóttir, talmeinafræðingur. Þráinn Karlsson, leikari. Innritun og upplýsingar í síma 25774 næstu daga. Fats Domino í Sjallanum: „Þetta læt ég ekkí bjóða mér“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.