Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 7
20. janúar 1987 - DAGUR - 7 - Þú nefndir að þú hefðir verið að gera tilraunir með nýjar aðferðir í sambandi við saltfisk, á Akureyri. Geturðu sagt mér eitthvað nánar af því? „Eg vil nú ekki segja mikið frá því. Þetta liggur niðri eins og er og ég bíð eftir því að hafa tíma og aðstöðu til að taka til við þetta aftur. En ég get þó sagt það að þetta er byltingarkennd aðferð við söltun á flökum og kemur í veg fyrir allar sveiflur, gæðin „stabiliserast“ þannig að ég veit að þegar ég kemst í þetta aftur þá verður um stórmál að ræða.“ - En aftur að „Marska“, hvert var næsta skrefið í þeim málum? „Það var að finna húsnæði fyrir starfsemina því að um þetta leyti var hugmyndin orðin svolítið mótuð og orðið tímabært að finna henni stað. Þá var farið að skoða hvort ekki væri hægt að hafa þetta hér í húsi Rækju-i 'vinnslunnar, sem varð úr. Hér átti upphaflega að vera niðursuðu- • <verksmiðja sem ekki varð, og húsnæðið hentaði vel fyrir það sem við hugðumst gera. Auk þess sem stofnkostnaður varð lægri en ella vegna þess að hér var allt fyr- ir s.s. skrifstofur, kaffistofa, snyrt- ingar og þess háttar.“ - Var þá strax byrjað að gera tilraunir að réttunum eða var kannski hægt að hefja framleiðslu þá þegar? „Ég kom með hugmyndina með mér, ekki að vísu fullþróaða vöru, en fullþróaða hugmynd, svo unnt yrði að byrja fram- leiðslu sem fyrst. Og það var sjáv-, 'arréttabakan. Það var upphafið og upp úr því komu nokkuð margir réttir sem geta kallast til- raunauppskriftir og sjálfsagt er ég búinn að búa til á milli 100 og 200 uppskriftir. Síðan var sorter- að úr þessu með tilraunum og gerðar markaðstilraunir, og þess- ar fimm tegundir sem eru á mark- aðnum núna, þær stóðu upp úr í könnun sem var gerð. Fyrsta árið fór alveg í það að ná fyrirtækinu í það ástand að það gæti framleitt vöru fyrir neytendamarkað. Og á þessu fyrsta ári þá sáum við að þetta var alveg hægt, við gátum leð leyniuppskriftina í höndunuin. I greinilega framleitt vöru sem markaðurinn vildi og á því verði sem markaðurinn þoldi.“ - Hvað störfuðu margir hjá fyrirtækinu fyrsta árið og hvað eru það margir núna? „Þá voru hérna lengst af fjórar manneskjur auk mín, en núna vinna hér sextán, en reyndar er hluti af þeim í hálfsdagsstörfum. En í sumar og einnig um tíma í haust þá voru hér á milli 30 og 40 störf.“ - En hvernig er með vélvæð- ingu í svona iðnaði, er ekki hægt að vélvæða meira en hér er gert? „Við eigum vélar á leiðinni og ég hef verið að vinna að skipulagi á vinnusvæðinu ásamt verkfræð- ingi, og þegar það vinnslukerfi verður komið upp þá erum við í stakk búnir til að hefja útflutning í smáum stíl.“ - Hefur enginn útflutningur verið á framleiðslunni til þessa? „Nei ekki eiginlegur útflutn- ingur en við höfum sent mikið af vörum út til kynningar og núna erum við í þeirri stöðu að aðilar erlendis bíða eftir vörum frá okkur. Þó að við séum í raun orðnir of stórir fyrir innanlands- inarkað, þá erum við alls ekki nógu stórir til að fara á utan- landsmarkað, til þess þarf í raun að gera þetta að verksmiðju." - Og hvenær verðið þið orðnir það vel vélvæddir að hægt sé að hefja útflutning? „Þetta verður tekið í áföngum og ég býst við að fyrsti áfangi verði tilbúinn eftir einn eða einn og hálfan mánuð. Þannig að við getum áður en veturinn er liðinn hafið útflutning á framleiðsl- unni.“ - Og hvert munuð þið fyrst og fremst selja vöruna? „Það verður örugglega Kaup- mannahöfn. En þó að útflutn- ingurinn verði í fyrstu til Dan- merkur og Svíþjóðar þá er ég viss um að þetta á eftir að fara miklu víðar, við erum t.d. nú þegar í sambandi við fyrirtæki í Bret- landi sem væntanlega mun dreifa okkar framleiðslu þar.“ - Og er það þá bakan fræga sem fyrst fer á markaðinn? „Nei, það verða nýju réttirnir, þessir hitaeiningasnauðu, rækju- rúllurnar sem við förum fljótlega að framleiða í nýrri vél og ég get sagt þér að hún liefur tekið alveg gífurlegum framförum, svo verða það fylltar skeljar, en skeljarnar flytjum við inn frá Shetlandseyj- um, sjávarréttir Mornay og svo litlu bökurnar. Og það er sem sagt beðið eftir þessum vörum frá okkur úti.“ - En hvað með innanlands- markaðinn, er þetta komið í verslanir hér? „Já, og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Dreifingaraðilarnir segja okkur að viðtökurnar núna séu ekki síðri en þegar við settum vörur á markaðinn síðastliðið vor, og það án allra auglýsinga.“ - Nú eruð þið sem sagt að bjóða upp á vöru sem hefur mik- ið næringargildi en er mjög hita- einingasnauð. Hvað með hollustu- lathuganir eða þess háttar? „Þetta er hollustuvara og við höfum kynnt þetta fyrir manneld- isráði og þetta hefur farið í gegn- um nálaraugað í kerfinu, við höf- um farið með þetta í rannsóknir hérna heima og erlendis og þessi framleiðsla okkar stenst kröfur kröfuharðasta markaðar í heimi.“ - Nú er maður oftast forvitinn að vita, þegar um ný fyrirtæki er að ræða, hvernig þeim hafi vegn- að í sambandi við fyrirgreiðslu í „kerfinu“? „Já, það er svolítið sniðugt að segja frá því. Það hefur ekki ver- ið leitað eftir neinni slíkri fyrir- greiðslu. Eigendur að „Marska“ eru Skagstrendingur, Hólanes og Rækjuvinnslan sem eru stærstu atvinnufyrirtækin hér. Sennilega er þetta fyrirtæki það eina hérna á staðnum sem kemst nærri því að geta talist almenningshlutafé- lag, því að það eru svo fjölmargir sem eru hluthafar í þeim fyrir- tækjum sem að því standa.“ - Nú ert þú búinn að vera hérna í tvö ár. Hvernig líkar þér á Skagaströnd? „Ég er nú fæddur hér og uppal- inn til 15 ára og er að koma heim aftur eftir 20 ára fjarveru, og mér líkar vel hérna.“ - í hverju liggur það að þú frekar en einhver annar getur sett saman mataruppskriftir sem verða svo vinsælar sem raun ber vitni? „Ætli það liggi ekki fyrst og fremst í því að ég geri mér grein fyrir takmörkunum mínum, en ég kann aftur á móti að nota mér þær upplýsingar sem til eru og kann að leita upplýsinga og vinna úr þeim. Það halda margir að það að fara eftir uppskrift sé ósköp einfalt, en ég held að það lýsi því nokkuð vel hvað ég meina, það sem Tryggvi heitinn sem var stofnandi kokkaskólans, sagði við mig. Hann sagði: „Þegar þú ert farinn að geta lagað mat eftir uppskriftum nákvæmlega eins og hann á að vera þá ertu orðinn matreiðslumaður." Til þess að skapa vöru sem stenst fyllilega gæðakröfur hvar sem er í heimin- um, þarf miklu meira en þekk- ingu eins manns. Það þarf að safna saman þekkingu víða að úr heiminum og nýta sér hana. Þetta hef ég haft að leiðarljósi og reynt eftir fremsta megni að fylgjast með, t.d. með því að fara á sýn- ingar varðandi þetta á hverju ein- asta ári og svo fæ ég mikið af vör- um og upplýsingum sent að utan. Hér er ég t.d. með háþróaða vöru, sem er þurrrjómakjarni sem er framleiddur í Bandaríkjunum af fyrirtæki sem er það eina í heiminum sem getur unnið slíkt. Út úr einu kílói af þessu efni fást áttatíu kíló af rjóma, þetta er duft sem er í rauninni ekkert nema bragðefnið úr rjómanum. Ég get nefnt þér dænti um bragð- efni. Ef við tökum meðalstóran tómat þá eru mólikúlin sem mynda bragðið af honum ekki ncma 0,403 prósent af tómatn- um.“ Það er greinilegt eftir þetta viðtal við hugvitsmanninn Steindór Haraldsson að það er ekki fyrir neina viðvaninga að skapa góðar uppskriftir af mat sem standast þær kröfur sent gerðar eru í hinum harða heimi samkeppninnar. En eitt veit ég með vissu. Hann er góður matur- inn frá „Marska“. G.Kr. Elinóra Rafnsdóttir meinatæknir sér um gæða- og vöruvöndunareftirlit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.