Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 3
„Sturlumálið“:
Fjölmargir átelja
vinnubrögð Sverris
Fjölmargar ályktanir hafa bor-
ist til blaðsins vegna brottvikn-
ingar Sturlu Kristjánssonar
fræðslustjóra Norðurlands-
kjördæmis eystra úr starfi.
Nokkurra þeirra hefur þegar
verið getið í blaðinu og er
skemmst að minnast ályktunar
stjórnar Fjórðungssambands
Norðlendinga sem getið var
um í blaðinu í gær, en þar var
„gerræði ráðherra“ vítt, og
lýst yfir fyllsta trausti á aðgerð-
ir fræðsluráðs.
Kennarar í Síðuskóla átelja
harðlega vinnubrögð ráðherra í
„Saga Akureyrar":
Sex sóttu
um rítun
sögunnar
Sex umsækjendur voru um rit-
un „Sögu Akureyrar“ en
umsóknir voru lagðar fram á
fundi Menningarmálanefndar
Akureyrar 9. janúar.
Þeir sem sóttu um að fá að rita
söguna voru: Erlingur Sigurðar-
son Akureyri, Friðrik S. Olgeirs-
son Mosfellssveit, Jón Hjaltason
Akureyri, Stefán F. Hjartarson
Uppsölum Svíþjóð, Valgarður
Stefánsson Akureyri og f’órunn
Magnúsdóttir Reykjavík. Ekki
var tekin afstaða til umsóknanna
á þessum fundi menningarmála-
nefndarinnar. gk-.
ályktun sinni. „Við hljótum að
krefjast þess að ráðherra dragi
þessa uppsögn til baka nú þegar,
eða rökstyðji aðgerð sína með
öðru en dylgjum og ósannind-
um,“ segir í ályktun þeirra.
Almennur fundur kennara við
GagnfræðaskóJa Akureyrar
átaldi harðlega þá aðför að
grunnskólastefnu fræðslu-
umdæmis Norðurlands eystra
sem fram hafi komið í aðgerðum
og orðum menntamálaráðherra,
m.a. í brottvísun fræðslustjóra
umdæmisins úr starfi. Fundurinn
lýsti fullum stuðningi sínum við
viðleitni fræðsluyfirvalda um-
dæmisins að jafna aðstöðu
nemenda í landinu að lögum.
Fundur kennara við Pelamerk-
urskóla átaldi harðlega vinnu-
brögð ráðherra í þessu máli.
„Pessi aðgerð ráðherrans lýsir
takmarkalausri lítilsvirðingu á
störfum fræðsluráðs umdæmis-
ins,“ segir í ályktun fundarins, og
ennfremur: „Fundurinn telur að
menntamálaráðherra hafi hér
orðið á slík embættisglöp að
varði brottvikningu úr embætti.“
Fundur kennara við Lundar-
skóla lýsti stuðningi við ályktanir
og aðgerðir skólastjórnenda og
stjórnar BKNE vegna brott-
rekstrar Sturlu Kristjánssonar.
„Við styðjum heilshugar þá
stefnu í skólamálum umdæmisins
sem fræðslustjóri hefur barist fyr-
ir og haft forgöngu um,“ segir
m.a. í ályktun fundarins.
„Það er skoðun starfsfólks, að
ákvörðun ráðherra um brottvikn-
ingu Sturlu sé áfellisdómur á þá
skólastefnu sem allir aðilar er
málið varðar hér í umdæminu
hafa verið sámmála um,“ segir
m.a. í ályktun starfsfólks
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra. „Þannig varði þetta mál
ekki einungis Sturlu Kristjánsson
og Sverri Hermannsson, heldur
sé um að ræða ýmsar grundvall-
arspurningar varðandi skólahald
í landinu öllu. Þetta varðar því
alla skólamenn, foreldra og
nemendur," segir ennfremur í
ályktuninni.
Fundur í Kennarafélagi
Menntaskólans á Akureyri lýsti
undrun sinni og vanþóknun á
þeirri harkalegu ákvörðun
menntamálaráðherra að víkja
Sturlu úr embætti. Jafnframt
krafðist fundurinn þess að ráð-
herra gerði ítarlega grein fyrir
ástæðum brottrekstrarins á opin-
berum vettvangi.
Fundur stjórna foreldrafélaga í
grunnskólum Akureyrar, haldinn
í Glerárskólanum á Akureyri 16.
janúar Í987 ítrekar fyrri stuðning
frá 4. desember 1986, við stefnu
fræðsluráðs og skólastjóra á
Norðurlandi eystra í baráttu
þeirra fyrir rétti barna okkar til
allrar kennslu samkvæmt lögum
um grunnskóla.
Fundurinn mótmælir jafnframt
ákvörðun menntamálaráðherra
um að víkja Sturlu Kristjánssyni
fræðslustjóra úr starfi.
Pað má svo að lokum ítreka að
Fræðsluráð Norðurlandsumdæm-
is eystra hefur sent frá sér til-
kynningu um málið og segir þar
m.a.: „Fræðsluráð lýsir yfir fullri
ábyrgð á störfum fræðslustjóra
enda er hann framkvæmdastjóri
ráðsins og hefur starfað í fullu
samráði við það. Fræðsluráð ótt-
ast að þessi geðþóttaákvörðun
ráðherra kunni að stefna í tví-
sýnu þeirri skólastefnu sem
markvisst hefur verið unnið að og
mótuð er í grunnskólalögunum.“
gk-.
Húsavík:
- en nemur íbúatölu bæjarins
Það stefnir í sýningarmet hjá
Leikfélagi Húsavíkur á söng-
leiknum Sfldin kcmur - síldin
fer, eftir systurnar Iðunni og
Kristínu Steinsdætur, nú er
uppselt á hverja sýningu með
margra daga fyrirvara.
Á laugardag var 22. sýning á
verkinu og þá kom 2454 gestur-
inn, en það samsvarar því að þá
hafi allir íbúar Húsavíkur séð
leikinn.
Gesturinn sem þarna fyllti
íbúatöluna var Guðmundur Por-
grímsson yfirverkstjóri hjá Húsa-
víkurbæ, hann var mættur ásamt
eiginkonu sinni Guðrúnu Gunn-
arsdóttur og voru þau að koma á
sýningu í annað sinn. Leikararnir
tóku á móti hjónunum í anddyr-
inu, sungu lög úr verkinu, buðu
þeim á sýninguna og færðu þeim
blómvönd.
Þessar móttökur komu gestun-
um skemmtilega á óvart, Guðrún
sagði að hana hefði langað til að
sjá verkið aftur því hún hefði
skemmt sér konunglega á frum-
sýningunni. Henni væri hlýtt til
leikfélagsins, mikil vinna lægi á
bak við sýninguna og Guðmund-
ur bætti við að hann vissi ekki
hvernig Húsvíkingar færu að ef
þeir hefðu ekki leikfélagið. 1M
Guðrúnu og Guðmundi fagnað með blómum og söng.
Fleiri hafa séð „síldina"
20. janúar 1987 - DAGUR - 3
Vinningstölur 17. janúar 1987
Heildarvinningsupphæð 8.939.150.00
1. vinningur var kr. 5.644.580.00
Skiptist hann á milli 5 vinningshafa kr. 1.128.916.00 á mann.
2. vinningur var kr. 989.904.00
Skiptist hann á 503 vinningshafa kr. 1.968.00 á mann.
3. vinningur var kr. 2.304.666.00.
Skiptist á 12.663 vinningshafa sem fá 182.00 hver.
Upplýsingasími
91-685111.
Námsstyrkur við
Minnesota háskóla
Samkvæmt samningi Háskóla íslands viö Minnes-
ota háskóla (University of Minnesota) er veittur
styrkur til eins íslensks námsmanns á ári hverju.
Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaöi.
Nemendur sem lokiö hafa prófi frá Háskóla íslands
ganga fyrir, en jafnframt þurfa þeir aö hafa fengið
inngöngu við skólann.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu rektors.
Umsóknum skal skilaö þangaö fyrir 2. febrúar nk.
Nánari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa.
Háskóli íslands.
Námsstyrkur við
lowa háskóla
Samkvæmt samningi Háskóla íslands viö lowa
háskóla (University of lowa) er veittur styrkur til
íslensks námsmanns á ári hverju. Styrkurinn nemur
skólagjöldum og hluta dvalarkostnaöar. Til greina
kemur að um fleiri en einn styrk veröi aö ræöa.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu rektors.
Umsóknum skal skilaö þangað fyrir 2. febrúar nk.
Nánari upplýsingar fást hjá nárnsráögjafa.
Háskóli íslands.
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
NÝ NÁMSKEIÐ
Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri
5. febrúar til 20. maí
Teiknun og málun fyrir börn og unglinga.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku.
5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku.
Teiknun og málun fyrir fullorðna.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku.
Myndlistardeild. Tvisvar í viku.
Auglýsingateiknun.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Grafík.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun i síma 24958
virka daga kl. 13.00-17.00.
Skólastjóri.