Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. janúar 1987 viðtal dagsins: ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRl OG ÁBYRGÐÁRMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILLBRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÖRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.______________________________________ Ævintýrið um Öskubusku Allir þekkja ævintýrið um Öskubusku - um stúlkuna sem reis úr öskustónni og hófst til mannvirðinga og valda á skammri stundu. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gerir nú örvæntingarfullar til- raunir til að rísa úr öskustó þeirri sem hann hefur setið í frá því hann tók við formannsembættinu í flokki sínum. Enn er mönnum í fersku minni hversu erfiðlega Þorsteini gekk að fá ráðherrasæti í ríkisstjórninni og þótti hann ekki ganga nógu vasklega fram í því máli. Það var ekki fyrr en sjálfstæðismenn fundu lausan bankastjórastól í Seðlabankanum handa Geir Hallgrímssyni að Þorsteinn komst inn í ríkis- stjórnina og fékk þar með nokkra uppreisn æru. Inn- ganga Þorsteins Pálssonar í ríkisstjórnina þótti þó ekki marka nein þáttaskil á valdaferli hans og félög- um hans fannst hann alls ekkert afgerandi í emb- ætti fjármálaráðherra. Krafan um að formaður Sjálfstæðisflokksins færi nú að sýna einhver tilþrif var því orðin mjög almenn meðal sjálfstæðismanna. í síðustu viku lét Þorsteinn loks til skarar skríða. Aðferðin sem hann valdi vakti vissulega athygli alþjóðar en mæltist misvel fyrir. Er þar átt við upp- hlaup hans á Alþingi, er verið var að ræða sjó- mannadeiluna. Með framkomu sinni vakti formaður- inn - nýkominn frá París - verðskuldaða athygli á því sambandsleysi sem er á milli ráðherra og þing- manna Sjálfstæðisflokksins og þeirri valdatogstreitu sem þar ríkir. Honum tókst þannig að upphefja sjálf- an sig að einhverju leyti - á kostnað flokksins. Þorsteini hefur líklega verið ljóst að betur mætti ef duga skyldi. í viðtali við DV á laugardaginn reynir Þorsteinn því enn að upphefja sjálfan sig, en nú á kostnað samstarfsflokksins 1 ríkisstjórninni, Fram- sóknarflokksins, og Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Þar segir Þorsteinn að ekki megi taka gagnrýni forsætisráðherra á bankastjóra Seðla- bankans vegna okurmálsins of alvarlega. Jafnframt segir Þorsteinn að það sé háttur framsóknarmanna að hlaupa út undan sér og firra sig ábyrgð í stjórn- arsamstarfi síðustu mánuðina fyrir kosningar. Þessi ummæli formannsins er vart hægt að skilja á annan veg en sem vantraustsyfirlýsingu á Fram- sóknarflokkinn. Það þykir þó koma úr alhörðustu átt er formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að aðrir firri sig ábyrgð. Ef einhverjir hafa sýnt ábyrgðarleysi í stjórnarsamstarfinu að undanförnu, eru það sjálf- stæðismenn og sér í lagi Þorsteinn Pálsson. Tilburðir formannsins til að rísa úr öskustónni og styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins breyta engu þar um. BB. Elín R. Líndal er hreppstjóri í Þorkelshólshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún býr að Lækjamóti ásamt eiginmanni sínum Þóri ísólfssyni og þrem börnum. Hún er verksfjóri á saumastofu, og nú er hún kom- in í baráttusæti framsóknar- manna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Ert þú Húnvetningur að upp- runa Elín? „Já, ég er fædd og uppalin að Lækjamóti.“ - Hvernig bú eruð þið með? „Við búum aðallega með sauð- fé, svo erum við með hross og minkabú." - Hver er reynsla þín í félags- málum? „Það má segja að ég hafi fyrst byrjað afskipti af félagsmálum í Reykjaskóla, þá var ég formaður ungmennafélags sem var þar. Síðan hafa afskipti mín af slíkum málum verið lítil nema innan kvenfélagsins, og afskipti af pólitík hóf ég ekki fyrr en á síð- asta ári, þegar það var farið að orða það við mig hvort ég vildi taka þátt í skoðanakönnun vegna væntanlegs prófkjörs framsókn- armanna í kjördæminu." - En hvað með hreppstjóra- embættið. Er það ekki pólitískt embætti? „Nei, það er skipað í það af sýslumanni eftir tilnefningu sýslunefndar. En svo er ég reynd- ar varamaður í hreppsnefnd líka. “ - Hafðir þú starfað innan Framsóknarflokksins áður en þetta kom til? „Nei, ég hef bara stutt hann sem áhugamanneskja fyrir góðu mannlífi í landinu.“ - Hvað er það í stefnu flokks- ins sem höfðar sérstaklega til þín? „Mér finnst ákaflega heillandi það sem segir í stefnuskrá flokks- ins að það eigi að hafa manngildi ofar auðgildi, og eftir því er unn- ið innan Framsóknarflokksins. En auðvitað er það ekki síst stefna flokksins í byggðamálum sem höfðar til mín sem íbúa á landsbyggðinni. Það hlýtur að þurfa að koma að því að aðstaða fólks sé jöfnuð, t.d. að bændur hafi sömu laun og aðrar stéttir, og að fólk af landsbyggðinni hafi sama rétt og aðrir til náms. Það er þannig núna að þegar við sendum börnin okkar til fram- haldsnáms þá má segja að við verðum að fara að halda annað heimili, og það sér hver maður hvað þetta getur kostað heimiiin. Það þarf með einhverju móti að koma því þannig fyrir að þessi ójöfnuður hverfi. T.d. mætti hugsa sér einhvers konar hús- næðisstyrki til þeirra sem þurfa að sækja nám fjarri sinni heima- byggð.“ - Málefni bænda hafa verið mikið í brennidepli að undan- förnu og þá ekki síst búfjárlögin. Hvert er þitt álit á þeim? „Það er kannski fyrst og fremst það að sá aðlögunartími sem lög- in gera ráð fyrir er allt of stuttur. Við verðum náttúrlega að vera framsýn og laga okkur að aðstæð- um, en halda umfram allt í það sem við mögulega getum og að selja ekki eina einustu einingu af þeim fullvirðisrétti sem við höfum. Lögin taka heldur alls ekki nógu mikið tillit til aðstæðna.“ - Þessa dagana eru aðgerðir menntamálaráðherra í Norður- landsumdæmi eystra mikið ti! umræðu, hvert er þitt álit á því sem þar er að gerast? „Það er auðvitað sama í hvaða kjördæmi maður býr, það hljóta allir að eiga rétt á þvi að grunn- Elín R. Líndal í viðtali dagsins: Manngildi ofar auðgildi skólalögin séu framkvæmd eins og þau eru. Þannig að maður hlýtur náttúrlega að taka afstöðu með því að þeim sé framfylgt." - Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar varð klofningur meðal framsóknarmanna í kjördæminu, en nú er ekki um slíkt að ræða, en eftir prófkjörið varst þú í fjórða sæti en Sverrir Sveinsson í þriðja. Voru mikil átök um þessa breytingu? „Við Vestur-Húnvetningar töld- um það rétt að þessi breyting yrði gerð á listanum, ekki síst fyrir það hvað reglurnar sem giltu í prófkjörinu voru illa kynntar. Um það hvort mikil átök hafi verið um þessa breytingu get ég ekki borið þar sem þetta fór auð- vitað fram innan uppstillinga- nefndar, en ég tel ekki að um nein stór átök hafi verið að ræða. Og af þeirri samstöðu sem ríkir hér á kjördæmisþinginu met ég það að framsóknarfólk í kjör- dæminu muni standa þétt saman í kosningabaráttunni sem í hönd fer.“ - Nú hlýtur kosningaslagurinn að fara af stað á næstu dögum, eruð þið farin að skipuleggja bar- áttuna? „Nei, en ég geri ráð fyrir að við höldum fyrsta fund núna að loknu þinginu, áður en við förum héðan frá Blönduósi. Þannig að það má kannski segja að kosn- ingabaráttan hefjist frá og með þessum degi.“ - Miðað við að Framsóknar- flokkurinn haldi því að vera stærsti flokkurinn í þessu kjör- dæmi, verður að gera ráð fyrir því að þú þurfir, sem fyrsti varaþing- maður, að dvelja langdvölum að heiman. Hvernig leggst það í þig og þitt heimilisfólk? „Það er nokkuð sem ég var búin að gera upp við mig áður en ég fór út í þetta. Þriðja sætið er baráttusætið og það gæti alveg eins farið svo að ég þyrfti að sitja á Alþingi allt tímabilið. Auðvitað breytist margt við það að vinnu- staðurinn skuli vera í Reykjavík, en ég mun ganga að þessari vinnu eins og hverri annarri, og að sjálf- sögðu eru allar ákvarðanir teknar í fullu samráði við fjölskylduna." - Ef svo færi að Framsóknar- flokkurinn fengi þrjá menn kjörna, þannig að þú yrðir að sitja allt kjörtímabilið á þingi, hyggstu þá bregða búi og flytjast til Reykjavíkur? „Nei, alls ekki, ég myndi þá bara vinna mína vinnu í Reykja- vík og fara svo á milli eins ogþing- mennirnir okkar gera nú. Eg er vön miklum akstri og set það ekkert fyrir mig þó vegalengdirn- ar séu nokkrar." - Að lokum Elín, aðal áhuga- mál þín varðandi uppbyggingu þíns svæðis í kjördæminu? „Ég vil leggja áherslu á upp- byggingu smáiðnaðar bæði í þétt- býlisstöðunum og í sveitunum. Þar þarf að vinna skipulega að þeim málum með hagkvæmnis- sjónarmið í huga þannig, að ekki verði farið af stað með vafasama starfsemi að lítt rannsökuðu máli. Þetta er meðal annars möguleiki sem myndi gera mörg- um kleift að halda sínum jörðum, þrátt fyrir þá skerðingu sem átt hefur sér stað. Ég vildi gjarnan nefna fleira til, en það verður bara að bíða betri tíma.“ G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.