Dagur - 20.01.1987, Síða 9

Dagur - 20.01.1987, Síða 9
20. janúar 1987 - DAGUR - 9 _fþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Dagur með mann á staðnum Eins og fram kemur á síðunni hér að neðan hefst Baltic-keppnin í A.-Þýskalandi á morgun. Dagur verður með mann á staðnum, og munu fréttir af gangi mála á mót- inu frá Kristjáni Kristjánssyni birtast í blaðinu næstu daga. Fyrsti leikur íslands er á morgun gegn A.-Þýskalandi og síðan er leikur á hverjum degi fram á sunnudag. gk-. „Baltic" keppnin i handknattleik: Island-A. Þýskaland í fyrsta leiknum Baltic-keppnin í handknattleik sem fram fer í A.-Þýskalandi hefst á morgun. Landsliðin sem þarna leiða saman hesta sína eru A.-Þýskaland, V.-Þýska- land, Sovétríkin, Svíþjóð og ísland. Mót þetta er geysilega sterkt og má búast við spenn- andi og skemmtilegum leikj- um. Landsliðin sem þarna leika eiga öll að baki frábæran árangur á undanfömum ámm. Gestgjaf- amir A.-Þjóðverjar urðu Olymp- íumeistarar í Moskvu árið 1980, liðið varð í 2. sæti á HM árið 1982 og í 3. sæti á HM í Sviss í fyrra. A.-Þjóðverjar tóku ekki þátt í Olympíuleikunum í Banda- ríkjunum. Svíar urðu í 5. sæti á Olympíu- leikunum í Bandaríkjunum og í 4. sæti á HM í Sviss. íslendingar urðu í 6. sæti bæði á Olympíu- leikunum í Bandaríkjunum og á HM í Sviss í fyrra. V.-Þjóðverjar urðu heims- meistarar árið 1978 í Danmörku, liðið lék til úrslita við Júgóslava á Olympíuleikunum í Bandaríkj- unum árið 1984 en beið þar lægri hlut og hafnaði í 2. sæti og þá varð liðið í 7. sæti á HM í Sviss, næst á eftir íslandi. Sovétmenn léku til úrslita gegn A.-Þjóðverjum á Olympíu- leikunum í Moskvu árið 1980 en töpuðu þeim leik og urðu í 2. sæti. Sovétmenn urðu heims- meistarar árið 1982 og þá varð liðið í 10. sæti á HM í Sviss í fyrra. Sovétmenn mættu ekki á Olympíuleikana í Bandaríkjun- um 1984. Pólverjar urðu í 3. sæti á HM árið 1982 og liðið varð í 13. sæti á HM í Sviss í fyrra. Pólverj- ar mættu ekki á Ol. í Bandaríkj- unum. íslendingar tóku þátt í Baltic- keppninni sem fram fór í Dan- mörku fyrir réttu ári. íslenska liðið tapaði þá fyrir A.-Þjóðverj- um með 5 marka mun, fyrir Pól- verjum með 1 marks mun og fyrir Sovétmönnum með 12 marka mun. íslenska liðið vann bæði A og B lið Dana á mótinu. Eins og sést af þessari upptaln- ingu er þetta mót mjög sterkt og það verður á brattann fyrir okkar menn að sækja. V.-Þjóðverjar, Pólverjar og Sovétmenn eru um þessar mundir að undirbúa lið sín fyrir B-keppnina sem fram fer á þessu ári. íslenska liðinu hefur verið boðið að taka þátt í öðru geysi- lega sterku móti sem fram fer í Júgóslavíu í sumar. Þar verða einnig nokkur af bestu hand- knattleikslandsliðum heims. Þau eru heimsmeistarar Júgóslava, Rúmenar, Spánverjar, A.-Þjóð- verjar, Sovétmenn og íslending- ar. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Reynir og Vorboðinn komust ekki í 2. deild Keppni í 3. deild á íslandsmót- inu í innanhússknattspyrnu lauk seint á sunnudagskvöld. í blaðinu í gær var sagt frá árangri Völsungs á mótinu en Staðan 3. deild Urslit leikja um helgina og staðan í 3. leild íslandsmóts- ins í handknattleik er þcssi: UMÍB:UFHÖ 15:26 ÍS-Selfoss 14:21 Viilsungur-UMFN 20:21 Selfoss-UMIB 32:19 Selfoss 8 7-1-0 220:133 15 UMFN 8 6-1-1 220:145 13 UFHÖ 8 6-0-2 169:154 12 ÍH 7 4-0-3 177:144 8 ÍS 8 4-0-4 180:173 8 Völsungur 7 1-0-6 153:159 2 UMÍB 8 1-0-7 152:238 2 Ögri 7 0-0-7 102:234 0 Völsungsliðið var eitt þeirra þriggja norðanliða sem keppti í 3. deild. Hin tvö liðin voru Reynir frá Árskógströnd og Vorboðinn. Reynir lék í C-riðli ásamt Víkingi Ól., Leikni F. og Grindavík og urðu úrslit í leikjum Reynis þessi: Reynir-Víkingur Ól. 10:2 Reynir-Leiknir F. 3:3 Reynir-Grindavík 5:7 Það var lið Grindavíkur sem sigraði í riðlinum og vann sér um leið sæti í 2. deild að ári. Vorboðinn lék í D-riðli ásamt ÍBÍ', Sindra og Leikni R. og urðu úrslit í leikjum Vorboðans þessi: Vorboðinn-ÍBÍ 7:5 Vorboðinn-Sindri 9:4 Vorboðinn-Leiknir R. 7:9 Leiknir frá Reykjavík sigraði í öllum sínum leikjum í riðlinum og vann sér sæti í 2. deild að ári. Einnig var keppt í 2. deild og tveimur riðlum úr 4. deild eins og komið hefur fram. í lokin er rétt að rifja það upp hvaða lið það voru sem unnu hvern riðil í hverri deild og færðust upp um deild og hvaða lið það voru sem urðu í neðsta sæti og féllu um deild. 2. deild: Leiftur sigraði í A-riðli en Stjarnan varð í neðsta sæti. KA sigraði í B-riðli en Austri E. varð í neðsta sæti. ÍBV sigraði í C-riðli en Valur Rf. varð í neðsta sæti. Víðir sigraði í D-riðli en Neisti hafnaði í neðsta sæti. 3. deild: Árvakur sigraði í A-riðli en Árvakur hafnaði í neðsta sæti. Höttur sigraði í B-riðli en Hrafn- kell Freysgoði hafnaði í neðsta sæti. Úrslitin í C- og D-riðli eru hér að ofan. 4. deild: í C-riðli 4. deildar sigruðu Svarfdælingar með glæsibrag og Augnablik í D-riðli. Stórmót íþróttafréttamanna: , KR sigraði IA í úrslitaleik Stórmót Samtaka íþrótta- fréttamanna í innanhússknatt- spyrnu fór fram á Akranesi á sunnudaginn. Þar léku þau lið sem urðu í 7 efstu sætunum í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar og auk þess mættu íþrótta- fréttamenn með lið til keppni. Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. í A-riðli léku ÍBK, Fram, Valur og lið íþrótta- fréttamanna. Valsmenn sigruðu í riðlinum og Fram varð í 2. sæti. í B-riðli léku KR, Þór, Víðir og í A. KR-ingar sigruðu í B-riðli og Skagamenn urðu í 2. sæti. KR sigraði Fram í öðrum undanúrslitaleiknum og Skaginn sigraði Val í hinum leiknum og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit í þeim leik. Það voru því KR og ÍA sem léku til úrslita. KR-ingar sigruðu í æsi- spennandi leik með fimm mörk- um gegn þremur. Árni Stefánsson og félagar komust ekki í undanúrsiit á Skaganum. „íþróttamaður Norðurlands": Skilafresturinn framlengdur Undanfarna daga hefur Dagur boðið lesendum sínum að taka þátt í kjöri blaðsins á „íþrótta- manni Norðurlands 1986“. Þátttaka hefur verið nokkuð góð og var skilafrestur upphaf- lega til 18. janúar. Ákveðið hefur verið að lengja frestinn sem gefinn var til þess að skila inn kjörseðlum til 25. janúar. Lesendur skrifa fimm nöfn á seðilinn og senda hann til blaðsins. Þrír þátttökuseðlar verða dregnir út og hljóta eigend- ur þeirra hljómplötuvinning að launum. Lesendur, fyllið út seðilinn og takið þátt í kjöri blaðsins á „íþróttamanni Norðurlands 1986“. Iþróttamaður Norðurlands 1986 Nafn íþróttamanns: Iþróttagrein: 1. ___________________ _________ 2. ___________________ _________ 3. ___________________ _________ 4. 5. Nafn: ___________________________________Sími __________ Heimilisfang: __________________________________________ Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1986 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur til 25. jan. Unglingameistara- mótið í karate Laugardaginn 7. febrúar fer fram unglingameistaramót íslands í karate og er það í fyrsta sinn sem það mót fer fram. Keppendur verða eitt- hvað yfir 100 talsins, úr 11 félögum. Mótið fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla og hefst kl. 14. Mótið er opið unglingum og börnum yngri en 17 ára. Mótshald þetta er til komið vegna gífurlegrar grósku í unglingastarfi félaganna og er reiknað með að þetta verði fjölmennasta karatemót sem haldið hefur verið hérlendis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.