Dagur - 27.01.1987, Qupperneq 1
70. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 27. janúar 1987
17. tölublað
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599
Veiðideilan við Grænlendinga:
30 milljón
króna sala
í hættu
Á ríkisstjórnarfundi í dag
verður tekin ákvörðun um það
hvort endurnýjaðar verða
Hiti hf.:
Rúður brotnar
um helgina
Um helgina voru brotnar rúð-
ur í húsnæði Hita hf. í Draupn-
isgötu. Samkvæmt upplýsing-
um Jónasar Jóhannssonar, eig-
anda Hita, voru tvær rúður
brotnar, önnur aðfaranótt
laugardags og hin aðfaranótt
sunnudags. Sagði Jónas að lög-
reglan væri komin í málið og
sagðist vonast til að ekki yrði
um fleiri rúðubrot af þessu
tagi að ræða.
„Þarna hafa áreiðanlega börn
eða unglingar verið að verki og
þau hafa passað sig á því að
brjóta aðeins ytra glerið í báðum
rúðunum. Það er því ekki verið
að brjótast inn heldur er um
skemmdarverk að ræða. Það hef-
ur verið rólegt í þessu hverfi, en
það virðist vera að breytast því
það hefur tvisvar verið brotist inn
í vídeóleigu hér rétt hjá,“ sagði
Jónas.
„Það er alltaf svolítið um rúðu-
brot, ég held að það líði nánast
ekki sú helgi að rúður séu ekki
brotnar í bænum,“ sagði varð-
stjóri hjá lögreglunni er hann var
spurður um rúðubrot í bænum.
Aðspurður sagðist hann ekki
kannast við aukningu á rúðubrot-
um. „Um helgina voru rúður
brotnar á einum stað til viðbótar
og það er heldur minna en vana-
lega.“ HJS
löndunarheimildir græn-
lenskra rækjutogara hér á
landi. Ef ekki næst samkomu-
lag við Grænlendingana má
búast við að það hafi slæmar
afleiðingar fyrir þá aðila sem
eiga viðskipti við heimastjórn-
ina á Grænlandi.
Þegar má segja að nokkur
snurða hafi hlaupið á þráðinn í
þessum viðskiptum. Valdimar
Kristjánsson sér um markaðsöfl-
un fyrir fimm íslensk fyrirtæki í
Kanada, Bandaríkjunum og
Grænlandi. Þessi fyrirtæki eru
Sæplast hf. á Dalvík, Vélsmiðjan
Oddi á Akureyri, Plasteinangrun
hf. á Akureyri, Sjóklæðagerðin í
Reykjavík og Skipasmíðastöðin
Hörður í Njarðvík.
Á síðasta ári seldu þessi fyrir-
tæki fyrir 9 milljónir til
Grænlands. Inni í þeirri tölu eru
ekki 20.000 fiskikassar frá Plastr-
einangrun en verðmæti þeirra
skiptir einhverjum milljónum.
Þessi sala var nær öll til einka-
aðila en nú eru góðar líkur á að
samningar náist við heimastjórn-
ina um kaup á vörum til útgerð-
ar. Um 80% allrar útgerðar á
Grænlandi er á vegum heima-
stjórnarinnar og því eru um-
talsverðir hagsmunir í húfi. Valdi-
mar sagðist telja að salan til
heimastjórnarinnar á þessu ári
gæti orðið allt að 30 milljónir frá
fyrirtækjunum fimm. Hingað til
hafa Danir setið einir að þessum
viðskiptum við heimastjórnina
þannig að mikilvægt er að klúðra
ekki þessum möguleika á að
komast inn á markaðinn.
„Þessir samningar eru nú í bið-
stöðu vegna veiðideilunnar en
við vonum að þetta fari að leys-
ast,“ sagði Valdimar. ET
Miklar endurbætur fara nú fram á togaranum Sléttbak frá Akureyri. í gær átti að hífa gömlu vélina úr skipinu og
þurfti mikinn viðbúnað til þess, eins og sést á myndinni. Mynd: rþb
Uppgjörsreikningar Hitaveitu Akureyrar:
Áætlanir stóðust hjá
87% notenda
-190 notendur eiga 2166 krónur inni að meðaltali
Nú fyrir skötnmu voru sendir
út svokallaðir uppgjörsreikn-
ingar frá Hitaveitu Akureyrar,
fyrir síðustu sex mánuði ársins
1986. Reikningarnir eiga að
jafna út þá skekkju sem orðið
hefur í áætlunum um vatns-
notkun og því fengu notendur
Samherji hf. með fjórðu
hæstu launagreiðslumar
Þaö er greinilegt af saman-
burði yfir þau fyrirtæki sem
greiða hæstu meðallaunin til
starfsmanna sinna, að útgerð-
arfyrirtæki eru þar nær ein-
göngu í öllum efstu sætunum.
Efst trónir Rækjustöðin á ísa-
firði og í 4. sætinu er Samherji
hf. á Akureyri. Samkvæmt
niðurstöðum Frjálsrar verslun-
ar hefur fyrirtækið greitt rösk-
lega 2,1 milljón króna í með-
allaun á starfsmann á árinu
1985.
í þessum samanburði er þó
tekið fram, að miðað sé við
starfsmann sem vinnur fullt starf
í eitt ár. Einnig geti verið um að
ræða Störf hluta úr árinu en þá
dreifast ársverkin að meðaltali
yfir allt árið. Sú er oft raunin á,
t.d. hjá þeim sem starfa við
loðnuveiðar og einnig vinnslu
loðnunnar. Þannig er ekki víst að
nokkur sjómaður sé með þær árs-
tekjur sem koma fram á listunum,
því hann tekur mið af því að
menn vinni allt árið.
En hvað um það, starfsmenn
Samherja eru í fjórða efsta sæt-
inu og af öðrum norðlenskum
fyrirtækjum sem ofarlega eru má
nefna Hólmadrang hf. á Hólma-
vík í 9.sæti með 1837 þúsund í
mcðallaun, Skagstrending hf í
ll.sæti með 1734 þúsund, Sigl-
firðing hf. í 17. sæti með 1552
þúsund, Súlur hf á Akureyri í 19.
sæti með 1524 þúsund, þá
Útgerðarfélag KEA (Snæfell í
Hrísey) með 1250 þúsund og er í
31.sæti, Útgerðarfélag CJlafs-
fjarðar hf. í 33. sæti með 1241
þúsund, Útgerðarfélag Dalvík-
inga hf.(Björgvin) í 38.sæti með
1180 þúsund og Útgerðarfélag
N.-Þingeyinga í 40.sæti með 1173
þúsund kr. í meðallaun á árinu
1985.
Sjálfsagt er hægt að finna ýmsa
aðra fyrirvara á þessum lista en
þá sem blaðið Frjáls verslun til-
tekur, en þannig lítur hann út
hvað varðar norðlensk fyrirtæki.
HS
nú annað hvort senda hærri
reikninga en venjulega eða til-
kynningar um inneign.
Af 3050 notendum HA fengu
197 senda inneignartilkynningu.
Af þessum 197 eru 7 mjög stórir
notendur svo sem SÍS og er með-
altalsinneign þeirra um 120.000
krónur. Hinir 190 almennu not-
endurnir eiga hins vegar að meðal-
tali 2166 krónur inni hjá hitaveit-
unni. Vextir verða reiknaðir á
inneignirnar þar til upphæðin
verður greidd út eða dregin frá
næsta reikningi. Notendur verða
að tilkynna hvorn kostinn þeir
velja.
Ester Guðbjörnsdóttir skrif-
stofustjóri hjá hitaveitunni sagði
í samtali við blaðið að áætlanir
hefðu nú staðist mun betur en í
fyrra enda væri reynslan af mæla-
kerfinu nú orðin eitt og hálft ár.
Árið 1985 var vatnsnotkun áætl-
uð of eða van hjá um 20% not-
enda. Búast má við að vatnsnotk-
un hafi nú verið áætluð of lítil hjá
álíka mörgum og greiddu of mik-
ið og samtals gerir það 400 not-
endur eða um 13%.
Desemberreikningar hitaveit-
unnar voru um 300 krónum lægri
en reikningar hinna ellefu mán-
aðanna að meðaltali. Ester sagði
að stöðugt væri fylgst með hita-
stigi affallsvatns og einnig dæl-
ingu og vegna fyrirsjáanlegrar
minnkunar í notkun hefðu reikn
ingar í október og nóvember ver
ið lækkaðir nokkuð. EJ
Krossanes:
2400
tonn eftir
verkfall
Frá því sjómannaverkfalli lauk
hafa þrjú skip landað loðnu í
Krossanesi samtals um 2300
tonnum. Verksmiðjan er um 5
sólarhringa að vinna úr þessu
hráefni.
Þórður Jónasson landaði síð-
astliðið miðvikudagskvöld tæp-
lega 706 tonnum. Pétur Jónsson
landaði síðan á fimmtudag tæp-
um 805 tonnum og sama dag
landaði Súlan um 802 tonnum.
Á laugardag var bræla á loðnu-
miðunum sem nú liggja skammt
austur af Berufirði. Skipin lögð-
ust þá inn á firðina og lönduðu
þar smáslöttum. í gær fóru skipin
síðan aftur á veiðar og ef veiðar
ganga vel má jafnvel búast við
mein lo^-nu í Krossanes í kvöld.
ET