Dagur - 27.01.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 27. janúar 1987
-viðtal dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
ieiðarí.______________________________
Sameining Útvegs-
og Búnaðarbanka
Bankamálin hafa verið mikið til umræðu allt
frá því að hrun Útvegsbankans varð stað-
reynd í framhaldi af gjaldþroti Hafskips.
Bankaráð og bankastjórar Útvegsbankans
hafa orðið fyrir harðri gagnrýni vegna þessa
máls og það er krafa almennings að úr því
verði skorið hverjir bera ábyrgðina. Það er
alvarlegur hlutur ef menn komast upp með að
skjóta sér undan ábyrgð í gjaldþrotamáli sem
kostar þjóðarbúið hundruð milljóna króna.
Slíkt grefur undan siðferðisvitund almenn-
ings í landinu.
Stjórnarflokkanna greindi á um hvaða leið
skyldi farin í bankamálunum. Sjálfstæðis-
menn vildu að Útvegsbankinn, Verslunar-
bankinn og Iðnaðarbankinn yrðu sameinaðir í
einn stóran hlutafélagsbanka. Nú er ljóst að
sú leið er ekki fær.
Framsóknarflokkurinn lagði til að ríkis-
bönkunum yrði fækkað um einn með samein-
ingu Útvegsbankans og Búnaðarbankans og
nú hefur stjórn Seðlabankans einnig lagt til
að sú leið verði reynd.
Þær viðræður sem þegar hafa farið fram um
bankamálin hafa sýnt þann mikla mun sem er
á hugmyndafræði Framsóknarflokksins ann-
ars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar.
Sjálfstæðismenn - og sérstaklega frjáls-
hyggjuöflin í þeim flokki - hafa sýnt, að raun-
veruleg stefna þeirra er sú að reksturinn skuli
vera í höndum einstaklinga þegar vel árar en
leita skuli á náðir ríkissjóðs þegar syrtir í
álinn. Dæmin sem sýna þetta eru mörg.
Einkabankarnir ætluðu sér að hagnast á óför-
um Útvegsbankans — án tillits til þess hvort
önnur leið og æskilegri frá sjónarhóli ríkis-
sjóðs væri fyrir hendi. Þetta studdu sjálf-
stæðismenn og kröfðust þess að farið yrði að
tillögu stjórnenda einkabankanna. Aðferð
þeirra hefur nú verið hafnað.
Tíminn sem farið hefur í þessar viðræður er
orðinn of langur. Það er brýnt að stjórnar-
flokkarnir nái samstöðu um aðgerðir í banka-
málunum, aðgerðir sem miða að því að gera
bankakerfið einfaldara og ódýrara fyrir
landsmenn. Sjálfstæðismenn verða að viður-
kenna að þeirra tillögur voru ekki fram-
kvæmanlegar.
Næsta skref er að ná samkomulagi um sam-
einingu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Þótt
stjórnarflokkana greini á um leiðir að því
markmiði, er brýnt að samstaða náist um
þetta mál í ríkisstjórninni fyrir kosningar.
BB.
„Ég vann í skattkerfínu í fímm
ár áður en ég kom hingað á
ferðaskrifstofuna. Fyrst var ég
á skattstofunni fyrir Norður-
land eystra í þrjú ár en síðan í
tvö ár hjá rannsóknadeild
ríkisskattstjóra.“ Síðan 1985
hef ég annast bókhaldið fyrir
Ferðaskrifstofu Akureyrar og
líkar það starf mjög vel. Hér er
ég að vísu ekki í miklum
tengslum við hinn almenna
viðskiptavin heldur má segja
að mín samskipti liggi frekar
hjá öðrum ferðaskrifstofum,“
segir Guðmundur Guðmunds-
son 24 ára gamall starfsmaður
á Ferðaskrifstofu Akureyrar
og leikmaður með KA í hand-
bolta.
- Fylgja þessu starfi mikil
ferðalög?
„Nei, stelpurnar fá öll ferða-
lögin,“ segir Guðmundur og á
þar við stúlkurnar frammi í
afgreiðslunni. „Nei ég sakna þess
ekki. Ég hef ferðast töluvert
gegnum árin bæði í sambandi við
handboltann og á eigin vegum
auk þess sem þessar ferðir sem
starfsfólk skrifstofanna fer í eru
engar skemmtiferðir."
- Hvað finnst þér um stöðu
ferðamála á Akureyri?
„Mér líst vel á stöðu þeirra
mála í dag og þetta er allt á upp-
leið. Nýráðinn bæjarstjóri hefur
sýnt mikinn áhuga á þessum mál-
um og ætlar sér greinilega að gera
stóra hluti. Að mínu mati þá á
Akureyri að geta orðið ferða-
mannastaður íslands númer eitt.
Við þurfum að fá fjármagn í
bæinn og það fæst með ferða-
mönnum,“
- Er það rétt að í vetur sért þú
bæði nemandi og kennari í Verk-
menntaskólanum?
„Já það er rétt. Ef Guð og
Bernharð leyfa þá lýk ég stúd-
entsprófi þaðan í vor. Auk þess
hef ég verið að kenna skattskil og
mér hefur líkað það mjög vel
enda eru þetta sem betur fer til-
tölulega fullorðnir nemendur.“
- Er ekkert skrítið að vera
nemandi og kennari í sama
skólanum?
„Nei, nei. Ég finn ekki svo
mikið fyrir því að ég sé nemandi
þar sem ég stunda nám utan-
skóla. Nemendum mínum þóti
það hins vegar sumum skrítið
þegar ég kom og settist við hlið-
ina á þeim í prófum. Þau verða
hins vegar að venjast þessu fyrir
vorið því þá tek ég mun fleiri
próf en ég gerði nú fyrir jólin."
- Var þetta draumastarfið þitt
sem barn, vinna við viðskipti?
„Já það má segja það. Þegar ég
var krakki þá rak faðir minn
gömlu Eyrarbúðina og þar var ég
öllum stundum. Mig langaði allt-
af til að verða sjoppueigandi og
hafði til að mynda voðalega lítinn
áhuga á að verða slökkviliðsmað-
ur eða lögregluþjónn.
Nú þegar faðir minn síðan var
verslunarstjóri í Kjörmarkaðin-
um í Glerárgötunni þá fékk ég
enn frekari nasasjón af þessu og
þótti mjög spennandi."
- Svo við snúum okkur að
handboltanum. Er það eina
íþróttin sem þú hefur komið
nálægt.
„Nei nei. í yngri flokkunum
tók maður náttúrlega þátt í fót-
boltanum líka. Einu sinni hef ég
orðið svo frægur að lenda í öðru
sæti á íslandsmóti. Það var í
gamla daga í fjórða flokki. Þá lék
maður með stjörnum eins og
Gunnari Gíslasyni og Erlingi
Kristjánssyni. Þetta sama sumar
náði ég þeim merka árangri að
verða markahæsti bakvörður
landsins, að minnsta kosti í þess-
um aldursflokki.
Einnig verð ég að minnast á
mjög skemmtilegt keppnistíma-
bil sem ég átti í körfuboltanum.
Þannig var að við vorum einu
sinni fengnir nokkrir handbolta-
strákar til að keppa á íslandsmóti
í körfubolta fyrir hönd KA. Við
unnum Þórsara og vorum sendir í
úrslit. Með okkur fór Mark
Cristiansen Bandaríkjamaður
sem þjálfaði Þórsarana. Það ber
að taka fram að við gátum um
það bil ekkert í körfubolta en
hins vegar höfðum við stærðina
með okkur. Þarna voru menn
eins og Erlingur Kristjánsson og
Ragnar Gunnarsson Skriðjökull.
Þegar við vorum að leika ein-
hvern leikinn þarna í úrslitunum,
með Mark Cristiansen á bekkn-
um þá komu þeir að spjalla við
hann allir Bandaríkjamennirnir
sem þá léku hér á landi þar 'af
tveir svertingjar. Okkur þótti það
ekki lítið fyndið að hafa fimm
Bandaríkjamenn á bekknum hjá
okkur.
Þegar maður fór að nálgast
meistararaflokkinn þá kom að
því að maður þurfti að velja á
milli handbolta og fótbolta. Þar
sem ég þyki nú ekki með sprett-
harðari mönnum þá tók ég þann
kostinn að snúa mér að handbolt-
anum.
Ég hóf að leika með meistara-
flokki KA 17 ára gamall og hef
leikið þar síðan ef frá eru talin
tvö ár sem ég lék með Víkingi,
þar af annað undir stjórn
Bogdans.
Bogdan hefur haft gífurleg
áhrif á handboltann hér á landi
enda má nú segja að allir þjálfar-
ar í fyrstu deildinni að undan-
skildum Geir Hallsteinssyni hafi
leikið undir hans stjórn.
Bogdan er frábær þjálfari enda
hefði hann aldrei fengið að kom-
ast upp með þessi „karakter-
morð“ sín ef svo væri ekki.“
- Ertu ánægður með gengi KA
í vetur?
„Nei ég er sennilega einn af
fáum sem er ekki nógu ánægður.
Ég tel að við eigum að geta
betur. Við erum búnir að tapa
þremur leikjum heima og það eru
allt leikir sem við hefðum átt að
vinna. Við höfum hins vegar orð-
ið fyrir mikilli blóðtöku og þar er
fyrst að nefna Erling Kristjáns-
son sem er sennilega einn sterk-
ast leikmaður okkar fyrr og
síðar. Það hafa hins vegar komið
menn í staðinn og ég er sann-
færður um að næstu ár verða
mikið blómaskeið hjá KA í hand-
bolta, jafnvel strax næsta vetur.“
- Er handboltinn áhugamál
númer eitt eða er þetta vinna?
„Þetta er bæði áhugamál og
vinna. Þegar leiðinn sækir á
mann þá er þetta ekkert annað
en vinna. En auðvitað væri mað-
ur ekki í þessu ef maður hefði
ekki gaman af. Félagsskapurinn
sem fylgir þessu er ómetanlegur
og eftir því er maður að sækjast.
Það versta í þessu er að maður
má helst ekki eiga konu og barn.
Það fer allur tíminn í handbolt-
ann.“
- Hvað með önnur áhugt
mál?
„Ég hef mikinn áhuga á
pólitík. Ég er ekki flokksbundinn
en fylgist mjög vel með og les
Dag upp til agna.“ ET
„Með fimm Bandaríkja-
menn á bekknum"
- Guðmundur Guðmundsson handknattleiksmaður
og starfsmaður FA í viðtali dagsins