Dagur - 27.01.1987, Síða 3

Dagur - 27.01.1987, Síða 3
27. janúar 1987 - DAGUR - 3 Hinir nýútskrifuðu skipstjórar með 200 tonna réttindi fremri röð frá vinstri: Sigurður V. Olgeirsson, Óskar Karlsson, Aðalstcinn Karlsson, Aðalgeir Olgcirsson. Aftari röð: Eyvindur V. Thorshamar, Hreiðar Olgeirsson, Viðar Eiríksson, Már Höskuldsson og Karl Oskar Geirsson. Mynd: Víkurbiaðið. Húsavík: Níu skipstjórar útskrifast með 200 tonna réttindi Níu skipstjórar útskrifuðust, með réttindi til að stjórna bát- um allt að 200 tonnum að stærð, þann 18. jan. Skipstjór- arnir hófu réttindanámið í nóvember, það var haldið á vegum Gagnfræðaskóla Húsa- vikur og hafði Vilhjálmur Páls- son kennari umsjón með því. Þetta er í fyrsta sinn sem skip- stjórum gefst kostur á að stunda slíkt nám á Húsavík en í fyrravet- ur var haldið námskeið sem gaf réttindi til að stjórna allt að 80 tonna bátum og allir skipstjór- arnir sem útskrifuðust nú tóku einnig þátt í námskeiðinu í fyrra. Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri sagði að nemendurnir hefðu náð mjög góðum árangri, óhætt væri að segja að þeir hefðu lagt sig mikið fram við námið. Þetta væri áfangi á langri leið því 1965 hefði í fyrsta sinn verið boðið upp á sjóvinnunám við skólann og sú grein verðið kennd þar nær óslitið síðan. Stöðugt er að aukast að fullorðið fólk stundi nám, sem tengist atvinnuvegun- um, við gagnfræðaskólann, í fyrravetur var haldið námskeið fyrir vélstjóra og fyrir jólin luku tvær konur prófi eftir tveggja ára nám á viðskiptabraut. Hinir nýútskrifuðu skipstjórar heita: Aðalgeir Olgeirsson, Aðalsteinn Karlsson, Eyvindur V. Torshamar, Hreiðar Olgeirs- son, Karl Óskar Geirsson, Már Höskuldsson, Óskar Karlsson, Sigurður V. Olgeirsson og Viðar Eiríksson. IM Leikfélag Akureyrar: Hlutverkaskipti í Kabarett - „svekktur“ segir Gestur Einar Jónasson Þær breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan í Kabarett sem Leikfélag Akureyrar æfír um þessar mundir að Gestur Einar Jónasson varð að hætta í hlutverki kabarettstjórans samkvæmt læknisráði. Hann á við bakmeiðsli að stríða og þetta stóra hlutverk krefst töluverðra sviptinga. Guðjón Pedersen mun taka hlutverkið að sér. Þeir Guðjón og Gestur munu hafa hlutverkaskipti. Guðjón leikur kabarettstjórann en Gest- ur bregður sér í hlutverk Ernst Ludwig sem er upprennandi nas- isti. Gestur segist aldrei hafa leik- ið nasista fyrr þannig að þetta væri ný reynsla. „En auðvitað er maður svekkt- ur yfir því að missa af þessu hlut- verki. Þessi átök sem krafist er í hlutverki kabarettstjórans voru bara of mikil fyrir bakið á mér, því miður. En maður getur þó gert gagn með því að skipta á þessum hiutverkum og það er hagstæðasta lausnin fyrir alla aðila í þessari stöðu,“ sagði Gest- ur að lokum, en honum þótti að vonum miður að þurfa að hætta við þetta áhugaverða og krefj- andi hlutverk. SS -------------------------------------------- INámskeið Raddstyrking, raddbeiting, slökun, djúpöndun, framsögn, tjáskipti, samskipti, sjálfsþekking. Þeíía cru þcir þættir scm viö lcggjum aðuláhcrslu ú í númskcidum okkar. Er þetta ekki citthvað t'yrir þig? Þórey Eyþórsdóttir, talmcinafræöingur. Þráinn Karlsson, leikari. Innritun og upplýsingar í síma 25774 næstu daga. Vinningstölur 24. janúar 1987 Heildarvinningsupphæð 4.941.324,00 1. vinningur var kr. 2.477.406,00. Skiptist hann á milli 6 vinningshafa kr. 412.901,00 á mann. 2. vinningur var kr. 741.120,00. Skiptist hann á 320 vinningshafa kr. 2.316,00 á mann. 3. vinningur var kr. 1.722.798,00. Skiptist á 8.701 vinningshafa sem fá 198,00 hver. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI NÝ NÁMSKEIÐ Almenn námskeiö Myndlistaskólans á Akureyri 5. febrúar til 20. maí Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. Auglýsingateiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga ki. 13.00-17.00. Skólastjóri. „Lítur ekki illa út með trjágróður“ - segir garðyrkjustjórinn á Akureyri Menn velta því fyrir sér um þessar mundir hvaða áhrif hlýindin að undanförnu geti haft á gróður. Fram hefur komið að víða eru mikil svella- lög á túnum og þeim hætt við kalskemmdum ef ekki verður breyting á. Samkvæmt upplýs- ingum frá ráðunautunum Bjarna Guðleifssyni og Stefáni Skaftasyni er ástandið slæmt í vestanverðum Eyjafírði, Svarf- aðardal, Fnjóskadal og Kinn svo dæmi séu nefnd. Árni Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri sagði að trjágróðri væri ekki hætta búin í þessum hlýindum, ekki ennþá að minnsta kosti. „En svo veltur þetta á framhaldinu, það er erfitt að segja til um það núna, en það er ekkert farið að þrútna eða slíkt hjá okkur,“ sagði Árni Steinar. „Þetta er eins og allt í landbún- aðinum háð duttlungum og mað- ur veit aldrei raunar fyrr en upp er staðið hvernig þetta fer. En það lítur ekkert illa út með trjá- gróður,“ sagði Árni að lokum. SS INNFL YTJENDUR Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri. Sími 96-27035. Lestum til íslands í viku 7 (9.-14. febrúar) í Rotterdam og Esbjerg. Hagstæð flutnings- gjöld. Leitið nánari upplýs- inga á skrifstofu Kaupskips hf. Flytjum frystivörur jafnt sem aðrar vörur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.