Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 27.01.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. janúar 1987 Þrír góðir gestir úr Hafralækjarskóla komu á skrifstofu Dags á Húsavík þann 14. jan. Þetta voru áhugasamir nemendur í starfskynningu og þar sem blaðið var komið með fjóra blaðamenn á staðnum þennan dag var ákveðið að taka fyrir stórt verkefni, líta á framkvæmdirnar við nýja íþróttahúsið. Þar tók Pálmi Pálmason æskulýðs- og íþróttafulltrúi á móti hópnum og svaraði greiðlega öllum spurningum. Nýju blaðamennirnir á Degi heita Jóna Kristjánsdóttir, Sigrún Fanney Sigmarsdóttir og Þórdís Linda Guð- mundsdóttir. Það var Þórdís sem tók allar myndirnar inni í húsinu og auk þess tók hún þátt í að láta spurn- ingahríð dynja á Pálma ásamt Sigrúnu og Jónu. Pálmi Pálmason, æskulýðs- og íþróttafulitrúi á Húsavík og Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Sigrún Fanney Sigmars- dóttir og Jóna Kristjánsdóttir nemendur í Hafralækjarskóla. Mynd: im. - Pálmi Pálmason æskulýðs- og íþróttafulltrúi yfirheyrður - Heldurðu virkilega að húsið verði til fyrir landsmótið? „Já, ég er alveg sannfærður um það.“ - Hvað eru margir að vinna hérna? „Það eru 10-15 manns við vinnu núna, það er verið að vinna við trésmíðar, raflögn, pípulagn- ir og múrverk." - Vinnur engin kona hérna? „Jú, hér vinnur ein kona sem er smiður.“ - Hvað verða margir starfs- menn við húsið? „Til að byrja með verða ráðnir tveir menn í fullt starf og einn maður í hálfa stöðu.“ - Hvað er húsið stórt og hvað eiga margir að rúmast í því? „Gólfflötur salarins er 27x45 metrar og húsið er löglegt fyrir allar íþróttagreinar. Við verðum með fullkominn handboltavöll af alþjóðlegri stærð og körfubolta- völl af þeirri stærð sem samþykkt var á Olympíuleikunum í Mex- íkó, þannig að við uppfyllum alla Mynd: Þórdís L. Guömundsdóttir. staðla varðandi svona hús og get- um haldið innanhússmót í öllum þeim greinum sem við tökum þátt í. Hvað margir mundu rúmast í salnum ef þar yrði haldinn dans- leikur er erfitt að segja til um, tvö til þrjú þúsund eftir því hve menn vilja dansa þétt. En miðað við að allir séu standandi geri ég fast- lega ráð fyrir að inn í svona sal kæmust 6-7 þúsund manns ef áhorfendabekkirnir væru dregnir að veggnum.“ - Ætlið þið að fara að halda stærri mót en þið hafið gert og fleiri mót á veturna? „Við munum örugglega verða með mót hérna strax næsta vetur. Hér kemur handboltinn inn en ekki hefur verið hægt að keppa í þeim leikjum á Húsavík. Svo er spurning hvernig hlutirnir eiga eftir að ganga í sambandi við körfuboltann, þar höfum við ekki tekið þátt en ég vona að úr því rætist. Við verðum komin með völl til að bjóða upp á innanhúss- „Vildi vera á aldur við krakkana mmanuna u - segir íþróttamaðurinn og málarinn Pétur Pétursson Pétur Pétursson íþróttamaður og málari kepptist við að mála suðurvegg salarins í nýja íþróttahúsinu en hann gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum sem ungu döm- urnar lögðu fyrir hann. - Ert þú mikill listmálari? „Ég er ekki listmálari, en ég er góður málari. Lýst ykkur ekki vel á húsið?“ - Jú, jú. Stundar þú íþróttir? „Ég er eiginlega að hætta því, en ég stundaði íþróttir að minnsta kosti í tíu ár, var á skíðum, lék handbolta og fót- bolta.“ - Unnuð þið eitthvað merki- legt þá? „Fyrsta deildin vannst ekki fyrr en ég var hættur.“ - Ertu lærður málari? „Já, það er ágætt að vinna við þetta og svo hef ég líka verið á sjó til að drýgja tekjurnar." - Hvernig finnst þér að vinna við þetta hús? „Það er alveg dásamlegt að rífa það upp og klára það, það er Pétur Pétursson málari. virkilega gott að vinna hérna.“ - Hvernig finnst þér fyrir Húsvíkinga að fá húsið? „Alveg dásamlegt, ég mundi vilja vera á aldur við krakkana mína núna.“ - Stunda þau íþróttir? „Eldri strákurinn minn leikur fótbolta með sjötta flokki, þeir spiluðu á Tomma-mótinu í Vest- mannaeyjum í sumar og urðu í öðru sæti.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.