Dagur


Dagur - 27.01.1987, Qupperneq 12

Dagur - 27.01.1987, Qupperneq 12
Akureyri, þriðjudagur 27. janúar 1987 Ljósritunarveiar Búðarkassar Reiknivélar Hljómdeild Sjónvarp Akureyri: Hrísey: Lárus Ægir Guömundsson framkvæmdastjóri Hólaness flutti aðalræðu dagsins, og rakti í stuttu máli sögu fyrirtækisins og byggingasögu viðbyggingarinnar. Hólanes hf. hóf starfsemi sína 31. október 1944 og árið 1968 keypti það frystihús Kaupfélags Skag- strendinga. Eftir það má segja að farið hafi að ganga vel rneð rekst- urinn sem hafði verið erfiður á meðan tvö frystihús voru starf- rækt á staðnum. Þegar ráðist var í þær fram- kvæmdir sem nú er senn lokið, höfðu verið uppi hugmyndir um að byggja nýtt frystihús og sagði Lárus Ægir að með þeim fram- kvæmdum sem nú væri verið að Ijúka væru þeir hjá Hólanesi komnir með nútíma frystihús og gætu í tímans rás tekið við afla Kaffistofan gefur lítið eftir bestu veitingasölum og hún var þéttsetin gestum sem nutu góðra veitinga í boði Hólaness hf. Mynd: G.Kr. annars togara ef vildi, en hráefni til frystihússins kemur nær ein- göngu með togaranum Arnari. I nóvember ’84 var ákveðið að hafist skyldi handa við viðbygg- inguna að vori ’85, og var bygg- ingin orðin fokheld í desember það ár. Viðbyggingin er 250 fer- metrar á þrem hæðum og tengj- ast tvær neðri hæðirnar eldri hluta hússins en á efstu hæðinni er fyrrnefnd kaffistofa sem helst líkist veitingasal á góðu hóteli auk þess sem þar er gert ráð fyrir eldhúsi, saunabaði, búningsklef- um og hvíldarherbergi til afnota fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er nú um 36 milljón- ir en reiknað er með að þegar öllu verður lokið muni kostnað- urinn verða á bilinu 42 til 44 milljónir. Vinnslugeta hússins eykst um átta til tuttugu tonn á dag eftir því hvað verið er að. vinna, en á síðasta ári tók Hóla- nes á móti ca. 3500 tonnum auk 700 tonnum af hörpudiski. Byggingameistari við breyting- arnar var Eðvarð Hallgrímsson og hafði hann yfirumsjón með öllum framkvæmdum. Bæjarstjórn Húsavíkur: Hitaveitan hækkar Á fundi bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. fimmtudag var sam- þykkt samhljóða að hækka gjaldskrá hitaveitunnar um 10% frá 1. febrúar nk. Einnig var samþykkt sam- hljóða að hækka vatnssölu um mæli um 23% frá og með 1. jan.’87 en það er sama hækkun og verður á fasteignamati milli ára. Að loknum ótrúlega löngum umræðum um gjaldskrármál sundlaugarinnar var samþykkt samhljóða ný gjaldskrá fyrir sundlaugina og ný gjaldskrá fyrir skíðamannvirki í Húsavíkur- fjalli, tímbilið 1. jan.-31. maí ’87. Hver miði í sundlaugina mun frá 1. feb. kosta kr. 55.- fyrir full- orðna, en miðinn kostar nú kr. 45.- afsláttarmiðar, lOstk. hækka í 450,- kr. úr 320,- kr., en verð fyrir börn helst óbreytt 20,- kr. miðinn og 130,- kr. 10 stk. Gjaldskráin fyrir skíða- mannvirkin hækkar um 0-5%. Frítt veröur áfram fyrir börn yngri en 6 ára, lítil eða engin hækkun verður á kortum barria en kort fullorðinna hækka um 5%. IM Myndlyklamir streyma í hús - sumir þurfa að breyta loftnetum Nú er afgreiðsla á myndlyklum í fullum gangi hjá Akurvík og munu hátt í 200 lyklar hafa verið seldir og fleiri eru vænt- anlegir. Reiknað er með að búið verði að afgreiða allar eldri pantanir í byrjun febrúar og síðan verði hægt að afgreiða nýjar pantanir jafnóðum. En ekki eru allir jafn vel settir þótt þeir séu komnir með mynd- lykil í hendurnar því í sumum tilfellum þarf að breyta loftnet- um. í kjölfar þessara tíðinda hefur dagskrá Sjónvarps Akureyrar breyst til muna, lengst og batnað. Eftir að þeir fóru að senda út truflað hafa þeir fengið allt annað og betra efni frá Stöð 2. Meðan útsendingar voru ótruflaðar stóð þeim fátt til boða og dagskráin var einhæf af þessum sökum. Bjarni Hafþór Helgason sjón- Kaldbakur landaði 185 tonnum Kaldbukur EA 301 landaði í gær 185 tonna afla eftir 10 daga veiðiferð. Afiinn var að mestu þorskur. Skipið fer aftur á veiðar í dag. Síðar í vikunni má búast við Sval- baki til hafnar. ET varpsstjóri gat þess að nú fyrst væri dagskráin að komast í eðli- legt horf og ætti eftirspurnin að fara að aukast nú þegar fólki stæði almennileg dagskrá til boða. Bjarni Hafþór sagði einnig að á nokkrum stöðum hefði borið á því að lofnet væru ekki nógu góð þannig að myndlykillinn fengi ekki nægan styrk til að afrugla útsendinguna. Þetta hefði til dæmis komið upp á þar sem útsendingin er tekin í gegnum myndbandskerfi í fjölbýlishús- um. Hjá Akurvík fengust þær upp- lýsingar að sums staðar kæmi myndlykillinn ekki að notum þar sem um innilofnet væri að ræða en á öðrum stöðum væri það allt í lagi. Þá skiptir máli hvernig úti- loftnet menn eru með því nauð- synlegt er að hafa svokölluð breiðbandsloftnet. Þeir hjá Akurvík hafa lítinn tíma til að kippa þessu í liðinn fyrir fólk en Bilun s.f. og Björgvin Leonards- son hafa boðist til að taka þetta verk að sér. Aðspurður sagði Bjarni Haf- þór að þeir hefðu látið fólk sem fékk myndlykil í þessum mánuði greiða áskrift fyrir febrúar, en ekki afganginn af janúar. Áskriftargjaldið er 950 kr. á mánuði og á í framtíðinni að borga það 20. hvers mánaðar, mánuð fyrirfram og fær fólk þá númer fyrir þann mánuð. Útsendingar standa yfir í rúm- lega 200 klukkustundir á mánuði. SS Þrátt fyrir góða veðrið undanfarið hafa endurnar á Andapollinum ekki úr miklu að moða og slógust því um hvern bita sem drengirnir hentu til þeirra. Mynd: RÞB. Verður Snæ- fellið selt? Um mánaðamótin verður byrj- að að skoða tilboð sem bárust í endurbætur á Sólfelli EA 640 sem Njörður hf. í Hrísey gerir út. Þá er líka verið að ræða um endurbætur eða sölu á togar- anum Snæfelli EA 740 sern er í eigu Utgerðarfélags KEA í Hrísey. Heyrst hefur að líkur séu til þess að Snæfellið verði selt og nýr togari keyptur í staðinn. Kristján Ólafsson fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sagði það mál á umræðustigi og ekki hægt að segja til um það strax hvort sú leið verði farin. „Við erum að fara í viðræður við Norðmenn í næstu viku og við vitum ekki hvað út úr þessu kemur, en það er verið að skoða þessi mál af fullri alvöru,“ sagði Kristján. Hann sagði að verið væri að ræða það við Útgerðarfélag KEA og Njörð hf. hvernig best væri að haga þessum málum. En um mánaðamótin mun a.m.k. skýr- ast hvað kemur út úr tilboðunum sem bárust í viðgerð og endur- bætur á Sólfellinu. SS KEA áfram í hópi þeirra stærstu Kaupfélag Eyfirðinga er enn sem fyrr á lista yfir stærstu fyrirtæki landsins miðað við veltu. Það er í sjöunda sæti með rúmlega 3,7 milljarða kr. veltu á árinu 1985. Mestu veltu hefur Sambandið, eða 11,8 Hólanes hf. stækkar Síðastliðinn laugardag var formlega tekin í notkun við- bygging frystihússins Hólaness á Skagaströnd. Af því tilefni bauð fyrirtækið til kaffísam- sætis í stórglæsilegri katfístofu frystihússins, þar sem ræður voru fluttar og boðið upp á kaffí og meðlæti. milljarða, þá SH með 7,4 milljarða, Landsbanki íslands með tæplega 6,4, Flugleiðir með tæplega 5,8, Olíufélagið með 4,2, SÍF með tæplega 4 milljarða og síðan KEA. Næst þar á eftir kemur ÁTVR og Islenska álfélagið. Af öðrum norðlenskum fyrir- tækum sem ofarlega eru á þess- um lista, sem blaðið Frjáls vers'l- un birtir árlega, má nefna Kaup- félag Skagfirðinga og Fiskiðju Sauðárkróks í 31. sæti með veltu upp á 1,1 milljarð, Útgerðarfélag Akureyringa í 40. sæti með 878 milljón kr. veltu 1985, Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag V,- Hún. í 53. sæti og Slippstöðina í 78. sæti með 454 milljón kr. veltu. Þegar litið er á það hverjir eru stærstu vinnuveitendur kemur í ljós að Reykjavíkurborg er þar í fyrsta sæti með meðalfjölda starfsmanna tæplega 5 þúsund, Ríkisspítalar koma næst með 2460, Póstur og sími með um 2 þúsund, Sambandið í 4. sæti með 1590 starfsmenn. Þá koma Flug- leiðir, Landsbankinn, Varnarlið- ið og Kaupfélag Eyfirðinga í 8. sæti með 1098 starfsmanna með- alfjölda á árinu 1985. Akureyrar- kaupstaður er síðan í 13. sæti með 566 starfsmenn, Útgerðar- félag Akureyringa í 17. sæti með 460 að meðaltali, Sjúkrahúsið á Akureyri í 20. sæti með 398 og Kaupfélag Skagfirðinga og Fiskiðja Sauðárkróks í 27. sæti með 325 starfsmenn að meðaltali árið 1985. Slippstöðin er í 36. sæti með 270 starfsmenn. HS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.