Dagur - 04.02.1987, Page 8

Dagur - 04.02.1987, Page 8
8 - DAGUR - 4. febrúar 1987 Tannvemd- arátak þessa viku Þessa viku er í gangi tann- verndarátak á vegum Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. I tilefni af því verður ýmislegt um að vera og m.a. verða birtar þrjár greinar í blaðinu til fræðslu um tennur og tannvernd. 6 og 7 ára börn fá bæklinginn „Biti milli mála“, í skólanum, ásamt fræðslu um þýðingu matar- æðis á tannskemmdir. 12 ára börn fá afhent endurskinsmerki með áletruninni „Þínar tennur, þitt að velja,“ en það er slagorð tannverndarátaksins þessa viku. t>á er kominn út bæklingur um tannvernd, ætlaður verðandi for- eldrum. Bæklingurinn mun liggja frammi á mæðra og ungbarnaeft- irliti svo og fæðingarstofnunum. Á föstudag, 6. febrúar er aðal- tannverndardagurinn og þá mun aðstoðarfólk tannlækna fræða um tannburstun og tannhreinsi- áhöld í stórmörkuðum bæjarins. Hver íslendingur neytir að meðaltali 60 kg af sykri á ári og það er heimsmet, við eigum líka heimsmet í tannskemmdum. Það er því augljóst að ekki veitir af tannverndarátaki sem þessu og það er vonandi að það verði til að draga úr sykuráti og tann- skemmdum. íslendingar neyta árlega 3600 tonna af sælgæti og hefur neyslan aukist mjög mikið síðast liðin 25 ár. Árið 1960 borð- uðum við 487 tonn af sælgæti, 1026 árið 1970 og 1264 tonn árið 1980 og síðan hefur sigið hratt á ógæfuhliðina. Við drekkum líka 100 lítra af gosi á ári að meðaltali og það er meira en flestar þjóðir. Árið 1980 drukkum við 78 lítra, hver íslendingur, meðan Norð- menn drukku 59 lítra hver. Flesta tannsjúkdóma er hægt að koma í veg fyrir með einföld- um ráðum og er það mest á valdi hvers og eins hvort það tekst, enda hefur hinum Norðulanda- þjóðunum tekist að fækka tann- skemmdum um meira en helming á fáum árum. í því sambandi er án efa mikilvægast rétt fæðuval og góðar matarvenjur. Vegur þar þyngst að neyta holls morgun- verðar og annarra aðalmáltíða, að halda neyslu sykurs, sælgætis og sætra drykkja í lágmarki, forðast bita milli mála, stunda rétta tannhirðu og hagnýta kosti flúors t.d. í tannkremi, fluorskoli og töflum. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur beitt sér fyrir vörnum gegn tannskemmdum undanfarin ár og varði til þess 2Vi milljón króna á sl. ári. Við þetta hefur ráðuneytið haft samráð við fulltrúa frá Tannlæknafélagi íslands og Tannlæknadeild HÍ og nú hefur Ragnhildur Helgadóttir, gefið út reglugerð þar sem þessi samvinna hefur verið sett í fastari skorður með stofnun tannvernd- arráðs. -HJS >—. — " —- Auglýsing i Degi BORGAR SIG Hvað er góðauglýsing?Allirauglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaöer ekki sama í hvaða blaöi auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa / Degi. þar eru allar auglýsingar góðar lýsingar. uþróttic Völsungsstelpurnar, hér í leik við Eikina, standa best að vígi í Norðuriandsriðli 1. flokks. Norðurlandsriðill 1. flokks í blaki: Yfirburðir Völsungs - í kvennaflokki en hörkukeppni í karlaflokki Frá því um miðjan desember hefur keppni í Norðurlands- riðli 1. flokks í blaki staðið yfír og stendur hún yflr fram yfír 20. mars. Þá hefst úrslita- keppnin og fer hún að þessu sinni fram á Akureyri. Leikið er í tveimur riðlum, Norður- Körfubolti: Tvíframlengt á Húnavöllum - er Skallagrímur sigraði USAH 76:71 Það var hart barist í íþrótta- húsinu á Húnavöllum á föstu- dagskvöldið en þar mættust lið USAH og UMFS í 2. deildinni í körfubolta. Skallagrímsmenn fóru með nauman sigur af hólmi eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leik- tíma var 59:59 og því var framlengt. Sama jafnræðið var með liðunum í framlengingunni og skoraði hvort lið 7 stig. Skalla- grímsmenn fengu kjörið tækifæri til þess að vinna leikinn í lok fyrri framlengingarinnar er þeir fengu eitt vítaskot að loknum leiktíma. Þeim brást bogalistin og úrslitin því 66:66 og því var framlengt á ný- I seinni framlengingunni reyndust Borgnesingarnir sterk- ari og þeir sigruðu í leiknum 76:71. Varnarleikur beggja liða var mjög góður en sóknarleikurinn að sama skapi slakur. Leikmenn UMFS eru mun stærri en leik- menn USAH og var það stærð- armunurinn fyrst og fremst sem gerði gæfumuninn í leiknum. Þetta var þriðji leikur USAH í 2. deildinni í vetur og hafa þeir allir tapast. Næsti leikur liðsins er gegn Reyni og fer hann fram á Húnavöllum 14. febrúar. lands- og Suðurlandsriðli og auk þess kemur Þróttur Nesk. beint inn í úrslitakeppnina. í karlaflokki leika Öðinn A og B, Skautar A og B og HSÞ. í kvennaflokki leika Óðinn, Völsungur og Eik. Sex leikjum er lokið í karlaflokki og urðu úrslit- in þessi: Skautar B-Óðinn A 0:3 HSÞ-Óðinn B 3:0 Skautar A-Skautar B 3:1 HSÞ-Skautar A 2:3 Óðinn B-Óðinn A 0:3 Skautar B-Skautar A 2:3 í kvennaflokki er tveimur leikjum lokið og urðu úrslitin þessi: Völsungur-Eik 3:0 Óðinn-Völsungur 0:3 Næstu leikir í riðlinum verða á föstudag og laugardag í íþrótta- húsi Glerárskóla, allir í karla- flokki. Á föstudagskvöld leika fyrst Skautar A og Óðinn B og síðan Skautar B og HSÞ. Á laug- ardag leika Óðinn A og HSÞ. Úrslitakeppnin fer fram dag- ana 27. og 28. mars og er reiknað með 4 liðum í úrslitum í karla- flokki og 3 liðum í kvennaflokki. Mikil gróska - í golfinu á Blönduósi Golfklúbburinn Ós á Blöndu- ósi hélt sinn fyrsta aðalfund miðvikudaginn 28. janúar, en klúbburinn var stofnaður Kvennaknattspyrna: Laugamótiö innanhúss - fer fram 15. febrúar Laugamótið í innanhússknatt- spyrnu kvenna verður haldið sunnudaginn 15. febrúar á Laugum í Reykjadal. Hverju félagi er heimilt að senda fleiri en eitt lið. Þátttökugjald er 2500 kr. fyrir eitt lið en 4000 kr. fyrir tvö lið. Þau lið sem hafa áhuga á því að taka þátt í mótinu eru beðin að skrá sig hjá Kristjáni Sigurðssyni í síma 43116 eða 43120 fyrir 11. febrúar og veitir hann einnig allar nánari upplýsingar. Núverandi handhafi Laugabik- arsins í kvennaflokki er KA en liðið vann Þór 5:4 í úrslitaleik á síðasta móti. 25. september 1985. í skýrslu stjórnar kom fram að margt hefur þegar verið unnið á svæði klúbbsins í Vatnahverfi og enn meira er framundan, eins og við er að búast hjá svo ungum klúbbi. Helstu framkvæmdir á árinu munu verða að taka þrjár brautir til viðbótar í notkun þannig að völlurinn verði níu holur. Byrjað verður á uppbygg- ingu flata og teiga, girðingavinnu haldið áfram, grafið upp úr skurðum o.fl. Þá eru uppi hug- myndir um að gera gamalt íbúð- arhús sem er þarna til staðar, nothæft sem klúbbhús, en samn- ingum við Blönduóshrepp varð- andi not af húsinu er enn ólokið. Mikil umræða varð um nauðsyn þess að ráðinn yrði starfsmaður til að annast völlinn, en flest bendir þó til þess að sökum fjár- skorts verði það ekki hægt. Á fundinum voru kynnt drög að mótaskrá fyrir golftímabilið í ár og samkvæmt þeim munu verða haldin 22 mót á vegum klúbbsins á árinu. G.Kr.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.