Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 5
5. febrúar 1987 - ÐAGUR - 5. dveljast í heilt ár á sjúkrahúsi. Hún kærði sig lítið um heimsókn- ir, sat bara og starði á vegginn. Lísu fannst þetta ástand hrylli- legt, hana langaði til að öskra en gat það ekki. Oft fannst henni að sjúkrahúsið gerði ekki neitt fyrir móður sína. Um jólin fékk hún að fara heim en þá tók ekki betra við. Móðirin sat bara og ansaði engum. Þegar Lísa sýndi henni myndir af allri fjölskyldunni, sem hún hafði látið innramma, varð hún ekkert glöð og tautaði í barm sér að hún vildi ekkert fremur en deyja. Lísa þjáist af sektarkennd vegna móður sinnar. Stundum finnst henni að hún hafi hafnað móður sinni og minnist tilvika þegar hún ansaði henni ekki eða læsti sig inni á herberginu þegar móðir hennar vildi tala við hana. Um helgar langaði hana til að fara burt frá öllu þessu. Hún hugsaði oft með sér á þá leið að mamma hennar hefði eyðilagt líf sitt og allrar fjölskyldunnar. Vinirnir hafa flestir snúið baki við fjölskyldunni. Þegar Lísa mætir þessu fólki á götu spyr það .oft eftir mömmu hennar og hvernig hún hafi þáð. Lísa vill helst ekki svara þessum spurning- um en stundum langar hana að segja frá öílu-hvernig allt er að tará í hundana. Faðir hennar lifir í stöðugum ótta við að finna kon- una sína liggjandi á gólfinu eftir sjálfsmorðstilraun. „Ég slappa frekar af í vinnunni en heima,“ segir Lísa. „Ég held að það þurfi að þvinga mömmu til að sjá hlutina í raunsæju ljósi og fá hana til að brjótast út úr þessum vítahring sem hún er komin í. t>að er eina leiðin. Mál- ið er bara það að við þorum ekki að gera neitt-því við vitum ekki hvernig mamma bregst við.“ Heilbrigði og vellíðan - eftir Paavo Airola Komin er út hjá Iðunni bókin Heilbrigði og vellíðan eftir Dr. Paavo Airola. f kynningu forlagsins á bókinni segir: Hér er fjallað um hvernig fæðuval, fjörefni, fasta, lækn- ingajurtir og -böð og ýmsar aðrar óskaðlegar aðferðir stuðla að bættri heilsu, lengri og betri líf- dögum. Fjallað er um flesta algengustu sjúkdóma og kvilla í vestrænum samfélögum og leiðir til að ráða bót á þeim með lífrænum lækn- ingaaðferðum. Heilbrigði og vellíðan er ein besta handbók um lífrænar lækningar sem gefin hefur verið út. Læknar, vísindamenn, nær- ingarfræðingar og fjölmargir áhugamenn hafa einróma lokið lofsorði á hana og hún hefur hlot- ið miklar vinsældir og víðtæka útbreiðslu um allan heim. Arngrímur Arngrímsson þýddi. Jesendahomið- Baráttan gegn eyðni: Ábyrgð í stað ábyrgðarleysis Reynir Yaldimarsson læknir vill koma eftirfarandi á fram- færi vegna lesendabréfs „Rétt notkun á smokkum“ sem birt- ist í blaðinu mánudaginn 2. þessa mánaðar og sem innlegg í umræðuna um eyðni sem nú fer hátt í þjóðfélaginu. „Að gefnu tilefni. 1) Útbreiðsluhraði ógnarsjúk- dómsins eyðni hefur að mestu byggst á léttúðugu kynlífi. Aðal- áhættuhópar eru hommar, vænd- iskonur og reglulegir viðskipta- vinir þeirra. Þetta virðist vera ómótmælanleg staðreynd. Afger- andi, - ef eitthvað má kalla því nafni með tilliti til varna, - er því fyrst og fremst aukið aðhald í kynlífi, ábyrgð einstaklinga í stað ábyrgðarleysis. Er þetta afstaða ráðamanna ýmissa þjóða, sem tekið hafa upp baráttuna. 2) Smokknum hefur áður verið ætlað það hlutverk að hefta útbreiðslu kynsjúkdóma. það hefur brugðist ærið víða. Lek- andi og syfilis blómstra enn í heiminum, í smokka sem smokkalausum löndum. Of mik- ið traust á smokknum getur leitt til afdrifaríkra tálvona. Rétt notkun, - og vil ég ekki væna notendur um þá glópsku að vilja setja hann á hausinn á sér, - get- ur auðveldlega brugðist. Áratug hef ég starfað í tveimur erlendum stórborgum á sjúkrahúsum, sem mikil tengsl hafa við vændis- kvenna„bransann.“ Lýsingar m'afgra: þeirra á '„smokk, sem brást“, gleymast mér ekki. Kunni þær ekki til verka í þessum efnum, kann það enginn. Og að lokum: Þetta er alls ekki svo skrítið." Reynir Valdimarsson. Undrandi á forraða- mönnum Skagfirð- ingabúðar Lesandi á Sauðárkróki hafði samband við blaðið og sagðist vera undrandi á forráðamönn.um Skagfirðingabúðar á Sauðár- króki, að bæta ekki þjónustu sína varðandi úrval á brauðum frá Sauðárkróksbakaríi. Konan sagði að iðulega vantaði margar brauðtegundir í hillurnar á með- an hægt væri að fá þær allar í kjörbúðinni sem einnig væri rek- in af kaupfélaginu. Konan sagði marga vera undrandi á þeirri ákvörðun að ætla að selja brauð frá brauðgerðinni Krútti á Blönduósi frá sérstökum diski og mismuna þannig þessum tveimur fyrirtækjum. ÞORRABLÓT Brottfluttir Saurbæjarhreppsbúar. Þorrablót veröur haldið í Sólgarði laugardaginn 14. febrúar n.k. kl. 21.00. Miðapantanir hjá Gillu í síma 23387 milli kl. 19 og 20. >2™| Hestamenn - Hestamenn Árshátíð Hestamannfélagsins Léttis verður í Alþýðuhúsinu laugardaginn 7. febrúar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 20.30 stundvíslega. Heitur matur • Skemmtiatriði í léttum dúr Hljómsveit Birgis Arasonar skemmtir. Miðasala í Brauðgerð Kristjáns til fimmtudagskvölds. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Einnig eru félagar í Funa og Þráni boðnir velkomnir. Skemmtinefnd. HRARIK Rk. N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS UTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-86020: Þrífasa dreifispennar 31,5-1600 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 12. mars 1987, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 5. febrúar 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 3. febrúar 1987, RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Gunnar Hilmarsson: I tilefni neitunar um BB-framboð Þar sem fyrir liggur neikvæður úrskurður stjórnar Framsókn- arflokksins varðandi beiðni okkar sérframboðsmanna um að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflokksins tel ég rétt að þeir sem fylgjast með þessu máli fái að lesa það bréf, sem sent var stjórninni. Fylgir það hér á eftir: Ég vísa til afgreiðslu stjórnar KFNE á ofangreindu erindi og áskorana sex framsóknarfélaga um hið sama. Ég óskaði eftir því við formann KFNE að þessum úrskurði yrði vísað til stjórnar flokksins, sam- kvæmt lögum hans, en hann neit- aði því. Þegar ég þá sagðist gera það sjálfur bað hann um frest til að athuga málið, en tjáði mér síðar að þetta myndi sent frá stjórninni, ásamt ljósritum af bréfum og bókunum. Þrátt fyrir að slíkt bréf muni berast flokkn- um tel ég rétt eftir samráð við ýmsa forystumenn þessara félaga að setja niður nokkrar athuga- semdir varðandi málið. 1. Allir frambjóðendur og stuðn- ingsmenn til framboðs eru flokksbundnir framsóknar- menn úr öllum félögum flokksins á Norðurlandi eystra. 2. Það er með framtíðarsjón- armið flokksins í huga seni við sækjumst eftir að bjóða fram undir merkjum hans. Þó að við viljum áherslubreytingar hjá flokknum, aðallega í byggðamálum, breytir það engu um. Hingað til höfum við þolað skiptar skoðanir. Verði algjör aðskilnaður nú verður ekki hægt að sameina þessi öfl eftir kosningar. Þetta var raunar rætt á síðasta stjórnarfundi KFNE þar sem Guðmundur Bjarnason og Jón Sigurðarson skýrðu aðal- lega sjónarmið meirihlutans. Það sorglegasta við þau var að betra væri að hafa flokkinn minni en samhentari. 3. Það er því ekki atkvæðamagn í þessum kosningum sem hvetur okkur til að óska eftir listabókstöfunum BB. Mjög skiptar skoðanir eru um það og telja margir að annar lista- bókstafur gæfi okkur fleiri at- kvæði. 4. Við teljum einnig að með því að neita okkur um listabók- stafina BB, sé mjög líklegt að verið sé að hafna þingsæti fyr- ir Framsóknarflokkinn í kjör- dæminu, þ.e. þegar úthlutað verður 7. þingsætinu. Óþarfi er að fara í talnaleik hér, en það ga&ti vissulega verið um hvern sem er að ræða, t.d. Valgerði Sverrisdóttur. 5. Meirihluti stjórnar KFNE lít- ur þannig á að fái sérframboð- ið ekki listabókstafina BB, samkvæmt þeirra úrskurði, séu frambjóðendur þess ekki lengur framsóknarmenn og vísa þar til laga flokksins. Staðfesti stjórn flokksins þennan úrskurð, verður það að vera öllum ljóst að hinir mörgu flokksmenn og félög sem skoruðu á þetta fólk til framboðs, hljóta að líta á slík- an úrskurð sem úrskurð gegn sér. Ef flokkurinn víkur fram- bjóðendum okkar úr flokkn- um hljótum við að fylgja með. Hversu óljúft sem það væri eftir áratuga starf þar, þá yrði það siðferðisleg skylda okkar. Hvort félögin segja sig úr kjördæmasambandinu eða við úr félögunum verður tíminn að leiða í ljós. En vonandi kemur ekki til slíks úrskurðar hjá stjórn flokksins. Ég vil geta þess hér að í bréfi stjórnar KFNÉ til þín, sem for- maður las upp fyrir mig í símann, er í lok fundar færð inn bókun þar sem sagt er að ég hafi verið farinn af fundi. Ég fór ekki fyrr en búið var að slíta fundi. Hins vegar má vera að fundur hafi ver- ið settur aftur enda skiptir það litlu máli. Það eru líka fleiri kosningar en kosningar til Alþingis. Kannski ættu menn að líta á úrslit síðustu sveitarstjórnarkosninga, t.d. á Húsavík, Dalvík og Akureyri, og spyrja sjálfa sig hvort meira megi ganga á fylgi okkar en þar varð. Ég mun ekki hafa þessar línur öllu fleiri. Ég vonast til að stjórn flokksins, líka ritari hans sem les eflaust þessar línur, íhugi þessi mál vel áður en hún fellir úr- skurð. Það er eflaust notalegra að vera í lygnu í litlum hópi, en að láta napra vinda blása um sig í stórum. En teljum við okkur eiga erindi, viljum við breyta og bæta þjóðfélagið ásamt því aö standa vörð um það sem gott er, þá ger- um við það ekki sem lítill flokkur. Norðurland eystra hefur á há- tíðlegum stundum verið kallað flaggskip Framsóknarflokksins, enda hefur svo verið. Allir hinir flokkarnir hafa bundið flaggskip sín við Reykjavíkursvæðið. Við skulum vona að svo fari ekki fyrir okkur. Með flokkskveðju, Gunnar Hilmarsson, varaformaður K.F.N.E. Raufarhöfn. P.S. Það leiðréttist hér með að einn frambjóðenda er óflokks- bundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.