Dagur - 05.02.1987, Side 8

Dagur - 05.02.1987, Side 8
8 - DAGUR - 5. febrúar 1987 Sundlaug Húsavíkur:______ Sveinn Rúnar Arason: „Þekki hvert einasta bam í bænum“ Sundlaug Húsavíkur. Jónas Gunnlaugsson: „Hef aldrei lært að synda“ Ég ætlaði að mæta nógu snemma að Sundlaug Húsavík- ur til að vera á undan fyrsta gestinum þennan morgun en það tókst ekki. Þó ég kæmi sjö mínútum fyrir sjö, og ekki ætti að opna laugina fyrr en sjö, voru samt fyrstu gestirnir þeg- ar farnir að synda. Sigríður Böðvarsdóttir sundlaugarvörð- ur var á vakt, hún mætti snemma og leyfði fólkinu að komast í laugina um leið og það birtist þó hinn auglýsti opnunartími væri ekki kom- inn. Þó mér tækist ekki að vakna á undan þessu morgun- hressa fólki einn einasta morg- un þá lauk ég samt erindinu sem var að spjalla við nokkra þá sem stunda morgunsundið reglulega. Það voru níu manns sem mættu í laugina um sjö- leytið þennan morgun en alls komu 29 á tímabilinu frá sjö til níu, en á þeim tíma er laugin opin á virkum dögum. Þess má geta að sundlaugin á Húsavík er sú fimmta í röðinni á land- inu hvað varðar góða aðsókn miðað við fólksfjölda. Sveinn Rúnar Arason hefur verið sundlaugarstjóri síðan í júní 1982. Hefur þú alltaf haft mikinn áhuga á sundi? „Nei, en áður en ég hóf störf hérna fór ég alltaf í sund einu sinni í viku, yfirleitt á föstudög- um, þá fór ég í gufu og gaf mér góðan tíma, var hér oft í eina tvo tíma. En ég hef ekki haft mikinn áhuga á sundi, finnst þó gott að fara og synda 2-300 metra og 800 metra ef það liggur vel á mér.“ - Syndir þú daglega núna? „Að jafnaði syndi ég annan hvern dag og aldrei minna en tvö hundruð metra, en mér finnst meira gaman að stunda badmint- on og fótbolta, tek þátt í old boys tímunum einu sinni í viku.“ - Er gaman að vinna við sund- laugina? „Það er að mörgu leyti gaman, maður kynnist svo mörgu fólki. Til dæmis þekki ég hvert einasta barn í bænum með nafni, það kemur til af því að þegar börnin koma í skólasund þarf ég að merkja við nöfnin á þeim sem mæta.“ - Nú er margt fólk sem stund- ar sundið reglulega, tekurðu eftir að það sé sérstaklega hresst og frískt? „Mér finnst það yfirleitt vera vel á sig komið og því líða vel. Ef ég mundi hætta að vinna við sundlaugina reikna ég með að ég yrði einn af þessum föstu kúnnum. Maður hefur svo gott af þessu þó maður reyni ekki mikið á sig í sundinu sem slíku, en að fara í bað, heitan pott og teygja á sér held ég að sé hverjum manni nauðsynlegt." - Nú hefur húsnæði sundlaug- arinnar verið tekið mikið í gegn síðan þú tókst til starfa, segðu mér svolítið frá þessum breyting- um. „Meiri hlutinn af efri hæðinni hefur verið endurnýjaður, stærsta verkefnið var að taka sturtuklefana í gegn og eftir þennan vetur má segja að búið verði að yfirfara allt í húsinu. Það hefur orðið aðsóknaraukning, 1981 komu rúmlega 22 þúsund manns í laugina en 1984 var metaðsókn, aukningin var 97%. Að mínu mati má fyrst og fremst rekja þetta til þess að aðstaðan hafði lagast. í fyrra komu 41.623 gestir í laugina, það var færra en árið áður enda var laugarkerið tekið í gegn í fyrrasumar og laug- in því lokuð í 16 daga í júni, en þá er aðsókn mjög góð. Renni- < braut var sett upp í júlí og það var framkvæmd sem unga fólkið var ánægt með. í gufubaðinu hefur verið venjulegur saunarafmagnsofn en nú vona ég að ég fái að setja upp búnað til að fá gufu úr heita vatn- inu. Á neðri hæðinni er verið að vinna við að gera búningsklefa fyrir íþróttavöllinn og áætlað er að sú framkvæmd kosti eina og hálfa milljón króna. í raun hefði ekki veitt af að sundlaugin hefði fengið að hafa neðri hæðina líka og þar hefði þá verið gufubaðið, sólbekkirnir og þrektæki. En bygging nýja íþróttahússins veld- ur því að aðrir hlutir eru látnir sitja á hakanum og það var ódýr- ara að útbúa búningsklefa í sund- laugarhúsinu heldur en að byggja nýtt hús fyrir þá. Ég bar fram þá tillögu að sett yrði upp lítil barna- laug við sundlaugina en það mál er í biðstöðu vegna þess að ekki er ljóst hvort þessi sundlaug verður notuð til frambúðar eða hvort ný sundlaug verður byggð við íþróttahúsið. Ég er fylgjandi því að ný laug verði byggð og álít að þá myndi aðsókn að sundlauginni aukast um 30-40%. Þá gætu börnin líka farið í skólasundið á morgnana en nú er það haft eftir hádegi, þá eru krakkarnir oft búnir í skólan- um en eiga eftir þetta helvítis sund af því afr laugin er á öðrum stað í bænum. Það mundi virka miklu jákvæðara á þau að geta sótt sundkennsluna um leið og þau fara í aðra tíma í skólanum. Eins og aðsóknin að lauginni er núna þá koma helmingi fleiri fullorðnir en börn í sundið. “ IM Jónas Gunnlaugsson varð átt- ræður í janúar en hann fer í sund tvisvar á dag alla virka daga og er alltaf mættur klukk- an sjö á morgnana. Jónas stundar einnig leikfímiæfingar á slánum við laugina og er fím- ari en flestir þeir sem eru helmingi yngri. - Jónas, þú ert manna hress- astur hérna í lauginni. „Ekki segi ég það nú en það eru ekki margir hérna á mínum aldri.“ - Þú ferð í sund á hverjum degi. „Þegar ég er heima fer ég alltaf klukkan sjö á morgnana og flesta virka daga fer ég aftur klukkan fimm á daginn en um helgar fer ég einu sinni á dag.“ - Er langt síðan þú fórst að stunda sund? „Það er ekki langt síðan ég fór að stunda sund svona fyrir alvöru, það var þegar ég hætti alveg að vinna fyrir tveimur árum, áður fór ég yfirleitt einu sinni á dag. Sundið hefur þau áhrif að mér finnst ég miklu lið- ugri í skrokknum, ég stirðna miklu minna og mér er léttara um. Það háir mér þó núna að ég hef verið ofurlítið slæmur af lungnaþani svo að ég mæðist." - Syndir þú mikið? „Nei, ég syndi nú ekki mikið núna oftast svona um 400 metra, en á sumrin þegar veðrið er gott er ég oft hérna í tvo tíma í einu, ligg í sólbaði og fer í laugina á milli." - Svo stundarðu leikfimi hérna. „Já, nokkrar þrekraunir. Það er eins með þær, það er ákaflega gott að teygja á líkamanum. Það er vafalaust hollt fyrir alla að fara í sund.“ - Finnst þér skemmtilegur félagsskapur hérna? „Já, það er margt spjallað í heita pottinum en ég heyri það Sveinn Rúnar Arason forstöðumaður sundlaugarínnar. ! heita pottinum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.