Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 11
5. febrúar 1987 - DAGUR - 11
Sturla Kristjánsson:
Sambandsslit em
valdbeiting ráðuneytis
Akureyringar - Nærsveitamenn
Hefjum sölu
og kynningu
á „Super-Apex“ fargjöldum Flugleiða
laugardaginn 7. febrúar.
Vegna þeirra fullyröinga mennta-
málaráðherra um sambandsslit
mín við menntamálaráðuneytið,
sem m.a. voru lesnar yfir Norð-
lendingum á Sjallafundinum sl.
fimmtudag, þá er óhjákvæmi-
legt að upplýsa hið sanna í mál-
inu.
Fræðslustjóri, fræðsluráð eða
skólamenn í Norðurlandsumdæmi
eystra hafa aldrei tekið neinar
ákvarðanir í þá veru að slíta sam-
bandi við ráðuneyti menntamála.
Síst af öllu gat fræðslustjóri ætlað sér
nokkuð slíkt, þar sem fjármálaskrif-
stofa menntamálaráðuneytis hafði
tekið sér völd og verkefni í fjárlaga-
gerð og fésýslu allri og farið svo með
þau mál að vandræði hlutust af,
vandræði sem fræðsluskrifstofa sat
uppi með og var jafnan gerð ábyrg
fyrir. Fræðsluskrifstofu var því nauð-
syn að hafa mun meiri samskipti við
ráðuneytið, í síma, með bréfum og á
fundum en eðlilegt gæti talist og því
miður verður að segja svo frá að nú
er ljóst að ráðuneytið gekk ekki til
þess samstarfs af heilindum og þar á
bæ lögðu menn sig ekki fram um að
gera skyldu sína - þvert á móti.
Lítum á nokkur
samskiptadæmi:
Flver urðu svör ráðuneytis við bréfi
fræðslustjóra frá 06.03.1986, sem rit-
að var skólamálaskrifstofu eftir að
starfsmenn fjármálaskrifstofu ráðu-
neytisins höfðu upplýst það á fundi
með fræðslustjórum að aðstoðar-
maður fyrrverandi ráðherra hefði
bannað notkun sérkennslukvóta af
liðnum grunnskólar almennt á fjár-
iögunum 1986?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi fræðslustjóra til ráðherra dags.
16.06. 1986 varðandi ráðningu leið-
beinanda í listgreinum í umdæmið -
erindi sent í framhaldi munnlegrar
kynningar?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi fræðslustjóra til ráðherra dags.
02.07. 1986 um framhaldsdeild sér-
kennslunema?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi forstöðumanns sálfræðideildar
til skólamálaskrifstofu dags. 10.07.
1986 varðandi áætlanir um sér-
kennslu í Norðurlandsumdæmi
eystra skólaárið 1986-1987?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi fræðslustjóra til ráðuneytis -
skólamálaskrifstofu, dags. 05.08.
1986 vegna niðurskurðartillagna
fjármálaskrifstofu menntamálaráðu-
neytisins til hagsýslu er varðar skóla-
hald í Norðurlandsumdæmi eystra
1986-1987?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi fræðslustjóranna til skólamála-
skrifstofu dags. 27.08. 1986 um sér-
kennslu, fjárveitingar og úrvinnslu.
Bréfið er svohljóðandi: „Að gefnu
tilefni vilja fræðslustjórar leggja á
það áherslu að þegar í stað verði haf-
in úttekt á stöðu sérkennslu í land-
inu. Að því verði stefnt að fá fram
raunverulega þörf fjárveitinga til
þess að unnt sé að veita þá þjónustu,
sem lög og reglur gera ráð fyrir. Sé
verulegt misræmi á metinni þörf fjár-
veitinga og því fé, sem til verksins er
ætlað er ljóst að gæta verður fyllstu
varúðar og gætni við skiptingu fjárins
á milli fræðsluumdæma og skóla-
hverfa. Fræðslustjórar óska samráðs
við ráðuneytið unt farsæla úrlausn
sérkennslumála og þá sérstaklega nú
fyrir það skólaár sem er að hefjast."
Undirritað f.h. fræðslustjóra af
þáverandi formanni Snorra Por-
steinssyni.
Hver urðu viðbrögð ráðuneytis?
Hver urðu svör ráðuneytis við
ályktun skólastjórnenda á Norður-
landi eystra dags. 26.09. 1986 um
jöfnuð þjónustu skv. grunnskólalög-
um, þar sem niðurskurður ráðuneytis
á áætlunum fræðslustjóra um sér-
kennslu var þungamiðja?
Hver urðu svör ráðuneytis eftir
fund fræðslustjóra og tveggja fulltrúa
úr fræðsluráði með skrifstofustjóra
fjármálaskrifstofu og deildarstjóra
grunnskóladeildar á skrifstofu þess
fyrrnefnda þann 02.10. 1986?
Hver urðu svör ráðuneytis við
bréfi fræðslustjóra dagsettu 03.10.
1986 í framhaldi af nefndum fundi og
bréfi frá 05.08. 1986?
Hver urðu svör ráðuneytis við
skriflegri beiðni fræðslustjóra um
aukafjárveitingu dags. 06.10. 1986,
beiðni sern var efnislega og tölulega
unnin upp í samráði við ráðuneytis-
menn á fyrrnefndum fundi 02.10.
1986?
Hver urðu svör ráðuneytis við inn-
lögðum gögnum um kennslumagn í
Norðurlandsumdæmi eystra 1986-
1987 ásamt ljósritum af uppgjöri við
Akureyrarbæ vegna umframkennslu
á kostnað bæjarins undanfarin ár,
gögnum sem lögð voru inn á fjár-
málaskrifstofuna föstudaginn 9.
janúar 1987?
Já, hver urðu svör ráðuneytis? Það
skal ég upplýsa. Ráðuneytið hefur
látið svo lítið að svara tveimur fram-
angreindra erinda og báðum þeim á
þann veg að í besta falli mætti segja
svörin á misskilningi byggð, jafnvel
útúrsnúninga eða eitthvað þaðan af
verra. Svör ráðuneytisins voru við:
a) Erindi um framhaldsdeild sér-
kennslunema (hæfingarstig) í
þeim tilgangi að auka möguleika
þeirra á „sjálfstæðu" lífi og
atvinnu.
b) Ályktun skólastjórnenda (o.fl.)
um sérkennslu aðallega þ.e.
niðurskurð fagráðuneytis á áætl-
unum fræðslustjóra (eftir grein-
ingum) í tillögum sínum til hag-
sýslu.
Öðrum erindum hefur ráðuneytið
ekki svarað. Var einhver að tala um
sambandsleysi, samstarfserfiðleika
eða sambandsslit?
Að lokum vil ég minnast á fund er
ég var boðaður til og átti með ráðu-
neytisstjóra og skrifstofustjóra skóla-
málaskrifstofu þann 9. janúar 1987.
Allt það, sem ráðherra hefur síðan
sagt um og af þeim fundi eru rang-
túlkanir og ósannindi. Ég vil hér
drepa á nokkur atriði varðandi
fundinn, form og efni.
1. Fundurinn var mér boðaður sem
samráðs- og samstarfsfundur en
ekki réttarrannsókn.
2. Fráleitt er að nota fundinn gegn
öðrum fundaraðila á þann hátt,
sem gsrt hefur verið. Engin
fundargerð var rituð og ráðuneyt-
ið hefur því unnið greinargerð um
fundinn sér í hag í nú augljósum
tilgangi.
3. í lok fundarins, sem var málefna-
legur og umræðan opinská, neit-
aði ráðuneytisstjóri því að í undir-
búningi væri að ég hyrfi úr starfi,
en síðar hefur hann sagt öðrum að
nefndur fundur hafi aðeins verið
„pro forma“. Brottvísun hafi ver-
ið ákveðin.
4. í tilvísunum sínum til fundarins
hefur ráðherra orðið tíðrætt um
játningar mínar, yfirlýsingar um
sambandsslit og það að ég ætlaði
að þrauka áfram. Engin þessara
tilvitnana er sannleikanum sam-
kvæmt. Hins vegar þykir mér það
undarlegt að hann skuli ekki
nefna niðurstöður fundarins og tel
ég sjálfsagt að geta þeirra hér hafi
þær ef til vill „gleymst" í greinar-
gerð ráðuneytisins. Rétt er það að
ég kvartaði undan vinnubrögðum
einstakra starfsmanna ráðuneytis-
ins og vitnaði þar um í ýmsa aðila.
Ég benti þó á, að mér virtist sem
hlutirnir væru að ganga upp og
fundur sem þessi gæfi fyrirheit um
viðunandi samskipti framvegis.
Ég benti á það, að meginvandi
okkar á Norðurlandi eystra væri
skráður hallarekstur í umdæminu
upp á aðeins 2-4% af veltu og ætti
hann rætur innan ráðuneytisins en
fyrir þremur árum - í tíð annars
ráðherra og annars fræðslustjóra
- hefði skekkja í fjárlagagerð ver-
ið 10-12%. í þessu efni værum við
því á endaspretti og ekki þyrfti
marga fundi sem þennan til að
slíta snúruna. Ég benti á augljósar
uppsetningarvillur í svari um sér-
kennslu, þingskjali 319, og kvaðst
skila greinargerð um það plagg til
ráðuneytis eftir helgina. Eg sagð-
ist vita af því að þingmenn um-
dæmisins hefðu komið 5 milljóna
fjárveitingu vegna sérkennslu inn
á fjárlög og óskaði formlegra upp-
lýsinga frá ráðuneytinu um það
hvort okkur væri þetta fé ætlað.
Að lokum var rætt um nefndar-
skipan fræðsluráðs frá 12.12.
1986, þar sem fræðsluráð skipar
fimm manna nefnd, fræðslustjóra,
tvo fræðsluráðsmenn, fulltrúa
skólastjóra og fulltrúa kennara til
þess að ná viðunandi samskipta-
formi við ráðuneytið og leysa úr
þeim málum, sþfn vegna ein-
hverra annarlegra ástæðna höfðu
enn ekki fengist í lag. Ráðuneytis-
menn höfðu nefnda fundargerð í
höndunum. Ég tók fram að til-
nefningar kennara og skólastjóra
fengjust um þessa helgi (9.-11.)
og við gætum því stefnt að fyrsta
fundi í næstu viku.
Þó svo framtíðin virtist björt, þá
bjóst ég aldrei við þvf að verða boð-
inn í fínu veisluna ráðuneytisins þá
um kvöldið, þar sem fræðslustjórar
eru ekki starfsmenn ráðuneytisins,
en ég varð undrandi er að því kom að
ég fékk fyrstu og einu formlegu fyrir-
niælin, sem ég hef fengið frá ráð-
herra, dagsett 10. janúar 1987, fyrir-
varalaus lausn frá störfum, rétt eins
og lög um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna væru ekki til.
Ég hlýði alltaf fyrirmælum yfirboð-
ara, hvað sem tautað er og hver sem
skoðun mín á þeim er.
En livers vegna tekur ráðuneytið
að sér rannsókn og dómsvald yfir
mér og mínum störfum, hvers vegna
má ég ekki njóta þeirra grundvall-
armannréttinda að um meint misferli
verði fjallað samkvæmt lögurn um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna?
Eru þessi lögboðnu mannréttindi
virkilega fótum troðin að ráði ríkis-
lögmanns eins og hefur mátt skilja af
orðum ráðherra?
Skrifstofan er opin
frá kl. 14-16.
Verð til Kaupmannahafnar frá kr. 10.950,-
Takmarkað sætaframboð.
Ferðaskrifstofa
Akureyrar h/f
RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000
Skíðaskólinn
Hlíðarfjalli
Skíðanámskeið hefjast
aftur nk. mánudag.
Innritun og upplýsingar á Skíiastöðum simi 22280 og 22930
Tilboð óskast
í húseignina Ásgarðsveg 2 á Húsavík,
neðri hæð + hálft ris og hálfan kjallara.
Húsið er á besta stað í bænum og fæst á góðum kjörum.
Upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson í síma 24222
á daginn og í síma 26367 á kvöldin og um helgar.
Frá stjórn verkamanna-
bústaða, Akureyri:
Eftirtaldar íbúðir eru til sölu í
verkamannabústöðum á Akureyri:
A: Eitt fimm herbergja einbýlishús við Borgarsíðu
21, 133,2 m2.
B: Ein fimm herbergja íbúð í raðhúsi við Fögrusíðu
9b, ca. 130 m2.
C: Ein fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við
Múlasíðu 3b, 146,7 m2.
D: Þrjár fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum
við Skarðshlíð 26b, Skarðshlíð 26d og Skarðs-
hlíð 28b, allar 82,2 m2.
E: Ein þriggja herbergja íbúð við Tjarnarlund 17h,
78 m2.
F: Ein tveggja herb. íbúð við Múlasíðu 3f, 93,7 m2.
G: Ein tveggja herbergja íbúð við Skarðshlíð 26a,
65,5 m2.
H: Ein tveggja herbergja íbúð við Sunnuhlíð 23f,
54,3 m2.
I: Ein tveggja herb. íbúð við Tjarnarlund 10i, 48,5 m2.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 1987.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um verð,
skilmála og rétt til kaupa á íbúðum í verkamannabústöð-
um er að fá á skrifstofu verkamannabústaða, Kaupangi
við Mýrarveg. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtu-
daga frá kl. 13-15.30, sími 25392.
Akureyri, 05. febrúar, 1987.
Stjórn verkamannabústaða, Akureyri.