Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 05.02.1987, Blaðsíða 15
5. febrúar 1987 - DAGUR - 15 Minning: Ý Anna Sigurðardóttir - fyrrum húsfreyja að Auðnum í Óiafsfirði F. 31.1. 1904 -D' 17.1. 1987 Þann 24. janúar síðastliðinn, var jarðsett hér í Ólafsfirði Anna Sigurðardóttir frá Auðnum. Hún var fædd 31. janúar 1904, að Garði í Ólafsfirði, Anna ólst upp í fæðingarsveit sinni, og bjó þar allt sitt líf. Ung giftist hún Steini Ásgrímssyni frá Karlsstöð- um í sömu sveit. Bæði elskuðu þau sveitina sína, og stunduðu búskap, lengst af, sín hjúskapar- ár. Þó óblíðar aðstæður slitu þau frá þeim störfum um tíma, vegna veikinda Steina, þráðu þau bæði að komast aftur í sveitina. Þau keyptu Auðnir, og hófu þar búskap að nýju, og bjuggu þar til efri ára. Þau Anna og Steini eignuðust átta mannvænleg börn, sem öll komust til fullorðinsára. Anna var vel kynnt og vina- mörg og þrátt fyrir sinn stóra barnahóp, og mikið annríki heima fyrir, átti hún ætíð tíma aflögu til að rétta þeim hjálpar- hönd, sem þurftu þess með, og þannig voru þau hjónin bæði, og fékk ég, sem þessar línur skrifa, og mitt heimili, að njóta þeirra góðu eiginleika þessara hjóna. Við fluttum í nágrenni vð þau 1951, og þó vatnsflötur skildi í milli bæja, voru drengirnir þeirra fúsir, að ferja okkur yfir á bátn- um þeirra. Oft þurftum við að leita til þeirra hjóna á margvís- legan hátt, um hjálparhönd, sem ætíð var fúslega veitt, bæði af þeim og börnum þeirra. Þakklæti fengu þau eitt að launum, fyrir alla sína hjálp og greiðasemi, um annað var aldrei talað, það var þeim gleði að geta rétt þeim hjálparhönd, sem þurftu þess með. Þau áttu sjálf sína reynslu úr skóla lífsins og þekktu baráttu þá, sem oft verður að heyja í þögn og þolinmæði, við fátækt og strit. í þeim skóla lærist að ávaxta sitt pund, vera sparsamur, nægju- samur og nýtinn. Og þessa ávexti átti Anna í ríkum mæli. Anna var dásamleg kona og móðir. Hún lét aldrei erfiðleikana buga sig. Þó hópurinn hennar væri stór og efnin lítil, voru börnin ávallt vel klædd, og báru vitni sínum móðurhöndum, sem saumaði þeim falleg föt, úr gömlum og notuðum flíkum, sem vent var og sniðið úr, og gert sem nýtt væri og tel ég að börnin þeirra Önnu og Steina hafi fengið dýrmætari arf í veganesti út í lífið, en heims- ins auður getur veitt. Elsku Anna mín, ég kveð þig með þakklæti í hug og hjarta, fyr- ir alla þína hjálp og vinsemd, sem ég fékk að njóta í fátækt minni og sjúkleika. Þú skildir mig öðrum Útgerðarmenn Óskum eftir netabát í viðskipti á vetrarvertíð. Búrfell hf. Rifi, símar 93-6761 og 6679. Jökull hf. Hellissandi, símar 93-6739 og 6744. Hestamenn Kynningarfundur á Evrópumóti í Weistrach í Austurríki í sumar og Evrópulykli. Fundurinn verður föstudaginn 6. febrúar kl. 20,30 að Hótel Varðborg. E.M. nefndin. |||| Opið hús hjá ungum framsóknarmönnum í Hafnarstræti 90 á laugardagskvöldið frá kl. 20.30-? Nú mæta framarar á öllum aldri, ræða málin og taka lífinu létt. Ágætar veitingar á boðstóium. Stjóm F.U.F.A.N. betur, og varst alltaf tilbúin að létta af mér, eins og þú gast. Tókst yngsta barnið mitt yfir til þín, þegar ég lá sjúk og oft komst þú færandi hendi, með glaðningu til mín og barnanna. Stundum voru það föt, sem þú hafðir saumað þeim. Alla ævidaga þína, stóðst þú, sem hetja í holskeflum lífsins, án þess að kikna fyrir augum manna. Sárin voru stór, þegar dóttursonur þinn drukknaði við vatnsbakkann, og svo þegar næstyngsti sonurinn fórst með skipi sínu og allri áhöfn. Þú harm barst í hljóði en herrann sá þín tár. Hendur hans, þær græða og mýkja öll vor sár. hann þekkir aila reynslu íþraut og stríði hér, á þinni lífsins göngu hann jafnan fyigdi þér. Ég á svo margt að þakka þér elsku Anna mín, og eru þetta fátækleg kveðjuorð til þín. í hjarta mínu á ég þá inniiegu trú að ailt þér verði iaunað í ríki Drottins nú. ísól Karlsdóttir. Aðalgötu 50 Ólafsfirði. Nýkomið Dömukjólar. Verð kr. 4.490. Rúllukragabolir. Verð kr. 685. Khibírarslwi Sigwtkir(jiiömwuksoiuir hf HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Sumarvinna Erum byrjaðir að skrifa niður unglingsstúlkur vegna sumarvinnu. Getum bætt nokkrum við strax. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co hf. Atvinna Getum enn bætt við nokkrum konum. Mikil vinna, greiðum premíu. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jonsson & Co hf. Starf á rannsóknastofu Ullariðnaður Sambandsins óskar eftir að ráða mann til starfa á rannsóknastofu. Starfíð er fólgið í ýmiss konar efnafræðilegri meðhöndlun á ull og vörum úr ull og tengist framleiðslu, framleiðslueftirliti og vöruþróun. Hér er um að ræða ábyrgðarstarf, sem krefst nákvæmni og samviskusemi. Við leitum að vandvirkum og duglegum starfsmanni með grunnþekkingu í efnafræði, til dæmis náttúrufræðideild menntaskóla eða hliðstæða menntun. Við bjóðum framtíðarstarf á góðum launum, ásamt menntun og þjálfun hérlendis og erlendis. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 11. febrúar nk. og veitir hann nánari upplýsingar. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS 'GLERÁRGÖTU 8 AKUREYRI SÍMI (96)21900 (220) Yiðgerðarmaður Iðnaðardeild Sambandsins óskar eftir að ráða viðgerðarmann í prjónadeild fyrirtækisins. Starfíð er fólgið í daglegu viðhaldi prjónavéla og breytingum véla vegna mismunandi tegunda og stærða. Við leitum að ákveðnum, metnaðarfullum og duglegum viðgerðarmanni sem getur unnið sjálfstætt og sé skapandi í störfum sínum. Við bjóðum réttum starfsmanni framtíðarstarf á góðum launum ásamt menntun og þjálfun. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 12. febrúar nk. og gefur hann nánari upplýsingar. IDNADARDEILD SAMBANDSINS IGLERÁRGÖTU 8 AKUREYRI SÍMI (96)21900 (220) REYKJAVÍK Hefyatferðir - Viðskiptaferðir m Ferðaskrifstofa Akureyrar m Ráðhústorgi 3 • Sími 25000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.